Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FORMLEGAR viðræður í samráðsnefnd um virkjanasamning við Kárahnjúkavirkjun hafa siglt í strand, að mati Þorbjörns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Samiðnar og eins fulltrúa í nefndinni. Hann segir verkalýðsfélögin vera að ráða ráðum sínum og í næstu viku komi í ljós til hvaða aðgerða verði gripið. Ekki sé þó inni í myndinni að efna til verkfalla þar sem virkjana- samningur sé í gildi til 1. febrúar 2004. Þorbjörn segir að fá þurfi launamál hjá Impregilo á hreint þannig að erlendir starfsmenn fái laun samkvæmt gildandi virkjanasamningi og að þeir komi ekki hingað í gegnum erlendar starfs- mannaleigur. Telur hann ítalska fyrirtækið í raun- inni engan áhuga hafa á að ráða Íslendinga til starfa, samskiptin við Impregilo til þessa sýni það. Aðeins séu nú um 100 Íslendingar starfandi á svæðinu af nærri 600 manns. Verkefnisstjóri Impregilo hafi lýst því yfir við samráðsnefndina sl. vor að ekki yrði skipt við erlendar starfsmanna- leigur en síðan hafi annað blasað við er nefndin kom úr sumarfríi. Þorbjörn vonar að launamálin fari að leysast fyrir atbeina yfirvalda og eftirlitsaðila. Þrýstingur þaðan og áhugi á málinu sé loksins að kvikna. Menn sjái það í hendi sér að staðan sé óviðunandi og tefji framkvæmdir við virkjunina. Enginn hafi áhuga á því, hvorki stjórnvöld né verkalýðshreyf- ingin. Þorbjörn bendir á að sárafáir Íslendingar hafi verið ráðnir í kjölfar atvinnuauglýsingar Impregilo fyrr í sumar. Margar umsóknir hafi borist, langan tíma hafi tekið að vinna úr þeim og margir gefist upp á þeirri bið. Einnig hafi komið í ljós að launakjörin voru ekki þau er fólk bjóst við miðað við sambærilegar framkvæmdir hér á landi. Þorbjörn segir einnig nokkur dæmi þess að Ís- lendingum hafi verið sagt upp störfum á virkj- anasvæðinu. „Lausnin á þessari deilu er ekki flókin. Hún er einfaldlega sú að Impregilo fallist á að vera ekki með fólk frá starfsmannaleigum, að allir verði í ráðningarsamningi hjá Impregilo og starfi sam- kvæmt virkjanasamningnum. Einnig viljum við að samið verði um hliðstæð laun og verið hefur við virkjanir hér undanfarin ár og að launagreiðslur fari fram á Íslandi,“ segir Þorbjörn. Unnið að samningi um afkastahvetjandi launakerfi Í grein í nýju félagsblaði Samiðnar segir Þor- björn að Impregilo hafi ekki haft fyrir því að kynna sér starfsumhverfið á Íslandi er fyrirtækið gerði tilboð í Kárahnjúkavirkjun. Breið gjá sé á milli Ítalanna og íslensks veruleika. Um þetta seg- ir Þorbjörn við Morgunblaðið: „Lögmaður Impregilo hér hefur margítrekað við okkur í samráðsnefndinni að aldrei hafi verið gert ráð fyrir því í tilboði fyrirtækisins að greiða sambærileg laun og gert hefur verið í sambæri- legum framkvæmdum hér á landi,“ segir Þor- björn. Þessu neitaði fulltrúi Impregilo, er ummælin voru borin undir hann. Fyrirtækið hafi fengið út- boðsgögn í hendur og tilboðið sé byggt á því. Þar hafi verið kveðið á um lágmarkskjör og ákvæði um að viðhafa skuli afkastahvetjandi launakerfi við meiriháttar verkþætti, eins og gert hafi verið í öðrum virkjunum. Impregilo hafi byggt á þessu í sínu tilboði og muni á næstunni semja um afkasta- hvetjandi launakerfi. Þau mál hafi í upphafi und- irbúningsframkvæmda verið ókláruð. Fulltrúi í samráðsnefnd Kárahnjúkavirkjunar telur viðræður sigldar í strand Segir Impregilo engan áhuga hafa á að ráða Íslendinga Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Verkamenn að störfum við uppsetningu vinnubúða við Kárahnjúkavirkjun. BOGI Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, segir engar áætlanir uppi um það að færa fréttatíma Sjónvarpsins. Hann muni áfram hefjast kl. 19. Þegar fréttatími Stöðvar 2 var færður frá kl. 18.30 til kl. 19 um sl. mánaðamót var m.a. haft eftir Boga í Morgunblaðinu að forsvarsmenn Ríkisútvarpsins myndu skoða þessa nýju stöðu. Nú hefur hins vegar ver- ið ákveðið að breyta ekki útsending- artíma sjónvarpsfréttanna. „Við mátum það svo þegar við færðum fréttirnar [til kl. 19 ] á sínum tíma að það væri tími sem hentaði okkur vel. Við teljum að svo sé enn.