Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SVERRIR Sverrisson, miðjumað- urinn reyndi úr Fylki, hefur ekki náð sér af meiðslunum sem hann varð fyrir í leiknum gegn Skaga- mönnum um síðustu mánaðamót. Hann fékk slæmt högg á annan fótlegginn þannig að vöðvar og taugar löskuðust. Sverrir verður því ekki með Fylkismönnum þeg- ar þeir sækja KA heim í úrvals- deildinni í knattspyrnu á morgun. „Ég gat byrjað að hlaupa í gær en næ ekki leiknum gegn KA. Ég mun hins vegar gera allt sem í mínu valdi stendur til að verða leikfær fyrir lokaumferðina í deildinni,“ sagði Sverrir við Morgunblaðið í gær. Fylkir mætir þá Val en það verður væntanlega kveðjuleikur Sverris sem á von á því að hann leggi skóna á hilluna að tímabilinu loknu. Sverrir ekki tilbúinn gegn KA Sverrir Sverrisson KEFLVÍKINGAR hafa síðustu daga leitað að eftirmanni Sigurður Ingi- mundarsonar sem þjálfara körfu- knattleiksliðs síns. Hrannar Hólm, formaður körfuknattleiksdeildar, segir að búið sé að ræða við fjóra menn sem allir þykja koma til greina sem eftirmenn Sigurðar. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta er mikil binding. Við ráðum ekki menn fyrir minna en svona ára- tug. Sigurður var að hefja áttunda árið hjá okkur og þar á undan var Jón Kr. Gíslason þjálfari meist- araflokks í sex ár þannig að það er ljóst að menn binda sig með því að gerast þjálfarar hjá okkur. Við ætl- um því að vanda valið,“ sagði Hrann- ar. Þeir sem búið er að tala við eru Guðjón Skúlason, Falur Harðarson og Jón Guðmundsson auk eins sem ekki er nafngreindur. „Það er mikið af vænlegum drengjum hér í Kefla- vík sem geta tekið þetta að sér en við ætlum að gefa okkur nokkra daga áður en ákvörðun verður tekin. Annars er leiðinlegt að menn á besta aldri séu að hætta, Sigurður núna og Jón Kr. á sínum tíma. Að- stæður hér eru bara þannig að menn geta ekki verið lengi í þessu af ein- skærum áhuga, þegar menn stofna fjölskyldu og starfsframinn segir til sín víkja íþróttirnar venjulega. Sig- urður er til dæmis á þeim aldri að hann ætti að vera að byrja núna sem þjálfari,“ sagði Hrannar. Keflvíkingar leita eftirmanns Sigurðar ÚRSLIT KNATTSPYRNA England 2. deild: Hartlepool - Grimsby............................... 8:1 Holland Den Haag - Volendam...............................1:1 Belgía Heusden-Zolder - Sint-Truiden...............0:1 GOLF Atvinnumannamót 2 Carlsberg/Flugfélags Íslands Hvaleyrarholtsvöllur, par 71: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG-6 (67-69=136) Björgvin Sigurbergsson, GK-4 (69-69=138) Sigurpáll Geir Sveinsson, GA-2(71- 69=140) Auðunn Einarsson, GO+1 (70-73=143) Ólafur Már Sigurðsson, GK+11 (73-80=153) Jamie Darling, GS+11 (78-75=153) Sigurður H. Hafsteinsson, NK+13 (81-74=155) KNATTSPYRNA Laugardagur: Undankeppni EM kvenna: Laugardalsvöllur: Ísland - Pólland .........16 1. deild karla: Ásvellir: Haukar - HK ..............................14 Kópavogsvöllur: Breiðablik - Stjarnan ...14 Varmárvöllur: Afturelding - Njarðvík ....14 Keflavíkurvöllur: Keflavík - Víkingur.....15 Akureyrarvöllur: Þór - Leiftur/Dalvík....15 Aukakeppni um sæti í efstu deild kvenna: Þórsvöllur: Þór/KA/KS - Sindri..........17.30 Sunnudagur: Efsta deild karla, Landsbankadeild: Hlíðarendi: Valur - Fram .........................14 KR-völlur: KR - ÍBV.................................14 Akureyrarvöllur: KA - Fylkir ..................14 Laugardalsvöllur: Þróttur R. - FH.........14 Akranesvöllur: ÍA - Grindavík.................14 HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Forkeppni Meistaradeildar Evrópu, fyrri leikur: Ásvellir: Haukar - Bernardo-Aveiro ..16.30 Sunnudagur: Meistarakeppni HSÍ, kvennaflokkur: Vestmannaeyjar: ÍBV - Haukar ..............16  Allur ágóði leiksins rennur til