Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 53
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 53 „VIÐ höfum verið mikið sam- an undanfarið og það er góð stemmning í hópnum,“ sagði Írís Andrésdóttir, fyrirliði Vals og varnarmaður lands- liðsins. „Við viljum auðvitað alltaf sigra og þetta er heima- leikur svo að við sjálfar og áhorfendur hljóta að heimta sigur. Við vitum ekki mikið um pólska liðið en mætum í þennan leik eins og alla aðra.“ Læri af reynsluboltunum „Ég er orðin spennt,“ sagði Dóra María Lárusdóttir sem var í hópnum gegn Ungverj- um en fékk ekki að spreyta sig. „Það er mikið um að vera í kringum leikinn og við höf- um hist mikið, til dæmis fyrir auglýsinguna sem maður ger- ir ekki á hverjum degi. Það hefur verið ein æfing en mað- ur reynir að læra sem mest af reynsluboltunum í liðinu og það er góður andi í liðinu. Það skiptir ekki máli þótt við séum taldar með betra lið, við látum bara vaða og tökum á þeim.“ Heimta sigur Enn sem komið er höfum við baraspilað einn heimaleik og tvo á er- lendri grund. Jafnteflisleikurinn við Rússa gat alveg eins endað með sigri okkar og mér fannst við koma vel frá þeim leik enda gott að ná jafntefli á móti þeim á útivelli. Á móti Frökkum vorum við meira í vörninni enda á móti mjög sterku liði, að mínu mati því sterkasta í riðlinum. Mér finnst standa upp úr í þessum leikjum að það eru miklar hrókeringar í gangi, marg- ir reyndir leikmenn gátu ekki verið með og mér fannst þá bersýnilegt hvað við eigum orðið mikið af góðum stelpum. Til dæmis voru Guðlaug Jónsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Mar- grét Ólafsdóttir, Elín Jóna Þorsteins- dóttir, Rósa Júlía Steinþórsdóttir og Ásdís Þorgilsdóttir ekki með. Ég spái því að á næsta ári, ef allar þessar reyndu eru til í slaginn, að við höfum fleiri hæfa leikmenn í hverja stöðu, sem skiptir miklu máli. Það er samt endurnýjun en mér finnst leikmenn, sem voru kjarninn í keppninni á und- an, séu duglegir við að efla nýju leik- mennina. Það skiptir gríðarlegu máli.“ Óhætt er að segja að kvennaknatt- spyrnan sé komin á kortið, ekki síst eftir að landsliðskonurnar sneru vörn í sókn með skemmtilegum auglýsing- um og fleiri uppákomum. „Áhuginn á kvennaknattspyrnu hefur aukist í samræmi við gott gengi og það á ef- laust líka við um landsliðið. Í fyrstu landsleikjunum voru örfáir en svo gerðu stelpurnar skurk með auglýs- ingum og fleira. Þá kom fólkið og líka betri árangur. Það gilda því markaðs- lögmál í þessu eins og öðru. Það er mikið spjallað og spáð og mér finnst almenningur vita mun meira um stelpurnar og sérstaklega til dæmis Ásthildi Helgadóttur, því hún er goð- sögn hjá yngri kynslóðinni. Áður fyrr voru fyrirmyndirnar Ásgeir Sigur- vinsson og félagar en nú heyrir maður meira talað um Ásthildi, Olgu Fær- seth og fleiri,“ sagði Helena. Framundan eru tveir leikir við Pól- verja og aðeins sigur á dagskrá. „Ég sá bara leik þeirra við Rússa á mynd- bandi, sem Pólverjar töpuðu 6:0, en það er varla að marka þann leik því pólska liðið lá í vörn og reyndi varla að sækja svo það er erfitt að átta sig á styrkleika þeirra. Ég sá að þær eru líkari okkur að líkamsbyggingu, ekki minni og nettari eins og franska liðið. Við teljum okkur vita örlítið og ég er þessa dagana að velta fyrir mér hvernig ég vilji spila en ég geri ráð fyrir að við færum okkur framar á völlinn og pressum á þær, sagði lands- liðsþjálfarinn. Oftar en ekki hefur ís- lenskt landslið frekar haft hugann við vörnina en Helena segir liðið vel hæft til að sækja. „Það hentar okkur alveg eins vel að sækja. Landsliðið hefur ekki verið þekkt fyrir það og ég býst við stilla liðinu upp svipað og áður – en jafnvel með aðeins öðruvísi áherslum. Við erum með sókndjarfa leikmenn í okkar röðum og það kemur í ljós. Stemmningin í liðinu er fín. Ég var helst hrædd við að við myndum van- meta Pólverja og það gengur ekki. Mér fannst eftir leikinn við Frakka að stelpurnar væru enn ákveðnari í að standa sig og ætluðu sér að vinna Pól- verja. Það er engin hræðsla við neitt lið og á heimavelli ætlum við að berj- ast fyrir stigunum. Ef úrslit verða góð í næstu tveimur leikjum getum við sest niður og spáð í framhaldið. Mögu- leikarnir eru fyrir hendi og við stefnum í umspil um að komast í úr- slit. Stelpurnar kynntust því síðast að ná langt og þær vilja enn lengra. Mér fannst oft meira hugsað áður fyrr um að sleppa frá leikjunum með sem minnstu tapi og ég held að það hafi breyst. Undirbúningur í leikjum er- lendis er að sumu leyti einfaldari, hér heima er maður í sinni vinnu en úti er meiri tími og það er hægt að einbeita sér algerlega að verkefninu í nokkra daga og ekkert sem truflar. Það er samt skemmtilegra að spila á heima- velli, að ég tali nú ekki um ef vel er mætt á völlinn.