Morgunblaðið - 13.09.2003, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.09.2003, Qupperneq 28
TÓNLIST Háskólabíó Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einleikari á fiðlu: Chuanyun Li. Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba. Victor Urbancic: Gaman- forleikur í C-dúr, Emmanuel Chabrier: Espana, William Walton: Siesta, Nikolay Rimsky-Korsakov: Capriccio Espagnol op. 34, Edouard Lalo: Symphonie espagnole op. 21 og Maurice Ravel: Tzigane. Fimmtudagurinn 11. september kl. 19.30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Fiðlusnillingur og samstillt hljómsveit ÞAÐ VORU mörgum mikil von- brigði þegar út gengu boð um að upphafstónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands féllu niður í síðustu viku vegna forfalla fiðlusnillingsins Maxims Vengerovs. Á aðeins einni viku tókst ráðamönnum hljómsveit- arinnar að finna annan fiðlusnilling, hinn kornunga Chuanyum Li (Babeli), því var mikil eftirvænt- ing hjá tónleika- gestum er þeir gengu í salinn sem var fallga skreyttur með blómakörfum og ljósalömpum á sviðsbrúninni. Fyrst á efnisskránni á þessum við- hafnartónleikum var Gamanforleik- ur í C-dúr eftir Victor Urbancic. Urbancic flutti til Íslands ungur að árum frá Austurríki og var gífurlega góður fengur fyrir íslenskt tónlistar- líf sem kennari, organisti og kór- og hljómsveitarstjóri færði hann upp og kynnti Íslendingum mörg stærri verk tónbókmenntanna. Gamanfor- leikinn samdi hann 1952 og tileinkaði Sinfóníuhljómsveit Íslands sem frumflutti hann á tónleikum sínum í Þjóðleikhúsinu 30. september 1955 undir stjórn höfundar. Forleikurinn er virkilega vel skrifað verk fyrir hljómsveitina og er í tónmáli ansi ólíkur flestu öðru sem samið var hér á þessum tíma, stutt glaðlegt verk fullt af fjöri og gáska með fallega syngjandi stefjum og lúðrafanfare sem naut sín vel í flutningi hljóm- sveitarinnar. Hátíðlegt og mjög við- eigandi upphaf starfsársins á aldar- afmæli tónskáldsins. Meginþema tónleikanna var spánska bylgjan svokallaða sem á upptök sín í Frakklandi á síðari hluta 19. aldar og fram á 20. öldina, þegar nokkur frönsk tónskáld gerðu spánska tónlist að e.k. sérgrein sinni. Franska tónskáldið Emmanuel Chabrier samdi rapsodíuna Espana 1883 eftir heimsókn til Spánar (1882–1883) og byggir verkið á spænskum lögum og hryn. Tón- skáldið leyfir hinum ýmsu hljóðfæra- hópum að njóta sín með því að kasta stefjunum á milli þeirra. Þetta gríp- andi og seiðandi verk fékk virkilega að njóta sín í lifandi flutningi hljóm- sveitarinnar með vel útfærðum og samtaka áherslum. Siesta er hugtak sem yfirleitt tengist Ítalíu enda eru þeir frægir fyrir eftirmiðdagslúrinn sinn. Enska tónskáldið William Walton samdi verkið Siesta 1926 og endurskoðaði það 1962. Verkið mun ekki vera und- ir beinum áhrifum frá ítölsku hvíld- inni heldur hugsað sem hugleiðing yfir kyrrð og stemningu eftirmið- dagsins. Mikill friður og ró hvílir yfir verkinu sem líður áfram á ljúfu nót- unum og deyr að lokum út í eilífðina. Nikolay Rimsky-Korsakov er þekktur fyrir þjóðlegan rússneskan tón en í Spænsku kaprísunni (Capr- iccio espagnol) op. 34 frá 1887 bregð- ur hann út af vananum. Verkið er í fimm samtengdum þáttum þar sem hann nýtir hin ýmsu hljóðfæri í ein- leik og sem fjölskyldur innan hljóm- sveitarinnar. Í verkinu bregður fyrir ýmsum