Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 16
ÚR VERINU 16 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ M IG skortir ennþá skilning á því hvað stjórnendum Ís- landsbanka hefur gengið til í öllu þessu máli. Það var ekki umhyggja fyrir hagsmunum hluthafa í SÍF og tæpast heldur í SH, sem fyrir honum hefur vakað í þessu máli. Það virðist frekar vera umhyggja fyrir þrengstu hagsmunum Íslandsbanka og samstarfsaðila þeirra í Kanada. Það að Íslandsbanki gefur aldrei færi á öðru en yfirtöku á SÍF og hún verður síðan nánast að þráhyggju varð öðru fremur til þess að ekkert varð úr sameiningu,“ segir Friðrik Pálsson, fráfarandi formaður stjórn- ar SÍF, í samtali við Morgunblaðið. Friðrik skýrir það nánar þannig, að hefði það verið raunverulegur vilji Íslandsbanka að sameina félög- in hefði auðveldlega verið hægt að gera það á nokkrum dögum eftir síð- ustu áramót. Friðrik segir einnig að hefði SH ekki selt verulegan hlut sinn í SÍF, rétt fyrir sameiningu SÍF og ÍS, hefðu félögin þrjú líklega ver- ið sameinuð á þeim tíma. Oft hafa komið upp hugmyndir um sameiningu félaganna. Um það leyti sem Íslenzkar sjávarafurðir voru stofnaðar upp úr sjávarafurða- deild Sambandsins kom upp sú hug- mynd að hugsanlega ætti að taka upp náið samstarf milli hennar og SH eða sameina öll félögin þrjú, þar á meðal SÍF. Það varð ekkert úr því þá, en hvað gerðist í þessu flókna ferli? SH og Eimskip með um 20% hlut í SÍF „Á árinu 1998 töldum við sem þá stjórnuðum SH að það væri mjög skynsamlegt að fjárfesta í SÍF,“ segir Friðrik. „SÍF var þá komið í töluverða sókn og því hafði verið breytt í hlutafélag nokkrum árum áður. Félagið var farið að fjárfesta í fyrirtækjum erlendis og koma sér af stað á alþjóðamarkaðnum. SÍF var fyrst og fremst í saltfiski og skyldum vörum sem SH hafði ekki. Eimskipa- félagið hafði þegar hér var komið sögu verið að fjárfesta í SÍF og var komið með um 10% að mig minnir. Það varð síðan úr að við stjórnendur SH ákváðum að kaupa hlut í SÍF og um það leyti sem ég hætti hjá SH í marz 1999 réð fé- lagið líka yfir um tíunda hlut í SÍF. Þarna voru þessi samstarfsfélög til langs tíma, Eimskip og SH, komin með um fimmtungshlut í SÍF, sem var nokk- uð ráðandi hlutur, þar sem eign- arhaldið var að öðru leyti mjög dreift. Um þetta eignarhald var ágæt sátt. Að baki ákvörðun um kaup á stórum hluta í SÍF lágu að- allega tvær ástæður. Annars vegar sú, að SH gæti átt þátt í útflutningi á saltfiski án þess að hefja eigin salt- fiskútflutning, sem ég hafði alla tíð verið mótfallinn. Hins vegar að okk- ur fannst SÍF vera að gera býsna spennandi hluti. Það fór ekkert á milli mála í mínum huga að þessi kaup í SÍF myndu fyrr eða síðar leiða til þess að félögin tækju upp nánara samstarf. Það varð að sam- komulagi á milli SH og Eimskips, að ég tæki við stjórnarformennsku í SÍF, eftir að ég hætti sem forstjóri SH. Ég tel hins vegar að það hafi verið mistök hjá SH að selja allan þennan eignarhluta aftur strax í maí. Staða SH hefði verið talsvert önnur örfáum misserum síðar, þegar stjórnendur hennar byrjuðu að reyna að ná yfirtökum í SÍF, ef þeir hefðu átt þessi bréf áfram. Tímabundnar hremmingar Það er ekki fyrr en eftir að Ís- lenskar sjávarafurðir sameinast SÍF í árslok 1999 eftir að hafa lent mikl- um fjárhagslegum hremmingum, að nýir stjórnendur SH fara að líta á SÍF sem verðugan keppinaut. Fé- lagið var þá komið með frystinguna líka. Það er fróðlegt að velta því fyrir sér hver framvindan hefði orðið hefði SH ekki selt frá sér bréfin í SÍF í maí 1999. Síðan líða örfá misseri og strax haustið 2001 eru uppi töluverðar umræður um hvort einhvers konar möguleiki sé á samvinnu. Við SÍF- menn töldum að tíminn ynni klár- lega með okkur. Við vorum að vinna okkur út úr mörg- um erfiðum málum, og m.a. að ljúka sameiningu félaga á Spáni, í Frakklandi og hér heima, og jafnframt var dótt- urfélagið í Bandaríkjunum komið í eðlilegan rekstur eftir gríðarlegt tap í kjölfar flutninga verksmiðjunnar. Við vorum