Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Yndis vor og æska bjó
innst í þínu geði,
sólarblæ á svip þinn sló
saklaus æskugleði.
Minning hlý við hvert þitt spor
helgar farna veginn,
fagurt brosir við þér vor
vinur hinum megin.
(K.G.)
Guð geymi þig, elskulegi dreng-
urinn minn.
Þín
mamma.
✝ Rúnar Kolbeinn Óskarssonsjómaður fæddist 25. júlí
1956. Hann varð bráðkvaddur 4.
september síðastliðinn og var
útför hans gerð frá Fríkirkjunni
í Reykjavík 12. september.
RÚNAR
KOLBEINN
ÓSKARS-
SON
✝ Lúðvík JóhannKristinn Magn-
ússon fæddist á
Hríshóli í Reykhóla-
sveit 19. ágúst 1925
og ólst upp lengst
af í Bæ í Króksfirði.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 2. september
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Magnús G. Ingi-
mundarson hrepp-
stjóri og vegaverk-
stjóri í Reykhóla-
sveit, f. 6.6. 1901, d.
12.8. 1982, og kona hans Jó-
hanna Kristín Hákonardóttir
húsfreyja, f. 16.8. 1901, d. 12.7.
1937. Alsystkini Lúðvíks voru
fimm, Sigríður, Arndís, Erlingur
hennar voru Jakob Einarsson
bóndi á Dúki í Sæmundarhlíð og
kona hans Kristín Jóhannsdóttir.
Lúðvík og Guðrún slitu sambúð.
Dætur þeirra eru Jóhanna Ingi-
björg, f. 18. febrúar 1959, og
Kristín Lovísa, f. 3. september
1962. Maki Kristínar er Kolbeinn
Sigurjónsson, f. 17. júlí 1960.
Börn þeirra eru Atli Freyr, f. 21.
mars 1984, Guðrún Ása, f. 30.
janúar 1989, og Fannar Logi, f.
15. ágúst 1992.
Lúðvík lauk hefðbundnu
skyldunámi þess tíma, auk þess
sem hann stundaði nám einn vet-
ur í Héraðsskólanum í Reykja-
nesi. Hann stundaði öll almenn
sveitastörf og var hamhleypa til
allrar vinnu. Síðustu 20 ár ævi-
starfsins vann hann lengst af hjá
Slippfélaginu í Reykjavík, þar til
heilsan bilaði, og hefur hann átt
við heilsuleysi að stríða undan-
farin tíu ár.
Útför Lúðvíks fór fram í kyrr-
þey 10. september að ósk hins
látna.
(látinn), Ingimundur
(látinn) og Hákon
(látinn). Hálfbræður
hans eru Ólafur og
Gunnlaugur. Uppeld-
issystir hans var
Hulda Pálsdóttir (lát-
in).
Unnusta Lúðvíks
var Sigríður Hrefna
Sveinsdóttir, f. 5.
janúar 1929, d. 23.
ágúst 1946. Foreldr-
ar hennar voru
Sveinn Gunnlaugsson
skólastjóri og kona
hans Guðbjörg Pét-
ursdóttir.
Barnsmóðir Lúðvíks og fyrr-
verandi sambýliskona var Guð-
rún Jakobsdóttir, f. 7. maí 1930,
d. 21. janúar 2003. Foreldrar
Gegnum Jesú helgast hjarta
í himininn upp ég líta má,
Guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ ég að reyna og sjá,
hryggðarmyrkrið sorgar svarta
sálu minni hverfur þá.
(Hallgrímur Pétursson.)
Elskulegur bróðir minn hefur nú
fengið hvíld frá veikindum og erf-
iðleikum þessa lífs, en þannig hef-
ur lífið því miður verið hjá honum
síðustu fimm ár eða svo. Hefur nú
góður Guð leyst hann frá þessum
þrautum. Trúi ég að nú hafi hann
fengið frið og hvíld á sálu og lík-
ama. Bið ég Guð að varðveita hann
og lýsa honum á nýjum leiðum.
