Morgunblaðið - 13.09.2003, Page 26
MENNTUN
26 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ALLT bendir til þess aðkvenlegir stjórnunar-hættir henti vel viðstjórnun menntastofnana
hér á landi, þar sem mannleg sam-
skipti, samvinna og virðing fyrir öll-
um meðlimum stofnunarinnar eru í
hávegum höfð.
Anna Guðrún Edvardsdóttir,
skólastjóri Grunnskóla Bolungavík-
ur, rannsakaði í meistaraprófsverk-
efni sínu hvort kyn hefði áhrif á
gildismat íslenskra skólastjóra. Rit-
gerðin var til M.Ed.-gráðu í uppeld-
is- og menntunarfræðum með
áherslu á stjórnsýslu við Kenn-
araháskóla Íslands. Spurningarnar
sem Anna Guðrún vildi svara voru:
1. Hver eru þau gildi sem liggja til
grundvallar stjórnunarlegri hegðun
íslenskra skólastjórnenda? 2. Er
gildismatið ólíkt eftir kynferði? Ef
svo er, í hverju er munurinn fólg-
inn?
Kvenlæg gildi
verða ofan á
„Til að svara þessum spurningum
skoðaði ég tengsl gilda og kynferðis
við ákveðna þætti í starfi skóla-
stjóra,“ segir Anna og þeir hafi ver-
ið ákvarðanataka, valddreifing,
starfsmannastjórnun, leiðtogahlut-
verk skólastjóra, mótun framtíðar-
sýnar og völd.
Niðurstaðan kom Önnu Guðrúnu
á óvart, hún hafði búist við að gild-
ismat færi eftir kynferði, en svo var
ekki.
Samkvæmt skilgreiningum eru
karllæg gildi í stjórnum eftirfar-
andi: Völd, keppni, skilvirkni, ár-
angur, regluveldi, íhaldssemi, stöðl-
un, samkeppni, mat, agi, hlutlægni
og formfesta.
Kvenlæg gildi eru aftur á móti:
Samskipti, tengsl, samvinna, skiln-
ingur, umhyggja, sköpun, innsæi,
næmi á einstaklingsmun, lítil sam-
keppni, þolinmæði, huglægni og
óformleiki.
Karlar geta aftur á móti unnið
eftir kvenlægum gildum og konur
eftir karllægum, þannig að þessi
gildi eru óháð einstaklingum.
Ástæðan er að hugtakið kynferði
(gender) er ekki líffræðilegt heldur
samfélags- og menningarlegt hug-
tak um ólík viðhorf og ólíka hegðun
karla og kvenna.
Hugtakið gildi og gildismat (valu-
es) vísar til þeirra þátta sem ein-
staklingar telja þýðingarmikla og
sem þeir beita. Gildi hafa áhrif á
hvaða aðferð, leiðir og markmið fólk
velur sér í lífi og starfi.
Niðurstaða Önnu Guðrúnar var
að stjórnunarleg hegðun bæði karla
og kvenna mótist af kvenlægum
gildum. „Karlar virðast jafnvel sýna
meiri „kvenlega stjórnunarlega
hegðun en konur“, segir Anna og að
konur hafi talið sig vera formlegri,
árangursmiðaðri og rökvísari en
karlarnir.
Valddreifing og umhyggja
Þrátt fyrir þetta er ljóst, að mati
Önnu Guðrúnar, að stjórnunarnám
og stjórnunarfræði hvíli aðallega á
upplýsingum um karlstjórnendur.
„Umfjöllun um reynslu kvenna,
gildismat og aðra þætti sem tengist
því að vera kvenstjórnandi vantar
inn í fræðin,“ segir hún, „eigi
stjórnunarnám að miðast við veru-
leikann á vettvangi þarf að tryggja
að áherslur, skipulag og inntak
henti báðum kynjum, konum og
körlum í stétt skólastjóra,“ segir
hún.
