Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 25
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 25 Spurning: Mig langar til að biðja þig um að fjalla um dróma- sýki (narcolepsy). Eðli sjúkdóms- ins og hliðarverkanir eins og t.d. cataplexy og truflaðan næt- ursvefn svo eitthvað sé nefnt. Svar: Drómasýki er alvarlegur, sjaldgæfur sjúkdómur sem leggst jafnt á konur sem karla og al- gengast er að hann geri vart við sig á aldrinum 10 til 25 ára. Aðal- einkenni drómasýki eru skyndi- legur svefn hvar og hvenær sem er, skammvinnar skyndilamanir (cataplexy), skammvinnar lam- anir eftir að sjúklingur vaknar og ofskynjanir. Fáir sjúklingar hafa þó öll þessi einkenni. Einkenn- andi fyrir sjúkdóminn er skyndi- leg syfja og svefn sem getur kom- ið hvenær sem er og getur varað frá mínútu upp í klukkustund eða lengur. Sjúklingurinn getur sofn- að við nánast hvaða aðstæður sem er en hægt er að vekja hann. Ein- kennandi fyrir drómasýki er að svefnmynstrið er mjög afbrigði- legt þannig að sjúklingurinn fer næstum strax í svokallaðan REM-svefn sem tekur venjulega meira en klukkustund að ná hjá heilbrigðum. Sjúklingar með drómasýki sofa ekki áberandi lengur á sólarhring en heilbrigðir og dúrar yfir daginn valda því truflunum á nætursvefni. Annað nokkuð algengt einkenni í dróma- sýki eru skyndilamanir eða vöð- vaslappleiki sem oftast kemur við geðshræringu eins og gleði, ótta eða undrun. Þetta getur t.d. orðið til þess að sjúklingurinn dettur eða missir það sem hann heldur á en allan tímann er hann glaðvak- andi. Sjúklingurinn getur líka verið eins og lamaður þegar hann vaknar af svefni og getur fylgt því mikill ótti. Þetta hverfur venju- lega ef sjúklingurinn er ávarp- aður eða ýtt er við honum. Sumir fá ofskynjanir þegar þeir eru að sofna eða vakna og þessar of- skynjanir geta verið miklar og jafnvel valdið ótta. Greining byggist aðallega á sögu og lýsingu einkenna en hægt er að mæla svefnmynstrið og fá þannig aukið öryggi í sjúkdóms- greininguna. Meðferðarúrræði byggjast á því að bæta næt- ursvefn og draga úr einkennum en engin lækning á sjúkdómnum er þekkt. Mörgum sjúklingum með drómasýki tekst þó að lifa sæmilega eðlilegu lífi. Mikil reglu- semi varðandi nætursvefn hjálpar sumum og einnig er til bóta að forðast áfengi og vaktavinnu. Hægt er að beita lyfjameðferð til að draga úr einkennum en þau hverfa yfirleitt ekki alveg. Notuð eru tvenns konar lyf, örvandi lyf draga úr svefnköstunum og þung- lyndislyf draga úr skyndilöm- unum og ofskynjunum. Orsakir drómasýki eru óþekkt- ar en stundum virðist sjúkdóm- urinn erfast og fundist hefur gen sem virðist tengjast honum. Til er svipaður sjúkdómur í músum og hundum og rannsóknir á þeim benda til þess að skortur á vissu efni í heilanum tengist drómasýki. Verið er að gera tilraunir með þetta efni og ef vel tekst til gæti farið að hilla undir áhrifaríkari lækningu við þessum erfiða sjúk- dómi á næstu árum. Hvað er drómasýki? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Greining bygg- ist á sögu og lýsingu ein- kenna.  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com. FÁTT er dýrmætara en að eiga góða fjölskyldu og vini. Þó að ekkert geti komið í stað tengsla við aðra manneskju get- ur gæludýr uppfyllt ákveðna þörf fyrir vináttu og snert- ingu. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á góð áhrif af um- gengni manna við dýr. Á þetta bæði við þá sem eru heilbrigðir og einnig þá sem eru veikir. Sögulegar heimildir herma að umgengni við dýr hafi verið notuð til lækninga allt aftur til tíma Forn-Grikkja. Rannsóknir sýna að umgengni við dýr eykur tilfinningalega og líkamlega vellíðan og eykur m.a. sjálfstraust, einbeitingu og athygli, minnkar streitu- viðbrögð, lækkar blóðþrýsting og hægir á hjartslætti. Ennfremur hvetur umgengni við dýr til samskipta við aðra og dregur þannig úr einmanaleika. Þannig hafa t.d. rann- sóknir sýnt að sá sem gengur um með hund í taumi er frek- ar ávarpaður af ókunnugum og fær fyrirspurnir eða vin- samlegar athugasemdir um dýrið. Dýr veita einstaklingnum vinskap, líkamlega snertingu og sýna áhuga án nokkurra skilyrða. Í samskiptum manns og dýrs skiptir ekki máli þótt maðurinn eigi erfitt um mál og hugsun eða hvort hann á við alvarlega líkamlega fötlun að stríða. Samskipti manns og dýrs geta uppfyllt ýmsar þarfir sem erfitt er að uppfylla, t.d. þegar dvalið er á stofnun. Það að klappa og strjúka hundi getur leitt til slökunar og vellíðunar sem endist mun lengur en sjálf heimsóknin. Þess vegna hafa mörg hjúkrunarheimili