Bróðir minn var stór í lund, en
þó viðkvæmur og átti bágt með að
sætta sig við að þurfa að vera upp
á aðra kominn. Stormar lífsins
steyttu oft á honum, en hann stóð
meðan stætt var.
En það er líka bjart yfir öllum
góðu minningunum, sem við eigum
frá æskuheimili okkar í Bæ í
Króksfirði. Oft var glatt á hjalla á
þessu stóra heimili, sungið, spilað
og dansað. Lúlli hafði sterka söng-
rödd og naut sín vel á gleðistund.
Við móðurmissi og önnur áföll sem
fjöskyldan varð fyrir var kærleik-
urinn á milli þeirra sem eftir stóðu
það smyrsl sem græddi sárin.
Hann vildi enga lofræðu um sig
látinn. Þess vegna er þetta aðeins
kveðja og þakkir frá mér og fjöl-
skyldu minni. Vil ég þakka Lúlla
stóra bróður öll hans gæði við mig
og mína. Það verður stórt skarð
eftir þegar hann er farinn, sá
fimmti af níu systkinum, sem öll
hafa staðið þétt saman, ekki síst ef
eitthvað hefur bjátað á. Þá vil ég
þakka starfsfólki á elliheimilinu
Grund, þar sem hann naut góðrar
umönnunar síðustu misserin.
Ég votta dætrum hans og öðrum
vandamönnum mína dýpstu sam-
úð.
Minningin lifir um góðan dreng.
Arndís Magnúsdóttir.
LÚÐVÍK J. KR.
MAGNÚSSON
Kynni okkar Sigrúnar hófust fyrir
14 árum er ég hóf sambúð með dóttur
hennar, Hildi. Hún tók mér strax sem
fullgildum fjölskyldumeðlimi og
sýndi mér ávallt ást og kærleika frá
fyrstu samfundum. Hún var mjög
trúuð og efaðist ekki um Guð sinn.
Var þess fullviss að við tæki annað líf
að þessu loknu. Hún sýndi ættingjum
og vinum mikla ræktarsemi hvort
sem þeir voru lifandi eða látnir.
Margar ferðir átti hún í kirkjugarð-
inn til að hlúa að leiðum síns fólks. Er
mér minnisstætt er ég fór með henni í
garðinn fyrir ári og hún stóð yfir leiði
manns síns og ávarpaði hann þessum
orðum: „Jæja, Óli minn, ég fer nú
bráðum að koma til þín.“
Að sögn ættingja þeirra hjóna var
mjög kært á milli þeirra, sem dæmi
er þau fóru út að ganga leiddust þau
hönd í hönd eins og ungir elskendur.
Margar skoðunarferðir og nær
daglega hin síðari ár fór hún með
Skúla syni sínum um eyjuna sína sem
hún taldi einn fegursta stað á jörð-
inni. Hún hafði næmt auga fyrir um-
SIGRÚN
LÚÐVÍKSDÓTTIR
✝ Sigrún Lúðvíks-dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum 9.
apríl 1916. Hún lést
á LSH við Hring-
braut föstudaginn
5. september síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Lúðvík
Hjörtþórsson og
Bjarnhildur Einars-
dóttir.
Hinn 12. desem-
ber 1937 giftist Sig-
rún Ólafi Gunn-
steini Jónssyni frá
Brautarholti í Eyj-
um, f. 12.12. 1911, d. 31.3. 1984.
Þau hjónin eignuðust fimm
börn. Þau eru: 1) Sjöfn, f. 7.10.
1938, d. 24.7. 1990. 2) Hildur, f.
27.6. 1945. 3) Eydís, f. 6.10.
1948. 4) Skúli, f. 12.9. 1952. 5)
Bjarni, f. 13.11. 1954.