kven- félagsins Líknar. KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: Reykjavíkurmót kvenna: DHL-höllin: KR - ÍR ................................16 Sunnudagur: Reykjavíkurmót karla: Kennaraháskólinn: ÍS - KR ................18.30 Seljaskóli: ÍR - Fjölnir.........................19.15 Reykjanesmót karla: Breiðablik - Haukar ..................................17 Njarðvík - Grindavík .................................19  Báðir leikirnir fara fram í íþróttahúsinu í Njarðvík. GOLF Lokamótið á Toyotamótaröðinni verður haldið um helgina á Hvaleyrarholtsvelli í Hafnarfirði. Keppni hefst kl. 8:00 árdegis í dag og verða þá leiknar 36 holur og síð- an 18 holur á morgun. UM HELGINA Sigurður Jónsson þjálfari Vík-ings sagði við Morgunblaðið í gær að mikill hugur væri í hans mönnum og að þeir væru staðráðnir í að komast í deild þeirra bestu en Vík- ingar féllu haustið 1999 eftir ársdvöl í deildinni. „Við gefum allt í þennan leik og það er auðvelt að undirbúa menn andlega í svona verkefni. Við eig- um von á mjög erfiðum leik enda er Keflavík með firnasterkt lið, það besta í deildinni og leikmenn þeirra koma ekki til með að gefa okkur eitt eða neitt. Við þurfum einfaldlega að vera í okkar allra besta formi og dagskipunin fyrir þennan leik eins og alla er að fara út á völl og vinna. Við spilum til sigurs enda getum við alls ekki treyst á Leiftur/Dalvík. Við þurf- um að stóla á okkur sjálfa enda er lið Leifurs/Dalvíkur mjög væng- brotið og er búið að gefast upp. Ég er bjartsýnn fyrir hönd okkar Vík- inga. Strákarnir eru hungraðir í að komast upp og ég hef fulla trú á að það takist,“ sagði Sigurður. Keflvíkingar hljóta að hafa fullan hug á að vinna „Við erum ekkert búnir að gef- ast upp en okkar bíður það verk- efni að vinna Leiftur/Dalvík og hverju það skilar er ekki í okkar valdi,“ sagði Jónas Baldursson þjálfari Þórs sem stjórnar sínum mönnum í síðasta sinn en hann er á förum til Englands og mun starfa þar næstu misserin. „Við þurfum að stóla á Keflvík- inga og það er ekki gott að segja hvernig þeir mæta stemmdir til leiks. Þeir hljóta samt að hafa full- an hug á að vinna síðasta leik sinn áður en þeir taka á móti sigurverð- laununum og halda sína hátíð um kvöldið. Hins vegar veltir maður því fyrir sér með hvaða hugarfari leikmenn mæta í svona leik þegar að engu er að keppa. Hversu mikill sigurviljinn verð- ur hjá Keflvíkingum er erfitt að spá fyrir um en vonandi gera þeir kröfur til sjálfra sín með því að spila af fullum krafti. Okkar Þórs- ara bíður erfiður leikur. Þó svo að Leiftur/Dalvík sé fallið veit ég að við fáum ekkert gefins og ef það er eitthvert lið í deildinni sem Leift- ur/Dalvík vill vinna þá er það Þór,“ sagði Jónas. Keflavík og Víkingur hefja leik klukkan 15 eins og Þór og Leiftur/ Dalvík en hinir þrír leikirnir í lokaumferðinni, Afturelding- Njarðvík, Haukar-HK, og Breiða- blik-Stjarnan hefjast klukkan 14. Í höndum Víkinga ÞAÐ ræðst í dag hvort það verða Víkingar eða Þórsarar sem fylgja Keflvíkingum upp í Landsbankadeildina í knattspyrnu en loka- umferð 1. deildarinnar verður leikin í dag. Víkingur sækir Keflavík heim og dugir jafntefli til að komast upp en fari svo að Víkingur tapi og Þór leggi Leiftur/Dalvík að velli verða Víkingur og Þór jöfn að stigum. Þá mun markatalan skera úr um hvort liðið fylgir Keflavík upp en fyrir leikina í dag er Víkingur með 34 stig og 13 mörk í plús en Þórsarar með 31 stig og 10 mörk í plús. Guðmundur Hilmarsson skrifar Á morgun eru þessir leikir ádagskránni: Valur – Fram, KA – Fylkir, KR – ÍBV, Þróttur – FH, ÍA – Grinda- vík. Það er fallslag- ur gömlu Reykja- víkurveldanna, Vals og Fram, sem ef- laust dregur að sér mesta athygli. Hlíðarendapiltarnir eru komnir með bakið upp að veggnum og ef þeir tapa