þess fullvissir að tíminn ynni með hluthöfum SÍF. Þá kemur þessi ótímabæra yfirlýsing Róberts Guðfinnssonar um sameiningu félag- anna á aðalfundi SH í mars 2002, sem hann fylgir eftir með bréfi til stjórnar SÍF. Það bréf var dálítið sérstakt fyrir þær sakir að hann, sem er stjórnarformaður SH, spyr stjórn SÍF að því hvort stjórnin hafi áhuga á því að taka upp viðræður um sameiningu og ef svo væri myndi hann taka málið upp við stjórn SH. Okkur þótti þessi nálgun frekar sérkennileg, en ákváðum að sjálf- sögðu að svara þessu með faglegum hætti og bentum á að sameining væri ekki uppi á borðinu hjá okkur á þeim tíma og við myndum hafa sam- band, ef og þegar við sæjum hent- ugan tíma fyrir SÍF. Útreikningar í Íslandsbanka Síðsumars og á haustmánuðum 2002 gengur fjöllum hærra að til séu í Íslandsbanka einhverjir útreikn- ingar og gögn sem sýni að það sé af- skaplega skynsamlegt að sameina þessi félög og að hlutföllin séu nærri 60-40 SH í vil. Við tókum þetta ekk- ert sérstaklega alvarlega til að byrja með, en orðrómurinn verður stöðugt háværari og það verður til þess að við skoðum málið nánar. Þá kemur upp úr kafinu að það er hugmynd í gangi hjá Íslandsbanka og ein- hverjum forráðamanna SH að bjóða hluthöfum SÍF að leggja hlutabréfin sín inn í SH í staðinn fyrir bréf í SH þannig að SÍF rynni inn í SH. Þetta fékkst svo staðfest í óformlegum við- ræðum. Eftir að hafa ráðfært okkur við okkar stærstu hluthafa var nið- urstaðan sú að formenn og for- stjórar félaganna áttum ágætan fund um sameiningarviðræður. Við SÍF-menn lögðum á það áherzlu strax að við værum að tala um sam- einingu, ekki yfirtöku. Því var aldrei mótmælt.Við fórum yfir hugsanleg samlegðaráhrif og jafnframt nokkur útfærsluatriði. Við vorum sammála um það að sameining félaganna væri áhugaverð og ákváðum að leggja það til við stjórnir félaganna að setja málið strax í fullan gang. Það gerðum við í SÍF, en það kom okkur algjörlega í opna skjöldu, að SH-menn ákváðu hins vegar að gera það ekki og við þurftum að tilkynna stjórn SÍF að málið myndi dragast. Hins vegar héldu áfram þessar frétt- ir innan úr Íslandsbanka að þetta væri augljós kostur og það þyrfti bara að sannfæra hluthafana í SÍF um að fella félagið inn í SH. Sameining á jafn- réttisgrundvelli Okkur leiddist þófið og stöðugur undirróður og stjórn SÍF ákvað því á fundi sínum rétt fyrir síðustu jól að óska eftir formlegum viðræðum við SH um sameiningu til þess að fá úr því skorið, hvort menn meintu eitt- hvað með þessum umræðum. Sú vinna fór tiltölulega fljótt af stað. Í okkar herbúðum höfðum við lagt töluvert mikla vinnu í það að meta virði félaganna og komumst að þeirra niðurstöðu, að félögin væru mjög nærri hvort öðru að stærð og verðmæti. Við töldum að vísu, að staða SÍF væri að mörgu leyti sterk- ari og sérstaklega að eftir mikla vinnu við sameiningar og ýmiss kon- ar hagræðingu væri rekstur SÍF til framtíðar meira spennandi en SH, enda verksmiðjur SÍF nýjar og fé- lagið í heild á góðu skriði. Auðvitað þykir hverjum sinn fugl fagur og við gerðum okkur grein fyrir því, að erf- itt yrði að fá samþykki fyrir stærri hlut SÍF. Því ákváðum við að ganga til þessara viðræðna á þeim grundvelli að um væri að ræða sam- runa á jafnréttis- grundvelli. Við töld- um það ennfremur mjög skynsamlegt vegna starfsfólks og viðskiptavina. Um leið og búið væri að sameina félögin skiptu hlut- föllin ekki miklu máli, en það skipti miklu máli út í frá að um sameiningu á jafnréttisgrundvelli væri að ræða. Um þetta var orðið samkomulag í stjórn SÍF, þrátt fyrir að skiptar skoðanir væru um málið, einkum hjá þeim sem höfðu komið inn við sam- runann við ÍS. Menn sýndu engu að síður þá framsýni að samþykkja það, að næðu menn saman á þessum grunni, ættu að láta til skarar skríða. Við samningamenn SÍF lögðum mikla áherzlu á það í öllum þessum viðræðum að reyna að sannfæra menn um það að slá ekki á þessa sáttahendi, heldur leita allra leiða til þess að fara í sameiningu og láta af þessari hugsun