Morgunblaðið - 13.09.2003, Page 24

Morgunblaðið - 13.09.2003, Page 24
LANDIÐ 24 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í STYKKISHÓLMI var nýlega hald- in ráðstefna um Eyrbyggja-sögu. Stofnun Sigurðar Nordals stóð fyr- ir þessari ráðstefnu. Mjög góð að- sókn var og voru þátttakendur um 90 manns. Á laugardeginum héldu heima- menn erindi sem fjallaði um ým- islegt efni sem talið er að tengist Eyrbyggja-sögu í nágrenni Stykk- ishólms. Ráðstefnugestir fóru síðan á söguslóðir í Helgafellssveit og tók sú ferð 4 klukkustundir. Á sunnudeginum voru flutt 7 er- indi fræðimanna um Eyrbyggju. Viðfangsefni fyrirlesara voru fjöl- breytt og víða komið við. Elín Bára Magnúsdóttir fjallaði m.a. um valdaferil Snorra goða á Helgafelli. Eyrbyggja er átakasaga, þar sem Snorri átti í höggi við andstæðinga sína um völd. Snorri fór óhefð- bundnar leiðir í sinni valdabaráttu. Hann var ekki hetja, hann tók ekki þátt í bardögum og hann vildi ekki deyja með sæmd. Það er ólíkt því sem sagt er frá í öðrum Íslend- ingasögum frá þessum tíma þar sem hetjumennskan réð ríkjum. Andstæðingar Snorra voru meiri kappar og hetjur. Viðhorf Snorra stuðlaði að vexti og viðgangi sam- félagsins. Í erindi Ármanns Jakobssonar sem hann nefndi „Vofa ellinnar: Af hverju er Þórólfur bægifótur svona vondur?“ dró hann mynd af gam- almennum í Íslendingasögum og ræddi hugmyndir manna um ellina. Þórólfur bægifótur hefur verið mesti eiginhagsmunamaður sem fram kemur í Íslendingasögum. Hann hataðist við allt í kringum sig. Gamlir menn voru draugar áður en þeir dóu, því þeir gátu ekki skapað heldur tortímt. Úlfar Bragason, forstöðumaður stofnunar Sigurðar Nordals, var ráðstefnustjóri. Að hans mati tókst samkoman í Stykkishólmi mjög vel. Fyrirlestrarnir voru góðir og mörgum spurningum velt upp án þess að svör fengjust við þeim eins og við mátti búast. Þetta var gott sagnaþing í héraði. Um 90 manns sóttu Eyrbyggjuráðstefnu í Stykkishólmi Snorri goði fór óhefðbundn- ar leiðir í valdabaráttu Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Helgi Skúli Kjartansson flutti erindi um „Langsótt tengsl Eyrbyggju út og suður“ á ráðstefnunni. Jónas Krist- jánsson handritafræðingur lét sig ekki vanta á ráðstefnuna og fylgdist með af áhuga úr sæti sínu í fremstu röð. Stykkishólmur SÉRA Ragnheiður Karitas Péturs- dóttir var sett í embætti sóknar- prests Ingjaldshólsprestakalls á Snæfellsnesi við guðsþjónustu í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 31. ágúst. Séra Ingibergur J. Hannes- son prófastur þjónaði fyrir altari og annaðist innsetningu séra Ragnheið- ar í prestsembættið. Síðan flutti nýi presturinn stólræðuna. Þetta var há- tíðleg stund og fjöldi fólks viðstadd- ur. Að lokinni athöfninni bauð sókn- arnefndin upp á kirkjukaffi í safnaðarheimili kirkjunnar. Í byrjun október nk. á Ingjalds- hólskirkja eitt hundrað ára bygging- arafmæli og verður haldið upp á þau tímamót með hátíðarguðsþjónustu í kirkjunni og samkomu í Félagsheim- ilinu Röst á Hellissandi sunnudaginn 5. október. Ingjaldshólsprestakall nær yfir byggðirnar á Hellissandi og Rifi. Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Ingibergur J. Hannesson og Ragnheiður Karitas Pétursdóttir. Nýr prest- ur á Hell- issandi Hellissandur ÞRIÐJA úthlutun úr Blika- staðasjóði fór fram á Hvann- eyri miðvikudaginn 3. septem- ber sl. Sveinn Ragnarsson, sem er í meistaranámi í fóð- urfræði hrossa við sænska landbúnaðarháskólann, hlaut að þessu sinni styrk úr sjóðn- um, samtals að upphæð kr. 350.000. Sú rannsókn Sveins sem liggur til grundvallar námsins fer fram við Hólaskóla og fjallar um mat á meltanleika gróffóðurs í íslenskum hross- um og nálgun á viðhaldsþörf- um þeirra. Rannsóknin er unn- in í nánu samstarfi