Morgunblaðið - 13.09.2003, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 33
Á
FUNDI borg-
arstjórnar Reykjavík-
ur 4. september sl.
lagði undirritaður
fram tillögu, þar sem
lýst er andstöðu við hugmyndir um
niðurrif Austurbæjarbíós og lögð
áhersla á varðveislu þess í sam-
ræmi við menningarsögulegt gildi
hússins. Jafnframt verði Reykja-
víkurborg falið að stuðla að áfram-
haldandi starfsemi í húsinu sem
tryggi varðveislu þess.
Tæplega 60 ár eru liðin síðan
hafist var handa um byggingu
Austurbæjarbíós, þar sem saman
skyldi fara tónleikahald og rekstur
kvikmyndahúss. Byggingin var
reist af stórhug og býr yfir óvenju
góðum hljómburði. Hún varð lyfti-
stöng fyrir menningarlíf í Reykja-
vík og varðveitir merkan þátt í ís-
lenskri menningarsögu. Þessum
þætti hefur verið vel lýst í greinum
í Morgunblaðinu eftir Jón Þór-
arinsson, tónskáld, og Ómar Ragn-
arsson, fréttamann.
Austurbæjarbíó er eitt af fáum
kvikmyndahúsum, sem enn eru eft-
ir í miðborginni. Byggingin er lítið
breytt frá upprunalegri mynd og í
góðu ásigkomulagi. Hún er áber-
andi hluti fúnkísskipulags Norð-
urmýrarinnar og heildstæðrar
götumyndar Snorrabrautar á
þessu svæði.
Fyrirætlanir um niðurrif Aust-
urbæjarbíós hafa farið með hraði
og mótstöðulaust í gegnum borg-
arkerfið, þar til á fundi borgarráðs
15. júlí sl. Þar kom fram skýr vilji
borgarráðsfulltrúa R- og D-lista til
að leyfa niðurrif hússins, þannig að
reisa mætti fimm hæða fjölbýlishús
á rústum þess. Ég lét bóka and-
stöðu mína við þessar fyrirætlanir
á borgarráðsfundinum og athygli
var loks vakin á því í fjölmiðlum, að
borgaryfirvöld hygðust samþykkja
niðurrif Austurbæjarbíós og að
andstaða við þær fyrirætlanir inn-
an borgarstjórnar kæmi eingöngu
frá F-listanum. Nú fóru velunnarar
Austurbæjarbíós, ásamt fagfólki
um húsfriðun og byggingarlist að
láta frá sér heyra og í tengslum við
tillöguflutning minn í borgarstjórn
bárust ályktanir frá Bandalagi ís-
lenskra listamanna og Arkitekta-
félagi Íslands, þar sem borgaryf-
irvöld eru eindregið hvött til að
varðveita þetta merka hús. Í álykt-
un BÍL er borgarstjórn jafnframt
hvött til að hverfa frá „þeirri niður-
rifsstefnu sem helst virðist eiga þar
hljómgrunn.“
Fyrsta umfjöllun borg-
arskipulags um fyrirhugað niðurrif
Austurbæjarbíós var 19. apríl 2002.
Þar var lögð fram tillaga Nexus
arkitekta frá 2. febrúar 2002, að
íbúðarbyggingu á lóðinni nr. 37 við
Snorrabraut. Einnig var lögð fram
umsögn Árbæjarsafns og bygging-
arlistardeildar Listasafns Reykja-
víkur frá 26. mars 2002, þar sem
eindregið var lagst gegn hug-
myndum um niðurrif Austurbæj-
arbíós vegna byggingar fyrirhug-
aðs fjölbýlishúss. Málinu var
frestað og ákveðið að kynna það
þáverandi formanni skipulags-
nefndar.
Málefni Austurbæjarbíós voru
fyrst tekin fyrir hjá skipulags- og
byggingarnefnd 15. janúar á þessu
ári. Þar var m.a. lagt fram bréf
borgarstjóra fyrir hönd borg-
arráðs frá 10. desember 2002,
varðandi umsögn sviðsstjóra
skipulags- og byggingarsviðs frá
6. desember 2002, vegna umsókn-
ar um byggingarrétt á lóðinni nr.
37 við Snorrabraut. Vel að merkja
þá mælti sviðsstjórinn, Salvör
Jónsdóttir, sem er einn af hæfustu
embættismönnum borgarinnar,
gegn erindinu. Pólitíkusar R-
listans gáfu lítið fyrir þá faglegu
ráðgjöf. Til að geta sniðgegnið
ráðgjöf og fagþekkingu sviðsstjór-
ans og starfsfólks skipulagssviðs
beitti borgarráð þeirri óvenjulegu
aðferð, að fá umsögn skipulags- og
byggingarnefndar um erindið.