í Bandaríkjunum tekið upp þá stefnu að hafa heimilisföst dýr, t.d. ketti og hunda, íbúum heimilisins til ánægju. Ein rannsókn hefur verið gerð á Íslandi á áhrifum hundaheimsókna inn á deild fyrir minnisveika á Landakoti. Niðurstöður benda til þess að samskipti við hundana hvetji sjúklingana til að tjá sig, örvi hjá þeim tilfinningaleg við- brögð og hafi jafnframt róandi áhrif. Þeim sem á annað borð hafa ánægju af dýrum er því hagur í því að umgangast dýr eða eiga gæludýr. Aldraðir, sem eiga og hugsa um gæludýr, geta jafnvel búið við betra heilsu- far en aðrir. Þetta má að hluta rekja til þess að hundaeigendur hreyfa sig oft meira en aðrir og að sá sem býr einn en á fyrir gæludýri að sjá hefur hefur ýmis verkefni sem leysa þarf af hendi. Eru þá ekki talin þau góðu áhrif sem félags- skapur af dýrinu getur haft á eigandann. Það að eiga og annast gæludýr getur því haft góð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu. Ingibjörg Hjaltadóttir, sviðsstjóri hjúkrunar á öldrunarsviði LSH. Frá Landlæknisembættinu. Heilsan í brennidepli Gæludýr eru gefandi fyrir heilsu og líðan Ein rannsókn hefur verið gerð á áhrifum hundaheim- sókna inn á deild fyrir minnisveika á Landakoti. Geðheilsa eldri landsmanna HEILSA ÞÓTT smáfólkið sé lágt í loftinu og kaupgetan í sjálfu sér óveruleg eru tök þess á innkaupum og mat- arvenjum heimilisins sögð mikil. „Áhrif yngra fólksins á versl- unarmynstur foreldranna ein- skorðast ekki við barnadót,“ segir sagemag.com. „Tvennum sögum fer af því hvað áorkan barna við innkaupin þýðir í krónum og aurum en allir eru sam- mála um að hún sé veruleg og fari vaxandi.“ Samkvæmt könnun „Packaged Facts“, deildar innan Market- Research.com, sem vitnað er í, er hlutur 5–14 ára barna í veltu af sölu matar- og drykkjarvöru 80 milljarðar króna árlega í Banda- ríkjunum. „Börn 3–14 ára hafa að með- altali áhrif á 14 ákvarðanir í einni innkaupaferð í stórmarkaðinn,“ er haft eftir forstjóra ráðgjafarfyr- irtækis Davids Biernbaum. „Hvaða vörutegundir eiga í hlut ræðst af aldri barnanna, en ekki fer milli mála að ítök þeirra eru mikil í hverri verslunarferð.“ Stórkaupmenn með viðskiptavit í kollinum ættu því að gera sér far um að bjóða börn velkomin í versl- anir sínar, segir ennfremur. „Fjölskylda með börn er besti markhópur nýlenduvörukaup- mannsins,“ er haft eftir forstjóra Fresh Ideas, markaðs- og upplýs- ingafyrirtækis verslunarkeðj- unnar Fresh Brands. Hagkerfi með svíni Í febrúar á þessu ári setti Fresh Brands á markað vörur ætlaðar börnum í verslunum sínum. „Vöru- merkið, Piggly Wiggly, virðist ekki reist á mikilli skynsemi en sannast sagna eru börn mjög hrifin af táknmerki þess, svíninu,“ segir hann. „Þótt merkið virðist neikvætt fellur það börnum í geð. Því höfum við búið til deild innan hverrar búðar, nokkurs konar svínshorn, þar sem er að finna sjálfsala með dóti í plasthylkjum. Þegar barn eða barnafjölskylda kemur í búð- ina og verslar fær hún afhentan gervipening á stærð við kvartdoll- ar sem hægt er að nota í sjálfsal- ana í svínshorninu.“ Undirtektir viðskiptavina hafa verið góðar og er tekið dæmi af móður sem keyrir bæjarenda á milli, í verslun Fresh Brands í Sheboygan í Wisconsin, að áeggjan barna sinna. Í Dorothy Lane Mark- et í Dayton í Ohio hefur sérstakur krakkaklúbbur verið settur á fót „svo börnin geti tekið virkan þátt í verslunarleiðangrinum“, eins og talsmaður verslunarinnar orðar það. Um 6.000 börn munu vera í klúbbnum og fá að vera fé- lagsmenn þar til 13 ára aldri er náð. Meðal þess sem er á dagskrá fyrir klúbbfélaga er kökuskreyt- ing fyrir mæðra- og feðradag, barnamatreiðslunámskeið og verð- launaleikur þar sem afmælisbarn mánaðarins vinnur aðföng fyrir veislu, svo dæmi sé tekið. „Í hvert sinn sem krakkaklúbbs- félagi kemur í verslunina fær hann að velja sér smáköku í bakaríinu eða sneið af kjötmeti eða osti úr áleggsborðinu. Börnin þurfa ekki að sýna skírteini í hvert sinn er þau koma, enda verða klúbbmeðlimir fljótt kunnugleg sýn,“ segir hann. Að mati ráðgjafarfyrirtækis Biernbaum er skynsamlegt fyrir verslunareigendur að draga rauða dregilinn fram fyrir börnin, sér- staklega þar sem markmiðið er að auka hvatvísi í innkaupum. „Seljendur verða að ýta meira undir kaupgleði fólks, því ábatinn eykst því oftar sem viðskiptavin- urinn velur eitthvað sem ekki var á innkaupalistanum.“ Morgunblaðið/Sverrir Ýmsar leiðir eru notaðar til þess að virkja börn í verslunarleiðangri. Smáfólkið hefur áhrif á verslun- armynstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.