Morgunblaðið - 13.09.2003, Page 40

Morgunblaðið - 13.09.2003, Page 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Soffía Vilhjálms-dóttir fæddist í Óseyrarnesi 5. maí 1913. Hún lést í Reykjavík 4. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðbjörg Jónsdóttir frá Helluvaði á Rang- árvöllum, f. 3.4. 1870, og Vilhjálmur Gísla- son, ferjumaður, f. á Stóra-Hofi á Rangár- völlum 20.8. 1874. Systkini Soffíu voru: 1) Guðbjörg, f. 9.11. 1896, Stefanía, f. 29.3. 1902, Gísli, f. 7.11. 1903, Jóna Guð- ríður, f. 6.10. 1905, Geir, f. 11.5. 1907, Sigurgeir, f. 28.5. 1909, og Sigurbjörg, f. 10.4. 1916. Soffía var næstyngst systk- inanna. Áður en Soffía hóf iðnrekstur hafði hún unnið við bókhald hjá Arilíusi Ólafssyni endurskoðanda í Reykjavík. Ung vann Soffía við verslunar- störf hjá Guðlaugi Pálssyni, kaupmanni á Eyrarbakka. Árið 1947 stofnaði hún prjónastofuna Peys- una, ásamt Sigríði Bogadóttur og Lilju Þorvarðardóttur, og ráku þær fyrirtæki sitt í áratugi. Útför Soffíu verður gerð frá Oddakirkju á Rangárvöllum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. „Skein yfir landi sól á sumarvegi,“ vandaði freknótt stelpuhnáta sig við að skrifa þar sem hún sat við eldhús- borðið í kjallaranum á Ásabergi hjá afa sínum og ömmu þar sem hún ólst upp. Þetta var forskriftin sem hún Soffa, þá ung stúlka, gaf henni litlu systurdóttur sinni. Forskriftin gerði það seinna að verkum að þegar Hadda sat í kartöflugeymslunni og var að brjóta spírur af kartöflum, sem var eitt aleiðinlegasta verk sem hún gerði þegar hún var krakki, þá hljóp hún af og til inn í hús og las nokkrar línur í Gunnarshólma, sem hún þuldi svo og lærði meðan hún braut spírurnar, þar til hún kunni hann allan. Löngu seinna þegar stelpan var orðin mamma mín kom ekki annað til greina hjá mér en að læra þetta merkilega kvæði af fúsum vilja. Soffa hélt áfram að sá ljóða- fræjum og einn daginn færði hún mér ljóðasafn Jónasar Hallgrímsson- ar. Eftir að hún var orðin gömul og hætt að keyra fékk mamma mig til að fara með sig og Soffu í bíltúr austur í „kofa“ nokkrum sinnum. Það urðu mér og krökkunum mínum eftir- minnilegar stundir. Þessi síðustu ár var minnið mikið búið að gefa sig hjá henni, en eitt skiptið á leiðinni austur þegar Skjaldbreiður blasti við þurfti ekki nema nokkur orð úr ljóðinu þá var það þarna allt og hún hafði unun af því að fara með það. Kímnigáfa og prakkaraskapur var á sínum stað og í góðu lagi hjá Soffu frænku alla tíð. Smá dæmi um það er þegar við vorum að koma frá Laug- arvatni og ég benti henni út um bíl- rúðuna á Laugardalsfjallið til að sýna henni hvað það væri fallegt þetta kvöld. Hún leit ekki við því og sagðist svo oft hafa séð það en spurði hvort það hefði eitthvað breyst. Þetta þótti mér sérstaklega skondið vegna þess að fáa aðra hef ég heyrt dást eins mikið að náttúrunni. Allt fram að síð- asta sumrinu hennar þráði hún að komast út á land þegar fór að vora og hálfníræð keyrði hún sjálf á bílnum sínum með mömmu norður Kjöl. Í fyrra þegar við fórum saman á Eyr- arbakka þurfti að huga að kartöflum. Á meðan við vorum að reyta sat hún langa stund á stól undir skúrnum og horfði vestur á Bakka. Þar fannst henni gott að sitja og láta goluna hvísla að