Málinu var þannig komið í hendur
hlýðinna fulltrúa R- og D-lista í
skipulagsnefnd. Þeir myndu lúta
vilja ráðamanna sinna um að af-
greiða umsókn byggingarverktak-
ans hratt og örugglega og láta
verndun menningarverðmæta
Austurbæjarbíós ekki tefja málið
Skipulags- og byggingarnefnd
fundaði í annað sinn um málefni
Austurbæjarbíós 26. febrúar og í
þriðja sinn 24. júní 2003 og lýsti
sig þá jákvæða
gagnvart uppbygg-
ingu á lóðinni við
Snorrabraut 37.
Þetta þýðir í raun
að gefið hafi verið
grænt ljós á nið-
urrif Austurbæj-
arbíós, aðeins fimm
mánuðum eftir að
málið var fyrst
rætt í nefndinni.
Undirritaður var
ekki viðstaddur fund skipulags- og
byggingarnefndar 24. júní sl. en
brást hart við þegar samþykkt
nefndarinnar var tekin fyrir í
borgarráði 15. júlí sl., eins og áður
er getið.
Niðurrif Austurbæjarbíós er
ótímabær ákvörðun en dæmigerð
fyrir borgarsamfélag, sem hlýtur
að teljast í fremstu röð þegar um
förgun menningarverðmæta er að
ræða og má nefna niðurrif Fjal-
arkattarins, þá elsta kvikmynda-
húss í Evrópu, sem nærtækt
dæmi. Í dag eru uppi fyrirætlanir
um að endurreisa Fjalarköttinn í
formi eftirlíkingar og ekki á upp-
runalegum stað. Slík eftirlíking er
fánýt í samanburði við það upp-
runalega, en dæmigerð fyrir þá
einnota hugsun, sem er ríkjandi
hérlendis. Eina afsökunin fyrir
niðurrifi Fjalarkattarins er sú, að
húsið var illa farið, en þau rök
gilda ekki um hið vel varðveitta
Austurbæjarbíó, sem getur orðið
sannkallað tónlistar- og menning-
arhús á ný, ef borgaryfirvöld
greiða götu þess, t.d. með því að
beina borgarstyrktri starfsemi inn
í húsið eða bæta samkeppnisstöðu
hússins frá því sem nú er.
Í áðurnefndri grein Jóns Þór-
arinssonar um Austurbæjarbíó,
telur hann áríðandi „að koma í veg
fyrir að af gáleysi og ef til vill
vegna ónógrar þekkingar á sögu
hússins verði heimilað að brjóta
það niður og jafna við jörðu.“ Þar
sem tillögu F-listans var vísað til
borgarráðs á borgarstjórnarfund-
inum 4. september sl. gefst borg-
arfulltrúum R- og D-lista tími til
að kynna sér betur rökin gegn því
að Austurbæjarbíó víki fyrir fimm
hæða fjölbýlishúsi, sem félli afar
illa að umhverfi sínu. Hvorki
menningarsaga Reykjavíkur né
skipulag Norðurmýrarinnar má
við slíku klúðri. Vonandi verða þau
rök virt.
Austurbæjar-
bíó og niður-
rifsstefnan
’ Niðurrif Austurbæjarbíós erótímabær ákvörðun en dæmi-
gerð fyrir borgarsamfélag,
sem hlýtur að teljast í
fremstu röð þegar um förgun
menningarverðmæta er að
ræða. ‘
Eftir Ólaf F. Magnússon
Höfundur er læknir og borgarfulltrúi.
fyrir stríðið gegn hryðjuverk-
orseti hefur hitt leiðtoga meira
da til að afla stuðnings við og
ja stríðið gegn hryðjuverkum.
170 lönd hafa lagt sitt af mörk-
ssarar baráttu með því að hand-
juverkamenn, frysta eignir
leggja til herlið.
ir um heim allan hafa leitt til
eða dauða 65 prósenta æðstu
l-Qaeda-samtakanna, aðgerða-
a og lykilskipuleggjenda. Að-
gn hryðjuverkum hafa klofið for-
akanna svo að geta þeirra til að
ja og gera árásir hefur minnkað.
íki í Miðausturlöndum og Norð-
hafa handtekið meðlimi al-
vrópuþjóðir hafa lagt herlið til
nnar Varanlegs frelsis, sundrað
hópum og fylgja af krafti eftir
bendingum um hryðjuverka-
Ríki í Suðaustur-Asíu hafa
leiðtoga hryðjuverkamanna.
da-samtökunum hefur ekki verið
au eru sár og við gefum ekkert
uðningi margra þjóða höfum við
ð stríð gegn hryðjuverkum í
daríkjamenn og bandamenn
ku frá völdum ríkisstjórn sem
g notaði gereyðingarvopn,
studdi hryðjuverkastarfsemi og ofsótti
þjóð sína. Hernaðarbandalag okkar tor-
tímdi ríkisstjórn Íraks en beitti öllum
ráðum til að þyrma lífi saklausra borgara.