Útför Sigrúnar verður gerð
frá Landakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
hverfinu. Í hverri skoð-
unarferð sá hún
eitthvert nýtt sjónar-
horn í umhverfi
eyjanna, náttúru eða
landslagi, sem vakti
gleði. Hún hafði yndi af
blómum og gróðri. Vor-
koman var henni hjart-
fólgin. Með komu vor-
fuglanna fylgdist hún
vel sér til ánægju. Hún
var einlægt náttúru-
barn sem elskaði allt
sem lífsanda dró.
Þrátt fyrir margs
konar mótlæti og erfið-
leika í lífinu bjó hún yfir miklum and-
legum styrk og var ávallt kát og glöð.
Hún sá ávallt það góða í hverjum
manni. Aldrei heyrði ég hana hall-
mæla neinni manneskju.
Sigrún hugsaði vel um líkama sinn
og fór í sund daglega. Hún var algjör
bindindismanneskja alla tíð. Henni
var annt um útlit sitt og klæðaburð.
Það var reisn yfir þessari konu.
Sigrún var mikil húsmóðir og allir
sem komu á heimili hennar komu
ávallt að veisluborði. Hún vildi veita
öllum það besta sem völ var á.
Hún var vinmörg og vegna kær-
leiks og mannkosta laðaðist fólk að
henni. Hún var virk í félagi eldri
borgara og tók þátt í margs konar
tómstundum og félagsmálum og
ferðalögum á þeirra vegum. Hún
fylgdist vel með þjóðfélagsmálum til
hinstu stundar og hafði skoðanir á
þeim án nokkurra öfga.
Um langt árabil og allt til hinstu
stundar bjó hún með Skúla syni sín-
um. Hann reyndist henni einstaklega
kærleiksríkur og umhyggjusamur
alla tíð. Hann vakti yfir velferð henn-
ar og öryggi, gætti þess að hún tæki
meðölin sín og að hana skorti ekkert.
Það er honum til ævarandi sóma
hversu vel hann rækti móður sína.
Er Sigrún kveður þennan lífsins
ólgusjó minnist ég tengdamóður
minnar með þökk og virðingu.
Hún gengur örugglega greiða leið
á Guðs vegum.
Eyjólfur.
Elsku amma.
Ég er svo heppin að hafa fengið
tækifæri til að kynnast þér, ég leit
ávallt upp til þín og þegar fólk er að
barma sér og með óþarfa áhyggjur
vitna ég oft í hana ömmu mína sem
mundi nú ekki láta svona smámuni
angra sig heldur halda ótrauð áfram
með skilning á því að svona sé lífið.
Ekki veltirðu þér upp úr veraldlegum
gæðum, þú vildir frekar njóta þess að
vera til, ferðast, föndra og spila.
Oft minnist ég þess þegar ég var
u.þ.b. sex ára og var með smálæti, þú
baðst mig um að hætta þessu því ann-
ars yrðir þú reið! Ég brosti og sagði:
„Amma! Þú getur ekki orðið reið.“
Þetta lýsir í einu orði glaðlyndi þínu,
umhyggju og væntumþykju.
Alls staðar sem þú komst áttirðu
mikið af vinum enda vinsæl á meðal
fólks, þú stundaðir félagsstarf eldri
borgara af miklum eldmóð og gaf það
þér mikið.
Alltaf var fólk velkomið á Fífilgöt-
una og ekki vantaði gestrisnina því
hún var einstök. Þú einfaldlega fram-
kallaðir veisluborð með því einu að
opna skápana.
Ég vil fá að þakka þér fyrir allar
góðu samverustundirnar og mun
minningin um þig ávallt lifa í hjarta
mér.
Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið
að vera hjá þér síðustu andartökin og
vonandi gerði það þér líka gott.
Ég bið að heilsa afa, enda er það
eina huggunin við að þú skulir vera
farin að þið afi hittist á ný.
Þín
Sigrún.
Elsku amma, það er svo erfitt að
hugsa til þess að þú sért ekki hér
lengur, það var svo ofboðslega gott að
koma að heimsækja þig og Skúla til
Vestmannaeyja á sumrin. Á
Fífilgötunni var svo mikil ró og þú
varst snillingur í að láta fara vel um
alla.
