Morgunblaðið - 13.09.2003, Page 52

Morgunblaðið - 13.09.2003, Page 52
KNATTSPYRNA 52 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  BRASILÍSKI sóknarmaðurinn Marcio Amoroso sem leikur með Dortmund í Þýskalandi meiddist illa á hné á æfingu liðsins í gær. Liðbönd sködduðust og er reiknað með að hann verði frá æfingum og keppni næstu tvo mánuðina. Þar með hefur enn einn leikmaðurinn bæst á sjúkralistann hjá Dortmund en Flavio Conceicao, Christoph Metzelder, Torsten Frings, Evanil- son og Guy Demel eru allir frá í einhvern tíma vegna meiðsla.  ÞÝSKI landsliðsmaðurinn Mich- ael Ballack getur ekki leikið með Bayern München í leiknum við Wolfsburg í dag. Ballack meiddist á hné í leik Þjóðverja á móti Skot- um á miðvikudagskvöld. Bæjarar verða einnig án sóknarmannsins skæða Claudio Pizarro, Jens Jeremies og Sebastians Deislers en allir eiga við meiðsli að stríða.  LUCIO, brasilíski landsliðsmað- urinn sem er á mála hjá Bayer Leverkusen, er nú sterklega orð- aður við Chelsea og við því er búist að hann gangi í raðir Lundúnaliðs- ins þegar leikmannamarkaðurinn verður opnaður að nýju í janúar. Lucio er öflugur varnarmaður sem mörg félög hafa rennt hýru auga til, meðal annars Real Madrid og Bayern München, en Rússinn Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur hingað til fengið þá leikmenn sem hann vill.  ENSKA knattspyrnufélagið Everton lánaði í gær sænska miðjumanninn Niclas Alexand- ersson til 1. deildarliðs West Ham í einn mánuð. Alexandersson er reyndur leikmaður sem á að baki 68 landsleiki fyrir Svíþjóð en hann er 31 árs og var fastamaður í sænska liðinu í lokakeppni HM á síðasta ári.  ALEX Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, á í vand- ræðum með að stilla upp vörn sinni fyrir leikinn gegn Charlton í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer í London í dag. Óvíst er með Rio Ferdinand, sem hefur verið frá að undanförnu vegna sýkingar í nýra, og þá meiddust bæði John O’Shea og Mikael Silvestre í landsleikjum með Írum og Frökkum á dögunum.  FERGUSON hefur þurft að breyta vörn sinni fyrir hvern leik sem af er tímabilinu og útlit er fyr- ir að Quinton Fortune og Roy Keane gætu þurft að sinna varn- arskyldunum á The Valley.  BJÖRGÓLFUR Takefusa verður ekki með Þrótturum þegar þeir mæta FH í næstsíðustu umferð úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu á morgun. Hann kemur ekki frá Bandaríkjunum eins og til stóð vegna anna í námi. Björgólfur, sem er markahæstur í deildinni ásamt félaga sínum, Sören Hermansen, verður hins vegar með Þrótti gegn Fram í lokaumferð deildarinnar. RAY Lewington, knattspyrnustjóri enska liðsins Watford, sagði að meiðsli Heiðars Helgusonar hefðu ekki virst alvarleg við fyrstu sýn. Þegar Heiðar féll eftir návígi við markvörð á æfingu á þriðjudags- morguninn var það ekki tekið alvar- lega af stjóranum eða leikmönnum liðsins. „Hann datt eins og hann væri að reyna að fiska vítaspyrnu og það kom engum til hugar að hann hefði meiðst. Við héldum að hann væri að grínast og hlógum allir að þessu at- viki. Heiðar sagðist finna aðeins til í hnénu en stóð upp og ætlaði að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Við tókum þó enga áhættu, vildum meðhöndla hann rétt frá fyrstu stundu og létum bera hann af vellinum á börum. Sem betur fer eru meiðsli Heiðars ekki svo alvarleg að hann þurfi að fara í uppskurð,“ sagði Lewington við staðarblaðið The Watford Observer. Enskir fjölmiðlar hafa fjallað tals- vert um meiðsli Heiðars og telja þau gífurlegt áfall fyrir lið Watford sem hefur byrjað keppnistímabilið illa og ekki enn náð að vinna leik í ensku 1. deildinni. Heiðar verður frá keppni næstu tvo til þrjá mánuðina. Hlógum allir þegar Heiðar féll Klara Bjartmarz er starfsmaðurKSÍ og landliðsnefndar kvenna. Hún er að hefja sitt tíunda starfsár og hefur séð um kvenna- landsliðið öll þau ár. „Það er tals- verð vinna í kringum landslið en eftir að KSÍ flutti á Laugardals- völlinn er undirbúningur oft auð- veldari en það þarf samt alltaf að fylgjast grannt með. Landsliðum og þar af leiðandi landsleikjum hefur fjölgað og umgjörðin breyst gífurlega. Við höfum tekið mjög miklum framförum og það hefur margt breyst hjá okkur en um leið eins mikið í öðrum löndum. Við er- um ekki eina þjóðin sem er að vinna