Anna vonast til að rannsóknin
geti skapað umræðu meðal skóla-
manna um stjórnun og stjórnunar-
nám. Ástæðan er fyrir hendi, því að
á sumum sviðum sýna íslenskir
karlskólastjórar meira af kvenlegri
stjórnunarhegðun en konurnar, t.d.
í sambandi við valddreifinguna og
umhyggjusemina sem áður hafa
verið taldir hornsteinar kvenlegrar
stjórnunarlegrar hegðunar.
Anna gerði viðamikla rannsókn
til að kanna þessi atriði. Hún tók
bæði viðtöl við skólastjórnendur og
sendi út spurningalista til allra
skólastjóra á landinu. Svarhlutfallið
var 73% sem þýðir að niðurstöðurn-
ar eru marktækar. Hún skoðaði
samband kynferðis við nokkra
þætti í starfi skólastjóra m.t.t. mun-
ar eftir kven- eða karlstjórnendum.
Íslenskir karlar mýkri …
Hún bar einnig saman gögn sín
um íslenska skólastjóra við erlend-
ar rannsóknir á sama sviði. Þar
kemur greinilega í ljós að íslenskir
karlmenn eru „mýkri“ en erlendir
kynbræður þeirra í hinum vestræna
heimi. Anna telur jafnframt líklegt
að jafnréttisbaráttan hafi haft þau
áhrif að konur standa meira jafn-
fætis körlum hér en erlendar kyn-
systur þeirra.
Hin karllægu gildi í íslenskum
skólum hafa vikið eða eru á hröðu
undanhaldi. Það er ekki undarlegt
því t.d. árið 2001 voru kennarar við
grunnskólann um 80% konur en
u.þ.b. 20% karlar. Fyrir 30-40 árum
störfuðu aftur á móti mun fleiri
karlar í skólum en konur og þá ríkti
þar karlamenning sem konur urðu
að ganga inn í.
Anna segir að menning skólanna
hafi smám saman breyst og með til-
komu kvennanna hafi hin karllægu
gildi vikið fyrir þeim kvenlægu.
Karlar hafa beinlínis tekið upp hin
kvenlægu gildi í skólum við stjórn-
un, enda hefur komið í ljós að kven-
læg gildi henta ákaflega vel í því
umhverfi sem skólarnir starfa.
„Aðeins eitt karlavígi er eftir í
grunnskólunum. Enn eru fleiri karl-
ar skólastjórar,“ skrifar Anna í rit-
gerðinni en sýnir fram á að það eigi
eftir að breytast á næstu árum.
Konur viðhalda nokkrum
karllægum gildum
Anna segir reyndar nokkur karl-
læg gildi enn við lýði í skólunum en
það merkilega er að það eru konur
sem viðhalda þeim, hver sem ástæð-
an fyrir því er. Svo virðist sem
kvenleg gildi séu vænlegri til vinn-
ings í menntakerfinu og í nokkrum
nýjum erlendum fræðibókum um
þessi mál eru þau hátt metin. Sér-
staklega þegar skóli er skilgreindur
sem þjónustustofnun. Konur hafa
um aldir unnið umönnunar- og þjón-
ustustörf og hafa klárt forskot á
karla í þeim efnum. Núna er bein-
línis mælt með því að stjórnendur í
menntastofnunum tileinki sér kven-
leg stjórnunargildi.
Anna telur þó að framtíðarstjórn-
andinn búi bæði yfir kvenlegum og
karllegum gildum. Sá stjórnandi sé
góður og skilvirkur stjórnandi.
Stjórnandinn sem hefur liðið
undir lok í skólum er hin staðlaða
ímynd karlsins um að sýna styrk,
vera staðfastur og ákveðinn leiðtogi
sem er upptekinn af verkefnum
frekar en tengslum við fólk. Stjórn-
andinn sem kenndur var á nám-
skeiðum, áður en hin kvenlægu gildi
urðu meira áberandi, átti að hafa
eftirfarandi til bruns að bera: Sam-
keppnisvilja, reglufestu, sigurvilja,
rökvísi, sjálfsstjórn og greinandi
huga.