Ægileg vopn eru ekki lengur í höndum
miskunnarlauss einræðisherra. Ríki Mið-
austurlanda þurfa ekki lengur að óttast
niðurrifsstarfsemi og árásir Saddams
Husseins. Írak fjármagnar ekki lengur
sjálfsmorðsárásir í Miðausturlöndum.
Pyntingarklefunum í Írak hefur nú verið
lokað, fangelsin fyrir börn eru nú tóm.
Nú sjáum við nýjar fjöldagöngur í stað
nýrra fjöldagrafa.
Starf okkar í Írak heldur áfram og við
höldum áfram tilraunum okkar til að al-
þjóðavæða enduruppbyggingu landsins
andspænis miklum erfiðleikum. Leifarnar
af stjórn Saddams eru hættulegar og
hryðjuverkamenn flykkjast til Íraks til að
grafa undan endurreisn landsins. Með-
limir al-Qaeda og annarra hryðjuverka-
samtaka vita að lýðræðislegt Írak í hjarta
Miðausturlanda yrði mikill ósigur fyrir
hugmyndafræði ógnarinnar.
Því miður er það svo að eftir því sem
okkur miðar áfram í Írak þeim mun ör-
væntingarfyllri verða hryðjuverkamenn-
irnir. En við munum hafa betur – í Írak
og alls staðar þar sem baráttan fer fram.
Heimurinn hefur lært nokkrar mik-
ilvægar lexíur. Powell utanríkisráðherra
orðaði það svona: „Forsetinn setti okkur
það verkefni að ná ekki aðeins morðingj-
unum frá 11. september heldur einnig að
vera í fararbroddi í alþjóðlegri herferð
gegn allri hryðjuverkastarfsemi, gegn öll-
um hryðjuverkamönnum. Hann gerði
þetta vegna þess að hann skildi að
hryðjuverk eru ekki bara vandamál
Bandaríkjanna; þau eru vandamál allra,
þau eru vandamál hins siðmenntaða
heims …“
Eins og Bush forseti sagði Bandaríkja-
mönnum fyrir næstum því tveimur árum
munum við sigrast á hryðjuverka-
starfseminni. En til að svo megi verða
þurfa Bandaríkin og frelsisunnandi ná-
grannar þeirra um allan heim að vera
sterkir.
Í ávarpi til bandaríska þingsins sagði
hann: „Frelsið og óttinn takast á. Sókn
mannlegs frelsis – hið mikla afrek okkar
tíma og hin mikla von allra tíma – er nú
undir okkur komin. Þjóð okkar – þessi
kynslóð – mun létta myrkri ógn ofbeldis-
ins af þjóðinni og framtíðinni. Við munum
fylkja heiminum að baki þessum málstað
með viðleitni okkar, með hugrekki okkar.
Við munum ekki þreytast, við munum
ekki hika og við munum ekki bregðast.“
eimur árum síðar
Höfundur er sendiherra Bandaríkjanna
á Íslandi.
r verið bullandi hagvöxtur í einu
amdráttur í öðru. Sameiginlegur
l, þar sem Evrópski seðlabankinn
urt ákveður vextina, geti aldrei
glað þessar ólíku aðstæður. Ekki
ætta á að hagsmunir stóru ESB-
muni alfarið ráða ferðinni við
arðanir. Andstæðingar evrunnar í
ggja því mikla áherslu á mikilvægi
Riksbanken, sænski seðlabankinn,
a sjálfstæði sínu.
ga geta ríki beitt öðrum hags-
kjum en vöxtum til að hafa áhrif á
ífið. Má nefna ríkisfjármál í því
Andstæðingar evrunnar óttast
uni hins vegar leiða til aukins at-
is og niðurskurðar á ríkisútgjöld-
r með velferðarkerfinu. Þá hefur
mikil áhersla á að verðlag í Sví-
hækka með upptöku evrunnar og
þar með aukast.
gsmenn evrunnar á hinn bóginn
egináherslu á þann efnahagslega
ka sem myndi nást með sameig-
gjaldmiðli. Þeir segja sjálfstæði
eðlabankans tálsýn, í raun verði
ylgja ákvörðunum ECB eftir. Þá
aldmiðill á borð við sænsku krón-
jaldaður gagnvart spákaupmönn-
ingamörkuðum líkt og til dæmis
s árið 1992. Stuðningsmenn evr-
ja að hagvöxtur muni aukast með
vrunnar og þar með atvinnutæki-
nframt sé hætta á að fyrirtæki
ta við fjárfestingar í Svíþjóð eða
fsemi sína annað ef Svíþjóð sé ekki
rusvæðinu.
