Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á RÁSIRNAR á World Trade Center, varnarmálaráðu- neytið og flug 93 frá United Airlines fyrir tveimur árum voru árás gegn frelsi Banda- ríkjamanna og einnig gríðarlegt áfall fyrir friðarvonir heimsins. Saklausir borgarar frá 87 löndum létu lífið í árásunum 11. september – rúmlega þrjú þúsund karlar og konur frá öllum heimsálfum og menningarsvæðum, af öll- um kynþáttum og trúarbrögðum. Borg- arar landa allt frá Antígva til Zimbabve, þar á meðal landa þar sem múhameðstrú er ríkjandi eins og Bangladess og Jemen, létu lífið fyrir tveimur árum. Mæður og feður voru hrifsuð frá dætr- um sínum og sonum. Hjón voru slitin sundur, vinir aðskildir fyrir fullt og allt. New York missti hluta af útlínum sínum en ekki sinn mikla kraft. Þótt árásirnar væru átakanlegar og skelfilegar fyrir meðborgara mína breyttu þær fleiru en Bandaríkjunum – þær breyttu heiminum. Raunveruleg áhrif árásanna ná lengra en til sársaukans sem hrjáir þá sem lifðu af og fjölskyldur fórn- arlambanna; jafnvel lengra en til ógn- unarinnar við öryggi Bandaríkjanna. Árásirnar 11. september gerðu okkur grein fyrir að hryðjuverk ógna okkur öll- um. Fyrr í þessari viku minnti Bush forseti okkur öll á hvað er í húfi í baráttunni gegn hryðjuverkum: „Sigur lýðræðis og umburðarlyndis í Írak, í Afganistan og annars staðar yrði mikið áfall fyrir al- þjóðlega hryðjuverkastarfsemi. Hryðju- verkamennirnir þrífast á stuðningi harð- stjóra og reiði kúgaðra þjóða. Þegar harðstjórar falla og reiðin víkur fyrir von- inni hafna karlar og konur í öllum menn- ingarheimum hugmyndafræði ógnarinnar og snúa sér að því að leita friðar. Alls staðar þar sem frelsið nær fótfestu hörfar ógnin.“ Þar sem við erum öll hugsanleg fórn- arlömb hugmyndafræði hatursins og af því að hryðjuverkamenn telja að sér- hverju mannslífi sé fórnandi fyrir sókn þeirra eftir glundroða verður þjóð mín og þín að halda áfram að fordæma morð á saklausu fólki og hafna hatrinu sem elur þetta ofbeldi af sér. Eins og Powell utan- ríkisráðherra benti á í síðasta mánuði: „Á síðustu mánuðum hafa allt of margar hryðjuverkaárásir allt of víða komist í fréttirnar. Á ferðamannastað á Balí. Í strætisvagni fullum af börnum í Jerúsal- em. Á markaðstorgi í Bombay. Í höf- uðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í Bagdad. Úti fyrir heilagri mosku í Najaf í Írak.“ Bush forseti og Colin Powell utanrík- isráðherra hafa byggt upp alþjóðlegt bandalag f um. Bush fo en 90 land skipuleggj Rúmlega 1 um til þes taka hryðj þeirra og Aðgerði handtöku leiðtoga al stjórnenda gerðir geg ystu samt skipuleggj Mörg rí ur-Afríku Qaeda. Ev aðgerðarin al-Qaeda-h öðrum vís starfsemi. handtekið Al-Qaed eytt en þa eftir. Með stu einnig háð Írak. Band þeirra rák smíðaði og 11. september – tve Eftir James I. Gadsden S VÍAR ganga á morgun að kjör- borðinu til að taka ákvörðun um hvort Svíþjóð eigi að gerast aðili að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) og taka upp hinn sameiginlega gjaldmiðil Evrópusambands- ríkjanna, evruna, í stað sænsku krónunnar. Baráttan vegna þjóðaratkvæðagreiðslunn- ar hefur verið hörð og á köflum hatrömm. Atkvæðagreiðslan er einnig haldin í skugga