Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 45
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Hausthátíð í upphafi vetrarstarfs félagsins með fjöl- skyldusamkomu kl. 17:00, leikir og fjöl- breytt dagskrá. Kjartan Jónsson, fram- kv.stjóri KFUM og KFUK flytur hugvekju, Margrét Jóhannesdóttir og hennar fólk sér um barnafræðslu fyrir börn frá 2–14 ára. Grill á fjölskylduvænu verði eftir samkom- una. Þátttakendur í öllu starfi félagsins, bæði vetur og sumar eru sérstaklega boðnir á þessa samkomu. Vonumst til að sjá sem flesta. FÍLADELFÍA: Laugardagur 13. septem- ber: Bænastund kl. 20:00. Opinn AA- fundur í kjallara kl. 20:15. Sunnudagur 14. september. Almenn samkoma kl. 16:30. Ræðumaður Jón Þór Eyjólfsson. Mikil lofgjörð hjá Gospelkór Fíladelfíu. Fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Há- messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Alla laugardaga: Trúfræðsla barna kl. 13.00 í Landakotsskóla. Að henni lokinni er barnamessa í Kristskirkju (kl. 14.00). Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugar- daga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00 Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00 Ísafjörður: Sunnud: Messa kl. 11. Flateyri: Laugard: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnuda: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Barnaguðsþjónustur í kirkjunni hefjast sunnudaginn 14. sept. kl. 11 f.h. og verða hálfsmánaðarlega í vetur. Gunnar Krist- jánsson, sóknarprestur. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11:00 Sunnudagaskóli. Fyrsti sunnudaga- skóli vetrarins. Ný bók og nýir límmiðar. Allir verða að koma nafninu sínu í bátinn hjá rebba. Rebbi refur mætir, Adam, Eva og höggormurinn. Mikill söngur, sögur og bænir. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og barna- fræðararnir. Kl. 14:00 Guðsþjónusta þar sem fermingarbörn og foreldrar þeirra eru boðin sérstaklega velkomin. Kór Landa- kirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Prestar sr. Fjölnir Ásbjörns- son og sr. Þorvaldur Víðisson. Að guðs- þjónustu lokinni verður fundur með ferm- ingarbörnum og foreldrum þeirra í safnaðarheimili Landakirkju. Nauðsynlegt er fyrir öll fermingarbörn og að minnsta kosti annað foreldri að mæta á þann fund. Kl. 20:00 Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM&K. Hulda Líney Magnúsdóttir og leiðtogarnir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjölskyldu- hátíð kl.11.00. Allir leiðtogar sunnudaga- skólanna taka þátt ásamt prestum. Hljómsveit leiðtoganna spilar og syngur. Sagðar verða glærusögur, sungið og farið í leiki. Eftir stundina í kirkjunni er boðið upp á nammiveislu í safnaðarheimilinu. Strætisvagn ekur frá Hvaleyrarskóla kl.10.55 og heim aftur um 12.30. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Nú hefst barnastarf vetrarins með nýju og spennandi efni. Ver- ið með frá upphafi. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukór Víðistaðasóknar flytur létta tón- list undir stjórn Úlriks Ólasonar. www.vidistadakirkja.is FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnastarf fyrir alla fjölskylduna kl. 11:00. Mikill söngur. Rebbi refur kemur í heimsókn. Umsjón: Hera, Sigríður Kristín og Örn. Kvöldvaka kl. 20:00 - Anna Pálína Árnadóttir söng- kona flytur hugleiðingu um óhefðbundnar lækningar og syngur einnig við undirleik Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Kór og hljómsveit kirkjunnar syngur og leikur und- ir stjórn tónlistarstjórans, Arnar Arnarson- ar. Kaffihús eftir kvöldvökuna í safnaðar- heimilinu. Prestar og starfsfólk Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði. ÁSTJARNARSÓKN í samkomusal Hauka að Ásvöllum: Barna- og fjölskyldumessa kl. 11. Kaffi, djús, kex og hlýtt samfélag á eftir helgihaldi. KÁLFATJARNARKIRKJA: Messa kl. 14. Kaffi, djús og kex að loknu helgihaldi. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sunnudagaskóli á sama tíma. Kærleiksþjónusta kirkjunnar kynnt sér- staklega. Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni og verkefnisstjóri kærleiksþjónustusviðs á Biskupsstofu prédikar. Nanna Guðrún Zoëga, djákni Garðasóknar, segir frá störf- um djákna. Sr Friðrik J. Hjartar þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Jó- hanns Baldvinssonar organista. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Guðsþjónustunni verður útvarpað. Allir velkomnir. Prest- arnir. BESSASTAÐAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14.00. Álftaneskórinn leiðir söng undir stjórn organistans, Hrannar Helgadóttur. Ásgeir Páll og Kristjana koma og kynna sunnudagaskólann sem hefst með þessari guðsþjónustu. Nú er öll fjöl- skyldan hvött til að fjölmenna og kynna sér vetrarstarf safnaðarins. Prestarnir. GRINDAVÍKURKIRKJA: Dagur kærleiks- þjónustu kirkjunnar: Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Létt gospelsveifla með kór og hljómsveit. Ath. Foreldramorgnar verða í kirkjunni alla þriðjudaga kl. 10–12. Spila- vist eldri borgara á fimmtudögum kl. 14– 17 í vetur. Sóknarnefnd. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta sunnudaginn 14. september kl. 20. Kirkjukór Ytri-Njarðvíkurkirkju syngur undir stjórn Natalía Chow Hewlett. Meðhjálpari Ástríður Helga Sigurðardóttir. Baldur Rafn Sigurðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Dagurinn er tileink- aður kærleiksþjónustu kirkjunnar. Guðs- þjónusta kl. 11 árd. í stærri sal Kirkjulund- ar. Prestur: Ólafur Oddur Jónsson. Kynning á þingi Lúterska heimssamband- ins í Winnipeg í Kanada: „Til lækningar (heilsubótar)heiminum“. Kór Keflavíkur- kirkju leiðir söng. Organisti: Hákon Leifs- son. Kaffiveitngar í boði sóknarnefnar eft- ir messu. HVALSNESKIRKJA: Laugardagurinn 13. september: Safnaðarheimilið í Sandgerði. Kirkjuskólinn kl. 11. Allir velkomnir á þessar hamingju- og gleðistundir. Sunnudagurinn 14. september. Hvalsneskirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Kór Hvalsneskirkju syngur. Organisti Steinar Guðmundsson. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Laugardagurinn 13. september: Safnaðarheimilið Sæborg: Kirkjuskólinn kl.14. Allir velkomnir á þess- ar hamingju- og gleðistundir. Sunnudagur- inn 14. september - Hvalsneskirkja. Guðs- þjónusta kl. 11. Kór Útskálakirkju syngur. Organisti Steinar Guðmundsson. GARÐVANGUR: Helgistund kl. 15:30. Sóknarprestur. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjuskóli barnanna á sama tíma. Sigurbjörn Þorkelsson predikar og kynnir starfsemi Gídeon. Tekin verða samskot til styrktar starfi Gídeon-félaganna. Kirkjurút- an fer af stað úr Holtahverfinu korter fyrir ellefu. Sóknarprestur. SAUÐÁRKRÓKSPRESTAKALL Sauðár- krókskirkja: Guðsþjónusta kl. 14:00. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng og organ- isti verður Rögnvaldur Valbergsson. Mið- vikudagur 17. sept. kl. 21:00- Kyrrðar- stund í kirkjunni. Íhugun með söng Taizé-söngva. Altarisganga. Sr. Baldur Gautur Baldursson. DALVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta sunnu- daginn 14. sept. kl 11:00. Dagur kær- leiksþjónustu kirkjunnar. Séra Elinborg Gísladóttir. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta á Hornbrekkur sunnudaginn 14.sept. kl 14:30. Allir velkomnir Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Æðruleysismessa kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Arna Valsdóttir og Inga Eydal leiða al- mennan söng. Hljóðfæraleikarar: Eiríkur Bóasson og Stefán Ingólfsson. Kaffi og safnaðarheimili að lokinni messu. Allir velkomnir. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og guðs- þjónusta verða kl. 11. Ath. sameiginlegt upphaf. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnunum. Sr. Helgi Hróbjartsson kristniboði prédikar. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu- dagur: Kl. 11 sunnudagaskóli, kl. 16.30 bænastund, kl. 17 samkoma. Ath. breytt- ur tími. Herskólanemi frá Noregi, Marit V. Byre talar. KFUM og K, Sunnuhlíð, Akureyri: Kristni- boðssamkoma kl. 20.30. sunnudaginn 14. september. Ræðumaður sr. Helgi Hró- bjartsson kristniboði. Allir velkomnir. EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Hefjum barnastarfið með góðum gesti, Ingida Kussia frá Konsó í Afríku. Mánudagur: Kyrrðarstund kl. 18. Sóknar- prestur. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Messa kl. 14. Altarisganga, kirkjukaffi. Sr. Skírnir Garðarsson. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Létt- ur hádegisverður að messu lokinni. Sept- embertónleikar þriðjudag kl. 20.30. Marco Lo Muscio frá Róm leikur á orgel. Morguntíð sungin þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag kl. 10, kaffisopi á eftir. Foreldrasamvera miðvikudaga kl. 11. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudagur: Org- elstund kl. 17. Sóknarprestur. Barna- starfið í Hveragerðisprestakalli hefst sunnudaginn 14. september kl. 11. Öll börn og fullorðnir velkomin að syngja og taka þátt í fræðslu og tilbeiðslu sunnu- dagaskólans og til að eiga góða og upp- byggilega stund í kirkjunni. Sóknarprestur og starfsfólk sunnudagaskólans. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa nk. sunnudag kl. 14:00. Almennur safnaðarsöngur. Org- anisti: Guðmundur Vilhjálmsson. Sr. Krist- inn Ág. Friðfinnsson. VILLINGAHOLTSKIRKJA: Kvöldmessa nk. sunnudag kl. 21:00. Væntanleg ferming- arbörn í Hraungerðissókn, Villingaholts- sókn og Laugardælasókn eru beðin um að mæta til messu. Organisti: Ingi Heiðmar Jónsson. Sr. Kristinn Ág. Friðfinnsson. KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 45 SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 14. sept- ember kl. 20:00 mun Anna Pálína Árnadóttir söngkona verða sér- stakur gestur á kvöldvöku í Frí- kirkjunni í Hafnarfirði. Kvöldvaka er alltaf í kirkjunni annan sunnudag í hverjum mánuði frá ágúst til maímánaðar ár hvert og eru þær ætíð fjölsóttar. Þangað koma oft góðir gestir og fjalla um ýmislegt sem skiptir máli í hinu daglega lífi. Anna Pálína mun flytja hugleið- ingu um óhefðbundnar lækningar en einlægur og afdráttarlaus fyr- irlestur um þetta efni sem hún flutti nýlega á þingi krabbameins- lækna um baráttuna við „Kröbbu frænku“ vakti mikla athygli og ekki síður viðtal við hana í Kast- ljósi Sjónvarpsins nýlega. Þau hjón, Anna Pálína og Að- alsteinn Ásberg, munu einnig flytja tónlist á kvöldvökunni. Kór og hljómsveit kirkjunnar undir stjórn Arnar Arnarsonar tónlistarstjóra mun flytja tónlist og leiða almenn- an safnaðarsöng. Að lokinni kvöld- vökunni verður kaffihús í safnaðar- heimilinu. Safnaðar- og fjölskylduferð í Viðey Á MORGUN, sunnudaginn 14. sept- ember verður farið í hina árlegu safnaðar- og fjölskylduferð Frí- kirkjunnar í Reykjavík. Að þessu sinni verður farið út í Viðey. Við hefjum heimsókn okkar á í Viðeyjarkirkju þar sem við fáum kynningu og leiðsögn um staðinn. Samvera með