Við eigum svo ofsalega margar
góðar minningar um þig, elsku
amma, þú gerðir hverja stund eftir-
minnilega. Ég gleymi því t.d. aldrei
þegar ég fór með þér eitt sinn í hár-
greiðslu og horfði á þig undrandi all-
an tímann, mér fannst svo ótrúlegt að
þú, ungleg og „dökkhærð“, þyrftir að
láta lita á þér hárið því að undir
svarta fallega litnum varstu komin
með grátt, þessu trúði ég ekki.
Ef ég hugsa um það sem er eft-
irminnilegast og skemmtilegast eru
það án efa sundferðirnar okkar, það
var ævintýri fyrir mér. Við vöknuðum
eldsnemma og litum út um gluggann
og gáðum hvort Minna og Jóhannes
væru búin að gefa merki með því að
kveikja ljósin í herberginu sínu, síðan
fórum við yfir til þeirra og fengum far
með þeim í sund. Á leiðinni í sund var
ekkert opið og enginn á ferð, mér leið
eins og við værum ein á allri eyjunni.
Þegar við komum í sund var fullt af
fólki í lauginni sem þú þekktir, þú
varst svo ofboðslega vinsæl og allir
elskuðu þig.
Þegar við vissum að þú værir dáin,
elsku amma, var eitt af því fyrsta sem
við hugsuðum: „Núna hlýtur amma
að vera ofboðslega ánægð þótt að hún
eigi eftir að sakna okkar allra mikið,
en nú getur amma loksins farið í sund
með afa.“ Það létti yfir okkur við
þessa hugsun því að við vitum hversu
gaman þér þykir að fara í sund.
Það er svo skrítið hvernig guð vel-
ur þá sem fara til himna, það virðist
alltaf vera yndislegasta og besta fólk-
ið eins og Sjöfn frænka, Trausti og
svo þú, þetta er svo ósanngjarnt. Ætli
Guð þurfi ekki bara á hjálp besta
fólksins að halda.
Við munum ávallt elska þig, elsku
amma okkar, og við erum svo þakk-
látar fyrir að hafa fengið að kynnast
jafnyndislegri og dýrmætri mann-
eskju og þú ert og verður ávallt í
minningu okkar allra. Þú átt stóran
part í hjarta okkar.
Hugrún Hörn, Heiður Gefn
og Urður Rún.
Enn er höggvið stórt skarð í félag
eldri borgara í Vestmannaeyjum.
Sigrún Lúðvíksdóttir var burt kölluð
föstudaginn 5. september síðast-
liðinn. Það ætti ekki að koma á óvart
þótt 87 ára gömul kona yfirgefi þenn-
an heim en Sigrún var ekki þannig að
maður héldi að hún væri á förum, svo
ungleg og hress sem hún var. Í rúm
50 ár áttum við tvær hvor aðra að í
gleði og sorg og höfðum samvistir má
segja daglega.
Fljótlega eftir að sundlaugin var
opnuð eftir gos hófum við hjónin að
stunda sund á morgnana. Slíkt hið
sama gerðu Sigrún og Óli, maður
hennar. Það varð því að föstum vana
að við tókum þau hjónin með okkur í
bílnum og varð af því hið mesta fjör
og gaman. Eftir að Óli dó hélt Sigrún
áfram að að koma með okkur í sund
eins lengi og heilsa hennar leyfði.
Einnig stunduðum við Sigrún leikfimi
og sundleikfimi sem og söngæfingar
eldri borgara. Alltaf vorum við saman
í þessu og höfðum báðar jafnmikla
ánægju af.
Ég veit að aðrir munu tjá sig um
það hversu virk Sigrún var í eldri-
borgarafélaginu og verður hennar
sárt saknað úr þeim hópi sem og ann-
ars staðar. Ég vil fyrir hönd okkar
hjóna þakka henni allan þann kær-
leika sem hún sýndi okkur alla tíð.
Fyrir þremur mánuðum sendi hún
mér afmæliskveðju sem endar á orð-
unum „megi vinátta okkar haldast
alla okkar ævidaga“. Er hægt að óska
sér hlýrri kveðju?