morðsins á Önnu Lindh, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, sem lést á fimmtudag af völdu stungusára er hún hlaut er ráðist var á hana í verslun í miðborg Stokkhólms síð- degis á miðvikudag. Í kjölfarið var hinni eig- inlegu kosningabaráttu aflýst. Engir kosn- ingafundir hafa verið haldnir síðstliðna daga og kappræður sem áttu að fara fram í sænska sjónvarpinu í gær voru felldar nið- ur. Þess í stað mættu leiðtogar stjórnmála- flokkanna sjö í almennar „samræður“ um evruna, Svíþjóð og Evrópu. Evrópusambandið tók ákvörðun um það með samþykkt Maastricht-sáttmálans árið 1991 að stofna myntbandalag og taka upp sameiginlegan gjaldmiðil í aðildarríkjunum. Í raun eru aðildarríki skylduð til að taka upp hinn sameiginlega gjaldmiðil nema um ann- að sé samið. Þannig fengu Danir undanþágu frá EMU eftir að Maastricht-sáttmálinn hafði verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Bretar hafa sömuleiðis ekki heldur tekið upp evruna. Svíar hafa ekki formlega und- anþágu frá EMU en í aðildarviðræðum þeirra við Evrópusambandið á fyrri hluta níunda áratugarins lýstu sænsku samninga- mennirnir því yfir að Svíar myndu síðar taka ákvörðun um hvort þeir gerðust aðilar að EMU. Voru engin mótmæli lögð fram af hálfu samningamanna Evrópusambandsins. Hörð barátta – klofnir flokkar Baráttan fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna hefur verið óvenju hörð. Allir stjórnmála- flokkar hafa tekið formlega afstöðu til máls- ins. Jafnaðarmenn, Hægriflokkurinn, Kristilegir demókratar og Þjóðarflokkurinn styðja upptöku evrunnar. Vinstriflokkur- inn, Umhverfisflokkurinn og Miðjuflokkur- inn hafna hins vegar evrunni. Í flestum flokkum eru eftir sem áður mjög skiptar skoðanir og í raun má segja að sumir flokk- ar séu klofnir í afstöðu sinni. Það á ekki síst við um Jafnaðarmannaflokkinn. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun SIFO, sem er virt- asta stofnunin á sviði skoðanakannana í Sví- þjóð, eru 51% kjósenda Jafnaðarmanna- flokksins hlynntir evrunni en 36% á móti. Margir þekktir ráðherrar, s.s. Margareta Winberg aðstoðarforsætisráðherra og Leif Pagrotsky atvinnulífsráðherra, eru til dæm- is yfirlýstir andstæðingar. Í raun er vart hægt að skilgreina stöðuna út frá flokkspólitískum línum einvörðungu. Þegar skoðað er hvernig fylkingarnar eru myndaðar kemur margt forvitnilegt í ljós. Stuðningur við evruna er mikill í Mið-Sví- þjóð, ekki síst á Stokkhólmssvæðinu. Í Norður-Svíþjóð er hins vegar yfirgnæfandi meirihluti kjósenda (um 70%) á móti. Konur eru mun líklegri til að vera á móti evrunni en karlar. Þá eru menntaðir Svíar líklegri til að vera hlynntir evrunni en ómenntaðir. Verkamenn eru líklegri til að vera á móti en stjórnendur, sérfræðingar og sjálfstæðir at- vinnurekendur. Jafnt stuðningsmenn sem andstæðingar evrunnar hafa beitt bæðiefnahagslegum sem pólitískum rökum. Efnahagslegu rökin Helstu efnahagslegu rök evruandstæð- inga hafa verið þau að hugmyndin um EMU sé í raun gölluð. Ekki sé hægt að móta sam- eiginlega stefnu ESB-ríkjanna í efnahags- og peningamálum einfaldlega vegna þess að ríkin eru ólík og hafa mismunandi hags- muni. Hagsveiflurnar sé ekki þær sömu. Það getur ríki en sa gjaldmiðill