Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 247. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Johnny Cash látinn Ferillinn spannaði nær hálfa öld og hann tók upp 1.600 lög Fólk 58 Aukinn áhugi fyrir kvennafótbolta í samræmi við gott gengi Íþróttir 52 Vonir um sæti í úrslitum Heildarútgáfa í þremur bindum Aðeins þrjú leikrita Guðmundar Steins- sonar höfðu áður birst á bók Lesbók 6 Mikilvægasta máltíð dagsinsÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að aflétta viðskipta- þvingunum sem ákveðnar voru gegn Líbýu fyrir ellefu árum. Þar með var formlega bundinn endi á refsiaðgerðir alþjóðasamfélagsins gegn ríkisstjórn Muammars Gaddaf- ís, sem sannað þykir að hafi staðið að baki sprengitilræði sem grandaði far- þegaþotu Pan Am-flugfélagsins yfir Lockerbie í Skotlandi árið 1988 og fleiri mannskæðum hryðjuverkum. Fulltrúar Bandaríkjanna og Frakklands sátu hjá við atkvæða- greiðsluna í öryggisráðinu, en banda- rísk stjórnvöld vildu með því undir- strika mótmæli sín gegn mann- réttindabrotum Líbýustjórnar og meinta tilburði hennar til að koma sér upp gereyðingarvopnum, og franska stjórnin vill viðhalda þrýstingi á stjórnina í Trípólí að ganga frá samn- ingum um hækkaðar skaðabætur til aðstandenda fórnarlamba sprengju- tilræðis í franskri farþegaþotu sem fórst árið 1989. Samþykki hinna 13 ríkjanna sem eiga fulltrúa í öryggisráðinu við að af- létta þvingunaraðgerðunum, aðallega banni við flugi og vopnasölu, var þó frekar táknræns eðlis þar sem fram- kvæmd aðgerðanna hafði verið slegið á frest fyrir rúmum fjórum árum, eft- ir að Líbýustjórn framseldi tvo menn sem ákærðir voru fyrir að vera við- riðnir Lockerbie-tilræðið. Aðgerðum gegn Líbýu aflétt Sameinuðu þjóðunum. AP. FORMLEGAR viðræður í samráðs- nefnd um virkjanasamning við Kára- hnjúkavirkjun hafa siglt í strand og lausnar er ekki að vænta nema Imp- regilo greiði erlendum starfsmönnum laun samkvæmt gildandi virkjanasamn- ingi og að ekki verði ráðnir starfsmenn í gegnum erlendar starfsmannaleigur. Þetta segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, sem sæti á í samráðsnefndinni. Þorbjörn segist jafnframt vera þeirrar skoðunar að Impregilo hafi í raun engan áhuga á að ráða Íslendinga til starfa. Á virkjana- svæðinu séu nærri 600 starfsmenn en þar af séu Íslendingar aðeins um eitt hundrað. Þorbjörn segir verkalýðsfélög vera að ráða ráðum sínum og að í næstu viku muni skýrast til hvaða aðgerða verði gripið. Þorbjörn segist vona að launamálin muni leysast með atbeina yf- irvalda og eftirlitsaðila; þrýstingur það- an og áhugi á málinu sé loks að kvikna. Viðræður í samráðs- nefnd sigla í strand Segir Impregilo/4 ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands endaði í 1.801 stigi við lok við- skipta í gær, og er það í fyrsta skipti frá því 4. apríl árið 2000 sem vísitalan fer yfir 1.800 stig. Vísitalan hefur hækkað um 20% frá miðju ári og um 33% frá áramótum. Hæsta lokagildi Úrvalsvísitölunnar frá upphafi er 1.888,7 stig 17. febrúar árið 2000 og er hún nú tæplega 5% und- ir því gildi. Lægsta lokagildi sínu, eftir að hún fór að lækka á fyrri hluta árs 2000, náði vísitalan 24. ágúst árið 2001, en þá fór hún í 988,6 stig. Frá þeim tíma hefur hún hækkað um 82%.                  !"   