Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 44
MESSUR Á MORGUN 44 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11:00. Kór Áskirkju syngur. Org- anisti Kári Þormar. Árni Bergur Sigur- björnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11:00. Fjölbreytt tónlist. Skemmtileg samvera fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjón- usta kl. 14:00. Organisti Guðmundur Sig- urðsson. Molasopi eftir messu. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Kristján Valur Ingólfsson prédikar. Dómkórinn syngur. Organisti Reynir Jón- asson. Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl 11 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur, djákna o.fl. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnar- son. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14:00. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barna- starf kl. 11:00. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son prédikar og þjónar ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Hörður Áskelsson. Í messunni verður safnað fé til stuðnings starfi Samhjálpar, sem hefur höfuð- stöðvar sínar innan sóknarmarka Hall- grímssafnaðar. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Org- anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 13:00. Umsjón Hrund Þórarinsdóttir djákni. LANDSPÍTALI – háskólasjúkrahús: Foss- vogur: Guðsþjónusta kl. 10:00. Sr. Bragi Skúlason. Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10:30. Sr. Birgir Ásgeirsson. Landakot: Guðsþjónusta kl. 11:30. Sr. Bragi Skúla- son. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11:00. Upphaf fermingarstarfs vetrarins og eru væntanleg fermingarbörn og for- eldrar þeirra beðin að mæta. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið. Prestar Jón Helgi Þór- arinsson og Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir stundina. Tónleikar Bergþórs Pálssonar og karlakvartetts kl. 17:00. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11:00. Sunnudagaskóla- kennararnir Hildur, Heimir og Þorri taka á móti börnunum. Bjarni Jónatansson situr við orgelið að þessu sinni og Kór Laug- arneskirkju leiðir safnaðarsönginn, en Bjarni Karlsson þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni. Messukaffi Sigríðar kirkju- varðar bíður svo allra í safnaðarheimilinu á eftir. Fyrsta kvöldmessa vetrarins kl. 20:30. Bjarni Karlsson þjónar að orðinu og borðinu, Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur sem leikur á flygilinn, en Tómas R. Ein- arsson plokkar bassann og Matthías MD Hemstock leikur á trommur. Að messu lokinni er messukaffi í safnaðarheimili en í kirkjuskipi býður bænahópur safnaðarins fram til fyrirbæna. Athugið að Djassinn hefst í húsinu kl. 20:00 svo gott er að koma snemma í góð sæti. NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kór Nes- kirkju syngur. Organisti Steingrímur Þór- hallsson. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Barnastarf á sama tíma. Sögur, brúður og söngur. Öll börn fá kirkjubókina og lím- miða. Kaffi, djús og spjall í safnaðarheim- ilinu eftir messu. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Sunnudagaskólinn á sama tíma og gaman væri að sjá ykkur sem flest. Organisti er Pavel Manasek. Prestar sr. Arna Grétarsdóttir og sr. Sigurður Grét- ar Helgason. Verið öll hjartanlega velkom- in. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjónusta kl. 14:00. Barnastarf á sama tíma. Barna- leikritið Palli var einn í heiminum verður sýnt. ÁRBÆJARKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Við hefjum sunnudagaskóla- starfið með krafti og bjóðum öllum Árbæ- ingum að koma og gleðjast saman í kirkjunni. Sögur, söngur og nýjar brúður kynntar. Fjölmennum í Árbæjarkirkju á sunnudaginn. Prestar og sunnudaga- skólakennarar. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 11:00. Prest- ur sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir. Org- anisti Sigrún M. Þórsteinsdóttir. Léttar veitingar eftir messu. DIGRANESKIRKJA: Messa kl 11.00. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organ- isti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digra- neskirkju B-hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellunni á neðri hæð kirkj- unnar. Léttur málsverður í safnaðarsal eft- ir messu (kr.500) (Sjá nánar:www.digra- neskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Messað kl. 11:00. Altarisganga. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar ásamt Lilju G. Hall- grímsdóttur, djákna sem einnig flytur pre- dikun. Organisti: Lenka Mátéová. Kór kirkjunnar syngur. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjón Elínar Elísabetar Jóhannsdóttur. Boðið er upp á kaffi og svaladrykk í safnaðarheim- ilinu eftir messu. Rúta ekur með börn og fullorðna frá kirkjunni um hverfið að lokn- um sunnudagaskóla. GRAFARVOGSKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11:00. Séra Vigfús Þór Árna- son prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Sigurði Arnarsyni. Fermingarbörnum úr Borgarskóla, Engjaskóla, Korpuskóla, Rimaskóla og Víkurskóla og foreldrum þeirra boðið sérstaklega til guðsþjónustu. Að lokinni guðsþjónustu verður haldinn fundur, þar sem verður meðal annars rætt um fermingarfræðsluna, ferminguna sjálfa og því sem henni tengist. Dregið verður um væntanlega fermingardaga. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11, helguð degi kærleiksþjónustu kirkjunnar. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðar- söng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). Prest- arnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11:00. Guðs- þjónusta kl. 11:00. Sr. Sigurjón Árni Eyj- ólfsson héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. LINDAKIRKJA: Vetrarstarf hefst að nýju sunnudaginn 7. september með guðs- þjónustu og sunnudagaskóla í Lindaskóla kl. 11. Sunnudagaskóli fer fram í kennslu- stofum á meðan guðsþjónustu stendur. Boðið verður upp á akstur fyrir íbúa Vatns- enda- og Salahverfis. Hópferðabíll mun stansa á sömu stöðum og skólabíllinn gerir í Vatnsendahverfi (fyrsta stopp 10.45) en á Salavegi verður stansað við strætisvagnabiðstöðvar. Allir velkomnir. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Hressandi söngur, lifandi samfélag! Guðsþjónusta kl. 14. Sameiginleg guðs- þjónusta Reykjavíkurprófastsdæmis eystra. Sr. Gísli Jónasson prófastur prédikar. Org- anisti Jón Bjarnason. Kór Seljakirkju leiðir söng. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguð- sþjónusta kl.11.00. Friðrik Schram pre- dikar. Skírnarathöfn, þar sem Andri Jón verður skírður. Kaffi og kökur á eftir. Vitn- isburðarsamkoma kl.20.00. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Þátturinn „Um trúna og til- veruna“ verður sýndur á sjónvarpsstöð- inni Ómega kl.13.30. Kynningarkvöld fyrir næsta Alfa námskeið verður þriðjudaginn 16.sept. kl.20.00. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 hjálpræðis- samkoma. Gestir Kari hansen og Anne Marie Nordbö. Mánudagur: Kl. 15 heim- ilasamband. Majór Anne Marie Reinholdt- sen talar. Allar konur velkomnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Sunnudaginn 14. sept. er samkoma kl. 20.00. Pétur Erlendsson er gestapré- dikari. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1–7 ára börn á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir eru hjart- anlega velkomnir. Guðspjall dagsins: Miskunnsami Samverjinn. (Lúk. 10). Morgunblaðið/KristinnEgilsstaðakirkja MINNINGAR Nú hefur verið höggvið skarð í vina- hópinn. Við kynntumst Sigurgeiri Þorsteins- syni í ársbyrjun 1998 þegar við hófum nám í Endurmenntun Háskóla Íslands. Fljótlega mynduðum við hóp sem lærði saman og skiptist á skoðunum. Við unnum saman verkefni og áttum SIGURGEIR ÞORSTEINSSON ✝ Sigurgeir Þor-steinsson fæddist á Akureyri 30. maí 1951. Hann lést á heimili sínu 5. sept- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaða- kirkju 12. septem- ber. saman gleðistundir. Á milli okkar myndaðist góður vinskapur sem haldist hefur fram á þennan dag og er stutt síðan við hittumst síð- ast. Sigurgeir kom okkur fyrir sjónir sem einstak- lega yfirvegaður og ró- legur maður. Hann sýndi það í hvívetna að hann var vandaður og góðhjartaður og hafði einstaklega góða nær- veru. Í námi og leik leyndi sér ekki að hann vildi brjóta málefni til mergjar og leit- aði svara við áleitnum spurningum. Við kveðjum góðan vin með virð- ingu og þakklæti. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð. Hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæll á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. Við sendum eiginkonu hans, dóttur og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Benedikt Guðmundsson, Björn E. Baldursson, Ingi S. Ólafsson, Kolbrún Stefánsdóttir, Pálína Kristinsdóttir, Sigurður Þ. Kristjánsson og Sólveig J. Guðmundsdóttir. Þegar aldurinn fær- ist yfir hverfa vinirnir á braut hver af öðrum. Þegar Valtýr bróðir hringdi í mig og sagði að Flóra væri dáin átti ég erfitt með að trúa því. Daginn áður höfðum við hjónin dvalið með þeim, notið gest- risni þeirra og rifjað upp gömlu góðu árin. Segja má að líf okkar hafi verið samofið í meira en hálfa öld. Flóra kom inn í líf okkar þegar hún giftist Valtý og þau hófu búskap í húsi föð- ur okkar, Lindargötu 17 á Siglufirði sem við kölluðum „Nefstaði“. Það er ekki erfitt að minnast Flóru. Hún hafði svo mikið að gefa, svo mikla hlýju og mannauðgi að all- ir sem kynntust henni fengu notið þess. Allt líf var henni hugstætt, hvort sem um var að ræða blómin í garðinum eða börnin sem hún elsk- aði og hændi að sér. Einu sinni var lítill frændi, sem dvaldi hjá henni um hríð, spurður að því hvernig stæði á því að hann væri svona hrifinn af Flóru. Þá svaraði hann um hæl: Hún hlustar og talar við mig. Hann var aðeins sex ára. Þetta lýsir Flóru svo vel. Hún mat manngildið svo mikils, jafnt hjá ungum sem gömlum. Flóru var margt til lista lagt. Hún var mjög vel ritfær og átti gott með að setja saman vísur. Söngvin var hún og leiklistin átti sinn sess meðal áhugamála hennar. Félagsmál áttu hug hennar á ár- um áður og voru það einkum mál lít- ilmagnans sem höfðuðu til hennar. Hún átti erfitt með að taka því ef einhver var beittur ranglæti. Hún starfaði um árabil hjá verka- lýðsfélaginu Vöku á Siglufirði og var heiðursfélagi þar. Einnig var hún „Hollvinur Sjálfsbjargar“, félags fatlaðra, og studdi félagið á Siglu- firði með ráðum og dáð alla tíð. Lífshlaup Flóru var ekki dans á rósum. Hún missti tvo syni sína, annan við fæðingu og hinn af slysför- um á besta aldri. Það var þeim hjón- um þung raun en ljós í myrkrinu voru þrjú mannvænleg börn ásamt afkomendum þeirra. Flóra elskaði af alhug fjölskyldu sína og í faðmi hennar vildi hún helst vera. Þegar þau hjónin fluttust til dval- ar að Ási í Hveragerði var það að mestu leyti til þess að vera nálægt börnunum og þess naut Flóra svo sannarlega hin seinni ár. Elsku vina. „Kallið er komið, komin er nú stundin.“ Hafðu þökk fyrir allt. FLÓRA BALDVINSDÓTTIR ✝ Flóra Baldvins-dóttir fæddist á Ási í Arnarneshreppi í Eyjafirði 28. júlí 1929. Hún lést á heimili sínu í Hvera- gerði 25. ágúst síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 3. september. Ég og fjölskylda mín sendum Valtý, Jónasi, Guðrúnu, Badda og fjölskyldum þeirra innilegustu samúðar- kveðjur. Minningin lifir. Valey. Þegar ég er sest nið- ur við tölvuna á skrif- stofu Vöku á Suður- götu 10 til að skrifa þessi minningarorð um Flóru Baldvinsdóttur finnst mér allt í einu að ég þurfi að fá mér neskaffi, án þess verði mér ekkert úr verki. Þegar kaffið er komið í plastmálið hlýtur rétti andinn að koma yfir mig. Einhverjum kann að þykja þessi upphafsorð óvenjuleg en Flóra Bald- vinsdóttir var ekkert venjuleg kona. Neskaffið og plastmálin voru hluti af jafnréttisbaráttu hennar í hinu dag- lega lífi á skrifstofu verkalýðsfélags- ins. Þar sem margir koma til að ræða málin og drekka mikið kaffi var hún ekki tilbúin að standa í uppáhellingum og uppvaski í tíma og ótíma, en fann á þessu ágæta lausn. Hún rifjaði þetta einmitt upp þegar hún fékk nýlagað úr sjálfvirku könn- unni hjá okkur Ásdísi Magnúsdótt- ur, núverandi starfsmanni, í sumar þegar hún kom í heimsókn á skrif- stofuna. Ég hafði kannast við Flóru frá því að ég var smástelpa, enda jafnaldra Guðrúnar dóttur hennar, en við höf- um