Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 39 í sveit sett en er Óskar tók við henni var hún búin að vera lengi í leigu og mjög niðurnídd og öll hús ónýt. Þetta breyttist undrafljótt er þau Óskar og Hebba fluttust þangað. Óskar hafði mikinn áhuga á rækt- un og hóf snemma að rækta skóg. Upp úr 1950 byrjaði hann að planta skógi og tók frá stórt land undir hann. Það var alveg óþekkt í Skaga- firði að bændur vildu fórna svo miklu landi undir skóg en nú klæðir þessi skógur um 30 hektara svæði. Þetta eitt í ævistarfi Óskars er stór- kostlegt afrek og minnismerki til framtíðar um hann, en hans síðustu byggingarframkvæmdir á jörðinni voru að reisa fullkomið gróðurhús til að rækta í eigin plöntur. Á sviði búfjárræktar hafði Óskar mest yndi af sauðfé, en þrátt fyrir að hann yrði tvisvar sinnum fyrir því áfalli að þurfa að skera fé sitt niður vegna riðuveiki átti hann mjög oft hrúta sem valdir voru á héraðs- sýningu. Hann var formaður Sauð- fjárræktarfélags Seyluhrepps í rúm 30 ár. Er undirritaður kom í Skaga- fjörð 1974 var þetta stærsta félagið í firðinum. Fyrir bragðið hafði félagið allgóðan fjárhag sem Óskar hélt ut- an um af mikilli trúmennsku og not- aði til að efla fjárræktina í félaginu. Um 1980 gekk mikil alda yfir um að hvetja bændur út í loðdýrarækt og varð Óskar þá strax mjög spenntur fyrir refaræktinni og stundaði hana um nokkurra ára skeið. Þessi smá- brot úr búskaparsögu Óskars sýna að maðurinn var mjög fjölhæfur og opinn fyrir nýjungum. Við hjónin sendum eiginkonu, börnum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur. Minningu um vaskan og kraftmikinn bónda og vin mun ég geyma með mér og minnast með gleði um ókomin ár. Einar E. Gíslason, Syðra-Skörðugili. Vinur minn og afgerandi áhrifa- valdur í lífi mínu, Óskar Magnússon, bóndi í Brekku í Skagafirði, hefur sagt sitt síðasta orð. Þessi hugsjóna- maður um skógrækt kveður lífið þegar sumarið er byrjað að daðra við haustið og trén á leið í sitt feg- ursta skart. Ég var sex ára þegar við bræð- urnir vorum settir upp í rútu og sendir til sumardvalar í Brekku. Stefán bróðir minn var sjö ára. Okk- ur þótti þessi leið á vit óvissunnar óendanlega löng og við vorum fegn- ir að komast á leiðarenda. Þarna voru á milli tuttugu og þrjátíu börn sem höfðu fengið sveitavist hjá Ósk- ari og Herfríði konu hans sem alltaf er kölluð Hebba. Á þessum árum þótti ábyrgum foreldrum það sjálfsagður liður í góðu uppeldi að gefa börnum sínum kost á að komast í sveit. Sumir krakkar voru mátulega hrifnir af því að vera vistaðir hjá vandalausum allan þennan tíma, meðan aðrir nutu hvers dags. Sjálfum fannst mér sveitalífið hamingjan sjálf og var í Brekku í ellefu sumur. Gat ekki beðið eftir að skólanum lyki á vorin og fór helst ekki suður fyrr en eftir að hann var byrjaður. Óskar og Hebba höfðu aga á krökkunum, en líka á sjálfum sér. Hebba er létt í skapi, margfróð og greind og hafði lag á að láta hlýða sér án sýnilegrar áreynslu. Óskar var aftur á móti dulur, ákveðinn og vinnusamur, en hafði tilfinningarnar ekki til sýnis, en maður fann vænt- umþykjuna og velvildina frá honum, einkum á seinni árum, þótt orðin væru spöruð. Þegar