Morgunblaðið - 13.09.2003, Side 8

Morgunblaðið - 13.09.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hvað segið þið um heimsreisu, elskurnar mínar? Starfsmenntaáætlun ESB Eykur víðsýni og skilning Á NÆSTUNNI erusíðustu forvöð aðskila inn umsókn- um um þátttöku í Leon- ardó-starfsmenntaáætlun ESB, en Íslendingar hafa fullan aðgang að áætlun- inni í gegnum EES-samn- inginn. Þetta er starfs- menntavalkostur sem hugnast hefur mörgum í gegnum tíðina, jafnt hér á landi sem erlendis, en fjöldi Evrópuþjóða er aðili að starfsmenntaáætlun- inni. Morgunblaðið lagði af því tilefni nokkrar spurningar fyrir Ástu Sif Erlingsdóttur, sem er for- stöðumaður Leonardó á Íslandi. Þurfti fyrst að út- skýra hugtakið fyrir les- endum. Hvað er Leonardó? „Leonardó er starfsmennta- áætlun Evrópusambandsins. Markmið áætlunarinnar er að efla nýsköpun í starfsmenntun, fagkunnáttu og færni fólks auk þess að auka gæði og aðgang að símenntun. Henni má í grófum dráttum skipta í tvennt, annars vegar í mannaskiptaverkefni sem er starfsþjálfun fyrir ungt fólk í starfsnámi og vinnu sem leið- beinendur og stjórnendur t.d. starfsmannastjóra og fræðslu- stjóra sem geta miðlað þekkingu sinni áfram til starfsmanna sinna. Hins vegar er um að ræða stærri verkefni, sem við köllum tilraunaverkefni, sem eru unnin í samstarfi minnst þriggja Evr- ópulanda.“ Hvernig nýtist þetta Íslend- ingum? „Íslendingar eiga fulla aðild að Leonardó-áætluninni í gegnum EES-samninginn og hefur Ísland verið þátttakandi í áætluninni frá því að hún hófst árið 1995. Tækifærin eru ótalmörg og má þar nefna samstarf milli landa um gerð og þróun kennsluefnis á ýmsum sviðum innan starfs- menntunar. Undanfarin ár hafa Íslendingar fengið styrki til að stjórna tveimur til þremur stórum verkefnum á ári. Íslend- ingar hafa stjórnað 26 tilrauna- verkefnum frá upphafi áætlunar- innar. Verkefnin eru mörg fjölbreytt, t.d. verkefni sem fjalla um gerð námsefnis um ferða- þjónustu, tungumálaverkefni sem tengist alþjóðaviðskiptum, verkefni sem tengist því að koma í veg fyrir brottfall nemenda úr framhaldsskólum o.fl. o.fl. Mannaskiptin eru mjög vinsæl, leiðbeinendur hafa kynnt sér nýjar námsbrautir og nýjungar í kennslu og námsfólkið aflað sér reynslu í sínu fagi. Rúmlega 200 Íslendingar eru á faraldsfæti með styrk frá áætluninni árlega. Yfirleitt er það þannig að leið- beinendur og stjórnendur fá styrki til að fara utan í 1 til 6 vikur en námsfólkið frá 3 vikum og upp í heilt ár. En fyrst og fremst eykur þátttakan víðsýni okkar eins og annarra Evrópubúa, skilning okkar og samstarfs- möguleika.“ Hversu víðtæk er áætlunin? „Ísland á aðild að Leonardó- starfsmenntaáætluninni ásamt 29 öðrum Evrópuríkjum. Í hverju landi er landsskrifstofa fyrir Leonardó og hefur Rannsókna- þjónusta Háskóla Íslands rekið landsskrifstofuna hér á landi frá upphafi áætlunarinnar 1995.“ Hvenær er umsóknarfrestur? „Umsóknarfrestir um manna- skiptaverkefni eru tveir á ári, annars vegar í upphafi árs og hins vegar í október. Um til- raunaverkefni er sótt í tveimur áföngum. Fyrst er gerð forum- sókn, sem síðan er unnin áfram í lokaumsókn ef hún er metin hæf. Næsti umsóknarfrestur í Leon- ardó-áætlunina er 3. október nk. Þá er lýst eftir umsóknum um mannaskiptaverkefni og forum- sóknum um tilraunaverkefni. All- ar upplýsingar um áætlunina er hægt að finna á vef skrifstof- unnar sem er www.leonardo.hi.is, eins er hægt að hringja eða koma á skrifstofuna sem er í Tæknigarði, Dunhaga 5. Mennt – samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla aðstoðar einnig um- sækjendur við að fylla út um- sóknir. Umsækjendur verða að vera lögaðilar, en allir sem áhuga hafa á að kynna sér Leonardó eru hvattir til að hafa samband við annað hvort landsskrifstofuna eða Mennt.“ Er erfitt að fylla út umsókn? „Það getur vaxið fólki í augum þegar það sér umsóknareyðu- blöðin í fyrsta skiptið. En við veitum öllum leiðsögn sem eftir því leita, höldum umsóknarnám- skeið reglulega, auk þess erum við með samning við Mennt – samstarfsvettvang atvinnulífs og skóla um aðstoð við umsækjend- ur.“ Hvernig fer mat á umsóknum fram? „Við erum með fjölda sérfræð- inga á skrá hjá okkur sem við leitum til um mat á umsóknum. Matið fer þannig fram, að mannaskipta- umsóknir eru metnar af einum óháðum sérfræðingi og einum starfsmanni Leonardó, en tilraunaverkefnisumsóknir eru metnar af tveimur óháðum sér- fræðingum. Það er svo endan- lega stjórn landsskrifstofu Leonardó sem ákveður úthlutun til mannaskiptaverkefna og hvaða tilraunaverkefnisumsóknir eru sendar til Brussel til loka- mats.“ Ásta Sif Erlingsdóttir  Ásta Sif Erlingsdóttir er fædd í Reykjavík. Hún er með háskóla- próf í dönsku og hagnýtri fjöl- miðlun frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað hjá Rann- sóknaþjónustu Háskóla Íslands, sem rekur Leonardó á Íslandi, frá árinu 1995, síðustu tvö ár sem forstöðumaður. Áður starf- aði Ásta meðal annars sem verk- efnisstjóri Nordjobb hjá Nor- ræna félaginu og deildarstjóri í Norðurlandsdeild utanríkisráðu- neytisins. Ásta er gift Gunnari Steini Jónssyni líffræðingi og eiga þau tvö börn, Örnu og Dag, og barnabörnin Rán og Egil. Veitum öllum leiðsögn sem eftir því leita

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.