sér orðum og yl frá öðrum tíma. Ég þakka Soffu frænku fyrir allt og í veganesti læt ég þetta bænavers sem Guðbjörg langamma, móðir Soffu, fór með á kvöldin þegar hún svæfði börnin: Heimsins þegar hjaðnar rós og hjartað klökknar, Jesús, gef mér eilíft ljós sem aldrei slokknar. (Höf. ók.) Jónína Óskarsdóttir. Móðursystir mín Soffía Vilhjálms- dóttir lést á Elliheimilinu Grund 4. september eftir erfið veikindi. Þakka ég starfsfólki Grundar góða umönn- um sem hún hlaut. Vil ég minnast hennar með nokkr- um orðum. Dugnaði hennar og atorku við það, sem hún vann að, verður ekki lýst. Það þrekvirki að stofna Prjónastof- una Peysuna var henni og þeim sem að stóðu til mikils sóma. Hjálpsemi hennar og umhyggja fyrir öðrum, sem minna máttu sín, verður mörg- um í minni. Henni á ég ótal margt að þakka, því að allt frá unglingsárum mínum, er ég kom til Reykjavíkur, var hún mér sem besta móðir. Heimili hennar á Skeggjagötu 12 stóð mér ávallt opið og þar átti ég gott skjól og umhyggju, sem aldrei gleymist. Ung varð ég ekkja og þá stóð Soffa eins og hún var ávallt kölluð við hlið mér eins og klettur og gerði allt, sem í hennar mannlega mætti stóð, til þess að hjálpa mér, styðja mig og styrkja. Síðar þegar ég fór utan til náms var Soffa mín hjálparhella og fjár- haldsmaður. Alla tíð síðan hef ég átt henni skuld að gjalda. Margar voru þær ánægjustundir, sem við frænkurnar áttum saman, og þá sérstaklega í sumarbústað hennar að Gili í Laugardal þar sem fallegur skógur ber í dag umhyggju hennar vitni, sannur sælureitur, sem hún var vakin og sofin við að rækta. Við andlát Soffu kemur mér í hug þetta vers í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Að leiðarlokum í þessum heimi þakka ég frænku minni fyrir allt, sem hún gerði fyrir mig, og bið Guð að blessa minningu hennar. Lára Vigfúsdóttir. Störin á flánni er fölnuð og nú fer enginn um veginn annar en þú. Í dimmunni greinirðu daufan nið og veizt þú ert kominn að vaðinu á ánni. (Hannes Pétursson.) Komdu sæl, ég heiti Soffía. Mig langar til að fá þig til að selja peysur fyrir mig. Sú sem ávarpaði mig þann- ig í Kaupfélaginu í Búðardal var Soffía Vilhjálmsdóttir iðnrekandi, sem ásamt Sigríði Bogadóttur og Lilju Þorvarðardóttur átti Prjóna- stofuna Peysuna, sem þá var rótgróið og vel þekkt fyrirtæki. Þegar þessar bjartsýnu konur hófu iðnrekstur skömmu eftir stríðs- lok voru höft á allan innflutning. Bæði vélar og garn voru ófáanleg að utan án leyfa. Þær byrjuðu því á því að kaupa gamlar vélar af Prjónastof- unni Framtíðinni og prjónuðu úr ís- lensku bandi og lopa. Hver fyrir sig bjuggu þær yfir kunnáttu og reynslu sem nýttist vel við framleiðsluna. Sigríður kunni á prjónavélarnar, Lilja sneið og saumaði og Soffía, sem hafði unnið við bókhald á endurskoð- unarstofu, sá um reikningshald og sölu. Smekkvísi, dugnaður og þraut- seigja fleytti þeim yfir erfitt hafta- tímabil. Nýjar vélar voru keyptar, starfsfólki fjölgað og eigið húsnæði keypt í Bolholti 6 og Prjónastofan Peysan varð eitt virtasta fyrirtækið í þessari grein. Í framhaldi af samtali okkar Soffíu í Búðardal upphófst ekki bara sölu- mennska fyrir Peysuna heldur rót- skemmtilegur félagsskapur og vin- átta við þessa stórbrotnu konu. Það er