ég var tólf ára gamall hringdi ég til Óskars snemma um vorið og spurði hvort hann vildi ráða mig sem kaupamann um sumarið. Hann tók því vel að fá mig, en var ekki upprifinn yfir þessu tilboði: „Hver heldurðu að vilji ráða þig í vinnu? Þú ert svo húðlatur,“ sagði hann. Mér fannst tíminn stoppa þar sem ég stóð með símtólið í hendinni. Þarna heyrði ég mann sem ég tók meira mark á en öðru fólki segja umbúðalaust að ég væri ekki eft- irsóknarverður vinnukraftur. Þessi orð breyttu lífi mínu. Ekki aðeins það að ég héti því með sjálfum mér að sýna honum hvað í mér byggi, og gerði það svikalaust, heldur mót- aðist þarna til frambúðar viðhorf mitt til vinnu. Um haustið fékk ég hest að laun- um fyrir sumarvinnuna og fannst ég ekki bara auðugur heldur einnig kominn í fullorðinna manna tölu. Ég vann í Brekku á sumrin þar til ég fór í framhaldsskóla. Ég vildi fara á bændaskóla, en foreldrar mínir stóðu fastir á því að ég færi í menntaskóla. Þá strauk ég norður í Brekku til Óskars og Hebbu og ætl- aði að vera þar um veturinn. Þegar svo var komið var samþykkt að ég færi á Bændaskólann á Hvanneyri. Þótt ævistarf mitt hafi orðið allt annað er ég þakklátari en orð fá lýst fyrir uppeldið hjá Óskari og Hebbu, vináttuna sem þau hafa sýnt mér og mínum í gegnum árin, virðinguna fyrir náttúrunni sem ég drakk í mig í Brekku og samband hests og manns sem ég komst í snertingu við þar, bý ég að því enn og gerir það líf mitt mörgum sinnum auðugra en ella hefði orðið. Á kveðjustund færi ég Hebbu, vini mínum og fóstru, einlægar sam- úðarkveðjur, sem og börnum þeirra Óskars, Valdísi og Magnúsi. Við Ásta þökkum góðar stundir og biðjum Óskari Magnússyni guðs blessunar. Baldvin Thorarensen. Draumanna höfgi dvín dagur í austri skín. Vekur mig, lífi vefur mjúka mildings höndin þín. Dagleiðin erfið er óvíst hvert stefna ber. Leiðir mig, langa vegu, mjúka mildings höndin þín. Sest ég við sólarlag sátt er við liðinn dag. Svæfir mig, svefni værum, mjúka mildings höndin þín. (Eygló Eyjólfsdóttir.) Við vorum heppnar, frænkurnar, að kynnast honum Óskari á Brekku. Á unglingsárum okkar áttum við margar góðar stundir með honum, og kenndi hann okkur margt um líf- ið. Oft höfum við frænkurnar setið saman og rifjað upp tímann í sveit- inni, innistörfin og alls kyns útistörf, þar á meðal gróðursetningu trjáa sem í dag eru orðin að allmynd- arlegum skógi. Óskar var vinur okkar og höfðum við gaman af hnyttnum og skemmti- legum tilsvörum hans. Við kveðjum Óskar með virðingu og þökk. Megi Guð geyma minningu hans. Vinnukonurnar Fanný María og María. Það var á vordögum 1945 að Hebba, elst barna Valdimars í Vallanesi sem þá var látinn, fluttist frá Reykjavík með eiginmanni sín- um og dóttur. Óskar hafði oft áður komið að Vallanesi sem unnusti Hebbu, glæsilegur ungur stýrimað- ur sem hafði verið í siglingum og kynnst heimsmenningunni. Á jörðinni Brekku sem var eyði- býli réðust þau Hebba og Óskar í að byggja nýbýli árið 1949. Í þá daga gengu menn ekki í fjármagn hjá lánastofnunum, ekkert hús, engin ræktun, ekkert rafmagn – stýri- maður að hefja sveitabúskap. Ekki höfðu allir trú á þessu. En þeim hjónum tókst hið ótrúlega