Úrvalsvísitala yfir 1.800 stig LÍKUR eru á, að mynd af morðingja Önnu Lindh, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, sé að finna á upptökum eft- irlitsmyndavéla í NK-vöruhúsinu í Stokkhólmi þar sem Lindh var stungin. Er myndin tekin á annarri hæð en árásin átti sér stað. Að sögn lögreglunnar og sænskra fjölmiðla passar lýsingin á morðingjanum vel við tiltekinn mann á upptökunum. Leif Jennekvist, sem fer með rannsókn málsins, sagði, að myndin og lýsing vitna á morðingjanum féllu saman en myndin var tekin rétt fyrir árásina á Lindh og á hæðinni fyrir ofan. Telur lögreglan nú, að ekkert bendi til, að Önnu Lindh hafi verið fylgt eftir og því líklegast, að um skyndiákvörðun morðingjans hafi verið að ræða. Sum sænsku blaðanna sögðu í gær, að dreifa ætti myndinni meðal lögreglumanna en ekki kom fram hvort hún yrði samtímis birt opin- berlega. „Við teljum mjög ólíklegt, að hér sé um einhvern nýgræðing á glæpa- brautinni að ræða,“ sagði Leif Jennekvist, en í fyrrinótt yfirheyrði lögreglan nokkra menn, sem lýsing- in á morðingjanum þótti geta átt við. Þar á meðal var 32 ára gamall maður með langan afbrotaferil en honum og öðrum var sleppt að yfirheyrslu lokinni. Dagblaðið Expressen sagði, að handarför hans hefðu fundist á rúllustiga í versluninni en talsmaður lögreglunnar gerði lítið úr því. Þegar morðinginn flýði burt eftir að hafa stungið Lindh í handlegg, kvið og brjóst, skildi hann eftir sig morðvopnið, hnífinn, húfu og skyrtu- bol. Var unnið að DNA-rannsókn á því í gær og búist við, að niðurstöður lægju fyrir á næstu dögum. Í gær virtist ekki ljóst hvort morðinginn hefði skilið fingraför eftir á hnífin- um. Í sænskum fjölmiðlum var í gær varla minnst á annað en morðrann- sóknina. Lítið fór fyrir umfjöllun um þjóðaratkvæðagreiðsluna um inn- göngu Svíþjóðar í evrópska efna- hags- og myntbandalagið, sem fram fer á sunnudag, en Lindh var mikill talsmaður þess að Svíar tækju upp evruna. Lítil áhrif á viðhorf Svía Andstaða við evruna er óbreytt meðal sænskra kjósenda samkvæmt skoðanakönnun frá SIFO-stofnun- inni, sem birt var í gær. Samkvæmt könnuninni hyggjast 50% Svía greiða atkvæði gegn evru-aðildinni. Þá sögðust 39% ætla að greiða at- kvæði með evrunni. Samkvæmt þessu hefur morðið á Lindh ekki haft áhrif á afstöðu Svía til evrunnar. Könnunin var fram- kvæmd að kvöldi fimmtudagsins. Í síðustu könnun SIFO í byrjun vik- unnar sagðist 51% vera á móti evr- unni en 37% hlynnt. Munurinn á könnunum tveimur er innan skekkju- marka. Toivo Sjören, forstöðumaður SIFO, sagði við blaðamenn í gær að ekki væri hægt að útiloka að morðið myndi eftir sem áður hafa áhrif á nið- urstöðuna. Til dæmis væri hugsanlegt að andstæðingar evrunnar myndu síður mæta á kjörstað í ljósi að- stæðna. Mynd hugsanlega fund- in af morðingja Lindh Reuters AP Skyndiákvörð- un að baki? Óbreytt and- staða við evru Stokkhólmi. Morgunblaðið, AFP, AP. Pólitík/32 TUGÞÚSUNDIR hlýddu á minningar- ávarp Görans Perssons, forsætisráðherra Svíþjóðar, um hina myrtu Önnu Lindh ut- anríkisráðherra á Sergelstorgi í miðborg Stokkhólms í gær. Skoraði hann á landa sína að láta ekki morðið fæla þá frá því að fara á kjörstað á sunnudag til að greiða at- kvæði um það hvort taka beri upp evruna, sameiginlegan gjaldmiðil Evrópusam- bandsríkja, í Svíþjóð. Sagði hann það vera leið til að votta baráttu Lindh fyrir gildum lýðræðisins virðingu. Frá athöfninni, þar sem söngkonan Eva Dahlgren flutti söngva tileinkaða minningu Lindh, var sjónvarpað beint um allt landið og víðar. Sorgarstund ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.