erfitt að minnast Soffíu í fáum orð- um, helst þyrfti að skrifa heila bók. Ég ætla að byrja á árstíðunum en þær höfðu allar ákveðnar athafnir í för með sér. Veturinn kaldur og dimmur var ekki alslæmur. Þá kom skíðasnjórinn, ófáar ferðir farnar upp á Hellisheiði og arkað í átt að Meitli eða eitthvað út í buskann. En snjór og frost buðu upp á fleira en skíðaferðir. Einn kaldan vetrardag sá ég að hún hafði lagt fjalir yfir sval- irnar heima hjá sér og spurði hvað þetta væri? „Þetta er allsnægtaborð- ið,“ svaraði hún. Þarna gaf hún smá- fuglunum hvern dag og keypti fugla- fóður í sekkjum. Á vetrarsólstöðum var haldin veisla á Prjónastofunni og því fagnað að daginn færi að lengja. Þá var hún líka búin að færa Mæðra- styrksnefnd peysur í kössum og allt- af fann hún einhverja sem voru í hönk og hjálparþurfi fyrir jólin. Hún hafði þann háttinn á að senda ávís- anir útgefnar af Landsbankanum í pósti. Þá vissi enginn hver gaf. Ég komst að þessum ávísunarsending- um hennar þegar hún varð sjötug. Þá frábað hún sér afmælisgjöf en bað mig í staðinn að gefa illa stöddum peningagjöf og hafa sama háttinn á. Þá kom vorið og mér var boðið austur í Fljótshlíð því það voraði fyrst fyrir austan. Svo var beðið eftir lóunni og fylgst með komu far- fuglanna. Farið var í páskamessu í Langholtskirkju. Þar var konsert. Það var ekki verra fyrir þann mús- íkaðdáanda sem Soffía var að fá fal- lega tónlist með guðsorðinu. Sumrinu fagnaði Soffía betur en nokkur sem ég þekkti. Það var henn- ar árstíð. Þá hófst ræktunin bæði við sumarbústaðinn austur í Laugardal og við Rauðavatn þar sem hún rækt- aði skóg en henni var mikið kappsmál að græða landið. Sumarbústaðurinn var hennar paradís. Þar var gestum vel fagnað með góðum veitingum og uppbyggilegum umræðum um eilífð- armálin og málefni líðandi stundar. Soffía notaði öll sín sumarfrí til að ferðast um landið og ferðir með henni eru eftirminnilegar. Hún þekkti landið vel og hún var óhrædd við að keyra yfir óbrúaðar ár sem voru margar bæði á Kili og Sprengi- sandi. Hún sagði: „Bara að fara snemma að morgni þá eru þær vatns- minni,“ óð svo út í með staf í hendi og fann vaðið á ánni. Soffía var ógift og barnlaus. Heim- ili hennar á Skeggjagötu 12 var alltaf opið frændfólki og vinum sem nutu hennar einstöku hjálpsemi. Það er oft talað um fólk sem ekkert aumt má sjá en Soffía mátti ekki um neitt aumt heyra. Í einu kvöldrabbi okkar hafði ég orð á því hvað það væri dýrt að fá síma. Þá sagði hún: „Það er gott að þú minnist á síma, ég ætla að biðja þig að gefa gamalli konu helming í síma.“ „Hvað heitir þessi kona?“ spurði ég. „Það veit ég ekkert um, hún leigir hjá nágranna mínum og hann hefur áhyggjur af henni einni í kjallaranum símalausri,“ var svarið. Þannig leystust símamál þessarar nafnlausu nágrannakonu hennar. Á hverju hausti fór Soffía inn að Hvítárvatni. Himinninn var hvergi fegurri að hausti en þar og fjöllin hvergi blárri. Það er komið að kveðjustund. Haustferðin í ár verður ekki farin inn að Hvítárvatni heldur til annarra og blárri fjalla og upphimins fegri. Full þakklætis kveð ég Soffíu um stund. Bið Guð að blessa hana og fjölskyldu hennar alla. Bertha Snorradóttir. Kær vinkona okkar hefur fengið friðinn. Þegar