áhrifum, dönsum og eldheitri sígaunatónlist. Eftir hlé var komið að einleikara kvöldsins, hinum margverðlaunaða 23 ára Chuanyun Li sem leikur á Guadagnini-fiðlu frá 1773. Fyrra verkið sem hann lék með hljómsveit- inni var Symphonie espagnole op. 21 eftir Éduard Lalo. Lalo átti lengi vel erfitt uppdráttar sem tónskáld, en þegar Pablo de Sarasate frumflutti 1. fiðlukonsert hans 1874 vakti hann athygli og með Spönsku sinfóníunni sló hann loksins í gegn 1875, einnig með Sarasate sem einleikara. Verk- ið, sem er mjög lagrænt, er í fimm fjölbreytilegum þáttum þar sem skiptast á dans og gleði, hátíðleiki og angurvær blíða. Li lék verkið af hreinni snilld í góðu samspili við hljómsveitina og náði með innlifun sinni að gefa verkinu persónulegt líf. Frakkinn Maurice Ravel og Lalo eiga það sameiginlegt að vera spán- skættaðir í aðra ættina og var Ravel mjög undir spænskum áhrifum. Verkið Tsigane er eins og nafnið bendir á sígaunatónlist. Upphaf verksins er langur einleikskafli þar sem Ravel reynir að nýta fiðluna til hins ýtrasta og vel það, síðan kemur hljómsveitin með og sígaunalögin fljóta hvert á eftir örðu. Þetta verk gerir brjálæðislegar kröfur til ein- leikarans og er óhætt að segja að Chuanyum Li hafi heillað alla í hús- inu með leik sínum á þessu kynngi- magnaða verki og var klappað lof í lófa af hljómsveit jafnt sem áheyr- endum. Það er engin furða þótt þessi ungi maður sé margverðlaunaður og lofaður. Hann er ekki bara tækni- legur snillingur heldur er tónninn í fiðlunni persónulegur, mjúkur og hlýr og hann náði að láta mann gleyma stað og stund með leik sín- um. Aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, Rumon Gamba, er fantagóður stjórnandi, hann stjórnar ekki held- ur leiðir hljómsveitna í gegnum efn- isskrána í smáatriðum, hver hreyf- ing hefur hnitmiðaðan tilgang og engin hreyfing er án tilgangs enda var leikur hljómsveitarinnar mjög góður, vel samstilltur, tónninn tand- urhreinn og öll dýnamik samtaka og áhrifamikil, mig langar að nefna sér- stkalega hvað hún náði að hljóma vel aftur og aftur í píanissimó, þannig að það hljómaði meira að segja í dauð- um og þurrum tón Háskólabíós. Eina sem skyggði á tónleikana var ótímabært lófatak nokkurra áheyr- enda á milli allra kaflanna í sinfóníu Korsakovs og kannski mætti stjórn- andinn rétta út hendurnar til að stöðva svona úthlaup. Rumon Gamba Jón Ólafur Sigurðsson LISTIR 28 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LEIKLIST L.A. og Sögn í Freyvangi Höfundur upphaflegra skáldsagna: Ingv- ar Ambjörnsen. Höfundur leikgerðar: Ax- el Hellstenius. Þýðing og staðfærsla: Hallgrímur Helgason. Leikstjóri: Bene- dikt Erlingsson. Leikmynd og búningar: Axel Hallkell Jóhannesson. Hönnun lýs- ingar: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Ingvar Björnsson. Hljóðmynd: Hallur Ing- ólfsson. Förðun: Sigríður Rósa Bjarna- dóttir. Leikarar: Hildigunnur Þráinsdóttir, Jón Gnarr, Skúli Gautason og Stefán Jónsson. Fimmtudagur 11. september. ERLING Í viðjum eigin hugarheims Morgunblaðið/Ásdís Stefán Jónsson í hlutverki Erlings. hrárri íbúðinni. Ódýr húsgögnin, gjarnan ennþá í pakkningunum, hafa bæði táknrænt og raunverulegt nota- gildi. Erling og Kalli hafa hvorki kunnáttu né getu til að geta markað hana persónulegum smekk, né virð- ast þeir hafa fengið neina þjálfun til að geta