Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKILL kraftur hefur undanfarið verið í forsvarsmönnum smábáta, ekki síst á vestfjörðum, varðandi efndir stjórnarflokk- anna á kosningalof- orðum þar sem enn og aftur er höggvið í sama knérunn og hygla skal smábáta- sjómönnum á kostn- að annarra sjó- manna. Kröfur smábátamann ganga út á að veiði þeir 1000 kg. af þorski skuli aðeins 800 kg færð til kvóta. Veiði þeir 1000 kg af öðrum fiskteg- undum s.s. steinbít ýsu skuli einungis 500 kg vega sem kvóti. Hitt sé bónus ( ívilnun). Með þessu telja þessir ágætu menn að stigið sé stórt skref í átt til réttlætis og framfara fyrir land og líð. Örn Pálsson Framkvæmdastjóri Landsambands smábátaeigenda fullyrðir í grein í fiskifréttum að þeir sem mótmæli umræddri ívilnun séu að tönglast á gamalli tuggu sem skrumskæli sannleikann því ekki standi til að taka neitt frá öðrum. Þetta verði aldrei annað en einhver tittlingaskítur sem rúmist vel innan þess sem hann skýrir óvissu í kerf- inu. Óvissubankinn Sannleikurinn er náttúrlega sá að Örn og hans félagar hafa undanfarin ár verið óhemju duglegir að róa á fengsælustu mið íslandssögunnar í seinni tíð sem felast í þeirri stað- reynd að engan veginn er hægt að sjá fyrir hver afli smábátanna verð- ur. Kerfið sem þeir vinna eftir leiðir hreinlega af sér óvissu um heildar afla uppá þúsundir tonna. Á Óvissu- bankann hafa forsvarsmenn smá- bátaeigenda róið stíft undanfarin ár og hefur með stöðugri sókn tekist að margfalda sinn hlut á kostnað ann- arra sjómanna. Á sama tíma hafa eigendur smábáta komist upp með að hafa menn í vinnu sem er þrælað út án þess að neinir kjarasamningar nái yfir þeirra starfssvið. Segja má því með sanni að þessi hópur manna sé verr settur en blaðburðarbörn hvað varðar ýmis réttindi sem talin eru sjálfsögð nú á tímum, enda eru ófáar lýsingar á því hvernig svínað er á mönnum sem vinna hjá eig- endum smábáta. Allir sem þekkja stjórnkerfi fisk- veiða vita að stjórnvöld úthluta ákveðnu heildaraflamagni í hverri fisktegund. Því fyrirkomulagi við stjórnun fiskveiða, sem unnið hefur verið eftir undanfarin ár er best lýst með því að segja að allt hafi verið niðurnjörva í kerfinu nema smá- batageirinn, sem hefur spilað sóló árum saman. Í grein sinni telur Örn upp í nokkrum liðum þann ávinning sem felst í því að koma á línuívilnun. 1. Aukið magn af ferskum fiski kemur að landi. Jákvætt. 2. Útflutningsverðmæti sjáv- arfangs eykst. Jákvætt 3. Atvinna í landi eykst. Jákvætt. Skoðum aðeins þessar fullyrð- ingar. Engin þeirra stenst nánari skoðun. Hafsvæðið umhverfis Ísland er með erfiðari veiðisvæðum í ver- öldinni í veðurfarslegu tilliti og því alls óvíst hvort og hvenær gefur á sjó fyrir smábáta. Þegar gefur þá er innbyggður hvati í kerfinu sem hef- ur í för með sér að smábátasjómenn spá meira um magn en gæði. Meg- inforsendan fyrir arðbærum rekstri fiskvinnslu er óumdeilanlega stöð- ugt aðstreymi hráefnis allt árið um kring. Þessari höfuðforsendu verður aldrei hægt að ná með smábátaút- gerð á Íslandsmiðum. Það er stað- reynd sem útilokað er að horfa fram hjá. Tökum vestfirði sem dæmi. Ís- fisktogarinn Páll Pálson hefur um árabil séð fiskvinnslunni í Hnífsdal fyrir hráefni með þeim hætti að vart hefur fallið niður einn einasti vinnu- dagur í há herrans tíð. Á síðasta ári veiddi hann t.d. 827 tonn af steinbít. Á steinbítsvertíðinni voru gæftir stirðar sem leiddi til þess að smábát- ar gátu lítt athafnað sig og veiddu þar af leiðandi sáralítið. Gefum okk- ur nú að á næstu vertíð verði tíðin góð, smábátar mokfiski og að stjórn- völd hafi lögfest 50 % ívilnun á sladdann. Getur verið heil brú í þeim óígrunduðu kosningaloforðum sem hafa þær afleiðingar í för með sér að áhöfninni á Páli Pálssyni sé bannað með lögum að uppfylla það hlutverk sem hún hefur innt af hendi með sóma árum saman og skerða þar með stórlega