“ Morgunblaðið/Þorkell Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því pólska í Laugardalnum klukkan 16.00 í dag. Með sigri vaxa vonir um að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins svo að þörf er á góðum stuðn- ingi áhorfenda. Hér eru stúlkurnar á æfingu í Fífunni í Kópavoginum á fimmtudaginn. Helena Ólafsdóttir landsliðsþjálfari í knattspyrnu Ætlum að sækja Morgunblaðið/Þorkell Þrír nýliðar eru í íslenska liðinu í knattspyrnu kvenna, f.v. Guðbjörg Gunnarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir ásamt Helenu Ólafsdóttur landsliðsþjálfara. Helena Ólafsdóttir, landsliðsþjálfari kvenna, mun stjórna sínum fjórða landsleik í dag. „Maður er að kynnast nýrri hlið á fótbolt- anum og það er mjög gaman. Þetta er svipað en samt ólíkt en að þjálfa deildarlið. Auðvitað eru þetta stærri leikir auk þess að maður fær að velja lið úr stórum hópi. Það var mikið nýtt fyrir mér í leiknum við Ungverja og maður notaði þann leik að mestu til að átta sig á hlutunum en svo finnur maður að það er mjög góður andi og mikil samheldni í hópnum,“ sagði Helena. Hún getur vel við árangurinn unað, tapaði að vísu fyrir Frakk- landi en hafði sigur á Ungverjum og gerði jafntefli við Rússa. ELÍSABET Gunnarsdóttir hefur verið ráðin þjálfari bikarmeistara Vals í knattspyrnu kvenna og tekur hún við starfi Helenar Ólafsdóttur landsliðsþjálfara, sem stýrt hefur Hlíðarendaliðinu tvö undanfarin ár. Elísabet er öllum hnútum kunn- ug hjá Val en hún hefur þjálfað yngri flokka félagsins og 2. flokkur Vals varð undir hennar stjórn Ís- lands- og bikarmeistari fyrir tveim- ur árum. Í sumar hefur Elísabet þjálfað 2. flokk Breiðabliks en á síð- asta ári þjálfaði hún meistaraflokk ÍBV en var sagt upp störfum á miðju sumri. Elísabet tekur við Val Elísabet Gunnarsdóttir ÓLAFUR Þór Gunnarsson verð- ur nær örugglega ekki í marki Valsmanna þegar þeir taka á móti Frömurum í fallslag Reykjavíkurliðanna í úrvals- deildinni í knattspyrnu á morg- un. Ólafur Þór er meiddur í nára og þurfti að fara af velli í síðasta leik Valsmanna, gegn KA. Kristinn Geir Guðmunds- son leysti hann þá af og stend- ur væntanlega vaktina í Vals- markinu á morgun. Þá er ljóst að Kristinn Lár- usson verður ekki með Val en hann meiddist í hné í KA- leiknum og verður frá æfingum næstu sex vikurnar. Aftur á móti bendir allt til þess að fyr- irliðinn, Sigurbjörn Hreið- arsson, geti leikið með Vals- mönnum á ný en hann fór af velli snemma leiks gegn ÍA í 15. umferðinni, meiddur á kálfa. Ólafur Þór ekki í marki Vals Íslenska liðið hefur þegar leikið þrjáleiki í undankeppninni. Fyrst vann það góðan 4:1-sigur á Ungverjum í Laugardalnum, næst var 1:1-jafntefli við Rússa á útivelli en síðan 2:0-tap fyrir Frökkum í París. Liðið sem sigrar í riðlinum fer sjálf- krafa í úrslit en liðið í öðru sæti spilar við lið í öðrum riðli um laust sæti. Reyndar á liðið í þriðja sæti riðilsins einnig möguleika því það lið sem nær bestum árangri annarra liða í þriðja sæti riðlanna kemst einnig í umspil. Íslenska liðið er í þriðja sæti en með sigri á Pólverjum í dag og einnig í síð- ari leiknum í Póllandi tveimur vikum síðar aukast til muna líkurnar á að komast í umspil. Fyrirfram má búast við að Frakk- ar taki efsta sætið og baráttan stend- ur því helst á milli Rússa og Íslend- inga en það er samt aldrei hægt að slá neinu föstu í knattspyrnunni. Því má segja að Ísland gæti vanmetið mót- herja sína – frekar að það hafi verið á hinn veginn í gegnum tíðina. Það reynir því veruleg á hvort margir erf- iðir landsleikir með mörgum ljúfum sigrum hafa skerpt einbeitinguna. En íslensku leikmennirnir spá líklega minnst allra í slíka útreikninga. Þeir fara inn á völlinn til að skila sínu. Allir leggj- ast á eitt ENN og aftur berst kvennalandsliðið í knattspyrnu fyrir að komast í úrslit á stórmóti. Í fyrra munaði mjóu að því tækist á komast í úr- slitakeppni HM og í dag mætir það Pólverjum á Laugardalsvelli í fyrri leik liðanna í undankeppni Evrópumótsins. Með sigri í honum er möguleiki að ná í langþráða úrslitakeppni en þá þurfa líka allir að skila sínu, áhorfendur jafnt sem leikmenn, sem mega ekki falla í þá gryfju að vanmeta mótherja sína, sem taldir eru lakari. Stefán Stefánsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.