tekist á við lífið á eigin spýtur. Þegar sögusviðið er flutt úr stað er flutningurinn sýndur með ljósabreyt- ingum. Þar hefur ljósahönnuðunum tekist dálaglega upp enda er þröngt leiksviðið varðað ljósarám á alla vegu. Sérstaklega er þetta eftirminnilegt þegar Erling og Kalli þurfa að komast yfir umferðargötu, en þar tekst ljósa- hönnuðum og hljóðmyndarsmið að sýna á mjög skemmtilegan hátt hve þessi athöfn getur reynst ógnvekj- andi. Í verki sem þessu veltur mest á að- alleikaranum. Stefán Jónsson sýnir enn einu sinni að hann hefur ótrúlega hæfileika til að lifa sig inn í kynlega kvisti mannfélagsins. Það skiptir miklu um listrænt gildi sýningarinnar hve hann hefur nálgast hlutverkið á frumlegan máta og gert það að sínu. Spenntur líkaminn, handahreyfing- arnar og umfram allt augnatillitið segja áhorfendum meira um líðan að- alpersónunnar en nokkuð í textanum. Í raun leikur Stefán nokkuð á móti kímni textans og gefur mun dýpri og skiljanlegri mynd af þjáningu Erlings og hve daglegt amstur reynist honum erfitt en t.d. var sýnt í kvikmyndinni. Hann sýnir ótrúlegt vald á leik- tækninni án þess að missa samúð áhorfenda. Erling er í meðförum hans umfram allt manneskja læst í viðjum eigin hugarheims sem reynir af veik- um mætti að sigrast á höftunum og finna leið til að tengjast umheiminum á einhvern þann hátt sem hentar per- sónuleika hans og sjálfsmynd. Fyndn- in skilar sér en áhorfendur eru sér á sama tíma meðvitandi um að Erling þykir skemmtilegra að fólk hlæi með honum en að honum. FLESTIR muna eflaust eftir norsku myndinni Elling, sem hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin 2002 og var sýnd hér á landi við miklar vinsældir. Titilpersónan kemur fram í nokkrum skáldsögum rithöfundarins Ingvars Ambjörnsen en Axel Hellstenius gerði þessa leikgerð 1999 eftir skáld- sögunni Brödre i blodet sem út kom 1996. Fyrsta bókin úr flokknum, Ell- ing, er svo nýkomin út hjá Almenna bókafélaginu. Flest af því sem fjallað er um í leik- gerðinni kemur fram í kvikmyndinni, en Ambjörnsen og Hallstenius sömdu kvikmyndahandritið í sameiningu. Kvikmyndin hefur samt víðara sjón- arhorn, gefur svolitla forsögu og fyllir meira upp í söguna með fleiri per- sónum, útisenum o.þ.h. eins og formið býður upp á. Leikgerðin er mun meitlaðri, hefst á litlum forleik á Arnarholti á Kjal- arnesi þar sem þeim félögum er lofað íbúð í bænum ef þeir uppfylli ákveðin skilyrði, en heldur sig að mestu við sögusviðið í íbúðinni sem þeir kump- ánar Erling og Kalli Bjarna fá úthlut- að frá félagsmálayfirvöldum og fer aðeins út fyrir þann ramma í örfáum atriðum. Þar sem erfitt er að hnika mikið til sviðsmyndinni í Freyvangi má segja að tekið hafi verið á það ráð að láta íbúðina fylgja þeim hvert sem þeir fara. Leikritið fjallar um draum þeirra um að geta lifað „eðlilegu“ lífi. Þetta reynist þeim erfitt, upplag og atferlismótandi aðstæður í uppvexti hafa gert þeim það nær ómögulegt. Þeim tekst samt með hjálp stuðn- ingsfulltrúa að sigrast á ýmsum erf- iðleikum og kynnast öðrum og meira þroskandi aðstæðum en gefast innan veggja hins nýja heimilis þeirra, sem er á sama tíma griðastaður þeirra og fangelsi. Axeli Hallkatli Jóhannessyni tekst nokkuð vel upp að draga upp sann- færandi mynd af ópersónulegri og Sveinn Haraldsson Jón Gnarr leikur Kalla Bjarna, oft bráðfyndinn eins