Stjórnandi í menntastofnun þarf
á öðrum eiginleikum að halda. Anna
segir kvenlæga stjórnendur stjórna
með því að auka félagslegt réttlæti
og jafnrétti bæði fyrir starfsmenn
og nemendur. Þeir dreifi valdi og
vinni að því að skólasamfélagið ein-
kennist af umhyggju. Slíkur stjórn-
andi þarf að vera samvinnufús og
kjósa teymisvinnu, vera gæddur
innsæi, sýna tilfinningar og samúð.
Gildismat og kynferði
Meistaraverkefni Önnu Guðrún-
ar inniheldur fjölmargar upplýsing-
ar sem íslenskt skólafólk hefur
gagn af – og ýmiskonar samanburð
við útlönd. Niðurstöður erlendra
rannsókna sýna t.d. að konur virð-
ast fara í kennslu til að kenna en
karlar til að verða skólastjórar.
Fæstir íslenskra skólastjóra, hvorki
kvenna né karla, hafa ákveðið í
námi sínu að verða skólastjórar. Að-
eins um 10% kvenstjórnenda og
25% karlstjórnenda höfðu ákveðið
að verða skólastjórar í kennara-
náminu.
Anna Guðrún vonar að ritgerðin
geti skapað umræðu, m.a. um hvort
stjórnandi konur séu smátt og
smátt að breyta gildum stofnana og
samfélagsins? Hvort áherslur
breytist í viðkomandi stofnunum og
hvort karlar muni aðlaga sig að því.
„Þetta er að gerast í menntastofn-
unum, að öllum líkindum í heil-
brigðisgeiranum líka,“ segir hún,
„þannig að breytingarnar taka tíma
en ég er viss um að þær gerast“.
Svarið við meginspurningunni
sem Anna setti fram: „Er gildismat
íslenskra skólastjóra ólíkt eftir kyn-
ferði?“ er tvímælalaust nei. „Sam-
kvæmt niðurstöðum rannsóknar-
innar er gildismatið ekki ólíkt eftir
kynferði,“ segir hún, „kvenleg gildi
virðast vera meira ríkjandi í stjórn-
unarstíl íslenskra skólastjóra, bæði
karla og kvenna.“ Sú niðurstaða
kom henni á óvart vegna þess að
niðurstöður erlendra rannsókna
sýna að gildismatið er ólíkt.
Stjórnunarstíll ræðst ekki af líf-
fræðilegu kyni, fremur af fé-
lagslegu og menningarlegur kyn-
ferði eða gervi.
Skólastjórar/ Umhyggjusemi, samvinna, valddreifing, virk hlustun, einstaklingurinn í
öndvegi, sanngirni, óformleg hegðun, samskipti og fagmennska er stíll íslenskra skóla-
stjóra. Gunnar Hersveinn las meistaraprófsritgerð um hvort kyn skipti máli við stjórnun
skóla. Niðurstöðurnar voru ekki fyrirsjáanlegar. Gildismat er ekki háð líffræðilegu kyni.
Karlar nota
stjórnunar-
stíl kvenna
Íslenskir karlstjórnendur beita
kvenlægum aðferðum
Konur geta jafnvel verið karllægari
í stjórnun en karlar
guhe@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
„Kvenleg gildi virðast vera meira ríkjandi í stjórnunarstíl íslenskra skóla-
stjóra, bæði karla og kvenna,“ segir Anna Guðrún Edvardsdóttir.
’ Ég er að reynaað dreifa valdinu. ‘
’ Ég tel að skólinnsé fyrir nemendur,
til að þjóna fjöl-
skyldum. ‘
’ Já, ég hef trú ámiklu samstarfi.