tekju og afkomumögu- leika þeirra. Ætli stjórnvöld sér að byggja á þeim grunni að ekki verði veitt umfram ákveði magn í hverri fisktegund, þá standast hreinlega ekki hugmyndir manna um línutvö- földum með þeim óútfyllta víxli og ginnungagapi sem þetta fyrirbæri skilur eftir hvað varðar heildarafla. Kröfur um enn eina silkihanska sér- meðferð smábátaeigenda sem leiða af sér beina kjaraskerðingu á aðra fiskimenn eru óverjandi og eru eng- an veginn í takt við tímann. Ekki er ólíklegt um að Guðmundur Hall- dórsson og fleiri forsvarsmenn smá- bátamanna sem sumir hverjir hafa selt frá sér kvótann oftar en einu sinni skilgreini undirritaðan sem skósvein LÍÚ. Um það verður hver og einn dæma fyrir sig en svo und- arlega sem það kann að hljóma í sumra eyrum, þá vill svo til að hags- munir LÍÚ og sjómanna, annarra en smábátasjómanna fara algjörlega saman í þessu máli en það er því miður allt of sjaldgæft í seinni tíð. Kröfur byggðar á rökleysu Eftir Árna Bjarnason Höfundur er forseti FFSÍ. UM HELGINA leggja ungir sjálfstæðismenn hvaðanæva af landinu leið sína til Borgarness, þar sem 37. landsþing Sambands ungra sjálfstæð- ismanna fer fram. Á þinginu verður málefnastefna SUS sett og formaður og stjórn kosin til næstu tveggja ára. Síðast en ekki síst treysta ungir sjálfstæðismenn vináttuböndin á SUS-þingum og efla liðsheildina. Rekja má upphaf margra framfaramála í íslenskum stjórn- málum til hugmyndavinnu ungra sjálfstæðismanna. Gaman er að grúska í gömlum ályktunum og lesa um baráttumál sem þá þóttu afar róttæk, en þykja nú sjálfsögð langt út fyrir raðir Sjálfstæðisflokksins. Og við, ungir sjálfstæðismenn, eigum að halda áfram og horfa til framtíðar. Á SUS-þinginu sem hefst í dag koma saman sjálfstæðismenn á aldrinum 15–35 ára, úr öllum landshlutum. Styrkur SUS felst ekki síst í þessari miklu breidd. Nýtum hana til þess að finna nýjar lausnir reistar á grundvallarstoðum hugmyndafræði okkar um frelsið sem reynst hefur Íslendingum sem öðrum svo vel. SUS á að halda hugsjóninni um frelsi einstaklingsins og takmörkun rík- isvaldsins hátt á loft. Hlutverk sambandsins er ekki síst að veita núverandi valdhöfum aðhald, hvetja þá og styðja í sínum góðu verkum en gagnrýna með málefnalegum og skýrum hætti þegar þess er þörf. Til þess að Samband ungra sjálfstæðismanna geti sinnt þessum mikilvægu verkefnum og verið uppspretta nýrra hugmynda verða sjónarmið allra ald- urshópa að heyrast, landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Á þinginu í Borgarnesi mun ég sækjast eftir stuðningi ungra sjálfstæð- ismanna til þess að sinna formennsku í sambandinu næstu tvö ár. Þótt hvorki verði kosið til Alþingis né sveitarstjórna á þessu tímabili er kosningabar- áttan í fullum gangi. Kosningar vinnast ekki á síðustu vikum fyrir kjördag. Við sjálfstæðismenn þurfum að nýta tímann vel. Ég er reiðubúinn að leggja mig allan fram. Ég óska ungum sjálfstæðismönnum, ekki síst gestgjöfum okkar í Borg- arnesi sem lagt hafa sig fram við að gera þingið hið veglegasta, innilega til hamingju með daginn. Látum hugsjónaeldinn aldrei slokkna Eftir Hafstein Þór Hauksson Höfundur er 1. varaformaður SUS og frambjóðandi til formannsembættis. HALLDÓR Ásgrímsson, forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins, núverandi utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, flytur okkur Þingeyingum fagnaðarboðskap og framtíðarðarsýn flokks síns í Morgunblaðinu 5. september sl.: „Uppbygging í Norðvesturkjördæmi komi næst“ Við það að sjá loksins enga vaxtarmöguleika í sauð- fjárrækt, þrjátíu árum á eftir flestum öðrum, kemst for- maður Framsóknarflokksins að þeirri sérkennilegu nið- urstöðu, að Þingeyjarsýslur séu mettar af afrekum í byggðamálum. Uppbyggingin eigi að fara annað. Vel getum vel unnt löndum okkar í NV-kjördæmi að njóta byggða- stefnu Framsóknarflokksins. Rýr hefur sú stefna