Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT STARFSMÖNNUM kínverska sendiráðsins við Garðastræti 41 er heimilt að láta útbúa tennisvöll í bak- garðinum að uppfylltum skilyrðum Magnúsar Sædal Svavarssonar, byggingafulltrúa Reykjavíkur. Hann segir grenndarkynningu ekki nauð- synlega enda framkvæmdin í sam- ræmi við samþykkt deiliskipulag svæðisins og byggingareglugerðir. Nágrannar sendiráðsins hafa sent úrskurðarnefnd skipulags- og bygg- ingarmála kæru vegna byggingu tennisvallarins. Segja þeir gerð hans fara gegn upphaflegri heimild bygg- ingafulltrúa sem gerði ekki ráð fyrir mikið breyttri landhæð. Hins vegar hafi verið keyrt í lóðina mikið af jarð- vegi og hún hækkuð töluvert. Hætta og ónæði stafi af tennisiðkun inni í grónu íbúðarhverfi. Slík notkun einkalóðar sé í sjálfu sér fráleit. Umfang verksins var meira Magnús segist hafa stöðvað fram- kvæmdirnar í byrjun ágúst þegar í ljós kom að umfang verksins var meira en honum var upphaflega kynnt. „Þá var þetta ekki í samræmi við fyrri forsendur sem ákvörðun okkar byggðist á. Þá var þeim gert að sækja um byggingarleyfi svo við hefð- um lögformlega umsókn og gætum fjallað um hana með lögformlegum hætti.“ Byggingarleyfið var veitt 26. ágúst sl. „Girðingin sem á að setja í kringum völlinn uppfyllir skilyrði bygginga- reglugerðar þar sem hún er það langt frá lóðarmörkum, að ekki þarf sam- þykki nágranna fyrir henni. Þess vegna var þetta mál samþykkt án grenndarkynningar, því ég taldi þess ekki þörf,“ segir Magnús. Girðingin má ekki vera hærri en 180 sentimetr- ar og jafn langt frá lóðarmörkum. „Við teljum að ekki sé verið að ganga á rétt nágrannanna með þessu,“ segir Magnús og öll hækkun lóðarinnar sem sé afmörkum með miklum steyptum veggjum. Því hafi ekkert breyst gagnvart nágrönnun- um. Fyrir var gífurlega mikill hæða- mismunur milli lóðar sendiráðsins og lóðanna í kring. Snýst um notkun lóðar Hann segir málið snúast um notk- un lóðar sem eru ætlaðar íbúum til útivistar. Gerð tennisvallar sé í sam- ræmi við það þótt sumir kjósi að stunda þar aðra boltaleiki. „Ég held að Kínverjarnir séu enn með tennisvöll á Víðimelnum, þar sem hið eiginlega sendiráð er, það er við- skiptaskrifstofa sem er við Garða- strætið, og ég hef ekki fengið neina einustu kvörtun vegna ónæðis af völd- um þeirra þar,“ segir Magnús. „Þú getur þess vegna sett upp fótbolta- mark á lóðinni þinni og verið þar að ólmast með boltatuðru alla daga. Ef til þess kemur að það er eitthvað ónæði af þessu þá gildir um það lög- reglusamþykkt Reykjavíkur hvenær þú mátt vera að og hvenær ekki.“ Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála mun taka kæruna fyr- ir. Þar munu báðir aðilar leggja fram sín rök í málinu. Að því loknu fæst niðurstaða hvort gerð tennisvallar í bakgarði sé heimil eða ekki. Lóðir íbúa ætlaðar til útivistar Ekki gengið á rétt nágranna með gerð tennisvallar Vesturbær STJÓRN Arkitektafélags íslands telur að hús Austurbæjarbíós við Snorrabraut í Reykjavík hafi ótví- rætt menningarsögulegt gildi. Skylda hvíli á stjórnvöldum að sjá til þess að byggingunni verði forðað frá niðurrifi og skorað er á þau að finna húsinu verðugt hlutverk kom- andi kynslóðum til ávinnings. Í ályktun stjórnarinnar segir að Austurbæjarbíó sé góður fulltrúi síns tíma og samsvari sér vel. Með niðurrifi þess sé skarð höggvið í samstæða þéttbýlismynd. Það skjóti skökku við að mannvirkjum síðari tíma sé ekki sýnd tilhlýðileg virðing og þau metin að verðleikum. Bygg- ingarlist sé listgrein og beri að virða sem slíka. Viðfangsefni hennar sé mótun hins manngerða umhverfis og sköpun þeirrar umgjarðar sem hæfi samfélagsgerð hvers tíma. Morgunblaðið/Jim Smart Yrði skarð í samstæða þéttbýlismynd Miðborg Niðurrifi Austurbæjarbíós mótmælt UPPGJÖR bæj- arsjóðs Mosfells- bæjar fyrir fyrri helming þessa árs bendir til að tekjur bæjarsjóðs verði meiri en út- gjöldin á þessu ári að sögn Ragn- heiðar Ríkharðs- dóttur bæjar- stjóra. Þetta er viðsnúningur frá árinu 2002 en þá var 121 milljónar króna halli á rekstri bæjarsjóðs. Nú er stefnt