Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 HEFÐ er fyrir því að önnur helgin í sept- ember sé viðburðarík í lista- og menningarlífi þjóðarinnar. Engin breyting er þar á nú. Leggja flestar listgreinar hönd á plóginn. Stóru atvinnuleikhúsin í Reykjavík, Þjóð- leikhúsið og Borgarleikhúsið, frumsýna fyrstu sýningar leikársins um helgina, barna- leikritin Dýrin í Hálsaskógi og Línu Lang- sokk. Leikfélag Akureyrar varð raunar fyrst til að frumsýna á þessum vetri, þegar Erling fór á fjalirnar í Freyvangi í fyrrakvöld. Sú sýning verður frumsýnd í Loftkastalanum í dag. Þarna er á ferð samstarfsverkefni við Sögn ehf. Fjórða frumsýningin um þessa helgi verður svo einleikur Ólafar Sverrisdótt- ur, Jóhanna af Örk, í Tjarnarbíói á morgun. Listasöfnin láta ekki sitt eftir liggja. Stór yfirlitssýning á list Júlíönu Sveinsdóttur verður opnuð í Listasafni Íslands í dag og í Gerðarsafni í Kópavogi verða opnaðar þrjár einkasýningar. Menningar- og listamiðstöðin Hafnarborg er jafnframt vettvangur þriggja nýrra sýninga um helgina. Bókmenntahátíð að ljúka Sinfóníuhljómsveit Íslands hóf starfsárið með tónleikum sl. fimmtudag og þrennir aðrir klassískir tónleikar verða á höfuðborgar- svæðinu um helgina. Síðast en ekki síst lýkur Bókmenntahátíð í Reykjavík í dag, með mál- þingum, umræðum og upplestrum í Norræna húsinu. Hátíðin hefur staðið alla vikuna. Viðburðarík listahelgi HALLDÓR Einarsson, sportvöru- framleiðandi hjá Henson í Braut- arholti, oft nefndur Henson, brást skjótt við þegar haft var samband við hann á dögunum og hann beðinn um að sauma og gefa búninga á tvö fullskipuð knattspyrnulið sem etja kappi á knattspyrnuleikvanginum í Basra í Írak á miðvikudag í næstu viku. Með leiknum, sem fer fram milli knattspyrnuliðs úr röðum breska hersins og knattspyrnuliðsins Al- Minaa, sem er eitt besta lið úrvals- deildarinnar þar í landi, er ætlunin að vekja athygli á enduruppbygg- ingu leikvangsins sem Bretar hafa haft veg og vanda af. „Þetta kom þannig til að góður vinur minn í London, Gary Trowsdale, sem hefur starfað mjög mikið í knattspyrnu þarna úti og er mikill Chelsea- aðdáandi, bað mig einfaldlega um að koma inn í þetta,“ segir Halldór um hvernig málin atvikuðust. Trows- dale hafði falast eftir aðstoð frá Adidas og Nike en viðbrögðin létu á sér standa svo Trowsdale hafði samband við vin sinn á Íslandi. Breski flugherinn flýgur með farminn til Basra Halldór tók sér umhugsunarfrest fram á hádegi í gærdag og þegar hann hafði fengið upplýsingar um lit búninganna, merkingar og annað og fengið staðfestingu á því að þeir myndu skila sér alla leið til Basra var fullskipuð saumastofa Hensons sett í fullan gang. Síðdegis í gær var farmurinn, búningar á tvö 16 manna lið, þ.m.t. stuttbuxur, treyjur og sokkaplögg, sendur með hraðsend- ingu til Bretlands með aðstoð Jóna Transport. Þaðan mun breski flug- herinn sjá um að koma farminum með flugi til Basra næsta mánudag og ætti sendingin því að skila sér í hendur leikmanna mátulega áður en flautað verður til leiks. „Þetta er týpískt Henson, týpískt Henson,“ segir Halldór um þessa hröðu af- greiðslu fyrirtækisins. „Það er svo oft sem þetta hefur gerst hérna heima, allt í einu er allt í steik og þá er bara einn sem getur reddað þessu og það erum við,“ segir Hall- dór og ekki laust við stolts gæti í röddinni. „Svona í gríni og alvöru er knatt- spyrnan svo gott meðal í sam- skiptum manna í milli og mér fannst þetta einfaldlega gott mál. Það er oft rætt um að nota tónlistina til að laða fram það besta í manninum og knattspyrnan hefur nú einmitt verið fræg fyrir það líka.