Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 29 LEIKRIT um Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu á morgun, sunnudag, kl. 14 og leikur Ilmur Kristjánsdóttir Línu. Hún er ný- útskrifuð leikkona frá leiklist- ardeild Listaháskóla Íslands. Sigurlína Rúllugardína Nýlend- ína Krúsímunda Efraímsdóttir Langsokkur er ekki bara hetja af því hún er sterkust í heimi, hún er hetja í afstöðu sinni til lífsins. Lína Langsokkur segir okkur að vera við sjálf og allt sem við get- um orðið, en ekki reyna að vera eitthvað allt annað. Þess vegna sefur hún með fæturna á kodd- anum og hausinn undir sænginni: af því þannig er hún. Lína syngur og dansar og leik- ur við hvern sinn fingur. Hún af- greiðir rösklega þau mál sem koma uppá í lífinu, hvort sem um er að ræða innbrotsþjófa eða barnaverndarnefnd, og allt þar á milli. Tvær stelpur skiptast á um að leika hr. Níels apa, þær Vaka Dagsdóttir og Vaka Vigfúsdóttir. Vinina góðu, þau Önnu og Tomma, leika Edda Björg Eyj- ólfsdóttir og Bergur Þór Ingólfs- son. Aðrir leikarar eru Sigrún Edda Björnsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Þór Tulinius, Halldór Gylfason, Gunnar Hansson, Theo- dór Júlíusson, Ellert A. Ingi- mundarson, Hanna María Karls- dóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Sex nemar frá Listdansskóla Ís- lands, sem eru í starfsnámi hjá Íslenska dansflokknum, dansa og gera ýmislegt fleira í sýningunni. Þau heita Tanja Marín Friðjóns- dóttir, Saga Sigurðardóttir, María Lovísa Ámundadóttir, Tinna Ágústsdóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir og Hannes Þórður Þorvaldsson. Tónlistin er eftir Geirfuglana. Leikstjóri er María Reyndal. Lína Langsokkur (Ilmur Kristjánsdóttir), Tommi (Bergur Þór Ingólfsson) og Anna (Edda Björg Eyjólfsdóttir) lenda í ýmsum ævintýrum. Sannkölluð hetja í afstöðu sinni til lífsins Morgunblaðið/Kristinn Húsavíkurkirkja kl. 20.30 Tón- leikar til styrktar námsmeynni Láru Sóleyju Jóhannsdóttur. Með henni kemur fram Aladár Rácz píanóleik- ari. Lára Sóley stundar framhaldsnám á fiðlu í The Royal Welsh college of Music and drama í Cardiff og er að hefja sitt annað ár. Hún fékk fyrstu einkunn á lokaprófi á sl. ári og var hæst í sínum árgangi. Auk þess að leika á fiðlu mun Lára syngja. Á MORGUN AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 sjáðu fólkið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.