Morgunblaðið - 13.09.2003, Side 18
ERLENT
18 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
EIN af þekktustu ballerínum Rúss-
lands, Anastasía Volotsjkova, á nú í
harkalegri deilu við Bolshoj-
ballettflokkinn sem hún sakar um
samsæri gegn sér.
Volotsjkova er mjög þekkt í
Rússlandi, er há
vexti og sérstæð
ásýnd hennar dreg-
ur að sér athygli og
þykir hæfa vel
mergjuðum per-
sónuleika hennar.
Fram kemur á
fréttavef breska
ríkisútvarpsins, BBC, að Bolshoj-
balletflokkurinn neiti nú að end-
urnýja samning ballerínunnar þann-
ig að hann gildi út danstímabilið.
Hún heldur því fram að ball-
ettflokkurinn hafi falið dansfélaga
hennar og það sé liður í samsæri um
að hrekja hana úr flokknum. „Ég tel
að það sé einhver á bak við þetta
allt saman,“ hefur BBC eftir Vol-
otsjkova. „Þetta fólk felur félaga
minn sem ég hef dansað við í tíu ár.
Enginn veit hvar hann er. Einn
stjórnenda Bolshoj-leikhússins seg-
ir að hnéð á honum hafi brotnað eða
eitthvað í þá veru en þetta eru hel-
ber ósannindi.“
Volotsjkova er
óvenju hávaxin ball-
ettdansmær og hermt
er að dansfélagi
hennar, Jevgení Ív-
antsjenkó, hafi verið
lagður inn á sjúkra-
hús eftir að hafa orðið
fyrir bakmeiðslum þegar hann
reyndi að lyfta henni.
Bolshoj-ballettflokkurinn segir að
rétt sé að Ívantsjenkó hafi meiðst á
sýningu og leitað sér lækninga.
Hann hafi síðan skrifað Bolshoj bréf
og óskað eftir því að samningur
hans verði ekki endurnýjaður af
heilsufarsástæðum.
Bolshoj hafði ráðið Ívantsjenkó
sérstaklega til að dansa með Vol-
otsjkova. Ekaterína Novíkova, tals-
maður Bolshoj, neitaði því að ball-
ettflokkurinn hefði falið
Ívantsjenkó. Hún lagði hins vegar
áherslu á að Volotsjkova stæði
frammi fyrir vanda vegna þess að
allir helstu sígildu ballettarnir
byggðust á dveimur dönsurum.
„Anastasia er sönn stjarna í
Rússlandi, margir hafa borið lof á
hana og ferill hennar er dásamlegur
og hrikalegur. Ég tel að hún ætti að
vera áfram í Bolshoj-dansflokknum
ef hún er með fasta efnisskrá á
reiðum höndum, en hafi hún á hinn
bóginn engan félaga og ekki efnis-
skrá hvaða tilgangi þjónar þá að
halda áfram að dansa?“ sagði tals-
maðurinn.
Deila Volotsjkova og stjórnenda
Bolshoj hefur vakið mikla athygli í
Rússlandi og stuðningsmenn ball-
erínunnar stóðu verkfallsvörð við
leikhúsið í vikunni sem leið, að sögn
BBC.
Volotjskova kveðst vera staðráðin
í því að verja sig þar til yfir lýkur.
Þekkt ballerína
sakar Bolshoj
um samsæri
Reuters
Rússneska ballerínan Anastasía Volotsjkova á leið á blaðamannafund þar
sem hún sakaði Bolshoj-ballettflokkinn um að sitja á svikráðum við sig.’ Þetta fólk fel-ur félaga minn
sem ég hef dans-
að við í tíu ár. ‘
SÆNSKA stjórnin lánaði
breskum hersveitum á laun
háþróaðan búnað sem notaður
var í stríðinu í Írak til að finna
sprengjur og flugskeyti sem
skotið var að breskum hermönn-
um, að sögn sænska dagblaðsins
Sydsvenka Dagbladet. Sænskir
stjórnarandstæðingar í flokki
græningja gagnrýndu þessa
ákvörðun stjórnarinnar, sökuðu
hana um „hræsni“ og bentu á að
Göran Persson forsætisráð-
herra var andvígur hernaðinum
í Írak og sagði hann brot á
þjóðarétti.
Fjölmiðlafulltrúi sænska fyr-
irtækisins Ericsson Microwave
Systems, sem framleiðir búnað-
inn, sagði að breski herinn hefði
tekið hann á leigu. Talsmaður
breska hersins staðfesti að hann
var notaður í grennd við borgina
Basra í stríðinu. Hann gerir her-
mönnum kleift að finna sprengj-
ur og flugskeyti nokkrum sek-
úndum eftir að þeim er skotið.
Svíar lán-
uðu vopna-
búnað
Hernaður Breta í Írak
MIKIL reiði ríkti meðal íbúa bæj-
arins Fallujah í Írak í gær eftir að
bandarískir hermenn höfðu skotið
til bana um tug íraskra lögreglu-
manna fyrir mistök í fyrrinótt. Lög-
regla og sjónarvottar segja að
írösku lögreglumennirnir hafi verið
að elta bíl vopnaðra byssumanna
þegar bandarísku hermennirnir
hófu skothríð í þeirri trú að um væri
að ræða óvinveitta skæruliða.
Hópur Íraka efndi til mótmæla í
Fallujah, vestur af Bagdad, eftir að
fréttist um atburðinn í fyrrinótt.
Vildu Írakarnir m.a. fá frekari upp-
lýsingar frá Bandaríkjamönnum,
auk þess sem þeir kröfðust þess að
fá afhentar líkamsleifar hinna látnu.
