Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 21 Fasteignir Akureyrarbæjar auglýsa til sölu og óska eftir tilboðum í fasteigninar Ytri og Syðri - Skjaldarvík, í Hörgárbyggð. Um er að ræða: · Íbúðarhús, 182,3 m² á einni hæð. · Íbúðarhús á tveimur hæðum, samtals 242,5 m². · Áður dvalarheimili, heildarstærð 1.867 m², húsið er á tveimur hæðum og kjallari. · Skemma, samtals 126 m². · Vélaskemma og geymsla, samtals 364 m². · Fjós, kálfahús og hlaða, samtals 560 m². Húsunum verður afmörkuð leigulóð og til greina kemur að leigja væntanlegum kaupendum úthaga og tún. Áskilin er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum ber að skila eigi síðar en 1. október 2003, kl. 16.00, á skrifstofu Fasteigna Akureyrarbæjar. Fasteignir Akureyrarbæjar • Geislagötu 9 • 4. hæð • sími 460 1000, 460 1128 SKJALDARVÍK TIL SÖLU Menntaskólinn á Akureyri Skólasetning Menntaskólinn á Akureyri verður settur í Kvosinni, samkomusal skólans, sunnudaginn 14. september kl. 16.00. Nemendur, foreldrar og aðstandendur, kennarar og starfsmenn, svo og aðrir velunnarar skólans, eru velkomnir. Nemendur 1. 2. og 3. bekkjar koma í skólann mánudaginn 15. september kl. 9.00 og fá afhentar stundaskrár. Nemendur í 4. bekk fá stundaskrár afhentar föstudaginn 19. september kl. 8.15. Skólameistari NORÐURORKA hf. á Akureyri hefur keypt Hitaveitu Svalbarðs- strandarhrepps og er greitt fyrir fé- lagið með hlutafé í Norðurorku. Franz Árnason, forstjóri Norður- orku, sagði að með kaupunum hefði verði stigið fyrsta skrefið í að gera fyrirtækið að „alvöru“ hlutafélagi, eins og hann orðaði það en fyrir breytinguna var Norðurorka að fullu í eigu Akureyrarbæjar. Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps, var ánægður með þessa niðurstöðu og sagði að með þessari breytingu yrði hægt að jafna búsetuskilyrði og auka möguleika í sveitarfélaginu. Tvær borholur eru virkjaðar á Sval- barðsströnd en vatnið úr þeim er aðeins um 57 og 43 gráða heitt. Árni sagði að samkvæmt niðurstöðu rannsókna væri mögulegt að ná í meira vatn í sveitarfélaginu en ekki heitara en í áðurnefndum holum. Önnur borholan á Svalbarðsströnd þjónar flestum húsunum í þéttbýlis- kjarnanum á Svalbarðseyri en að öðru leyti er ekki um hitaveitu að ræða í sveitarfélaginu. Norðurorka hefur þegar tekið við rekstri veitunnar og samhliða kaup- unum hefur fyrirtækið skuldbundið sig til að leggja hitaveitu á Sval- barðsströnd og skal því verki lokið fyrir árslok 2004. Um er að ræða lagningu frá Brunná, að Garðsvík nyrst á Svalbarðsströnd, samtals um 18 km vegalengd. Um 120 heim- ili eru í Svalbarðsstrandarhreppi, auk fjölda sumarhúsa og þá er verið að byggja ný hús í sveitarfélaginu. Arnarneshreppur mun væntan- lega einnig eignast hlut í Norður- orku, í tengslum við heitavatnsfund á Hjalteyri á síðasta ári. Unnið er að lagningu aðveituæðar frá Hjalt- eyri til Akureyrar, samtals um 20 km leið. Með þeirri viðbót mun orkugeta Norðurorku nánast tvö- faldast. Morgunblaðið/Kristján Fulltrúar Norðurorku og Svalbarðsstrandarhrepps undirrita samninginn. F.v. Franz Árnason, forstjóri Norðurorku, Bjarni Jónasson stjórn- arformaður, Guðmundur Bjarnason, oddviti Svalbarðsstrandarhrepps, og Árni K. Bjarnason sveitarstjóri. Norðurorka kaupir hitaveitu Svalbarðs- strandarhrepps IMPRA, nýsköpunarmiðstöð, rekstr- ar- og viðskiptadeild Háskólans á Ak- ureyri og KEA efna til morgunverð- arfundar á mánudag, 15. september, kl. 9 en hann verður í húsnæði háskól- ans, stofu B 217 á Sólborg. Á fundinum fjallar Þorsteinn Gunnarsson háskólarektor um upp- byggingu og þróun Háskólans á Ak- ureyri og Ronald C. Kysiak ræðir um uppbyggingu vísindagarðs á Akur- eyri. Hann er forsvarsmaður Evan- ston Inventure-vísindagarðsins við Northwestern University í Banda- ríkjunum og býr yfir mikilli reynslu í uppbyggingu vísindagarða. Að umfjöllun lokinni verða umræð- ur og framsögumenn munu svara spurningum fundarmanna. Fundurinn er öllum opinn. Uppbygging vísindagarðs Aglow-samtökin verða með fund í félagsmiðstöðinni Víðilundi 22 á mánudagskvöld, 15. september, kl. 20. Dr. Bjarni E. Guðleifsson nátt- úrufræðingur flytur hugleiðingu, bæn, söngur og kaffihlaðborð. Þátt- tökugjald er 500 krónur og eru allar konur velkomnar. Á NÆSTUNNI Menntaskólinn á Akureyri verð- ur settur í Kvosinni, samkomusal skólans, á morgun, sunnudaginn 14. september, klukkan 16. Nýr skólameistari, Jón Már Héð- insson, setur skólann fyrsta sinni. Yfirstjórn skólans er öll breytt og nýjar stjórnunaraðferðir í mótun, fyrsti árgangurinn samkvæmt nýrri námskrá verður braut- skráður í vor, stærri og fjölmenn- ari en nokkru sinni, fyrsta sam- ræmda prófið í framhaldsskóla verður í maí og samstarf er hafið með MA og VMA um Nem- endagarða. . Áfram verður haldið margvíslegu þróunarstarfi í námi, kennslu og nemendavernd, sem hefur gefið góða raun, svo góða að verulega hefur dregið úr brottfalli nemenda og nemendafjöldi í efri bekkjum er meiri en verið hefur áður. Að skólasetningu lokinni er gestum boðið að skoða hús og um- hverfi skólans og þiggja kaffisopa. Nemendur 1., 2. og 3. bekkjar koma í skólann mánudaginn 15. september klukkan 9.00 og fá af- hentar stundaskrár. Nemendur í 4. bekk fá stundaskrár afhentar föstudaginn 19. september klukk- an 8.15. Á MORGUN  Steypusögun  Vegg- og gólfsögun  Múrbrot  Vikursögun  Malbikssögun  Kjarnaborun  Loftræsi- og lagnagöt  Hreinlæti og snyrtimennska í umgengni BT-sögun Sími 567 7544 Gsm 892 7544
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.