Síðustu tvö árin voru Sigrúnu erfið
en hún kvartaði ekki heldur leit alltaf
fram á betri tíð.
Mig langar að senda Skúla, syni
Sigrúnar, góðar kveðjur og þakkir
fyrir það hve hann reyndist móður
sinni vel. Án hjálpar hans hefði hún
ekki getað verið heima fram á síðustu
stundir.
Ég samhryggist börnum Sigrúnar
og öðru venslafólki. Guð gefi okkur
öllum styrk í sorg okkar.
Guð geymi þig Sigrún mín, við hitt-
umst seinna.
Guðfinna og Jóhannes.
Sigrún Lúðvíksdóttir, nágranni
okkar og vinur á Fífilgötunni, er horf-
in á braut. Hún var eðalkona til orðs
og æðis, ung í anda og vinur ungra
sem aldinna. Ávallt var gott að koma í
heimsókn til hennar, vel á borð borið
og kaffisopinn góður. Þó var viðmót-
ið, umhyggjan, jákvæðið og lífsgleðin
það sem stendur upp úr þegar hennar
er minnst. Sigrún var félagslynd og
tók þátt í starfi eldri borgara af hjart-
ans lyst. Hún stundaði einnig sund-
laugina næstum því til síðasta dags.
Sigrún var mikil hannyrðakona og
hafði einnig unun af að rækta garðinn
sinn meðan heilsan entist. Við kveðj-
um hana nú með söknuði og sendum
börnum hennar, ættingjum og vinum
innilegar samúðarkveðjur. Minningin
um elskulega konu lifir.
Margrét Rósa, Erna,
Iðunn Dísa og Ingunn Lísa
Jóhannesardætur.
Sigrún Lúðvíksdóttir, kær vinkona
okkar, er látin. Hún lést á Landspít-
alanum eftir hjartaþræðingu og kom
það okkur mjög á óvart.
Um 30 ára skeið stunduðum við
sundlaugina í Vestmannaeyjum. Þeg-
ar ný sundlaug var reist eftir gos var
stór hópur sem mætti á morgnana.
Okkar hópur mætti kl. 7:30, þegar
skellibjöllur morgunsins höfðu lokið
sér af. Við syntum okkur til heilsubót-
ar og ánægju. Fórum í pottana á eftir.
Lands- og heimsmálin voru brotin til
mergjar og allir undu glaðir við sitt.
Sigrún, þessi dagsfarsprúða kona,
var mörgum kostum gædd. Hún var
mikil móðir, amma og langamma.
Fékk hún oft heimsóknir afkomenda
sinna, t.d. á þjóðhátíð og á pysjutí-
manum. Voru allar heimsóknir henni
mikilsverðar. Eins heimsóknir vina
hennar, Sirrýjar og Björgvins, en þar
hafði skapast mikil og traust vinátta.
Jóhannes og Minna í næsta húsi
voru sérstakir grannar sem hún mat
mjög mikils, enda reyndust þau henni
stórkostlega vel eftir að hún missti
mann sinn.
Sigrún var mikil listakona. Handa-
vinna hennar vakti aðdáun allra. Eins
voru margar ljósmyndir hennar hrein
listaverk.
Skúli sonur hennar reyndist henni
sem besti sonur, lét sér velferð henn-
ar miklu skipta, þegar halla tók und-
an fæti.
Við sundfélagarnir höfðum þann
sið, þegar einhver átti afmæli, að far-
ið var með afmælisgjöf að morgni eft-
ir sund. Síðar var öllum boðið í kaffi.
Þessi skemmtilegi siður hefur haldist
um árabil.
Margir félagsmanna hafa nú farið
yfir móðuna miklu og er þeirra sárt
saknað.
Við viljum að lokum þakka Sigrúnu
áralanga vináttu og kveðjum hana
með virðingu og þökk.
Fyrir hönd sundfélaganna,
Sigurbjörg Axelsdóttir.