Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 41 ✝ Gísli Ketilssonfæddist á Stakka- bergi á Hellissandi 24. desember 1915. Hann lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi í Fossvogi 4. september sl. Foreldrar Gísla voru Kristín Þor- varðardóttir, f. 20.2. 1870, d. 28.10. 1949, og Ketill Björnsson, f. 21.7. 1860, d. 14.1. 1931. Faðir Ketils var Báru-Björn, orð- lagður sjósóknari. Systkini Gísla voru Guðbjörn Kristófer, f. 1890, d. 1901; Jó- hanna, f. 1893, d. 1979; Þorvarð- ur, f. 1895, d. 1971; María Krist- rún, f. 1897, d. 1932; Súsanna, f. 1900, d. 1988; Guðbjörn Kristófer (yngri), f. 1903, d. 1996; og Böðv- ar, f. 1907, d. 1992. Fjölskyldan bjó lengi á Stakka- bergi og síðar á Þórsbergi, en þar var byggt nýtt hús árið 1940. Eftir að Kristín dó bjuggu saman þeir bræður Gísli og Böðvar ásamt systursyni sín- um, Begga, sem dó árið 2003. Stundað- ur var búskapur á Stakkabergi en þeir Beggi og Böðvar stunduðu lengst af sjóinn. Gísli var lengi afgreiðslumað- ur í Kaupfélagi Hell- issands og naut sín þar vel. Eftir að hann hætti í kaupfélaginu eignað- ist hann vörubíl og vann við þau störf þar til hann tók við af- greiðslu Esso á Hellissandi, sem hann var með í yfir 20 ár. Vann hann við afgreiðsluna og keyrði einnig olíu í hús og báta. Útför Gísla verður gerð frá Ingjaldshólskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Líf mitt er samtvinnað fjölskyld- unni á Stakkabergi og Þórsbergi því að ungur að árum fór ég í sveit til ömmu, Begga bróður og móður- bræðra minna, þeirra Gísla og Böðv- ars. Þaðan á ég margar dýrmætar minningar sem ég gleymi aldrei. Ég var í heyskapnum, sótti vatn og var í mótekju. Gísli var orðlagður fyrir störf sín enda heiðursmaður sem ekki mátti vamm sitt vita. Hann var ljúfur og góður maður og mikill vin- ur vina sinna, sem voru margir. Eftir að amma dó höfðu þeir Gísli, Böðvar og Beggi lengi ráðskonu. Meðal ann- arra var fósturmóðir mín, Jóhanna Ketilsdóttir, hjá þeim í mörg ár, en svo sáu þeir um heimilið sjálfir. Síðustu tólf ár fengu þeir bræður hjálp við þrif og þvotta, svo og annað tilfallandi. Þar komu að Silla og Fjal- ar í mörg ár, svo og Maja og Kalli á Sólbakka sem hugsuðu frábærlega vel um Gísla undanfarin ár og til þeirra bar Gísli mikið traust. Eiga þau öll miklar þakkir skildar. Ég vil einnig þakka Skúla Alexanderssyni og fjölskyldu hans fyrir einlæga vin- áttu þeirra við Gísla og bræðurna alla. Ég stend í mikilli þakkarskuld við þetta heimili ömmu minnar, Böðv- ars, Gísla og Begga bróður. Guð blessi minningu þeirra allra. Kristinn Breiðfjörð Eiríksson. Í moldinni geymast margra alda spor. Hver minnist þeirra, sem tróðu fjallastíginn? Ef greina má slóð, er gatan orðin vor en gömlu mannanna sól til viðar hnigin. Þegar ég minnist Gísla vinar míns Ketilssonar koma þessar ljóðlínur úr kvæði eftir þjóðskáld okkar, Davíð Stefánsson, mér í hug. Víst er að Gísli markaði spor í stíg þann sem þorpið okkar, Hellissandur, byggist á með heiðarleika sínum, góð- mennsku og hlýjum hug. Hann var kannski meiri örlagavaldur í þorpinu okkar en margir muna eftir. Ég man eftir Gísla Ketilssyni allt frá því er ég var lítill drengur að alast upp á Hellu. Mörg eru minn- ingarbrotin sem vert væri að koma inn á í skrifum um Gísla, en þau verða þó ekki öll rakin hér, enda af