um yfirtöku. Yfir- taka var hins vegar greinilega ásetn- ingur einhverra þeirra, sem réðu þarna ferðinni og það var aldeilis úti- lokað mál að fá þá til að fallast á samruna. Við buðum meira að segja upp á það að SH mætti taka ein- hverjar eignir út, sem deilt væri um eftir að menn voru farnir að deila um krónur og aura. Því var líka hafnað. Fjaðrafok Við vorum sannfærðir um það að hlutföllin væru nærri því að vera jöfn og þegar fyrsta niðurstaða bankanna á skiptihlutföllum kemur og er kynnt fyrir okkur óformlega, eru hlutföllin 52-48 SÍF í vil. Þetta olli miklu fjaðrafoki, sérstaklega í herbúðum Íslandsbanka. Niður- staðan var sú að breyta út frá þeirri matsaðferðafræði, sem notuð hafði verið. Þá komu út hlutföllin 53-47 SH í hag. Hvort tveggja þetta fannst okkur sýna að jafnræði væri með fé- lögunum. Þetta væri langt innan skekkjumarka, sérstaklega með til- liti til þess að það var ekki gerð til- raun til að meta verðmæti vöru- merkja félaganna og viðskiptavild. Það var ekki fallizt á þá tillögu okkar að sameina félögin á jafnrétt- isgrundvelli og við fengum aldrei aðra tillögu upp á borðið í samninga- nefndunum, kannski vegna þess að hinir aðilarnir gerðu sér grein fyrir því að við myndum ekki samþykkja annað. Svo lýkur þessum viðræðum í marz með því að samninganefnd- irnar skila umboði sínu og stjórnir félaganna senda frá sér yfirlýsingu um að fullreynt sé. Ég taldi nokkuð einsýnt að ekkert yrði frekar gert næstu misserin og félögin fengju nú vinnufrið. Að þetta skyldi svo koma upp aftir nú í lok sumars, voru mér mikil vonbrigði. Ég hef alla tíð verið þeirra skoðunar að þessi félög myndu ná saman og þegar öldurnar væru svolítið farnar að lægja og báð- ir aðilar væru búnir að vinna úr sín- um hlutum, myndu skapast tækifæri til að byrja upp á nýtt.“ Selt og keypt Hvað finnst þér um afskipti fjár- festingafélagsins Straums og Ís- landsbanka af þessum málum? „Ég var afar undrandi þegar Straumur seldi bréfin sín í SÍF morguninn fyrir aðalfund félagsins nú í vor, vegna þess að Þórður Jó- hannesson, framkvæmdastjóri Straums, hafði lýst því yfir við okkur að hann teldi SÍF vera mjög spenn- andi félag og hlakkaði til að vinna í því með okkur. Þá var búið að leggja að því drög að það yrðu einn eða tveir menn frá Straumi í stjórn SÍF. En stjórnendur Straums skipta svo um skoðun á síðustu stundu og selja öll bréfin í SÍF. Aðferðin við þá sölu er kapítuli út af fyrir sig. Skýringin á þessu var eftirá sögð sú, að fyrst ekki hefði tekizt að ná þessum félögum saman, hefði Straumur ekki lengur áhuga á því að eiga neinn hlut í þessum sölufélög- um. Síðan líður til- tölulega stuttur tíma þar til hann kaupir svo veru- legan hlut í SH og þá er allt í einu komin ný þörf hjá Straumi til að sameina félögin. Allt þótti þetta heldur fálmkennt.“ Hart gengið fram Eru þá einhverjar aðrar ástæður fyrir áhuga Íslandsbanka? „Þeir gengu ansi hart fram og fyrir því eru einhverjar aðrar ástæður en um- hyggja fyrir hluthöfum í SÍF. Fram hefur komið að það tengist væntan- Yfirtaka SÍF þráhyggja hjá Íslandsbanka Hefði bankinn viljað sameina SH og SÍF á jafnréttis- grundvelli hefði verið hægt að gera það fyrir löngu Sameinaðir kraftar þessara félaga á Bandaríkjamarkaði yrðu afar sterkir, ef um það næðist samstaða Sameining hefði verið æskileg síðastliðinn vetur, en óvinveitt yfirtaka nú hefði verið alvarlegt feilspor Mikið hefur verið rætt um sameiningu SH og SÍF að undanförnu, en enn einu sinni hafa þau áform verið lögð á hilluna eftir snörp átök milli S-hópsins og Landsbankans. Hjörtur Gíslason ræddi gang þessara mála við Friðrik Pálsson, fráfarandi formann SÍF. Hann telur framgöngu Íslandsbanka í málinu hafa komið mjög á óvart. Morgunblaðið/Golli Friðrik Pálsson segir að það hafi ekki verið umhyggja Íslandsbanka fyrir hagsmunum hluthafa í SÍF og tæpast heldur í SH, sem fyrir honum hafi vakað í tilraunum hans á undanförnum mánuðum til að yfirtaka SÍF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.