leikjum og gríni fyrir alla fjölskylduna verður við Naustið sem er á vesturhluta eyjunnar. Eftir samveruna grillum við pylsur og njótum útiverunnar. Safnaðarferðin hefst með stuttri helgistund í kirkjunni okkar við Tjörnina. Um klukkan 11:30 verður farið á einkabílum niður að Sunda- höfn. Lagt verður af stað með Við- eyjarferjunni í Sundahöfn klukkan 11:45. Áætluð brottför úr Viðey er um klukkan 16:00. Við viljum hvetja folk til að hafa samband við skrifstofu Fríkirkj- unnar og skrá þátttöku í ferðina, síminn þar er 552 7270 einnig er hægt að skrá þátttöku á netfangið frikirkjan@frikirkjan.is Þátttöku- gjald í safnaðarferðinni er krónur 1000 fyrir fullorðna og 500 fyrir börn. Allar nánari upplýsingar um safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík er hægt að nálgast á heimasíðu kirkjunnar. www.fri- kirkjan.is Haustmarkaður Kristniboðs- sambandsins HINN árlegi grænmetis- og haust- markaður Kristniboðssambandsins verður í dag, laugardaginn 13. september, í húsi KFUM og K, Holtavegi 28 í Reykjavík. Mark- aðurinn hefst kl. 14.00. Það eru konur í Kristniboðs- félagi kvenna sem standa fyrir markaðinum. Þarna verður selt ýmiss konar grænmeti, ávextir og ber, o.s.frv. eftir því hvað kristni- boðsvinir og aðrir velunnarar vilja leggja fram af uppskeru sumarsins. Ágóðinn af markaðinum rennur til kristniboðsstarfsins í Eþíópíu og Kenýju. Þar eru nú fimm íslenskir kristniboðar að störfum á vegum Kristniboðssambandsins. Um þess- ar mundir er þess minnst að 50 ár eru frá upphafi starfsins í Konsó í Eþíópíu. Hausthátíð KFUM og KFUK í Reykjavík SUNNUDAGINN 14. september verður vetrarstarfi KFUM og KFUK ýtt úr vör með fjölskyldu- samkomu í húsi félagsins við Holta- veg en fundir í deildum félagsins hefjast í næstu viku. Dagskrá sam- komunnar verður fjölbreytt, leik- þættir, söngur og hugleiðing. Húsið opnar kl. 16:00 með kaffi- húsi, en einnig verður hoppikastali, Harry Potter rennibraut og hin sí- vinsæla unglingarúta KFUM og KFUK, tveggja hæða breskur strætisvagn með ýmsum leik- tækjum verður á staðnum. Allir eru hjartanlega velkomnir. Vetrarstarf KFUM og KFUK verður starfrækt í 26 deildum á höfuðborgarsvæðinu í vetur og í 40 deildum á landinu öllu. Þessu starfi er haldið uppi af 150–200 sjálfboða- liðum sem gerir félaginu kleift að bjóða börnum og unglingum upp á fjölbreytt starf án endurgjalds. Samkomur verða haldnar á hverjum sunnudegi í félagsheimili KFUM og KFUK kl. 17:00 í vetur eins og undanfarin ár en á þessu hausti verða þær með nokkuð öðru sniði og kl. 16:30 eða hálftíma á undan hverri samkomu hefst söng- ur og lofgjörð sem þeir sem áhuga hafa getið tekið þátt í. Að sam- komu lokinni verður boðið upp á fyrirbæn fyrir þá sem vilja og heit- an mat. Vandað barnastarf í þrem- ur deildum fer fram á sama tíma og samkomurnar standa yfir. Hin sívinsælu Alfa-námskeið I og II hefjast þriðjudagskvöldið 16. september og nýtt námskeið, Smit- andi trú. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins. Fjölskylduhátíð í Hafnarfjarðarkirkju ÞÁ er vetrarstarfið komið á fullan skrið í Hafnarfjarðarkirkju. Síð- asta sunnudag byrjuðu sunnudaga- skólarnir í kirkjunni og Hvaleyr- arskóla og nú um helgina verður fyrsta fjölskylduhátíð vetrarins. Byrjar hún klukkan 11.00 á sunnu- dag. Við höldum slíka fjölskyldu- hátíð í kirkjunni einu sinni í mán- uði. Nú munu allir leiðtogar sunnu- dagaskólanna taka þátt ásamt prestum. Hljómsveit leiðtoganna spilar og syngur. Sagðar verða glærusögur, sungið og farið í leiki. Eftir stundina í kirkjunni er boðið upp á nammiveislu í safnaðarheim- ilinu. Strætisvagn ekur frá Hval- eyrarskóla