mörgu að taka. Milli Gísla og föður míns heitins var mikil og góð vinátta og ég get varla annað en minnst allra vinanna sem svo oft sátu við eldhúsborðið á Hellu, en auk Gísla og föður míns voru það þeir Sigurður Pétursson frá Staðarhóli og Jóhannes Jónsson frá Kjalvegi. Gaman og gagn hafði ég af að hlusta á þá skeggræða um hina ýmsu hluti og bar þá oftast hæst á hvern veg þeir gætu unnið byggð- arlaginu sínu best. Ég man fyrst eftir að Gísli starfaði sem verslunarmaður. Síðan gerðist hann vörubifreiðarstjóri. Í nokkur ár ráku þeir saman vörubifreiðir, hann og faðir minn. Mér er minnisstætt að ein bifreiðin sem þeir áttu var tíu hjóla hertrukkur með spili og þá var einnig hægt að setja gálga á bílinn að framan. Á sjötta áratug síðustu aldar var lagt í það þrekvirki að leggja raf- línu milli Ólafsvíkur og Grundar- fjarðar, en línuna þurfti á kafla að leggja yfir innanverðan Búlands- höfða ef ég man rétt. Gísli var þá kallaður til á trukknum með spili og gálga til að koma staurum og öðru efni á fjallið. Gísli leysti það verk með sóma eins og öll önnur verk er hann tók sér fyrir hendur. Fyrir okkur systkinin á Hellu var Gísli eins konar frændi þótt skyld- leiki væri engin. Á hverjum jólum gaf hann okkur jólagjafir og man ég eftir að hann heimsótti okkur oft á aðfangadagskvöld, en á aðfangadag var Gísli fæddur árið 1915. Ég minn- ist hans því sem góðs vinar og frænda. Eftir að Gísli hætti akstri vörubifreiða tók hann að sér umboð ESSO á Hellissandi. Fyrst framan af var aðstaða hans í frekar litlum skúr við kaupfélagið á staðnum. Þó að skúrinn væri lítill fann maður ein- hvern veginn ekki fyrir því: Hvar sem Gísli var, hvort sem rýmið var stórt eða lítið, var alltaf pláss. Enda hann þannig gerður að frá honum geislaði velvild og góður hugur, rým- ið sem dvalist var í skipti því ekki máli. Seinna var byggð ný aðstaða fyrir umboðið við Útnesveg og starf- aði Gísli þar meðan heilsa leyfði. Gísli var bókhneigður mjög og víð- lesinn. Hann átti heima stærstan hluta af ævi sinni á Þórsbergi og þar í stofunni hans var gott safn bóka. Er ég kom að Þórsbergi áður fyrr sat Gísli harla oft við lestur. Hann las mikið meðan hann gat en á seinni ár- um dapraðist honum sjón vegna gláku. Hann gat því ekki notið þeirr- ar ánægju seinni árin, því miður. Þegar ég heimsótti Gísla hvort sem var á heimili hans eða á vinnu- stað fann ég að þar var víðsýnn mað- ur, fullur fróðleiks. Þegar fyrsta bókin úr bókaflokki Steinars J. Lúðvíkssonar, Þrautgóð- ir á raunastund, kom út fékk ég hana í jólagjöf frá Gísla. Á næstu tuttugu árum hélt Gísli áfram að gefa mér bækur úr þessum flokki. Ég hugsa að Gísli hafi ekki einungis gefið mér bækurnar fróðleiksins vegna heldur einnig vegna titilsins á flokknum. Gísli var nefnilega þeim fágætu hæfileikum gæddur að hann gat sagt margt með fáum orðum. Með gerð- um sínum hafði hann áhrif til góðs. Vinum sínum var hann raungóður og ekki man ég eftir því að hafa farið bónleiður til búðar ef ég þurfti til Gísla að leita. Mér er minnisstætt er ég var beð- inn um að taka að mér starf sveit- arstjóra í hreppnum. Áður en ég gaf svar ræddi ég um það við Gísla. Hann hvatti mig til að taka starfið að mér, en sagði: „Gunni minn, vertu heilsteyptur, heiðarlegur, réttsýnn og gleymdu ekki þeim sem minna mega sín, þá mun þér farnast vel.