Bandaríkjaher hefur ekki stað-
fest dauða írösku lögreglumann-
anna en á fréttavef BBC kom fram
að talsmenn Bandaríkjahers hefðu
sagt, að verið væri að rannsaka mál-
ið. Þá hafði Qahtan Adnan Hamad,
lögreglustjóri í Fallujah, greint frá
því að tíu lögreglumenn hefðu fallið
og fimm til viðbótar særst.
Íraskir sjónarvottar segja að lög-
regla frá Fallujah hafi verið að elta
hvíta bifreið af gerðinni BMW sem
ekið var án skráningarnúmera.
Þegar eltingarleikurinn barst að
varðstöð Bandaríkjahers hófu
bandarísku hermennirnir skothríð
bæði á BMW-bifreiðina og lögreglu-
bíl sem kom á eftir.
Arabíska sjónvarpsstöðin al-Jaz-
eera sagði að kúlur Bandaríkja-
mannanna hefðu einnig lent á
sjúkrahúsi sem Rauði hálfmáninn
rekur í nágrenninu.
Tveir bandarískir hermenn létust
einnig í gær í árásum íraskra and-
spyrnuhópa í nágrenni Fallujah.
Eykur líkur á árásum
Bandarískum hermönnum hefur
oft lent saman við heimamenn í
Fallujah en þar býr fjölmennur
hópur stuðningsmanna Saddams
Husseins fyrrum forseta Íraks.
Hefur andúð í garð bandarískra
hermanna verið mikil í bænum frá
því í apríl þegar Bandaríkjamenn
skutu á hóp borgarbúa sem vildu
mótmæla veru hermannanna í bæn-
um.
„Núna getum við vænst þess að
árásum [gegn bandarískum her-
mönnum] fjölgi því nú verður ekki
aðeins um að ræða það sem þeir
kalla andspyrnu, heldur munu fjöl-
skyldur þessara tíu manna, og raun-
ar allir aðrir líka, vilja hefna sín á
Bandaríkjamönnunum,“ sagði
Mahmud Hussein, liðsmaður írösku
lögreglunnar í gær.
Mikil reiði með-
al íbúa Fallujah
Bandarískir hermenn sagðir hafa
drepið tug Íraka fyrir mistök
AP
Írakinn Arkan Ahmed á sjúkrahúsi í Fallujah eftir að hafa orðið fyrir kúlnahríð frá bandarískum hermönnum.
Fallujah. AFP.
endamálum. Otto Schilly, innan-
ríkisráðherra Þýskalands, lýsti einnig
áhuga á kvótum en benti á, að vinnu-
markaðurinn væri svo ólíkur frá einu
ríki til annars, að ríkisstjórnir yrðu að
ráða því hver kvótinn væri.
Samningar við
upprunaríki
Antonio Vittorino, sem fer með
dóms- og innanríkismál í fram-
kvæmdastjórn ESB, sagði, að ekki
stæði til, að skriffinnar eins og hann
ákvæðu kvótana, það yrði að sjálf-
sögðu á hendi einstakra ríkisstjórna.
Kvaðst hann sjá fyrir sér samninga
við ríki á Balkanskaga, Afríku og í
Asíu um að þau tækju aftur við sínu
fólki og fengju þá til þess hjálp. Slíkur
samningur hefði verið gerður við
Túnis og með þeim árangri, að ólög-
legum innflytjendum þaðan hefði
fækkað um 90%.
ÝMIS aðildarríki Evrópusambands-
ins, ESB, hafa áhuga á því, að teknir
verði upp ákveðnir innflytjendakvót-
ar í ríkjunum en Þjóðverjar vara hins
vegar við því, að framkvæmdastjórn
sambandsins verði falið að ákveða
slíka kvóta fyrir einstök aðildarríki.
Innan ESB hefur verið unnið að því
að undanförnu að samræma aðgerðir
einstakra aðildarríkja í málum er
varða innflytjendur og hryðjuverka-
varnir og einnig í baráttunni gegn
skipulagðri glæpastarfsemi. Á fundi
innanríkisráðherra ESB-ríkja í Róm í
gær sagði Giuseppe Pisano, innanrík-
isráðherra Ítalíu, að glæpastarfsemi
tengd ólöglegum innflutningi á fólki
velti meira en 230 milljörðum ís-
lenskra króna í Evrópu árlega.
Það eru einkum Ítalir, Frakkar og
Portúgalar sem styðja innflytjenda-
kvóta sem fyrsta skrefið í átt til sam-
eiginlegrar ESB-stefnu í innflytj-
Rætt um innflytj-
endakvóta í ESB
Róm. AP.
UM FIMM hundruð manns fylgdu
Leni Riefenstahl, þýsku kvik-
myndagerðarkonunni sem gerði
áhrifamiklar myndir fyrir Nas-
istaflokkinn, til grafar í gær en hún
lést á mánudag, 101 árs að aldri.
Vinkona hennar, Antje-Katrin
Kühnemann, flutti ávarp í jarð-
arförinni og lofaði Riefenstahl fyrir
forvitni og viljastyrk. „Hún gerði
það sem hana langaði til,“ sagði Kü-
hnemann, sem stýrir sjónvarpsþátt-
um, í kirkjugarði í München þar
sem mikill fjöldi fólks var saman
kominn. „Leni, þú ert nú komin
heim í hjörtu okkar,“ bætti hún við.
Á myndinni sést málverk af Riefen-
stahl sem stillr var upp við hlið lík-
kistunnar við útförina, sem var
gerð frá kirkju í austurhluta
München.
Riefenstahl hlaut gullverðlaun á
kvikmyndahátíðinni í Feneyjum ár-
ið 1935 og í París árið 1937 fyrir
mynd sína Sigur viljans, heim-
ildamynd um fjölsótt landsþing
Nasistaflokksins í Nürnberg árið
1934.
Leni Riefen-
stahl borin
til grafar
AP