reynst okkur. En skömmtunarstjórarnir verða nú samt að svara nokkrum spurningum áður en Þingeyjarsýslur eru afskrifaðar til uppbyggingar. Engar þurf- um við ölmusur og því síður þarf að ofgera okkur í úthlutunum á al- mannafé. En sanngirni ætlumst við til að njóta. Fjórir þingmenn Fram- sóknarflokksins í Þingeyjarþingi hljóta að skilja það. Hvað varð um Kísiliðjuna? Framsóknarflokkurinn stjórnaði sölu á Kísiliðjunni í Mývatnssveit. Hún var seld með því fororði að önnur verksmiðja mundi þar rísa, sem kæmi í veg fyrir atvinnuhrun í sveitinni. Ekkert bólar á þeirri verk- smiðju. Að fagna lokun kísilnáms í Mývatni var því ótímabær léttúð iðnaðarráðherra. Margar ekki-verksmiðjur iðnaðarráðuneytisins hafa verið kynntar á Húsavík. Fjöldinn allur af ekki-lausnum boðaðar íbúum svæða í Þing- eyjarsýslum. Nefndir skipaðar, fundir settir. Lítið miðað. Samt telur formaður Framsóknarflokksins að uppbyggingu sé lokið í Þingeyj- arsýslum og ætlar að snúa sér eitthvað annað með lausnir sínar. Þó vissulega ríki deyfð og vesaldómur víða gefur það engum rétt til að af- skrifa heilu byggðarlögin, heilu samfélögin. Þeir, sem horfa til ein- hverrar framtíðar hér í Þingeyjarsýslum, vita að lausnirnar koma hvorki með forsjárhyggju né eigingjarnri byggðastefnu. Hvernig er vel rekin byggðastefna? Svör formannsins eru ekki betri en spurningin. Formaður Framsókn- arflokksins telur að byggðaáætlun fyrir Eyjafjarðarsvæðið hafi verið mótuð og lofi mjög góðu. Lofi mjög góðu! Að ala á undirlægjuhætti landshluta með því að hossa einu kjördæmi á kostnað annarra er óviðunandi. Við sem búum í Þingeyjarsýslum lof- um mjög góðu, miklu betur en vel mótaðar byggðaáætlanir. Við erum ekki í samkeppni við Sauðárkrók eða Ísafjörð eða Patreksfjörð eða Reykjavík norður, um hylli framsóknarráðherra. Við erum að reyna að koma skútunni áfram og biðjum um byr, en ekki að vera barðir, það er nú allt og sumt. Hver skammtar uppbyggingu og eygir enga möguleika? Eftir Sigurjón Benediktsson Höfundur er tannlæknir á Húsavík. BARNAVERNDARMÁLIN eru viðkvæmur málaflokkur og því mik- ilvægt að vel sé að þeim staðið. Með barnaverndarlög- unum sem samþykkt voru árið 2002 var verið að reyna að tryggja að barna- verndarnefndir væru sjálfstæðar og óháðar sveitarstjórnum í störfum sínum auk þess sem áhersla var lögð á að sveitarstjórnir hefðu ekki aðgang að gögnum eða upplýs- ingum um einstök barnaverndarmál. Árið 2000 var gerð sú skipulags- breyting innan Félagsþjónustu Reykjavíkur að stofnuð var sérstök barnaverndarskrifstofa í Reykjavík og var meginmarkmiðið með henni að auka sérhæfingu í vinnu að barna- vernd. Einnig að tryggja betur rétt- arstöðu barna og foreldra með því að aðskilja stuðning og ráðgjöf við for- eldra og börn í vanda á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 annars vegar og þeirra mála sem unnin eru á grundvelli ákvæða laga um vernd barna og ung- menna nr. 58/1992 nú barnavernd- arlaga nr. 80/2002 hins vegar. Fljótlega varð ljóst að Barnavernd Reykjavíkur gat sökum manneklu og mikils álags vegna fjölda mála ekki sinnt nema allra erfiðustu málunum og í kjölfarið var skipaður starfshópur í lok síðasta árs til þess að gera til- lögur um skipulag barnaverndar á vegum Reykjavíkurborgar. Tillög- urnar voru umdeildar og töldu fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins í félagsmála- ráði þær stríða gegn markmiðum barnaverndarlaga og drógu í efa að þær myndu leysa þann vanda sem ríkti í barnaverndarmálum í borginni. Sömu sjónarmið komu fram í umsögn barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Þrátt fyrir þessar athugasemdir frá barnavernd Reykjavíkur og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í félagsmálaráði lagði borgarstjóri fram tillögu í borg- arráði 11. apríl sl. sem eingöngu tók mið af umsögn fulltrúa R-listans í fé- lagsmálaráði. Í vor tók til starfa sérstakur stýri- hópur undir forystu félagsmálastjóra við að vinna að því að útfæra tillögur borgarstjóra með tímasettum aðgerð- um sem miðast að því að skila end- anlegum tillögum til félagsmálaráðs 24. september nk. Á fundi félagsmálaráðs 10. sept- ember sl. samþykkti félagsmálaráð að fela stýrihópnum að vinna að stefnu- mótun í barnaverndarmálum í sam- ræmi við 9. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fé- lagsmálaráði leggja til að starfs- hópnum verði falið að gera sérstaka úttekt á því hvernig breytt tilhögun barnaverndarmála í Reykjavík hefur reynst og hvort dregið hafi úr álagi á starfsfólk þannig að það nái að sinna málum með viðeigandi hætti. Starfs- hópnum verði einnig falið að gangast fyrir könnun á viðhorfum hlutaðeig- andi aðila til verkaskiptingar á milli borgarhlutaskrifstofa annars vegar og Barnaverndar Reykjavíkur hins vegar. Mál er að linni og skapa verður frið og sátt um þennan viðkvæma mála- flokk. Staða barnaverndarmála í Reykjavík Eftir Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur Höfundur er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í félagsmálaráði og borgarráði. ÞESSA dagana eru Íslendingar í sannkallaðri sigurvímu eftir 0–0- „sigur“ sinna manna á Þjóðverjum í knattspyrnu. Því miður er eitt smá- atriði sem kann að skyggja á gleðina: Kominn er fram hávær hóp- ur manna sem krefst þess að stúk- urnar við Laugardalsvöll verði stækkaðar því ótækt sé að ekki komist fleiri að á vellinum. Til þess skuli hlaupabrautir fjarlægðar. Þess ber að geta að völlurinnn hefur verið fullsetinn samtals fjórum sinnum frá og með árinu 1998, skv. vef KSÍ. Stúkur með tvöfalt fleiri áhorf- endum hefðu vissulega getað hjálpað „okkar mönnum“ að skora þetta mark sem vantaði bara herslumun- inn á, en er ekki pláss til að setja upp stúkur allan hringinn nema brautirnar fari? Árið 1997 tók KSÍ við rekstri Laugardalsvallar og er samnings- bundið til að sjá þar um frjáls- íþróttaaðstöðu og þjónusta frjáls- íþróttafólk. Skemmst er frá því að segja að nýting aðstöðunnar er mjög góð, allan ársins hring. Því er fjarri lagi að halda fram að hlaupabraut- irnar á Laugardalsvelli séu alltaf tómar. Þrátt fyrir það að frjáls- íþróttafólk nýti völlinn líklega best hefur knattspyrnan alltaf gengið fyr- ir. Skemmst er að minnast þess að nú fyrir margumræddan Þjóðverja- leik var völlurinn lokaður með öllu í þrjá daga fyrir leik, en það er langt frá því að vera einsdæmi. Þetta er eina frjálsíþróttaaðstaðan utanhúss í Reykjavík og frjálsíþróttaiðkendur í Reykjavík þurfa að leita til Kópa- vogs og Hafnarfjarðar til að stunda sínar æfingar þegar stendur til að leika knattspyrnu á vellinum. Burtséð frá notkun er Laug- ardalsvöllur eini átta brauta frjáls- íþróttavöllurinn á landinu. Þótt Ís- land sé ekki sérlega vel til þess fallið að halda alþjóðleg frjálsíþróttamót er það stundum nauðsynlegt, og til þess þarf átta brautir. Ísland tekur til dæmis árlega þátt í Smáþjóða- leikum og Evrópubikarkeppni lands- liða og þarf reglulega að halda þessi mót. Næsta sumar fer hér fram Evrópubikarkeppni og hingað má eiga von á stjörnum á borð við Wil- son Kipketer, heimsmethafa í 800m hlaupi karla, og hina austurrísku Stephanie Graf. Að auki má nefna að í sumar fór fram NM unglinga í fjöl- þrautum á Laugardalsvelli. Ekki þarf að fjölyrða um árangur Íslands í frjálsum íþróttum á al- þjóðavettvangi undanfarin ár: Hann hefur verið glæsilegur. Ekki fer vel á því að verðlauna þann árangur með því að minnka aðstöðuna. Upp- bygging er lykilorð í íþróttum, en það hlýtur hver að sjá að ekki dugar að byggja eina íþrótt upp á kostnað annarrar. Frjálsíþróttum fórnað? Eftir Stefán Ágúst Hafsteinsson og Burkna Helgason Stefán Ágúst er efnafræðinemi og Burkni er byggingar- verkfræðinemi. Stefán Ágúst Burkni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.