“ Með þessum orðum var hann ekki aðeins að gefa mér góð ráð: Mér var fyrir löngu orðið ljóst þegar þetta átti sér stað að eftir þessari reglu starfaði Gísli og lifði, sama að hverju hann gekk. Haustið 1997, stuttu áður en faðir minn lést, lágu þeir á sömu stofu á Vífilsstöðum gömlu vinirnir, faðir minn og Gísli, og ég heimsótti þá nokkrum sinnum. Gísla var umhugað um hvernig ég hefði það og stundum fannst mér hann hafa meiri áhyggjur af því, en hvernig honum sjálfum leið. En þannig var Gísli og á þann hátt minnist ég þessa góða vinar míns. Umhyggja fyrir heilsu og hag vina sinna var honum oftast efst í huga. Menn gáfu því engan gaum, hver stíginn tróð. Og gleymdu þeim, sem rituðu fornar sögur. En minnstu varðar hver semur sögur og ljóð, ef sagan er góð og ljóðin hrein og fögur. (Davíð Stefánsson.) Með þessum orðum kveð ég vin minn, Gísla Ketilsson. Ekki er vafi í huga mínum um að nú, þegar ævi- kvöldi ykkar vinanna allra sem fyrr sátuð við eldhúsborðið á Hellu er lokið, hittist þið aftur. Megi góður Guð blessa minningu þína. Ættingjum þínum og vinum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Gunnar Már Kristófersson frá Hellu, Hellissandi. Nú er kvörnin nægta tæmd, nú er vörnin runnin. Nú er örn af nesi flæmd, nú er Björninn unninn. Þessa vísu er sagt að Báru-Björn hafi kveðið á dauðastundinni. Hann var frægur formaður úr Rifi og frá Keflavík undir Jökli. Hann vann m.a. það afrek að stýra áraskipinu Elliða með ellefu manna áhöfn, í sunnan af- tökum og náttmyrkri, yfir þveran Breiðafjörð, bjargaði með því skips- höfn og skipi og lenti að Haga á Barðaströnd. Í dag verður afabarn hans Báru- Bjarnar, Gísli Ketilsson frá Stakka- bergi á Hellissandi, jarðsettur á Ingjaldshóli. Gísli ásamt skyldfólki byggði sér síðar íbúðarhús sem þau nefndu Þórsberg eða Keflavíkurgötu 18. Þar átti Gísli heima svo gott sem til dauðadags. Nokkuð mörg ár héldu þeir þar saman heimili, Gísli og Böðvar bróðir hans og Björgvin systursonur þeirra. Böðvar er dáinn fyrir nokkrum árum og Björgvin dó í ársbyrjun 2000. Eftir það bjó hann einn, með góðu eftirliti frænda og vina, en nú síðustu árin með sér- stakri umhyggju frænku sinnar, Maríu Vigfúsdóttur. Hann lagði mik- ið upp úr því að fá að vera sem lengst ævinnar á heimaslóð. Sú ósk hans var uppfyllt. Gísli var sérstakur reglumaður, áreiðanlegur og traustur í viðskipt- um. Þeim verkum sem hann tók að sér skilaði hann jafnan vel unnum. Kynni mín af Gísla hófust strax og ég kom hingað til Hellissands. Björgvin systursonur Gísla og ég vorum bræðrasynir. Það mátti því segja að frændsemi tengdi okkur. Við vorum vinstrisinnar í stjórnmál- um og á ýmsan annan hátt féllu skoð- anir okkar saman. Við vorum báðir hluthafar í Jökli hf. og stóðum að rekstri þess fyrirtækis í 35 ár. Gísli unni heimahögunum. Hann minntist forfeðra sinna og gaf góða peningagjöf til Sjómannagarðsins á Hellissandi til minningar um afa sinn, Báru-Björn. Eignum sínum hafði hann ráðstafað á líkan hátt. Við Hrefna og fjölskylda okkar þökkum Gísla samfylgdina og vott- um frændum hans og vinum samúð. Skúli Alexandersson. Hinn 4. september sl. fékk ég þá frétt að hann Gísli væri látinn. Hann var einn af þeim mönnum sem ég man fyrst eftir þegar ég fluttist hingað út fyrir Jökulinn. Hann fyllti bensín á bílinn minn, olíu