vel í knattspyrnunni, það gera flestar þjóðir í kringum okk- ur. Það er til dæmis ekki hægt að líkja saman umhverfinu. Stelpurn- ar sem eru í landsliðinu í dag hafa allt annan bakgrunn þar sem þær byrja að æfa mun fyrr við betri að- stæður en áður fyrr. Landsliðið fær miklu meiri athygli og það er gerðar miklu meiri væntingar, það er fylgst betur með hvað er gerast og ekki síst árangri. Þar sem meiri fjármunum er eytt í landsliðið eru eðlilega um leið gerðar meiri kröf- ur um að skila árangri. Leikmenn gera líka sjálfir kröfur til sjálfs sín, æfa til dæmis mun meira. Upplýsingar um pólska liðið voru takmarkaðar og Klara treysti sér ekki til að spá um úrslit. „Við vorum svo heppin að fá mynd- bandsspólu með einum af leikjum Póllands. Þegar maður hefur verið svona lengi í þessu þekkir maður fólk sem auðveldar að ná í gögn. Ég er löngu hætt að treysta á hvernig tilfinningu maður hefur fyrir leikjum. Stundum heldur maður að allt verði í himnalagi en það gengur ekki eftir. Leikmenn eru ekki vanir að spila tvo lands- leiki í röð og því örlítil þreyta í hópnum auk þess að veðurspá er ekki hagstæð svo að þetta verður erfiður leikur. Hins vegar er hann þýðingarmikill, við verðum að fá þrjú stig ef við ætlum okkur að ná lengra.“ Kvennalandsliðið hefur oft verið nálægt því að komast í úrslit en Klara telur að stutt sé í að þær brjóti ísinn. „Það er ákveðin upp- bygging að skila sér, við erum að auka breiddina og höfum nú mikið af leikmönnum með reynslu. Ég held við þurfum engu að kvíða, þetta kemur einhvern daginn,“ sagði Klara. Það sakaði ekki að reyna spyrja um hvort liðið myndi koma með enn eina skemmtilega auglýsingu. „Það verður eflaust en það er hernaðarleyndarmál og verður ekki gefið upp.“ Kröfur gerðar um ár- angur Við vitum að við eigum að vinnaleikinn en verðum að vera klárar í kollinum. Það hefur gengið vel undanfarið, við gerðum góða hluti í Rússlandi en töpuðum reyndar fyrir Frakklandi, sem vann Pólland örugglega. Það hafa verið breytingar í hópnum en nýju stelpurnar eru ungar og sprækar, allar mjög góðar. Þær þurfa auð- vitað sinn tíma en ég hef ekki áhyggjur af getu þeirra,“ bætti Erla við en hún spilar með danska liðinu FVK. „Ég hef misst af flestum leikjum liðsins vegna landsleikjanna en það eru fleiri í landsliði og það hefur komið niður á liðinu. Þjálfarinn er skilningsríkur og hefur gert breyt- ingar útaf mér og skilur að lands- liðið gengur fyrir hjá mér – þess vegna er maður í fótboltanum.“ Komnar yfir minnimáttarkenndina „Við erum hungraðar eftir tapið í Frakklandi því við erum fúlar eft- ir þann leik þrátt fyrir góða punkta í honum,“ sagði Ásthildur Helgadóttir. „Við vitum að það er mikilvægt að vinna Pólland og leik- urinn leggst vel í mig. Við erum ekki vanar að vera fyrirfram taldar sterkari en ég held að við van- metum ekkert lið. Vonandi verðum við skynsamar og áttum okkur á því að það gengur ekki. Það er gott að fá þessar ungu stelpur inn í liðið og veita þeim þessa reynslu. Þær eru klárar í slaginn.“ Ásthildur er í meistarnámi í verkfræði í Malmö og spilar með liðinu þar. „Ég kom heim með hópnum frá Frakklandi og veit ekki með áhugann fyrir leiknum hjá almenningi en það er góður andi í hópnum eins og venjulega. Við verðum örugglega meira varar við áhugann þegar auglýsingin okkar birtist. Hún hefur líka góð á áhrif á okkur og við viljum við- halda stemmningunni sem mynd- ast í kringum hana og vonandi heldur það einnig áhuga fólks,“ sagði Ásthildur, sem vill ná lengra en í fyrra. „Af því að við vorum svo nálægt því að komast áfram í fyrra og stóðum okkur vel viljum við bæta um betur. Hugarfarið hefur líka breyst, nú förum við í hvern leik til að vinna en ég held að fyrir nokkrum árum hafi verið of mikil minnimáttarkennd. Það er stærsta skrefið að komast yfir það.“ Morgunblaðið/Þorkell Erla Hendriksdóttir, landsliðsmaður, notaði tímann til að teygja á meðan landsliðsþjálfarinn Hel- ena Ólafsdóttir lagði á ráðin um næstu skref á æfingunni í Smáranum á fimmtudagskvöldið. Megum ekki van- meta þær pólsku „MÉR líst vel á leikinn en ég held að við verðum helst að passa okkur á að vanmeta ekki pólska liðið, við erum helst hræddar við að það gerist,“ sagði Erla Hendriksdóttir um leikinn við Pólland.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.