og komu með tímanum upp snotru blönduðu búi með ræktuðu fé. Auk þess not- uðu þau um árabil sitt myndarlega hús til að taka borgarbörn til sum- ardvalar. Eitt sinn heyrði ég Óskar hafa yf- ir sannindin: Nakinn fæðist maður í þennan heim og nakinn fer hann þaðan. Tímann þarna á milli notaði Óskar til að lifa lífinu vel. Hann var ræktunarmaður í besta skilningi, ræktaði góðleikann með fólki og fjölskyldu, fjasaði aldrei út af smá- munum og sá alltaf björtustu hlið- arnar og jafnframt þær skoplegustu á flestum hlutum. Í samræmi við anda taó starfaði hann án þess að strita, gaf gaum að liljum vallarins og skildi hverjum þær skrýddust. Hann sá fram á veginn sem kom m.a. fram í því, að um miðja öldina í byrjun búskapar fór hann að planta trjám í landareignina sem nú er þakin umtalsverðum skógi auk þess sem hann vann að skógræktarmál- um í Skagafirði og víðar. Óskar var víðlesinn og andlega sinnaður maður og kveið ekki ferð sinni aftur til upphafsins. Þegar maður hefur tæmt sig að öllu, mun friðurinn mikli koma yfir hann. Allir hlutir koma fram í tilvistina, og menn sjá þá hverfa aftur. Eftir blóma ævinnar fer hvaðeina aftur til upphafsins. Að hverfa til upphafsins er friðurinn; það er að hafa náð takmarki tilvistar sinnar. (Lao Tse.) Að leiðarlokum þökkum við Ósk- ari fyrir einstaklega gefandi og skemmtilega samfylgd. Þar fór vitur maður og góðgjarn. Jóhanna og Kjartan. Óskar í Brekku hefir kvatt rúm- lega 86 ára að aldri. Óskar kom ung- ur til Sauðárkróks og ólst þar upp. Hann var oftast kenndur við fóstra sinn og kallaður Óskar Rósants. Hann bjó sunnarlega í gamla bæn- um en ég miðsvæðis og vissum við hvor af öðrum á sameiginlegu leik- svæði stráka í kringum kirkjuna og við Barnaskólann þar sem farið var í yfir eða hverfa fyrir horn. Þá hitt- umst við strákarnir oft úti á bryggju eða undir henni við að veiða kola. Stundum var veiðin góð, sem kom sér oft vel því að fátækt var mikil á þessum árum. Ekki má gleyma snjóhengjunum í Kristjánsklaufinni eftir stórhríðirn- ar, sem stóðu stundum í marga daga. Þar gátum við strákarnir grafið stóra og langa hella og farið í eltingarleik. Já, lífið og starfið á Króknum var dásamlegt fyrir at- hafnasama stráka eins og Óskar. Svo var það 22. mars 1929 að skátafélagið Andvarar var stofnað. Í hópi stofnenda vorum við Óskar og hófst nánari kynning. Tveimur ár- um síðar er ég tók við forystu fé- lagsins fann ég vel hve traustur Óskar var og gott að treysta honum. Við ferðuðumst mikið saman, fórum í tjaldútilegur og gengum á fjöll, m.a. á Tindastól og Molduxa, þar sem við hlóðum vörðu, er við köll- uðum Skátavörðu. Óskar gerðist sjómaður og lauk námi við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Sjómennskuna stundaði hann þó ekki lengi, ástin gerði vart við sig og kvæntist hann Herfríði Valdimarsdóttur frá Vallanesi. Þau eignuðust jörðina Brekku í Seylu- hreppi og hófu þar búskap. Brekka þótti frekar rýr jörð og undruðust menn þessa ákvörðun ungu hjónanna og spáðu þeim ekki góðu. Óskar var spurður hvers vegna hann með skipstjórnarréttindi ætl- aði að hefja sveitabúskap og á þessu koti. Óskar, sem var mjög oft orð- heppinn, svaraði: Það hafa margir jafnvitlausir og ég hafið búskap og gengið ágætlega. Þau hjónin stund- uðu hefðbundinn sveitabúskap og gerðust skógarbændur. Brekka breytti gjörsamlega um svip og varð falleg jörð. Í mörg sumur tóku Brekkuhjónin börn til sumardvalar og sóttust for- eldrar mjög eftir að koma börnum sínum til Herfríðar og Óskars, sem voru sérstaklega barngóð og reglu- söm. Þegar gamla skátafélagið hans Óskars á Króknum vildi byggja skátaskála og leitaði eftir heppileg- um stað kom Óskar með lausnina og á sérstaklega hagkvæmum kjörum, þar sem æskan m.a. lærði að planta trjám og rækta jörðina. Þarna hefir Brekkulandið líka breytt verulega um svip. Það hafa Nafirnar á Sauðárkróki einnig gert, þar sem Óskar tók líka til hendinni. Skáta- æskan á Sauðárkróki kann að meta það sem Óskar gerði fyrir hana og árið 1994, á 65 ára afmæli skátafé- lagsins, var hann gerður að heið- ursfélaga þess. Skátarnir á Sauðárkróki senda innilegar samúðarkveðjur til Her- fríðar og fjölskyldu hennar. Það má segja um Óskar: „Eitt sinn skáti, ávallt skáti.“ Franch Michelsen. Faðir okkar og sonur, HAFSTEINN ANDRÉSSON, lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 31. ágúst. Útför hans fór fram frá Höfðakapellu á Akureyri í kyrrþey. Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug, sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans fyrir frábæra umönnun. Stefán Esekiel Hafsteinsson, Anna Þóra Ólafsdóttir, María Hansdóttir, Björg Benediktsdóttir, Andrés Jón Bergmann og fjölskyldur. Elskulegur maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR HERMANN GRÍMSSON, andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, fimmtudaginn 11. september. Sigurlaug Helgadóttir, Gunnar Gauti Gunnarsson, Steinunn Árnadóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ELSA S. MELSTED, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 11. september sl. Páll Melsted, Victor Melsted, Rannveig Árnadóttir, Halldór Melsted, Þórunn Kristinsdóttir, Hansína Melsted, Ævar Sigurðsson, Stefán Melsted, Kristín Árnadóttir, Páll Melsted, Guðlaug Elíasdóttir, Ruth Melsted, Ólafur Melsted, Valgerður Ásta Sveinsdóttir, ömmu- og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, vinur, sonur, bróðir og mágur, REYNIR HALLDÓR HILMARSSON sjómaður, Rjúpnahæð 8, Garðabæ, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 11. september. Jóney Rún Reynisdóttir, Karen Reynisdóttir, Anna Jóna Reynisdóttir, Sigurlína Hreinsdóttir, Hilmar Karlsson, Dagbjört Hilmarsdóttir, Hjálmar Diego, Jón Hilmarsson, Guðrún H. Theodórsdóttir, Guðrún Hilmarsdóttir, Berglind Hilmarsdóttir, Unnsteinn Ólafsson, Svanur Pálmar Hilmarsson. Stjúpmóðir mín, móðir og amma, ANNA MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, Grímsstöðum, Grímsstaðaholti, Ægisíðu 62, Reykjavík, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnu- daginn 31. ágúst. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólki Grundar þökkum við alúð og um- hyggju, einnig ættingjum og vinum. Árni Eyvindsson, Hanna Eyvindsdóttir, Eyvindur Árni Jökulsson, Ólafur Ægir Jökulsson, Sæunn Birta Gunnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.