og hans er von og vísa og náði mörgum góðum sprett- um. Vandamálið liggur í því að túlkun hans á hlutverkinu gaf ekki trúverð- uga heildarmynd af persónunni. Kalli Bjarna er í meðförum Jóns ekki að öllu leyti sjálfum sér samkvæmur og áráttan að fanga hin ýmsu fyndnu augnablik varð ofan á heildstæðri túlkun á þrívíðri persónu. Það þarf meiri innlifun, kraft og umfram allt leiktækni til að skila jafn víðtæku og sérstöku hlutverki. Hildigunnur Þráinsdóttir er eini leikarinn í sýningunni sem leikur fleiri en eitt hlutverk. Hún leikur Gunnhildi gæslumann á Arnarholti, Karen sem afgreiðir félagana á veit- ingastað og Freyju Rún, nágranna- konu þeirra. Hlutverk Gunnhildar og Karenar eru vel af hendi leyst, hlut- verk sem bjóða ekki upp á mikil tilþrif í leik en Hildigunnur skilar þeim með prýði og hefur greinilega töluverða hæfileika til að leika margar vel að- greindar persónur í sömu sýningu. Stóra stökkið er svo þegar hún bregð- ur sér úr gervi Karenar og skellir sér í líki Freyju Rúnar á augabragði. Túlk- un hennar á síðarnefndu kvenpersón- unni er hárbeitt og fljúgandi fyndin, leikurinn gaf mun fyllri mynd af for- tíð, skapsmunum, löngunum og fram- tíðardraumum Freyju Rúnar en text- inn gefur nokkurn tíma til kynna. Stuðningsfulltrúinn Frank Heiðar varð í meðförum Skúla Gautasonar full litlaus og kraftlítill. Það er eins og persónan sé ekki fullæfð og Skúli virðist hvorki sannfæra sig né aðra á sviðinu um raunverulega tilvist henn- ar. Það kemur kannski engum á óvart sem séð hefur kvikmynd um sama efni að leikgerðin af sögunni um Er- ling er bráðfyndin. En leikur Stefáns Jónssonar gefur áhorfendum dýpri innsýn inn í veröld þar sem mann- eskjan býr aðþrengd af veggjum, múrum og þröskuldum sem hún hef- ur byggt sér upp sem varnarviðbrögð við vályndum heimi. Benedikt Erl- ingsson leikstjóri hefur einsett sér að móta þennan efnivið eftir eigin höfði. Þetta hefur honum tekist dável með dyggri aðstoð Stefáns Jónssonar og Hildigunnar Þráinsdóttur. Aftur á móti hefði mátt vinna betur með þátt Jóns Gnarrs og Skúla Gautasonar, brokkgengi þeirra dregur kraft úr sýningu sem hefði ella getað orðið lít- ill slípaður gimsteinn. Morgunblaðið/Ásdís Claudia Müller ritstjóri með þýsku eintökin af Mýrinni og Grafarþögn. FJÖLMARGIR erlendir gestir leggja leið sína á Bókmenntahátíð í Reykjavík. Ein þeirra er Claudia Müller, ritstjóri skandinavískra bóka hjá útgáfufyrirtækinu Lübbe í Þýskalandi, sem gefur m.a. út bækur Arnaldar Indriðasonar þar í landi. „Bók hans Mýrin, sem út kom í Þýskalandi í byrjun árs, hefur þegar selst í hundrað þúsund eintökum, sem verður að teljast afar vel af sér vikið þegar um fyrstu bók óþekkts höfundar er að ræða.“ Viðbrögð gagnrýnenda hafa heldur ekki látið á sér standa. Þannig segir t.d. í bóka- dómi Die Welt: „Nú hefur Ísland einnig eignast sinn Mankell: Arn- aldur Indriðason er fyrsti trúverðugi glæpasagnahöfundur eyjarinnar,“ og í Süddeutsche Zeitung: „Fram- úrskarandi skáldsaga sem hefur ver- ið verðlaunuð. Hún er ekki aðeins spennandi skáldsaga með sannfær- andi sálfræðilegu ívafi, heldur hlaut hún einnig Glerlykilinn 2002.