leiknum gætu þeir verið fallnir laust fyrir klukkan fjögur á morgun, ef ÍBV nær í stig gegn KR eða KA vinnur Fylki. Fjórir öflugir leikmenn verða fjarri góðu gamni hjá Valsmönnum, Sigurður Sæberg Þorsteinsson og Ármann Smári Björnsson taka báðir út leik- bann og þeir Kristinn Lárusson og Ólafur Þór Gunnarsson markvörð- ur liðsinseru frá vegna meiðsla. Framarar, sem hafa unnið þrjá leiki í röð og verða nánast örugg- lega sloppnir við fall með sigri, verða án hins reynda Baldurs Bjarnasonar sem tekur út leikbann á morgun. KA getur fallið með ósigri KA er sömuleiðis komið í mjög erfiða stöðu en Akureyrarliðið sem virtist í ágætum málum hefur að- eins fengið eitt stig í síðustu fjór- um leikjum sínum. Mótherjarnir, Fylkismenn, eru reyndar sjálfir í miðri krísu – þeir voru efstir í deildinni fyrir þremur umferðum síðan en hafa tapað öllum leikjum sínum eftir það, séð á bak titlinum til KR-inga og misstu ÍA uppfyrir sig í annað sætið. Þorvaldur Mak- an Sigbjörnsson er í banni hjá KA og hjá Fylki er Sverrir Sverrisson meiddur. KA getur fallið á morg- un, ef liðið tapar fyrir Fylki og Fram og ÍBV vinna sína leiki. ÍBV er í erfiðri stöðu Eyjamenn eru í sjöunda sæti fyrir leiki morgundagsins en þeir sækja Íslandsmeistara KR heim í Vesturbæinn. Þar eiga þeir erfitt verkefni fyrir höndum, KR-ingar fá Íslandsbikarinn afhentan eftir leik og hafa eflaust hug á að sýna stuðningsmönnum sínum sparihlið- arnar við það tækifæri. Tapi Eyja- menn eru þeir í mikilli hættu fyrir lokaumferðina en þá mæta þeir Skagamönnum sem hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu. Grindavík og Þróttur horfa í báðar áttir Staða Grindvíkinga og Þróttara er dálítið einkennileg. Bæði lið eru með 22 stig í miðri deild, en þau geta enn fallið, og líka blandað sér í slaginn um Evrópusæti. Þróttarar fá FH-inga í heimsókn en Grind- víkingar sækja Skagamenn heim. ÍA, Fylkir og FH eru í barátt- unni um annað sætið, ásamt hugs- anlega hinum tveimur. ÍA og FH eiga líka möguleika á bikarmeist- aratitlinum og hafa því í fleiri horn að líta. Það er því ekki ólíklegt að fjórða sætið myndi gefa þátttöku- rétt í Intertoto-keppninni, og þar koma Þróttur og Grindavík enn og aftur inn í myndina. Sex liða fallslagur í síðustu umferðinni? En úrslit morgundagsins gætu orðið á þann veg að fyrir loka- umferðina yrðu sex lið í fallhættu, öll með 20 til 22 stig. Fjögur þeirra ættu þá innbyrðis leiki eftir, því þann 20. september leikur Grinda- vík við KA og Fram við Þrótt. Að auki eigast við Fylkir og Valur, ÍBV og ÍA og FH og KR. Staðan eftir leikina á morgun gæti verið sú að Þróttur væri með 22 stig, Grindavík 22, KA 21, ÍBV 20, Valur 20 og Fram 20. Þá myndi lokaumferðin slá öllu við, og hefur þó oft á undanförnum árum verið gífurleg spenna í fallbaráttunni á síðustu mínútum Íslandsmótsins. Sautjánda og næstsíðasta umferð Íslandsmótsins á morgun Morgunblaðið/Golli Valur og Fram berjast fyrir sæti sínu í deildinni á lokasprett- inum og mætast liðin á Hlíðarenda á morgun. Ármann Smári Björnsson og Eggert Stefánsson berjast um knöttinn. Skýrast línurnar eða fer allt í hnút? ÞÓTT KR-ingar hafi gert út um baráttuna um Íslandsmeistaratit- ilinn í knattspyrnu á dögunum er mikil spenna fyrir 17. og næstsíð- ustu umferð úrvalsdeildarinnar sem verður leikin á morgun, sunnu- dag, klukkan 14. Þrjú lið eru í baráttu um annað sætið og þátttökurétt í UEFA-bikarnum, tvö bíða á milli vonar og ótta um hvert stefnir fyrir lokaumferðina, og fjögur eru í bráðri fallhættu. Það gætu komið skýrar línur í þetta allt saman á morgun, en það eru jafnmiklir möguleikar á því að allt fari í hnút og lokaumferðin laugardaginn 20. september verði spennuþrungin. Víðir Sigurðsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.