Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 22
SUÐURNES 22 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ var erfitt að eiga samskipti við kennara og nemendur í fyrst- unni, við töluðum saman á ensku en íslenskan kom fljótt,“ segir Marta Serwatko, 14 ára nemandi í Gerða- skóla í Garði. Hún er fædd í Pól- landi en hefur búið hér á landi í rúm þrjú ár og hefur náð mjög góð- um tökum á íslenskunni. Fljótlega skilaði hún villulausum stíl og gengur meira að segja vel að beygja íslensku orðin. Foreldrar Mörtu, Maria Barbara og Leszek Serwatko, fluttu frá Pól- landi í Garðinn fyrir rúmum þrem- ur árum með Mörtu og yngri bróð- ur hennar, Lukasz. Þau komu til að vinna í fiski og Marta gekk strax í Gerðaskóla. „Það var svolítið skrít- ið að koma hingað. Allt var svo stórt úti, öfugt við það sem hér er. Við kunnum enga íslensku og öll samskipti voru erfið í fyrstunni,“ segir Marta. Hún segir að sér hafi bara geng- ið vel að læra íslenskuna, fundist hún skemmtileg, og þakkar það ekki síst sérkennaranum í Gerða- skóla, Helgu Eiríksdóttur, hún sé góður kennari. Síðan hafi hún fljót- lega eignast vinkonur og eftir það fengið góða æfingu í málinu. Árangurinn fer eftir áhuganum Átta erlendir nemendur eru nú í Gerðaskóla, sex frá Póllandi og tveir frá Filippseyjum. Þau fá öll sérstaka íslenskukennslu, tíma á hverjum degi ásamt öðrum nem- endum sem þurfa á því að halda, til dæmis börnum sem dvalið hafa mikið erlendis eða eiga annað for- eldri af erlendu bergi brotið. Eydís M. Sveinbjarnardóttir skólastjóri segir að vel hafi gengið að sinna þessum nemendum. Þegar nýtt erlent barn komi í skólann, sem á undanförnum árum hefur gerst á hverju hausti, séu skólastof- ur, skrifstofur og fleiri vistarverur merktar á máli viðkomandi, til dæmis pólsku, til þess að auðvelda þeim lífið. Þá greiði Gerðahreppur fyrir túlk sem fylgir viðkomandi í upphafi. „Við reynum að veita þeim eins jákvæða mynd af nýja skól- anum og skólastarfinu og hægt er,“ segir Eydís. Helga Eiríksdóttir sérkennari segir mjög misjafnt hvernig er- lendu börnunum gangi í námi. Það fari eftir ýmsu, meðal annars aldri þeirra þegar þau koma fyrst í skól- ann. Þá fái sumir menningaráfall við að koma í framandi umhverfi. Það geti staðið lengi og hamlað mjög íslenskunáminu. „Árangurinn fer mikið eftir því hvað krakkarnir ætla sér. Marta ætlaði sér strax að ná þessu og gekk einstaklega vel,“ segir Helga og bætir við að hún hafi fljótlega skilað villulausum stíl í íslensku. „Hún er góð í öllum fögum enda á hún auðvelt með nám. Þannig skellti hún sér í dönskuna, lærir hana eins og ekkert sé og er þar með betri nemendum,“ segir Helga. Orðabókin á heimilinu Marta gekk alltaf með vasaorða- bók á sér og fletti stöðugt upp á merkingu orða, ekki síst í öðrum námsgreinum. Fram kemur hjá Mörtu, þegar þær Helga ræða sam- an á meðan verið er að taka ljós- mynd af þeim, að hún hefur fyrir lögnu týnt orðabókinni og segist sjálf vera orðabókin á heimili sínu sem aðrir fletti upp í. Marta segir að Lukasz, sem er átta ára, gangi líka vel með íslensk- una. Foreldrunum hafi ekki gengið eins vel í upphafi en nú séu þau líka orðin býsna góð. Þau hafa keypt sér hús í Garðinum og eru bæði