við hittum hana í fyrsta skipti á prjónastofunni Peys- unni í Bolholti tók hún á móti okkur á gúmmístígvélum upp að hné, með dekk sitt í hvorri hendi og var að búa sig undir að skipta um dekk á bílnum sínum. Hún hvessti á okkur augun – átti von á okkur. Hvað er ykkur á höndum, krakkar mínir? Við höfðum eiginlega fengið hana í arf, ef svo má að orði komast, með barnafataversl- un sem við höfðum fest kaup á. Þarna hófst farsælt samstarf og vinátta á milli okkar. Við vorum tíðir gestir á prjónastofunni. Þarna bjugg- um við til peysur í samvinnu, út- prjónaðar peysur og prjónajakka, sumarpeysur og jólapeysur. Þetta var ógleymanlegur tími. Að búa til mynstur, ákveða garn og sjá svo peysurnar verða til í hundraðatali, prjónaðar, pressaðar og ekki síst seldar. En þetta var ekki allt. Soffía var okkur svo góð og hlý. Hún vissi meira en margur. Það er ekki langt síðan við sátum saman tvær í ákveðnum til- gangi. Það var ekki til einskis. Soffía átti yndislegt athvarf við Laugar- vatn. Þar fengum við að njóta gest- risni hennar og mýsnar fengu sitt. Ein saga af Soffíu, nýleg. Hún lagði af stað ein austur í bústaðinn sinn á sínum bíl með nesti í körfu. Þegar hún kom að Laugarvatni ákvað hún að skella sér upp að Gull- fossi og þegar þangað kom var upp- lagt að renna upp á Kjöl. Þó nokkur umferð, ekkert mál. Þar lagði hún bílnum, settist út í móa og gerði sér gott úr körfunni góðu. Nokkrir gáfu sig á tal við hana, eina konu af eldri kynslóðinni. Jú, allt í lagi með mig, ég er bara að fá mér hressingu. Síðan skellti hún sér á Blönduós, gisti á hótelinu og ók svo heim til Reykja- víkur, næsta morgun, á níræðisaldri. Hvað? Dyrabjöllu er hringt, þetta er Soffía. Hérna er sunnudagsmatur- inn, ég held ykkur veiti ekki af því, með öll þessi börn. Poki með lamba- læri og öllu tilheyrandi frá kaup- manninum. Ýmis heilræði fylgdu með og guðsblessun. Vinátta og tryggð Soffíu var okkur ómetanleg og ógleymanleg. Guð blessi minningu stórbrotinnar konu. Sólveig og Pétur. SOFFÍA VILHJÁLMSDÓTTIR Elskulegur sonur okkar og bróðir, HENRY EINAR FINK, lést í Los Angeles föstudaginn 5. september síðastliðinn. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi. Kort eru seld í síma 543 1151. Steinunn Einarsdóttir Fink, Albert Fink, Dísa Fink. Elskuleg systir okkar og mágkona, BIRNA ÁRMANNSDÓTTIR, Hátúni 12, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 5. september. Guðný Ármannsdóttir, Baseer Paracha, Vigfús Ármannsson, Sæunn Sigursveinsdóttir, Heiða Ármannsdóttir, Halldór Frank, Jón Birgir Ármannsson. Móðir og tengdamóðir okkar, ÁSDÍS MARÍA MOGENSEN, Lönguhlíð 3, Reykjavík, andaðist laugardaginn 6. september sl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstaklega færum við starfsfólki L-5 á Landspítala Landakoti þakkir fyrir alúð og góða umönnun. Guðrún Mogensen, Magnús Björgvinsson, Karen Mogensen, Þórleifur Friðriksson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Hjartkær eiginkona mín og systir okkar, GUÐRÚN MARKÚSDÓTTIR STOFFEL, andaðist í Lancaster Kaliforníu miðvikudaginn 27. ágúst. Bálför hefur farið fram. Edward Stoffel, Helga Markúsdóttir, Einar Markússon, Jóhanna Markúsdóttir. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.