sænska landbúnaðarháskólans, Hóla- skóla og Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins. Sveinn Ragnarsson útskrif- aðist frá Landbúnaðarháskól- anum á Hvanneyri árið 2001 og kenndi síðan hrossarækt þar og við hrossabraut Hólaskóla fram að meistaranámi sínu. Blikastaðasjóður Blikastaðasjóðurinn var stofnaður árið 1999 af Sigsteini Pálssyni, fyrrverandi bónda á Blikastöðum og fjölskyldu hans, til minningar um Helgu Jónínu Magnúsdóttur, fyrrver- andi húsfrú á Blikastöðum og hjónin Þ. Magnús Þorláksson og Kristínu Jónatansdóttur, fyrrum ábúendur á Blikastöð- um. Heimili sjóðsins er á Hvanneyri og er rektor Land- búnaðarháskólans formaður stjórnar. Hlutverk sjóðsins er að styrkja nemendur sem lokið hafa háskólanámi frá Land- búnaðarháskólanum á Hvann- eyri til framhaldsnáms erlend- is eða til rannsókna í landbúnaðarvísindum eftir því sem stjórn sjóðsins ákveður. Einnig er heimilt að verðlauna nemendur Landbúnaðarhá- skólans fyrir framúrskarandi árangur á burtfararprófi. Landbúnaðarhá- skólinn á Hvanneyri Morgunblaðið/Davíð Pétursson Sveinn Ragnarsson og Sig- steinn Pálsson, einn af stofn- endum Blikastaðasjóðsins. Úthlutað úr Blika- staða- sjóði Skorradalur ÞESSA dagana eru það ekki bara börnin á Drangsnesi sem setjast á skólabekk. Þar er nú haldið vélgæsl- unámskeið á vegum fræðslumið- stöðvar Vestfjarða. Námskeiðið gef- ur réttindi fyrir rúmlega 500 hestafla vélar eða á báta undir 20 tonnum. Kennari á námskeiðinu er Guðmundur Einarsson frá Ísafirði. Kennt er í samkomuhúsinu Baldri. Nemendur eru á öllum aldri og koma víða að af landinu en flestir eru þó frá Drangsnesi. Ein kona er á námskeiðinu og lætur vel af sér inn- an um alla þessa karla. Ánægja er með námskeiðið og ekki slegið slöku við lærdóminn enda mikið efni sem þarf að fara yfir á stuttum tíma. Nemendur víða að á vélgæslunámskeiði Drangsnes Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu Upplýsingar gefur Ólöf Engilbertsdóttir í síma 569 1376. ⓦ á Grenivík BRÆÐURNIR Einar, Reynir og Þröstur Jónssynir, garðyrkjubænd- ur frá Reykjabakka hér í sveit, hafa nýlega keypt vél til upptöku á káli. Vélin er dönsk og er um mikla nýj- ung að ræða, aðeins munu 15 slíkar vélar hafa verið framleiddar ennþá. Það er fyritækið Asa-Lif sem smíðaði vélina en unnið hefur verið að þróun vélar hjá fyrirtækinu til að taka upp hvítkál og rauðkál síð- astliðin þrjú ár. Reynir telur vélina mikla tæknibyltingu á þessu sviði og má líkja henni við þegar upp- tökuvélar fyrir kartöflur og gul- rætur komu á markaðinn. „Vélin léttir mikið vinnu við upp- tökuna og sparar vinnuafl,“ segir Reynir. „Með vélinni er hægt að taka upp álíka magn af káli á 2–3 klst. og 6 manns mundu taka upp á einum degi. Hún vinnur vel í sléttu landi og sker snyrtilega. Uppskeruvélin kostaði tæpar fjórar milljónir. Fleiri aðilar eru að þróa vélar til kálupptöku þótt meg- infjöldi erlendra garðyrkjubænda búi við það að fá ódýrt vinnuafl til þessara starfa,“ segir Reynir. Þeir bræður rækta hvítkál og rauðkál á um 7 hektörum lands auk þess sem þeir rækta m.a. allmikið af spergilkáli, gulrófum og gulrót- um. Reynir segir að markaður fyrir innlent grænmeti sé að aukast þó að salan mætti gjarnan vera meiri. Verð til bænda sé of lágt. Kostn- aður við umbúðir og flutning sé mikill og annar milliliðakostnaður sé einnig mikill. Hann segir að neytendur velji fremur íslenskt grænmeti en innflutt enda ferskara og engin eiturefni séu notuð hér. Í Hrunamannahreppi er útirækt- að grænmeti ræktað á um 100 hekt- urum lands. Ný tækni við skurð á káli Hrunamannahreppur Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Bræðurnir Einar, Þröstur og Reynir Jónssynir taka upp rauðkál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.