í Frankfu endurspeg síst sé hæ ríkjanna vaxtaákva Svíþjóð leg þess að R fái að hald Vissuleg tjórnartæk efnahagslí sambandi. að það mu vinnuleysi um og þar verið lögð þjóð muni verðbólga Stuðnin leggja me stöðugleik inlegum g sænska se hann að fy sé lítill gja una berskj um á peni kom í ljós unnar segj upptöku ev færi. Jafn muni hætt færa starfs hluti af evr Hin póli ur verið m segja mál megi flytj bandsins o ECB. Rik nær. Þá ót ur samru einungis e um samrun is með sam sem ekki s mjög afhug Stuðnin ekki megi og Riksba Sænskir kjósendur ákveða á morgun hvort taka skuli upp evru í stað sænsku krónunnar. Stein- grímur Sigurgeirsson hefur fylgst með umræðum í Svíþjóð og segir stjórnmálarök hrífa sænska kjósendur fremur en efnahagslegar röksemdir. Pólitík fremu en efnahagsm GERUM GÖT Á OSTATOLLMÚRA Samtök verzlunar og þjónustugagnrýna í nýjasta fréttabréfisínu fyrirkomulag á innflutn- ingi landbúnaðarafurða. Landbúnað- arráðuneytið úthlutar árlega innflutn- ingskvóta á „lágum“ tollum fyrir ýmsar erlendar landbúnaðarafurðir, þ.á m. osta. Innflytjendur bjóða í kvótann og sá fær mestan kvóta, sem býður hæst. SVÞ benda á að mörg undanfarin ár hafi Osta- og smjörsal- an, sem selur alla innlenda osta í einkasölu, jafnframt fengið stærstan hluta tollkvótans í sinn hlut. Þannig hafi fyrirtækið fengið 35% ostakvót- ans fyrir tímabilið 2003–2004 og af- gangurinn dreifist á sjö innflytjendur. Kristjana Axelsdóttir, starfsmaður landbúnaðarráðuneytisins, segir í Morgunblaðinu á fimmtudag að SVÞ láti í það skína að ráðuneytið skammti kvótann, en það sé alls ekki þannig, heldur sé úthlutun á grundvelli upp- boðs algerlega gegnsæ. Það er satt og rétt, en er bara alls ekki mergurinn málsins hér og kemur gagnrýninni ekkert við. Það eru tollkvótarnir sjálf- ir og ekki síður fyrirkomulagið á út- hlutun þeirra, sem eru vandamálið. Morgunblaðið hefur gagnrýnt út- hlutun tollkvóta með uppboði allt frá því núverandi löggjöf var sett árið 1995, um framkvæmd Íslands á skuld- bindingum sínum samkvæmt WTO- samningnum um viðskipti með land- búnaðarvörur. Blaðið hefur bent á að þetta fyrirkomulag hafi stuðlað að ónauðsynlegri hækkun á verði inn- fluttra landbúnaðarvara. Í frétt Morg- unblaðsins á fimmtudag kemur fram að meðalverðið, sem innflytjendur greiddu fyrir kvótann í ár, var 228 krónur á hvert kíló. Það þýðir einfald- lega að hvert kíló af innfluttum osti er að jafnaði a.m.k. 228 krónum dýrara en það þyrfti að vera, því að auðvitað verða innflytjendurnir að fá þessa peninga til baka í vöruverðinu. Svo er það gert enn dýrara með 149 króna magntolli á hvert kíló af osti, sem flutt er inn samkvæmt kvótanum. Miklu dýrari yrði þó ostur, sem væri fluttur inn utan kvóta, því að þá leggst 30% verðtollur á hvert innflutt kíló, auk 430–500 króna magntolls. Þetta þýðir í raun að innflutningur osts utan kvóta er ekki raunhæfur. Uppboðsfyrirkomulagið þýðir hins vegar að stórum seljanda á markaðn- um á borð við Osta- og smjörsöluna er í lófa lagið að neyta aflsmunar, bjóða hátt í innflutningskvóta, þvinga þar með aðra til að bjóða líka hærra og hækka þannig verðið á innfluttum osti, sem styrkir auðvitað samkeppn- isstöðu innlendu framleiðslunnar. Það