Morgunblaðið - 13.09.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.09.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hvað segið þið um heimsreisu, elskurnar mínar? Starfsmenntaáætlun ESB Eykur víðsýni og skilning Á NÆSTUNNI erusíðustu forvöð aðskila inn umsókn- um um þátttöku í Leon- ardó-starfsmenntaáætlun ESB, en Íslendingar hafa fullan aðgang að áætlun- inni í gegnum EES-samn- inginn. Þetta er starfs- menntavalkostur sem hugnast hefur mörgum í gegnum tíðina, jafnt hér á landi sem erlendis, en fjöldi Evrópuþjóða er aðili að starfsmenntaáætlun- inni. Morgunblaðið lagði af því tilefni nokkrar spurningar fyrir Ástu Sif Erlingsdóttur, sem er for- stöðumaður Leonardó á Íslandi. Þurfti fyrst að út- skýra hugtakið fyrir les- endum. Hvað er Leonardó? „Leonardó er starfsmennta- áætlun Evrópusambandsins. Markmið áætlunarinnar er að efla nýsköpun í starfsmenntun, fagkunnáttu og færni fólks auk þess að auka gæði og aðgang að símenntun. Henni má í grófum dráttum skipta í tvennt, annars vegar í mannaskiptaverkefni sem er starfsþjálfun fyrir ungt fólk í starfsnámi og vinnu sem leið- beinendur og stjórnendur t.d. starfsmannastjóra og fræðslu- stjóra sem geta miðlað þekkingu sinni áfram til starfsmanna sinna. Hins vegar er um að ræða stærri verkefni, sem við köllum tilraunaverkefni, sem eru unnin í samstarfi minnst þriggja Evr- ópulanda.“ Hvernig nýtist þetta Íslend- ingum? „Íslendingar eiga fulla aðild að Leonardó-áætluninni í gegnum EES-samninginn og hefur Ísland verið þátttakandi í áætluninni frá því að hún hófst árið 1995. Tækifærin eru ótalmörg og má þar nefna samstarf milli landa um gerð og þróun kennsluefnis á ýmsum sviðum innan starfs- menntunar. Undanfarin ár hafa Íslendingar fengið styrki til að stjórna tveimur til þremur stórum verkefnum á ári. Íslend- ingar hafa stjórnað 26 tilrauna- verkefnum frá upphafi áætlunar- innar. Verkefnin eru mörg fjölbreytt, t.d. verkefni sem fjalla um gerð námsefnis um ferða- þjónustu, tungumálaverkefni sem tengist alþjóðaviðskiptum, verkefni sem tengist því að koma í veg fyrir brottfall nemenda úr framhaldsskólum o.fl. o.fl. Mannaskiptin eru mjög vinsæl, leiðbeinendur hafa kynnt sér nýjar námsbrautir og nýjungar í kennslu og námsfólkið aflað sér reynslu í sínu fagi. Rúmlega 200 Íslendingar eru á faraldsfæti með styrk frá áætluninni árlega. Yfirleitt er það þannig að leið- beinendur og stjórnendur fá styrki til að fara utan í 1 til 6 vikur en námsfólkið frá 3 vikum og upp í heilt ár. En fyrst og fremst eykur þátttakan víðsýni okkar eins og annarra Evrópubúa, skilning okkar og samstarfs- möguleika.“ Hversu víðtæk er áætlunin? „Ísland á aðild að Leonardó- starfsmenntaáætluninni ásamt 29 öðrum Evrópuríkjum. Í hverju landi er landsskrifstofa fyrir Leonardó og hefur Rannsókna- þjónusta Háskóla Íslands rekið landsskrifstofuna hér á landi frá upphafi áætlunarinnar 1995.“ Hvenær er umsóknarfrestur? „Umsóknarfrestir um manna- skiptaverkefni eru tveir á ári, annars vegar í upphafi árs og hins vegar í október. Um til- raunaverkefni er sótt í tveimur áföngum. Fyrst er gerð forum- sókn, sem síðan er unnin áfram í lokaumsókn ef hún er metin hæf. Næsti umsóknarfrestur í Leon- ardó-áætlunina er 3. október nk. Þá er lýst eftir umsóknum um mannaskiptaverkefni og forum- sóknum um tilraunaverkefni. All- ar upplýsingar um áætlunina er hægt að finna á vef skrifstof- unnar sem er www.leonardo.hi.is, eins er hægt að hringja eða koma á skrifstofuna sem er í Tæknigarði, Dunhaga 5. Mennt – samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla aðstoðar einnig um- sækjendur við að fylla út um- sóknir. Umsækjendur verða að vera lögaðilar, en allir sem áhuga hafa á að kynna sér Leonardó eru hvattir til að hafa samband við annað hvort landsskrifstofuna eða Mennt.“ Er erfitt að fylla út umsókn? „Það getur vaxið fólki í augum þegar það sér umsóknareyðu- blöðin í fyrsta skiptið. En við veitum öllum leiðsögn sem eftir því leita, höldum umsóknarnám- skeið reglulega, auk þess erum við með samning við Mennt – samstarfsvettvang atvinnulífs og skóla um aðstoð við umsækjend- ur.“ Hvernig fer mat á umsóknum fram? „Við erum með fjölda sérfræð- inga á skrá hjá okkur sem við leitum til um mat á umsóknum. Matið fer þannig fram, að mannaskipta- umsóknir eru metnar af einum óháðum sérfræðingi og einum starfsmanni Leonardó, en tilraunaverkefnisumsóknir eru metnar af tveimur óháðum sér- fræðingum. Það er svo endan- lega stjórn landsskrifstofu Leonardó sem ákveður úthlutun til mannaskiptaverkefna og hvaða tilraunaverkefnisumsóknir eru sendar til Brussel til loka- mats.“ Ásta Sif Erlingsdóttir  Ásta Sif Erlingsdóttir er fædd í Reykjavík. Hún er með háskóla- próf í dönsku og hagnýtri fjöl- miðlun frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað hjá Rann- sóknaþjónustu Háskóla Íslands, sem rekur Leonardó á Íslandi, frá árinu 1995, síðustu tvö ár sem forstöðumaður. Áður starf- aði Ásta meðal annars sem verk- efnisstjóri Nordjobb hjá Nor- ræna félaginu og deildarstjóri í Norðurlandsdeild utanríkisráðu- neytisins. Ásta er gift Gunnari Steini Jónssyni líffræðingi og eiga þau tvö börn, Örnu og Dag, og barnabörnin Rán og Egil. Veitum öllum leiðsögn sem eftir því leita
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.