Morgunblaðið - 13.09.2003, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.09.2003, Qupperneq 17
lega frekar lánveitingum bankans í Kanada og tengslum þar við fyrir- tækið Clearwater Fine Foods. En það skiptir auðvitað engu máli leng- ur. Niðurstaðan er sú að sameining tókst ekki og yfirtaka ekki heldur. Sameining hefði verið æskileg síð- astliðinn vetur, en óvinveitt yfirtaka nú hefði verið alvarlegt feilspor og orðið mjög skaðleg fyrir félögin, hluthafana og íslenzka útflytjendur. Sú niðurstaða, að náðst hafi friður um rekstur SÍF með kaupum S- hópsins á stórum hlutum í félaginu þýðir að starfsemin færist þá aftur í eðlilegt horf. Það hefði hins vegar verið hægt að leysa þetta mál á margfalt einfaldari hátt ef eðlileg sjónarmið hefðu verið uppi um það að félögin ættu að sameinast.“ Hvað með þátt Landsbankans? „Landsbankinn lendir í því að þurfa að taka við 25% hlut Þormóðs ramma Sæbergs í SH um síðustu áramót. Það var ákvörðun sem Landsbankinn hafði engan áhuga á eftir því sem ég bezt veit. Eftir að slitnaði upp úr samstarfi Róberts Guðfinnssonar og Þorsteins Vil- helmssonar í Þormóði ramma Sæ- bergi, skuldaði félagið Landsbank- anum miklar fjárhæðir. Til að grynnka á því tók Landsbankinn hlutinn í SH til sín. Allt í einu var Landsbankinn, sem er langstærsti viðskiptabanki SÍF, kominn með fjórðungs eignarhald í aðalkeppi- nautnum, SH. Við urðum varir við það að bankanum þótti þetta mjög óþægilegt. Þeir sátu uppi með þenn- an hlut í SH og það var eðlilegt að bankinn vildi að félögin sameinuð- ust. Mér fannst Landsbankinn hafa komið vel fram í þessum málum og framganga hans fagleg, meðal ann- ars kom aldrei fram að Landsbank- inn styddi yfirtökuhugmyndir Ís- landsbanka og SH. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri, gefur svo á dögunum ákveðið í skyn í Morgunblaðinu að félögin verði sameinuð með góðu eða illu. Það var óheppileg yfirlýsing og á af- ar viðkvæmum tíma. Hún hleypti illu blóði í menn og varð ef til vill öðru fremur til þess að það þýddi ekkert að ræða þetta meira. Í framhaldi af því kom til nokkuð snarpra átaka á milli Landsbankans og S-hópsins, sem ef til vill bundu formlega enda- hnútinn á sameiningartilraunina.“ Það hefur mikið verið talað um að kanadísk fyrirtæki kæmu inn í SH eða hið sameinaða fyrirtæki, yrði það niðurstaðan. Hver er skoðun þín á því? „Ég hef síður en svo neitt við það að athuga að erlendir aðilar eigi hluti í félögum á Íslandi. Það vill hins vegar þannig til að í 60 og 70 ára sögu SÍF og SH, hafa þau skap- að sér gríðarlega gott orð úti á mörkuðunum og viðskiptavinir þar tengja þau við íslenzkt eignarhald, við íslenzkan uppruna og það er ákveðinn fyrirtækjamenning í báð- um fyrirtækjunum, sem skín í gegn alveg út á markaðina. Það hefur ver- ið 25% erlent eignarhald í dótturfyr- irtæki SH í Bretlandi, ég veit ekki betur en það hafi gengið ágætlega. SÍF hefur líka verið með erlent eign- arhald í dótturfyrirtækjum sínum erlendis. Það hefur svo sem hvorki truflað okkur né styrkt okkur. Það var hins vegar aldrei lögð fyrir okk- ur nein útfærsla á því, til hvers þetta kanadíska eignarhald ætti að leiða eða hvaða hagsmunir ættu að liggja í því fyrir hluthafa í SÍF eða íslenska viðskiptavini félagsins. Það hefur gengið á ýmsu í kringum eignarhald SH í Fishery Products International og ýmsar áætlanir þar ekki gengið eftir, sem hefði þurft að skýra fyrir hluthöfum í SÍF, en til þess kom ekki. Mín skoðun er sú, að við Ís- lendingar ættum að setja stolt okkar í það, að móðurfélög þessara mark- aðsfyrirtækja okkar verði í eigu og undir öruggri stjórn Íslendinga, en bjóða uppá erlent eignarhald með okkur í dótturfélögum, þar sem við á.“ Sameining í Bandaríkjunum? Hefur komið til tals að selja verk- smiðju SÍF í Bandaríkjunum? „Við höfum fengið tilboð í hana og við fórum yfir það síðast fyrir nokkr- um mánuðum hvort það kæmi til greina að verksmiðja SÍF yrði seld. Niðurstaðan varð sú að starfsemi hennar væri svo mikilvæg fyrir markaðsstarf SÍF í Bandaríkjunum, að það gengi ekki að skilja hana þar frá. Þó að mikið hafi breyst í mark- aðs- og sölustarfi bæði SÍF og SH á undanförnum 20 árum eða svo, eru mikilvægir hornsteinar þeirra beggja í Bandaríkjunum. Því verður að fara þar að með mikilli gát. SH hefur mjög sterka stöðu þar, sem SÍF hefur gert sér vel grein fyrir. SÍF hefur hins vegar náð mjög sterkri stöðu þar upp á síðkastið, sem SH-menn mega ekki vanmeta heldur. Sameinaðir kraftar þessara félaga á Bandaríkjamarkaði yrðu af- ar sterkir, ef um það næðist sam- staða, en það á við um starfsemina á öðrum markaðssvæðum líka. Vilji menn ná þeirri niðurstöðu fyrr eða síðar þurfa báðir aðilar að virða hagsmuni hvor annars og huga vandlega að heildarhagsmunum hluthafa í sameinuðu félagi.“ segir Friðrik Pálsson. hjgi@mbl.is ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 17 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Fimmtud. - sunnud. 12.00 - 18.00. Blómavörur á heildsöluverði. Heildsölumarkaður í garðskálanum Sigtúni ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 21 94 09 /2 00 3 Þessa helgi haustlaukarH 50% meira í magnpakk ningum Loforð um litríkt vor Meira magn 75 krókusar 990 kr. 50% meira í magnpakkningum 75 túlípanar 990 kr. 30 páskaliljur 990 kr. Tilbúin bjálkahús 39.500 kanadískir dollarar Það er rétt. Keyptu beint frá framleiðanda og fáðu allt efni sem til þarf í fokhelda byggingu. Fyrirspurnir frá dreifingaraðilum einnig velkomnar. Hægt er að útvega menn til að sjá um uppsetningu. Dow & Duggan LOG HOMES INTERNATIONAL Sími 001-902-852-2559 • Fax 001-902-852-3100 netfang: dowandduggan@hfx.eastlink.ca • www.dowandduggan.ca 1800 prospect Road, Hatchet Lake, Nova Scotia B3T 1P9 Kanada.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.