er ekki einu sinni skylda að flytja inn allan tollkvótann, sem úthlutað er, þannig að fyrirtæki geta haft áhrif á verð og samkeppnisaðstæður á mark- aðnum án þess að selja sjálf neinn inn- fluttan ost. Þetta er það, sem Samtök verzlunar og þjónustu gagnrýna með réttu. Við þessar kringumstæður er deginum ljósara að markmið WTO-samnings- ins, um að landbúnaðurinn fái erlenda samkeppni og að neytendur njóti þess í lægra verði, nást ekki. Hægt væri að sníða þennan ágalla af kerfinu og breyta lögum þannig að innlendir framleiðendur mættu ekki bjóða í inn- flutningskvóta á vöru, sem er í sam- keppi við þeirra eigin framleiðslu. Það myndi stuðla að virkari samkeppni. Einfaldast er þó að sjálfsögðu að hafa ekkert hafta- og skömmtunarkerfi þar sem engin þörf er fyrir það og leyfa innflutning á osti og öðrum landbún- aðarvörum á lágum eða engum tolli. Þá yrðu innlendir framleiðendur að treysta á að ostarnir þeirra seldust vegna gæðanna, en ekki vegna þess að útlendir ostar séu gerðir að rándýrri „lúxusvöru“. Að halda því fram að inn- lend ostaframleiðsla þrífist ekki nema í skjóli tollmúra og skömmtunarkerfa er götóttur málflutningur af hálfu þeirra, sem halda því fram að íslenzkir ostar séu hreinasta afbragð. ENGIN LAUSN AÐ „FJARLÆGJA“ ARAFAT Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti ífyrrakvöld að „fjarlægja“ Yasser Arafat, forseta heimastjórnar Palest- ínumanna, en greip ekki strax til að- gerða gegn honum, heldur sagði tíma- setninguna og aðferðina verða ákveðna síðar. Ísraelskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að ráðamenn velti fyrir sér ýmsum kostum; að reka Ara- fat í útlegð, fangelsa hann eða jafnvel ráða af dögum. Strax og ákvörðun Ísraelsstjórnar varð kunnug, reið yfir byggðir Palest- ínumanna bylgja mikillar reiði og al- menningur flykktist út á götur og hét því að fórna lífi sínu til að verja Ara- fat. Ísraelar telja Arafat standa á bak við hryðjuverk öfgasamtaka gegn ísr- aelskum borgurum og segja hann hindrun í vegi friðarferlisins. Svo sannarlega er Arafat enginn engill. Hann hefur spillt fyrir friðarferlinu, m.a. með því að láta undir höfuð leggj- ast að láta öryggissveitir sínar ganga milli bols og höfuðs á hryðjuverka- samtökum og með því að neita að af- henda Mahmoud Abbas, fyrrverandi forsætisráðherra heimastjórnarinnar, völd yfir öryggissveitunum. Nú hefur hann hafið sama leikinn gagnvart nýj- um forsætisráðherra, Ahmed Qurei. Þetta breytir ekki því að það væru skelfileg mistök af hálfu Ísraela að hrekja Arafat frá völdum. Eins og við- brögð palestínsks almennings sýna, á hann þrátt fyrir allt víðtækan stuðn- ing og flestir Palestínumenn líta á hann sem sameiningartákn. Ef Arafat yrði „fjarlægður“ myndi það eingöngu verða til þess að ný hol- skefla hryðjuverka riði yfir Ísrael og þá myndi vítahringur hryðjuverka og hernaðaraðgerða halda áfram. Arafat í útlegð yrði miklu öflugra sameining- artákn Palestínumanna en sá Arafat, sem situr nú á skrifstofum sínum í Ramallah og deilir við aðra palest- ínska stjórnmálamenn um völd og áhrif. Eigi einhver að ákveða að hann fari frá völdum, eru það Palestínu- menn, en ekki Ísraelar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.