Ég vil að fólk vinni
saman. ‘
’ Dyrnar eru alltafopnar … þetta er
eins og járnbraut-
arstöð. ‘
’ Það verður aðvera ákveðinn agi,
en ég vil ekki þenn-
an harða aga. ‘
Skólastjórar í könnuninni
„ER gildismat íslenskra skóla-
stjóra ólíkt eftir kynferði?“
Það nefnist meistararitgerð
Önnu Guðrúnar Edvards-
dóttur. Hér eru nokkrar nið-
urstöður hennar orðaðar.
Konur telja sig vera rökvís-
ari en karla og þeir telja frekar
en konur að tilfinningar ráði
stjórnunarlegri hegðun sinni.
Bæði kynin telja sig vera
sanngjarna stjórnendur.
Agi skiptir bæði kynin miklu
máli.
Konur telja ekki að allar
námsgreinar séu jafnmik-
ilvægar.
Fleiri konur líta það sem
skyldu skólanna að ná mæl-
anlegum árangri og þær eru
árangursmiðaðri en karlarnir.
Einstaklingurinn skiptir
kvenskólastjóra meira máli en
karlana.
Bæði kynin hlusta á kennara
sína.
Karlar virðast taka frekar
tillit til persónulegra aðstæðna
kennara sinna heldur en kon-
ur.
Bæði kynin telja sig vera
umhyggjusama gagnvart nem-
endum og kennurum.
Íslenskir skólastjórar dreifa
valdi og ábyrgð. Þó er nokkuð
stór hópur kvenna sem ekki
gerir það.
Íslenskir
skólastjórar
„VALD er eitt af grundvall-
arhugtökum kvenfrelsisstefn-
unnar og femínistar hafa mik-
ið skrifað um og rannsakað
hugtakið, eðli þess, hver hafi
vald og hvort það sé til kven-
fræðilegt form af valdi. Femín-
istar hafa skilgreint vald sem
kynpólitískt og segja að karlar
hafi valdið. Vald kvenna hafi
aðeins þrifist í skjóli yfirráða
karla. (Humm. 1995)
Owens skilgreinir vald sem
kúgun á þeim sem lægra eru
settir og gerir ekki grein-
armun á því hvort um karla
eða konur sé að ræða (Owen.
1998).
Einnig er hægt að skilgreina
vald sem hæfileikann til að fá
aðra til að gera það sem maður
vill að gert sé. Valdið getur
birst í ýmsum myndum eftir
markmiðum sem stefnt skal
að:
a. Verðlaunað vald (reward
power). Þá getur stjórnandi
haft áhrif á hegðun undir-
manna sinna með því að verð-
launa þá fyrir æskilega hegð-
un.
b. Þvingað vald (coercive po-
wer). Stjórnandi getur haft
áhrif á hegðun undirmanna
sinna með því að refsa fyrir
óæskilega hegðun.
c. Sérfræðivald (expert pow-
er). Stjórnandi getur haft áhrif
á hegðun undirmanna sinna
vegna eigin yfirburða á þekk-
ingu og færni.
d. Lögmætt vald (legitimate
power). Stjórnandi getur haft
áhrif á hegðun undirmanna
sinna vegna stöðu sinnar í
stofnuninni.
e. Skírskotunarvald (referent
power). Stjórnandi getur haft
áhrif á hegðun undirmanna
sinna vegna eigin persónu-
leika og aðdáunar starfs-
manna á honum. (Hoy og Misk-
el. 1996).
Verðlaunað vald. Þvingun
og lögmætt vald eru tengd við
stjórnunarstöðuna sjálfa en
skírskotunarvald og sér-
fræðivald eru tengd persónu-
leika stjórnandans, stjórn-
unarlegri hegðun hans,
þekkingu og hæfni.“
Anna Guðrún Edvardsdóttir,
bls. 39-40.
Vald