“ Flest- ir gagnrýnendur virðast vera á einu máli um að Arnaldur hafi verið vel að Glerlyklinum kominn og með bók sinni tekist að sanna að „hægt sé að skrifa spennandi morðsögur á Ís- landi“, eins og einn gagnrýnandinn kemst að orði. Að sögn Müller hreifst hún strax af Mýrinni þegar hún las hana fyrst og segir að samstarfsfólki sínu og yf- irmönnum hafi litist mjög vel á bók- ina og fundist spennandi að gefa út íslenska glæpasögu. „Þótt þegar hefðu verið gefnar út allnokkrar vin- sælar skandinavískar glæpasögur á síðustu árum höfðum við hjá Lübbe aldrei gefið út íslenska glæpasögu og því var þetta mikil nýjung. Svo skemmtilega vildi til að Arnaldur fékk Glerlykilinn í fyrra skiptið skömmu áður en þýsk útgáfa Mýr- innar kom úr prentun og það hjálp- aði auðvitað til við kynninguna. Við hjá Lübbe leggjum ætíð metn- að okkar í að byggja upp útgáfuferil höfunda okkar. Til marks um hve mikla trú við höfum á Arnaldi erum við þegar búin að tryggja okkur út- gáfuréttinn á öllum bókum hans í Þýskalandi og höfum verið svo hepp- in að fá Coletta Bürling, fyrrum for- stöðukonu Goethe stofnunarinnar á Íslandi, sem þýðanda. Stefnan er að gefa næstu bók hans, Grafarþögn, líka út í kiljuformi strax á næsta ári, en þriðja bókin hans verður síðan í hörðum kili. Til gamans má geta þess að þótt Grafarþögn sé ekki enn komin út er þegar farið að kenna hana í þýskum háskóla.“ Hver hafa viðbrögð þýskra les- enda verið? „Þau hafa verið framar björtustu vonum og var Mýrin á mikilvægasta þýska bóksölulistanum í þrettán vik- ur. Það er greinilegt að bókin spyrst afar vel út þannig að gott gengi hennar skýrist ekki einvörðungu af öflugu kynningarstarfi okkar. Miðað við jákvæð viðbrögð lesenda má ljóst vera að þeir bíða óþreyjufullir eftir næstu bók hans. Auk þess má nefna að Arnaldur hefur fengið sérstaklegt lof fyrir hve samfélagslega meðvit- aðar bækur hans eru. Sökum þess hve vel Mýrinni hefur vegnað eru þýskir bóksalar líka farnir að treysta okkur fullkomlega þegar við bendum þeim á aðra íslenska höfunda og munum við því í framtíðinni áfram gefa Íslandi góðar gætur.“ Hvað er það við bækur hans sem heillar svona? „Ég held að vinsældir hans megi að miklu leyti rekja til þess að hann er ekki aðeins að skrifa góðar glæpa- sögur, heldur er hann alltaf líka að kljást við málefni sem eru ofarlega á baugi í samfélagsumræðunni. Þann- ig beinir hann sjónum sínum að erfðagreiningu í Mýrinni og í Graf- arþögn er heimilisofbeldið í brenni- depli. En kannski má segja að allt leggist á eitt, bæði eru bækur hans einstaklega vel skrifaðar auk þess sem Ísland heillar marga Þjóðverja, sem finnst landið meira spennandi og framandi en t.a.m. Svíþjóð eða Danmörk. Ég held að margir þýskir lesendur hafi virkilegan áhuga á að vita meira um hverdagslega lífið hér á Íslandi, en glæpasögur henta ein- mitt vel til þess þar sem þær tengj- ast alltaf raunveruleikanum afar sterkum böndum.“ Müller hefur margsinnis komið til Íslands áður, en er í fyrsta sinn að koma á Bókmenntahátíð í Reykja- vík. „Mér finnst afskaplega gaman að geta tekið þátt í bókmenntahátíð- inni hér og er mjög hrifin af því hve vönduð og góð dagskráin er. Það er auðvitað ómetanlegt að hitta alla þessa stóru höfunda og geta hlustað á þá bæði í umræðunum og upplestr- unum.“ Claudia Müller verður meðal þátt- takenda í pallborðsumræðum um möguleika íslenskra bókmennta á erlendum vettvangi sem fram fara í Norræna húsinu í dag og byrja kl. 10. Íslenskar glæpa- sögur vekja athygli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.