“ Hann segir þá ákvörðun stjórnenda Stöðvar 2 að færa fréttirnar til kl. 19 óskiljanlega. „Okkur finnst hún ein- kennileg í ljósi þess að þetta er okkar tími og það er ljóst að áhorf á báða fréttatímana mun minnka með þess- ari ráðstöfun.“ Það þýddi þó ekki að Ríkisútvarpið myndi láta Stöð 2 „hrekja sig“ af þeim tíma. Fréttir Sjónvarpsins áfram á sama tíma KNATTSPYRNUSAMBANDI Ís- lands bárust í gær kvartanir þess efnis að ferðaskrifstofan Ít-ferðir hefði boðið staka miða á leik Íslend- inga og Þjóðverja í Hamborg í næsta mánuði á 12 þúsund krónur, en venjulegt verð fyrir slíka miða er 4.200 kr. Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, segir það frum- skilyrði af hálfu sambandsins að ferðaþjónustuaðilar stundi ekki brask með miða á leiki landsliðsins og að þeir séu seldir á því verði sem KSÍ gefur upp. Ekki sé ætlast til þess að miðarnir séu seldir á jafn háu verði og í þessu umrædda til- viki. Byggt á misskilningi Hörður Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri Ít-ferða, segir málið byggt á misskilningi sem hann hafi þegar útskýrt í bréfi til KSÍ. Í bréf- inu segir m.a. að ferðaskrifstofan hafi upphaflega pantað 230 sæta vél á landsleikinn en í síðustu viku hafi verið ljóst að aðeins fengist 200 sæta vél. Ferðaskrifstofan hafi því setið uppi með 30 aukamiða. Starfsfólk hafi í örfáum tilfellum selt miða á leikinn án flugs og gistingar. „Eins og fram kemur í ferðaskilmálum á heimasíðu Ít-ferða [...] er innheimt þjónustugjald, 7.000 kr., þegar bók- að er flug og gisting. Það er rukkað þegar seldir eru miðar eingöngu á leiki í enska boltanum og sama gilti um þá tvo miða sem voru seldir á 12.000 kr. á Þýskaland-Ísland.“ Að sögn Harðar eru ekki lengur seldir miðar á landsleikinn á þessu verði. Miðar á landsleik í Ham- borg seldir á allt að 12 þ.kr. Frumskilyrði að ekki sé stundað brask með mið- ana, segir fram- kvæmdastjóri KSÍ Morgunblaðið/Árni Torfason Spenntir áhorfendur á leiknum gegn Þjóðverjum á dögunum. DAVID Attenborough náttúru- vísindamaður er væntanlegur hingað til lands 6. nóvember nk. í boði Eddu – útgáfu. Tilefnið er útgáfa nýj- ustu bókar Attenbor- oughs; Heimur spendýranna. Kemur hún út í íslenskri þýð- ingu undir merkjum Ið- unnar. Að sögn Sigurðar Svav- arssonar útgáfustjóra er stefnt að því að Attenborough haldi fyrirlestur í leiðinni í samstarfi við Endurmenntunarstofnun HÍ. Nánari dagsetning á fyrir- lestrinum verður kynnt síðar. Attenborough er eins og áð- ur sagði náttúruvísindamaður en einnig rihöfundur og þekkt- ur sjónvarpsmaður. Hefur hann gert fjölda náttúrulífs- mynda, sem margar hverjar hafa verið sýndar í sjónvarpi hér á landi. „Það er mikill heið- ur fyrir okkur hjá Eddu að hann skuli sjá sér fært að koma því þetta er maður sem er á ferðinni um veröldina alla daga,“ segir Sigurður. David Atten- borough til Íslands David Attenborough KSÍ hefur tekist að útvega 250 viðbótarmiða á landsleik Ís- lendinga og Þjóðverja í Ham- borg 11. október nk. Knatt- spyrnusambandinu hefur því alls tekist að útvega tæplega 2.100 miða á leikinn í gegnum þýska knattspyrnusambandið. Að sögn Geirs Þorsteinsson- ar, framkvæmdastjóra KSÍ, verður miðunum ráðstafað á mánudag en þar fyrir utan liggja fyrir óskir frá ýmsum að- ilum um 500 miða til viðbótar. Geir segir ólíklegt að takist að útvega fleiri miða en menn hald þó í vonina. Miðarnir sem KSÍ hefur út- vegað kosta 35 og 45 evrur og eru seldir á 3.400 og 4.200 kr. stykkið. KSÍ útvegar 250 miða til viðbótar OPIN heimild hefur verið á fjárlög- um þessa árs fyrir framlagi ríkisins til undirbúnings tónlistar- og ráð- stefnuhúss við Reykjavíkurhöfn. Borgarráð samþykkti í vikunni láns- heimild upp á 150 milljónir króna til að fjármagna hlut Reykjavíkur. Guðmundur Árnason, ráðuneytis- stjóri í menntamálaráðuneytinu, segir að borgin hafi ekki haft þessa heimild líkt og ríkið. Ríkið hafi ekki þurft að afla sérstakra heimilda til þessa verkefnis. Fastlega megi gera ráð fyrir því að þessi heimild ríkisins verði nýtt til að lána undirbúnings- félagi tónlistarhússins fé. Æskilegt sé að ríkið veiti félaginu samskonar fyrirgreiðslu og borgin. Heimild á fjárlögum fyrir framlagi ríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.