að því að afkoman verði jákvæð um 65 milljónir króna. Ragnheiður þakkar þennan árangur markvissri sam- vinnu kjörinna fulltrúa og starfs- manna bæjarins. Stöðugt hafi verið unnið að því að halda rekstrinum innan fjárhagsáætlunar, starfsfólk hafi hist á vikulegum fundum og far- ið yfir stöðuna svo ekkert færi úr böndunum. Gert er ráð fyrir að út- gjöldin dragist saman um 7% á milli ára. Aðspurð segir Ragnheiður að þjónusta við bæjarbúa hafi ekki ver- ið dregin saman. Þjónustugjöld hafi hins vegar verið hækkuð til sam- ræmis við önnur sveitarfélög. Það og raunhæfari fjárhagsáætlun sé að skila þessum árangri nú. Staða bæjarsjóðs Mosfellsbæjar góð Tekjur meiri en útgjöld Ragnheiður Ríkharðsdóttir Mosfellsbær BRESKUR dómari hafnaði í gær beiðni rússneskra yfirvalda um að framselja Borís Berezovskí, um- deildasta auðjöfur Rússlands og einn af helstu andstæðingum Vladímírs Pútíns, forseta landsins. Áður höfðu stjórnvöld í London ákveðið að veita Berezovskí hæli í Bretlandi og sú ákvörðun er mikill álitshnekkir fyrir ráðamenn í Kreml, að sögn rússn- eskra fjölmiðla og fréttaskýrenda. Rússnesk yfirvöld höfðu óskað eft- ir því að Bretar framseldu Berez- ovskí vegna meintra fjársvika á ár- unum 1994-95 í tengslum við samning við bílafyrirtækið Avto- VAZ. Breski dómarinn Timothy Work- man sagði að það þjónaði engum til- gangi að taka beiðni rússneskra yf- irvalda fyrir eftir að Berezovskí var veitt hæli í Bretlandi. Dómarinn kvað upp úrskurðinn eftir að Rússar neituðu að draga beiðnina til baka. Lögmaður Berezovskís, Alun Jon- es, sagði það „durtslegt“ af rússn- eskum yfirvöldum að neita að falla frá beiðninni og sakaði þau um að sóa tíma dómstólsins. „Rússneska stjórnin ætti að sætta sig við hið óumflýjanlega og draga beiðnina til baka.“ Fréttaskýrendur sögðu líklegt að þessi niðurstaða ylli spennu í sam- skiptum rússneskra og breskra stjórnvalda. „Pólitískar ofsóknir“ Berezovskí sagði að með þeirri ákvörðun að veita honum hæli sem flóttamanni hefði breska stjórnin viðurkennt að hann væri fórnarlamb „pólitískra hefnda og ofsókna“. „Mér tókst að sannfæra bresku stjórnina um að rannsókn rússneskra yf- irvalda á máli mínu sé af pólitískum rótum runnin.“ Áður hafði Berezovskí haldið því fram að rússneska stjórnin hefði lagt á ráðin um að myrða hann. Rússneskir fjölmiðlar og frétta- skýrendur voru á einu máli um að yf- irvöld í London hefðu átt einskis annars úrkosti en að neita að fram- selja Berezovskí til rússneskra yf- irvalda sem hefðu valdið sjálfum sér óbætanlegum álitshnekki með póli- tískri herferð gegn rússneskum við- skiptajöfrum. Rússneskir saksóknarar hafa á síðustu mánuðum hafið nokkrar sakamálarannsóknir sem beinast að auðugasta manni landsins, Míkhaíl Khodorkovskí, forstjóra Yukos- olíurisans. Fréttaskýrendur telja að með þessum rannsóknum séu yf- irvöldin að vara Khodorkovskí við því að hafa afskipti af stjórnmálum. Annar rússneskur kaupsýslumað- ur og fyrrverandi fjölmiðlajöfur, Vladímír Gúsinskí, sem var þyrnir í augum ráðamannanna, hefur einnig verið sakaður um fjársvik og var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Aþeníu í ágúst þegar óskað var eftir því að hann yrði framseldur til Rúss- lands. „Vítavert“ framferði „Það var ekki Berezovskí sem fékk Breta til að veita honum hæli, heldur voru það gerðir rússneskra yfirvalda,“ sagði einn rússnesku fréttaskýrendanna, Júrí Korgúnjúk. „Framferði ríkissaksóknarans er vítavert, hann leggst til atlögu um leið og hann fær fyrirmæli í síma.“ „Afstaða stjórnvalda í London til Berezovskís breyttist eftir Yukos- hneykslið, eins og afstaða Vest- urlanda til Rússlands,“ segir í frétta- skýringu á rússneska fréttavefnum Gazeta.ru. Dagblaðið Vedomosti hafði eftir rússneskum stjórnarerindreka að breska stjórnin hefði tekið ákvörð- unina um að veita Berezovskí hæli, ekki óháður dómstóll. „Þetta er einkar furðulegt vegna þess að beiðni hans um hæli sem pólitísks flóttamanns hafði verið hafnað í mars,“ sagði stjórnarerindrekinn. „Þetta er stórfrétt,“ sagði Andrej Piontkovskí, sérfræðingur í rússn- eskum stjórnmálum. „Fyrir hálfu ári var afstaða Breta til Berezovskís allt önnur. Þetta er mikill álitshnekkir fyrir Rússland og mjög óþægilegt fyrir Pútín sjálfan, þar sem Berez- ovskí er erkióvinur hans og þeir hafa átt í pólitískum illdeilum.