verið vinkonur frá því að við hóf- um skólagöngu sjö ára, með því að sitja saman í skólanum. Við stöllur brölluðum margt saman fram á ung- lingsárin og ég er ekki viss um að Flóra hafi þá alltaf verið ánægð með félagskapinn sem dóttir hennar var í, en það er önnur saga. Leiðir okkar Flóru lágu fyrst saman fyrir alvöru á haustdögum ár- ið 1979 þegar ég var ráðin í hálft starf á skrifstofu Verkalýðsfélagsins Vöku, þegar Óskar Garibaldason hafði dregið sig hlé sem starfsmað- ur, en var ennþá varaformaður fé- lagsins. Þá störfuðu á skrifstofunni, ásamt Flóru, Kolbeinn Friðbjarnar- son, formaður félagsins, og Líney, dóttir hans, en hún var starfsmaður Lífeyrissjóðsins, sem Kolbeinn veitti forstöðu. Flóra reyndist mér hinn besti kennari á allan hátt í því er laut að bókhaldi og rekstri félagsins. Hún hafði verið í stjórn félagsins frá því 1972 og starfsmaður þess frá 1974 og var gjaldkeri þess á þessum tíma. Hún sagðist búa að þeirri leið- sögn sem Óskar og Kolli höfðu veitt henni og kom hlutunum áfram til mín. Hún kenndi mér líka að taka á móti félagsmönnum á jafnréttis- grundvelli og hversu mikilsvert það væri að meta fólk á þess eigin for- sendum og gefa því tækifæri for- dómalaust. Mér er mjög minnisstætt hvað Flóra skammaði mig síðla vetrar 1980 fyrir að bregðast sér. Eiginlega vissi ég ekki hvernig ég átti að taka þessum skömmum og oft hlógum við að þessu seinna meir. Hún hafði bundið vonir við að ég myndi endast eitthvað í starfi hjá félaginu en svo tók stelpan bara upp á því að verða ólétt og þar sem um barn númer þrjú var að ræða gerði Flóra sér grein fyrir því að lítið yrði á mig að treysta á næstunni. En það kemur maður í manns stað og Arndís Kristjánsdóttir tók við af mér sem starfsmaður félagsins og ég kom svo af og til í afleysingar og var áfram í stjórn félagsins með nokkrum hléum. Leiðir okkar Flóru lágu svo aftur saman á Suðurgötunni í febrúar 1995, þegar ljóst var að ég tæki við formennsku í félaginu af Hafþóri Rósmundssyni, og þá var mér að fullu fyrirgefið að ég held. Það er ekki hægt að minnast Flóru sem samstarfskonu nema að nefna í leiðinni karlana, þá Jóhann G. Möller, Óskar og Kolla. Mér finnst stundum að það hafi verið for- réttindi fyrir einstakling sem starfar að verkalýðsmálum að hafa fengið að vinna með þessu fólki. Þetta voru á margan hátt ólíkar persónur, sem áttu það þó sameig- inlegt að vilja vinna að því að bæta hag verkafólks, auka réttindi þess og bæta lífskjörin á allan hátt. Við yngri kynslóðin sem störfuð- um hjá félaginu, auk mín þau Arndís Kristjánsdóttir og Hafþór Rós- mundsson, gátum margt af þeim lært. Þegar ég var tekin við for- mennsku af Hafþóri unnum við sam- an á skrifstofunni í nokkur ár ásamt Flóru, Kolla og Líneyju. Þá töluðum við Hafþór um „þau gömlu“ eða „gamla settið“, því einhvern veginn var þetta langa samstarf þeirra Flóru og Kolla svo farsælt, þau voru einskonar foreldar okkar og ekki hægt að minnast á annað án þess að nefna hitt. Flóra lét af störfum hjá Vöku í júlílok 1996 þegar hún varð 67 ára gömul, en hún hélt alltaf sambandi við okkur og þegar hún var flutt í Hveragerði vorum við á heimsókn- arplaninu þegar þau Valtýr komu í bæinn. Það voru fastir liðir að hún hringdi að morgni 1. maí og bæði fyrir baráttukveðjur. Á baráttufundi 1. maí 1999 voru þau gerð að heið- ursfélögum, Flóra og Kolli. Kolli var þá orðinn veikur og dvaldi þennan dag á sjúkrahúsinu. Við heimsóttum hann, nemendurnir, Flóra, ég, Addý og Hafþór, ásamt ræðumanni dags- ins, Bjarnfríði Leósdóttur frá Akra- nesi, sem var þeirra bandamaður í baráttu liðinna áratuga. Það var ein af mögnuðum, ljúfum minningum af kynnum mínum við þetta ágæta fólk. Fyrir hönd félagsmanna í Verka- lýðsfélaginu Vöku, stjórnar þess og starfsmanna, samstarfsmanna Flóru Baldvinsdóttur á liðnum áratugum, votta ég henni virðingu og þakklæti. Kæru Valtýr, Jónas, Guðrún, Baldvin, tengdabörn, barnabörn og aðrir ættingjar, ástarþakkir fyrir að hafa mátt njóta lífsgleði hennar og baráttuvilja með ykkur, megi minn- ingin um hana lifa. Signý Jóhannesdóttir. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.