kl.10.55 og heim aftur um 12.30. Allir krakkar fá bækur og myndir og foreldrar gott kaffi. Tólf spora starf Laugarneskirkju MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 15. sept- ember kl. 20:00 verður kynnt mannræktarstarf sem nú ryður sér óðum til rúms innan kirkjunnar, þar sem fólk fetar sig eftir hinni kunnu tólfspora leið og vinnur með tilfinningar sínar. Unnið er í smáum hópum, þar sem gagn- kvæmt traust og nafnleynd ríkir. Hér er um einstakt tækifæri að ræða fyrir allt fólk sem vill vaxa hið innra með markvissum hætti og þiggja styrk trúarinnar og reynslu annarra í veganesti. Hóparnir hitt- ast hvert mánudagskvöld kl. 20:00 í Laugarneskirkju. Kynningarfundurinn 15. septem- ber er öllum opinn að kostnaðar- lausu, gengið er inn um aðaldyr kirkjunnar. Kærleiksþjónustan og Hallgrímskirkja ÞJÓÐKIRKJAN hefur tekið sunnu- daginn 14. september frá til að minna kristna menn á kærleikann í verki, þjónustuna við líðandi systk- in. Í messu í Hallgrímskirkju verð- ur að gefnu tilefni safnað fé til stuðnings starfi Samhjálpar, sem hefur höfuðstöðvar innan sóknar- marka Hallgrímssafnaðar. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt dr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Hörð- ur Áskelsson stýrir söng félaga úr Mótettukórnum. Barnastarfið verður með hefð- bundnum hætti. Í forkirkjunni er sýning Gunnars Arnar, sem hann nefnir sálir. Sameiginleg guðsþjónusta SAMEIGINLEG guðsþjónusta allra safnaða Reykjavíkurprófastsdæmis eystra verður í Seljakirkju sunnu- daginn 14. september kl. 14. Guðsþjónustun er í umsjá presta og starfsliðs Seljakirkju og héraðs- nefndar prófastsdæmisins. Kaffi- veitingar verða í boði prófasts- dæmisins eftir messuna. Er þess sérstaklega vænst að prestar, djáknar, sóknarnefndarfólk, org- anistar, kórfélagar og annað starfsfólk safnaðanna taki þátt í guðsþjónustunni sem markar upp- haf vestrarstarfsins í prófastsdæm- inu. Sr. Gísli Jónasson, prófastur. Tólf sporin í Bústaðakirkju Í VETUR verður boðið upp á tólf spora hópastarf í Bústaðakirkju. Fundir verða öll mánudagskvöld og hefjast fundir nk. mánudags- kvöld 15. september kl. 20:00. Starfið fer fram í litlum hópum, svokölluðum fjölskylduhópum, sem í eru 5-7 manns í flestum tilfellum kynskiptir hópar. Fyrstu 3-4 fund- irnir eru öllum opnir en frá og með fjórða fundi, verður hópunum lok- að. Í fjölskylduhópnum deilir fólk reynslu sinni, styrk og von hvert með öðru og myndar þannig vin- áttu- og trúnaðartengsl. Tólf spora vinnan er skemmti- legt en á stundum erfitt ferðalag, sem er fyrir alla, sem í einlægni vilja vinna með sínar tilfinningar. Þátttaka er ókeypis og í boði kirkjunnar að öðru leyti en því að kaupa þarf bókina, eins og að framan greinir, og leggja lítils- háttar í kaffisjóð vikulega. Unnið er eftir vinnubókinni Tólf sporin – Andlegt ferðalag en hún fæst í Kirkjuhúsinu og í stærri bókaverslunum. Einnig er hún seld í kirkjunni á fyrstu fundunum. Með því að velja Tólf spora ferðalagið, er valin leið sem áður hefur verið stikuð af öðru fólki. Þetta er góð aðferð, sem hjálpar okkur að enduruppgötva og dýpka andlega þáttinn í okkur sjálfum. Við komumst líka að raun um það í Tólf-spora vinnunni hve okkar and- lega hlið er mikilvæg. Við lærum að lifa lífinu samkvæmt leiðsögn Guðs, okkar æðri máttar. Umsjón með starfinu hefur Brandur Gíslason. Allir er vel- komnir og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Bústaða- kirkju, kirkja.is. Pálmi Matthíasson. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Anna Pálína á kvöldvöku í Fríkirkjunni í Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.