Pólitísku rökin
itísku rök hafa hins vegar ekki síð-
mikilvæg. Andstæðingar evrunnar
lið snúast um „lýðræðið“, ekki
ja frekari völd til Evrópusam-
og er þar þá yfirleitt átt við um
ksbanken standi sænsku þjóðinni
ttast margir Svíar að peningaleg-
uni Evrópusambandsríkjanna sé
eitt af skrefunum í átt að pólitísk-
na ESB og myndun sambandsrík-
meiginlegri ríkisstjórn. Svo virðist
síst ungir sænskir kjósendur séu
ga slíkum hugmyndum.
gsmenn evrunnar segja á móti að
gera of mikið úr muninum á ECB
anken. Í báðum tilvikum sé um
sjálfstæða seðlabanka að ræða sem verði að
taka ákvarðanir út frá hinum efnahagslega
veruleika en ekki pólitík. Megináhersla er
lögð á þá staðreynd að Svíar séu nú þegar
hluti af Evrópusambandinu og það sé eðli-
legur hluti þess samstarfs að gerast aðili að
EMU. Þá sé hætta á því að draga muni úr
áhrifum Svía innan Evrópusambandsins
kjósi þeir að standa utan við evrusvæðið.
Slíkt myndi veikja Svíþjóð á öllum sviðum.
Pólitíkin vegur þyngra
Í fyrri hluta kosningabaráttunnar lögðu
stuðningsmenn evrunnar megináherslu á
hin efnahagslegu rök og í samræðum við
forystumenn í kosningabaráttu þeirra heyr-
ir maður þá skoðun að þeir telja sig hafa
unnið málefnaumræðuna. Þrátt fyrir að
stuðningsmenn evrunnar hafi getað gengið
að nær ótæmandi sjóðum vísum í kosninga-
baráttunni virðist sem hin efnahagslegu rök
hafi þó mjög takmörkuð áhrif á kjósendur.
Þegar tölur SIFO eru skoðaðar nánar
kemur í ljós að það eru ekki efnahagsmálin
sem ráða afstöðu manna til evrunnar heldur
fyrst og fremst pólitísk rök. Enda virðist
sem á lokaspretti kosningabaráttunnar hafi
stuðningsmenn evrunnar lagt stöðugt
aukna áherslu á hina pólitísku hlið mála.
SIFO hefur meðal annars spurt stuðn-
ingsmenn evrunnar að því hvaða rök liggi
fyrst og fremst að baki afstöðu þeirra.
Flestir nefndu samkennd með öðrum Evr-
ópusambandsríkjum eða 38%. Þá sögðu
23% að EMU-aðild væri eðlileg afleiðing
ESB-aðildar. 15% sögðu að það væri þægi-
legt að vera með sameiginlegan gjaldmiðil.
Einungis 12% sögðu það mikilvægast að
evran væri góð fyrir hagkerfið og 10% að
hún væri mikilvæg fyrir sænsk fyrirtæki.
3% nefndu að vextir myndu lækka og 1%
töldu að evran myndi lækka verðlag.
Þetta er mikill munur frá árinu 1994 en þá
voru það fyrst og fremst efnahagsleg rök
sem gerðu að verkum að Svíar samþykktu
að lokum aðild að ESB. Toivo Sjören, for-
stöðumaður SIFO, sagði í gær að hann teldi
að það sem hefði breyst væri að dregið hefði
mjög úr trúverðugleika stjórnmálamanna á
síðastliðnum áratug. Sömuleiðis hefði sú
breyting orðið að stjórnendur stórfyrir-
tækja væru ekki lengur í hópi þeirra er fólk
bæri mest traust til ólíkt því sem raunin var
árið 1994. Þetta gerði að verkum að almenn-
ingur treysti ekki fyrirheitum stjórnmála-
manna og áhrifamanna í atvinnulífinu um að
evran myndi hafa jákvæð efnahagsleg áhrif.
Ekki síður er forvitnilegt að sjá hvað ræð-
ur afstöðu andstæðinga evrunnar. Fjórð-
ungur þeirra segir að sjálfsákvörðunarrétt-
ur Svía sé það sem skipti mestu máli. 15%
segja að það „sé betra“ að styðjast áfram við
krónuna og 13% óttast hærra verðlag. Þá
nefna 5% að þeir óttist um framtíð velferð-
arkerfisins og 2% að þeir hafi á sínum tíma
verið á móti Evrópusambandinu.
Þrátt fyrir heiftina í kosningabaráttunni
er hins vegar jafnframt margt sem bendir
til að áhugi Svía á málinu sé takmarkaður.
Þannig var evran það mál sem talið er hafa
ráðið minnstu um afstöðu kjósenda í þing-
kosningum á síðasta ári.
ur
mál
Reuters
Göran Persson forsætisráðherra kýs utan kjörstaðar fyrr í vikunni.
sts@mbl.is