á olíutan- kinn fyrir kyndingu heimilisins og svo afgreiddi hann olíu á bátinn okk- ar hjónanna þegar á þurfti að halda. Öll þessi störf vann hann af einstakri hógværð og þjónustugleði. Hann fylgdist vel með því hvern einasta dag hvernig bátarnir fiskuðu og hvernig fyrirtækjunum vegnaði. Gísli var fyrst og fremst Sandari, hann unni heimabyggð sinni mjög og vildi hag sveitarfélags síns sem mestan á allan hátt. Gísli hafði góða frásagnarhæfi- leika og var mjög skemmtilegt að hlusta á hann segja frá, þó sérstak- lega frá gamalli tíð. Gísli var mjög sparsamur á allt það sem að einkalífi hans sneri, barst sannarlega ekki á að neinu leyti. Ég tel mig hafa verið mjög lán- sama að hafa kynnst Gísla. Þegar ég fór að starfa í sóknar- nefnd kirkjunnar á Ingjaldshóli varð mér fljótlega ljóst að kirkjan átti góðan stuðningsmann þar sem Gísli var. Sumarið 2002 sendi hann sókn- arnefnd orð, þar sem hann spurði hvað hann gæti gert fyrir kirkjuna okkar. Að athuguðu máli fékk hann þá tillögu að lýsa upp kirkjuna og umhverfi hennar að utan. Viðbrögð Gísla voru á þann veg að hann óskaði eftir því að keyptur yrði ljósabún- aður. Það skilyrði fylgdi með að sá búnaður yrði að vera vandaður að allri gerð. Þegar ljósin voru kveikt á aðventunni gladdist hann mjög yfir því að sjá ljósin skína skært, svo sem raun bar vitni. Í tilefni af eitt hundrað ára afmæli kirkjunnar var ákveðið að láta smíða pípuorgel. Lýsti Gísli strax áhuga á að styrkja það verkefni, sem hann hafði fyrir andlát sitt svo sannarlega gert á mjög rausnarlegan hátt. Fyrir hönd Ingjaldshólssafnaðar þakka ég allar hans góðu gjafir, góð- an hug og hans mikla kærleika. Megi góður guð varðveita Gísla og blessa minningu hans. Ég votta að- standendum hans mína dýpstu sam- úð. Þorbjörg Alexandersdóttir, formaður sóknarnefndar Ingjaldshólskirkju. GÍSLI KETILSSON Móðurbróðir minn, GÍSLI KETILSSON, Hellissandi, sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 4. september, verður jarðsung- inn frá Ingjaldshólskirkju í dag, laugardaginn 13. september kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristinn Breiðfjörð Eiríksson. Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug í veikindum og við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengda- móður og ömmu, JÓHÖNNU KRISTBJARGAR EINARSDÓTTUR, Kolbeinsgötu 5, Vopnafirði. Aðalgeir Bjarkar Jónsson, Svanborg Víglundsdóttir, Ellert Árnason, Svava Víglundsdóttir, Unnsteinn Arason, Einar Víglundsson, Jóhanna Rögnvaldsdóttir, Anna Pála Víglundsdóttir, Gunnar Róbertsson og ömmubörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, FLÓRU BALDVINSDÓTTUR, Ási í Hveragerði, áður til heimilis á Siglufirði. Valtýr Jónasson, Jónas Valtýsson, Vigdís S. Sverrisdóttir, Guðrún Valtýsdóttir, Baldvin Valtýsson, Laufey Ása Njálsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BERGSTEINN SIGURÐARSON frá Hjallanesi, Dalbraut 23, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 11. september. Útför hans verður gerð frá Grafarvogskirkju mánudaginn 22. september kl. 13.30. Unnur Malmquist, Ingibjörg Kolka Bergsteinsdóttir, Jón Bjarnason, Sigurður J. Bergsteinsson, Bryndís Kondrup, Bóas D. Bergsteinsson, Þorbjörg Gísladóttir, Úlla Knudsen, Hilmar Knudsen, Ólöf Kjaran, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.