“ Búningar sendir með hraði til Íraks Morgunblaðið/Kristinn Halldór Einarsson með búningana sem nú eru á leið til Íraks. Henson saumaði og gaf búninga á tvö knattspyrnulið í vígsluleik ÞAÐ var ótrúleg sjón sem blasti við Ísfirð- ingum í gærmorgun þegar háhyrningavaða var að veiða æðarkollur sér til matar skammt undan landi. Háhyrningarnir voru að leika sér að sel í fjöruborðinu þegar ljósmyndari kom auga á þá, en selurinn slapp særður í land. Þá sneru háhyrningarnir sér að æð- arkollunum og tíndu þær upp eina af ann- arri. Hvalirnir gengu skipulega til verks, köf- uðu undir kollurnar þegar þeir höfðu komið auga á þær og gleyptu þær. Á myndinni má sjá einn háhyrninginn með kollu á nefinu. Gísli Víkingsson, líffræðingur á Hafrann- sóknastofnun, segir það þekkt að háhyrn- ingar éti sjófugla, en kveðst ekki vita til þess að það hafi áður verið myndað hér við land. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Æðarkollur í morgunmat  Gleyptu/6 MÝRIN eftir Arnald Indr- iðason, sem útgáfufyrirtækið Lübbe gaf út í Þýskalandi í byrjun árs, hefur nú selst í hundrað þúsund eintökum. Að sögn Claudiu Müller, ritstjóra hjá útgáfufyrirtækinu, eru vinsældir Mýrarinnar ótrúlega miklar miðað við að hér er um fyrstu bók óþekkts höfundar í Þýskalandi að ræða. „Bókin hefur hlotið afar góðar við- tökur jafnt lesenda og gagnrýnenda og spurst mjög vel út,“ segir Müller. Einn bókagagnrýnenda lýsir Arnaldi sem fyrsta glæpasagnahöfundi Íslands sem takist á áhugaverðan hátt að varpa ljósi á íslenskt sam- félag og annar telur Mýrina vera glæpasögu í sérflokki. Mýrin selst í 100.000 eintök- um í Þýskalandi Arnaldur Indriðason  Íslenskar glæpasögur/28 FRIÐRIK Pálsson, fráfarandi formaður stjórnar SÍF, segir að hefði það verið vilji Íslandsbanka að sameina SÍF og SH á jafnrétt- isgrundvelli hefði það getað geng- ið fyrir löngu og aðeins á nokkrum dögum. Hann segir það hafa orðið þráhyggju hjá bankanum að vilja yfirtaka SÍF og það hafi öðru fremur orðið til þess að koma í veg fyrir sameiningu fyrirtækjanna. Friðrik segir ennfremur að það að Halldór J. Kristjánsson banka- stjóri skyldi gefa í skyn að fyrir- tækin yrðu sameinuð með góðu eða illu hafi verið óheppilegt og meðal annars leitt til snarpra átaka milli bankans og S-hópsins, sem ásamt öðru hafi bundið enda- hnútinn á þessar tilraunir til sam- einingar. „Niðurstaðan er sú að sameining tókst ekki og yfirtaka ekki heldur. Sameining hefði verið æskileg síðastliðinn vetur, en óvinveitt yfirtaka nú hefði verið alvarlegt feilspor og orðið mjög skaðleg fyrir félögin, hluthafana og íslenzka útflytjendur. Sú nið- urstaða, að náðst hafi friður um rekstur SÍF með kaupum S-hóps- ins á stórum hlutum í félaginu, þýðir að starfsemin færist þá aft- ur í eðlilegt horf. Það hefði hins vegar verið hægt að leysa þetta mál á margfalt einfaldari hátt ef eðlileg sjónarmið hefðu verið uppi um það að félögin ættu að samein- ast,“ segir Friðrik Pálsson. Friðrik Pálsson fráfarandi stjórnarformaður SÍF Hefði verið hægt að sameina SÍF og SH  Yfirtaka/16 SIGURÐUR Ingimundarson hefur ákveðið af persónulegum ástæðum að hætta sem þjálfari körfuknattleiksliðs meistara- flokks karla í Keflavík. Sigurður var að hefja sitt átt- unda ár sem þjálfari karlaliðs- ins en var fimm ár þar á undan þjálfari kvennaliðs Keflavíkur og var sérlega sigursæll með bæði liðin. Ekki er búið að finna þjálfara í hans stað en stjórn körfuknattleiksdeildar hefur rætt við fjóra menn sem allir þykja koma til greina til starf- ans. Sigurður hættur með Keflavík  Sigurður hættur/55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.