“ Stefnir að framboði Berezovskí var náinn bandamaður forvera Pútíns í forsetaembættinu, Borís Jeltsíns, og auðgaðist mjög í lagalegu ringulreiðinni eftir hrun Sovétríkjanna. Hann komst hins vegar í kast við Pútín og beitti fjöl- miðlum sínum gegn honum. Berezovskí sagði í viðtali, sem rússneskt dagblað birti í gær, að hann stefndi að framboði fyrir rússn- eskan smáflokk í þingkosningunum í desember. Þessi yfirlýsing virtist þó einkum þjóna þeim tilgangi að vekja á honum athygli þar sem ólíklegt þykir að flokkurinn fái tilskilið fylgi, eða 5%, til að fá þingsæti. Bretar neita að framselja Berezovskí og ákveða að veita honum hæli Mikill álitshnekkir fyrir stjórnvöld í Rússlandi Borís Berezovskí ’ Áður hafði Berez-ovskí haldið því fram að rússneska stjórn- in hefði lagt á ráðin um að myrða hann. ‘ Moskvu. AFP. UNGBÖRN geta gert greinar- mun á töluðu máli og öðrum hljóð- um allt frá fæðingu, sem að sögn vísindamanna þýðir að þau ann- aðhvort læri að greina talað mál strax á meðgöngunni eða þá að tungumálstjáningarhneigð mannsins sé meðfædd. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar fjöl- þjóðlegrar rannsóknar, sem var samstarfsverkefni ítalskra, jap- anskra og franskra vísindamanna. Hún var gerð á 12 tveggja til fimm daga gömlum ítölskum börnum, þar sem notaðar voru upptökur af röddum tveggja ítalskra kvenna, sem ekki voru mæður „tilrauna- barnanna“. Rannsóknarskýrslan var birt á vefsíðu bandarísku vís- indaakademíunnar, Proceedings of the US National Academy of Sciences. Við rannsóknina var beitt nýju tæki frá japanska Hitachi-fyrir- tækinu, sem gerir mögulegt að greina smæstu breytingar á blóð- magni í heila og súrefnismettun heilavefja. Tækið notar nærri inn- rauða geisla og sýnir magn blóð- rauða í heilanum með mismunandi litum, eftir styrkleika. Þegar ný- burarnir voru látnir hlusta á venjulegt talmál sýndu þeir greinilega aukna virkni í vinstra heilahveli, eftir því sem vísinda- mennirnir greina frá. Vitað er að málstöðvar mannsheilans eru í vinstra heilahveli. Vinstra heilahvel stillt inn á að vinna úr töluðu máli Aftur á móti greindist enginn munur á virkni vinstra og hægra heilahvels er talmálsupptökurnar voru spilaðar afturábak eða þegar þögn var í kringum nýburana. Rannsóknin „sýnir fram á að heili nýbura bregzt sérstaklega við eðlilegu talmáli, jafnvel með að- eins nokkurra klukkustunda reynslu af hljóðum heimsins utan móðurkviðar“, segir í niðurstöð- unum. Rannsóknin gefi skýrar vísbendingar um að strax við fæð- ingu sé mannsheilinn stilltur inn á að vinna úr töluðu máli í vinstra heilahveli, en ekki úr sömu hljóð- um/orðum spiluðum afturábak. Börn greina talað mál frá fæðingu Tókýó. AFP. REYKINGAR draga tæplega fimm milljónir manna til dauða á ári hverju, samkvæmt niðurstöðum rannsókna við lýðheilsustofnun Har- vardháskóla í Boston í Bandaríkjun- um, en frá niðurstöðunum er greint í nýjasta hefti vísinndaritsins The Lancet. Rúmlega 75% þeirra sem deyja eru karlar. Segja læknarnir að árið 2000 hafi rétt tæplega fimm milljónir manna dáið af völdum sjúkdóma sem rekja megi til reykinga. Nýmæli sé að álíka margir hafi dáið í þróunarríkj- um sem hinum vestræna heimi af osökum sem rekja megi til reykinga. Vísindamennirnir segja að það sé einungis ein leið til að koma í veg fyr- ir að dauðsföllum af völdum reyk- inga fjölgi en það sé að auka fræðslu gegn reykingum og forvarnir. Talið er að í veröldinni allri sé um 1,1 milljarður reykingamanna, þar af 930 milljónir í þróunarríkjum. Árið 2000 segja vísindamennirnir við Harvard að 4,83 milljónir manna hafi dáið um aldur fram vegna reyk- inga, þar af 2,41 milljón í þróunar- ríkjum og 2,4 milljónir í iðnvæddum ríkjum. Reykingar drepa fimm millj- ónir á ári Lundúnum. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.