far- in að vinna uppi á Keflavík- urflugvelli, falla greinilega vel inn í samfélagið á Suðurnesjum. Marta Serwatko týndi vasaorðabók- inni og er nú sjálf orðabók heimilisins Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Helga Eiríksdóttir sérkennari og Marta Serwatko ræða saman. Íslenskan kom fljótt Garður sig. Námið í 1. bekk grunnskólans taki mið af stöðu hvers barns sam- kvæmt upplýsingum leikskólans, að fimm ára börnin verði kunnug vænt- anlegum vinnustað og að nýnemar verði öruggir á nýjum stað. Þá er ætl- unin að greina börn sem eiga í mál- farslegum erfiðleikum og vinna að því að finna eins og fljótt og auðið er þau börn sem síðar gætu átt í erfiðleikum með lestrartileinkun. Fóru saman í námsferð Reynt verður að ná þessum mark- miðum með ýmsum hætti, meðal ann- ars með fundum og heimsóknum kennara grunnskóla og leikskóla og gagnkvæmum heimsóknum barnanna. Erna getur þess að starfsfólk grunnskólans og leikskólans hafi farið saman til Danmerkur á námskeið í kennaraháskóla til að kynna sér notk- un fjölgreindarkenningarinnar. Telur hún að það sé einstakt að grunn- og leikskólakennarar fari saman í náms- ferð af þessu tagi. Ýmis önnur þróunarverkefni eru í gangi í Gerðaskóla, sérstaklega þar og í samvinnu við aðra skóla á Suð- urnesjum. Þannig er starfsfólk skól- ans í tveggja ára námi í eineltisfræð- um. „Kennarar og annað starfsfólk er á kafi í lærdómi. Ég óttast stundum að ég gangi of langt í þessu en fólkið er svo viljugt að taka þátt í öllu sem stuðlar að þróun og eflingu skóla- starfsins,“ segir Erna skólastjóri. Gerðaskóli og Gefnarborg vinna saman að þróunarverkefni Galsi var í nemendum Gerðaskóla, þegar þeir voru í boltaleik úti í portinu í langþráðum frímínútum. Erna skólastjóri er með mörg þró- unarverkefni í gangi í vetur. Stuðlað að samfellu í námi barnanna Garður LENGI býr að fyrstu gerð er heiti á samstarfi Gerðaskóla og leikskólans Gefnarborgar í Garði. Samstarfið er tekið upp til þess að stuðla að því að nám barna sé samfellt og leik- og grunnskóli taki tillit til reynslu barnanna. Að sögn Ernu M. Sveinbjarnar- dóttur, skólastjóra Gerðaskóla, hefur samstarf leikskólans og grunnskólans staðið frá vori 2002 og gefist afskap- lega vel. Í haust er verið að auka það með því að taka upp marktækt mat á árangrinum. „Við sjáum ekki annað en að þau börn sem koma upp úr leik- skólanum séu vel búin undir nám í grunnskólanum,“ segir Erna. Markmið starfsins í vetur eru þau að kennarar kynni sér námskrár elstu barna í leikskóla og yngstu nemenda í grunnskóla með áherslu á inntak og vinnubrögð á hvoru skólastigi fyrir Morgunblaðið/Helgi Bjarnason AÐALFUNDUR Foreldrafélags Holtaskóla í Keflavík verður haldinn fimmtudaginn 18. sept- ember næstkomandi. Fundurinn verður í sal Holta- skóla og hefst klukkan 20. Á dag- skrá fundarins eru venjuleg aðal- fundarstörf. Gestur verður Jónína Guðmundsdóttir, skóla- stjóri Holtaskóla, og fjallar hún meðal annars um og kynnir vef- inn mentor.is, fyrirhugaða ný- byggingu skólans og skólastarfið almennt. Foreldrafundur í Holtaskóla Keflavík Pajero 500.000 kr . afsláttur Opið kl. 10.00-17.00 laugardag og kl. 12.00-17.00 sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.