Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 36
É g er einn þeirra þús- unda Íslendinga sem eiga hlutabréf. Þessi eign mín er ekki stór, en mér er samt umhugað um hana. Og ég ætlast til þess að hlutabréfin mín skili mér einhverjum arði og að sjálfsögðu vonast ég eftir að gengi hlutabréf- anna hækki. Ég á sem sé hlut í Eimskipa- félagi Íslands ásamt um 18 þúsund öðrum Íslendingum. Rekstur Eim- skips hefur ekki verið neitt sér- staklega góður síðastliðin tvö ár og gengi hlutabréfanna hefur verið í samræmi við það. Í janúar var verðmæti hvers hlutar í Eimskip 13,5, en var í byrjun þessa árs í kringum 6. Það er ljóst að margt í rekstr- arumhverfi fyr- irtækja á Ís- landi hefur verið neikvætt á allra síðustu árum. Breytingar á gengi krónunnar hafa verið miklar og tímabundinn samdráttur í efna- hagslífinu hefur að sjálfsögðu áhrif á rekstur Eimskips. Engu að síður er ekkert óeðlilegt þótt hluthafar í Eimskip spyrji sig hvort fyrirtæk- inu sé að öllu leyti vel stjórnað. Ég hef ekki skoðað rekstur fyrirtæk- isins og hef kannski takmarkað vit á honum, en ég les blöðin og hef stundum furðað mig á fjárfest- ingum fyrirtækisins. Á árinu 1999 hóf Kaupþing fjár- festingar í Eimskip og átti í árslok um 6% hlut í félaginu. Talsverðar vangaveltur voru um hver væri til- gangur Kaupþings með þessum fjárfestingum og töldu sumir að Kaupþing ætlaði sér að selja hlut sinn einhverjum öflugum fjárfesti, t.d. Samherja eða Baugi. Gengi hlutabréfa í Eimskip hækkaði mik- ið þegar Kaupþing tók að kaupa í fyrirtækinu og var gengið komið upp í 13,5 í janúar 2001, en þá keyptu Eimskip og Sjóvá- Almennar hlut Kaupþings á um 2,5 milljarða. Hlutur Eimskips í þess- ari fjárfestingu var 1.242 milljónir. Hörður Sigurgestsson sagði þá í samtali við Morgunblaðið um þessi kaup að stjórn félagsins hefði met- ið það svo að það „væri áhugavert fyrir félagið að eiga hluta af bréf- unum til ráðstöfunar síðar“. Hann kvaðst líka vona að það tækist að auka verðmæti hlutabréfanna. „Við erum fyrst og fremst að líta til ávöxtunar á þessum hlutabréf- um,“ sagði Einar Sveinsson, for- stjóri Sjóvár-Almennra, um kaup- in á bréfunum í Eimskip. Aðspurður viðurkenndi Einar að verð bréfanna kynni að virðast nokkuð hátt en þegar til lengri tíma væri litið taldi hann að það væru enn möguleikar á góðri ávöxtun. Stuttu eftir að þessi viðskipti fóru fram tók gengi hlutabréfa í Eimskip að falla. Í desember, ell- efu mánuðum eftir kaupin, ákvað stjórn Eimskips að selja 2⁄3 af þeim bréfum sem félagið hafði keypt af „Vernda völd og áhrif “ Kaup Eimskips á hlutabréfum í Eimskip í janúar 2000 á genginu 13,5, sem að- eins voru hugsuð sem skammtíma- fjárfesting, voru fyrst og fremst gerð til að „vernda völd og áhrif“. Þar var ekki verið að hugsa um hag litlu hluthafanna. VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Kaupþingi, en þá var gengið komið niður í 7,1. Verðmæti bréfanna hafði lækkað um 47% og tap fé- lagsins af fjárfestingunni var því komið yfir hálfan milljarð króna. Almar Guðmundsson, sérfræð- ingur hjá greiningu Íslandsbanka- FBA, sagði um þessa sölu að það væri eðlilegt hjá Eimskip að selja bréfin til að forða frekari tapi, en bætti við: „Aftur á móti má varpa því fram að þeir hefðu getað selt þessi bréf með útboðsfyr- irkomulagi í stað þess að velja þessa leið [að selja til hluthafa] og hefðu þá mögulega fengið hærra verð fyrir hlutinn.“ Þessi kaup Eimskips á hluta- bréfum í sjálfu sér komu upp í hug- ann þegar Björgólfur Guðmunds- son, stjórnarformaður Landsbankans, birti yfirlýsingu á dögunum um kaup Samsonar í Straumi, en kaupin tryggja Lands- bankanum og stærsta eiganda hans ítök í Eimskip. Í frétt Morgunblaðsins 2. sept- ember sl. um yfirlýsingu Björgólfs segir: „„Það sem fyrir okkur vakir með kaupum á hlutabréfum í Straumi er að hleypa lífi aftur í verðbréfamarkaðinn hér á landi, rjúfa stöðnun sem verið hefur og láta fjárfestingar á markaði ráðast af von um hagkvæman rekstur og hámarksávöxtun,“ segir Björg- ólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands. Hann telur að stór hluti fjárfest- inga hér á landi þjóni þeim tilgangi að vernda völd og áhrif á kostnað góðrar ávöxtunar og hagkvæmni í rekstri.“ Það var ekki hægt að sjá það fyrir í janúar 2000 að gengi hluta- bréfa Eimskips myndi hrynja á næstu mánuðum á eftir, en það var augljóst að ólíklegt var að verð bréfanna myndi hækka mikið á næstu misserum eftir þá gífurlegu hækkun sem orðið hafði m.a. vegna kaupa Kaupþings. Kaup Eimskips á hlutabréfum í Eimskip í janúar 2000 á genginu 13,5, sem aðeins voru hugsuð sem skamm- tímafjárfesting, voru fyrst og fremst gerð til að „vernda völd og áhrif“. Þar var ekki verið að hugsa um hag litlu hluthafanna. Það segir sína sögu að dagana eftir að fréttist af kaupum Björg- ólfs í Straumi hækkaði gengi hluta- bréfa Eimskips um 15%. Mark- aðurinn virtist meta það svo að verðmæti Eimskips ykist við það að hugsanlega væri að koma mað- ur að stjórn fyrirtækisins sem myndi breyta þeirri stefnu sem stjórnendur Eimskips virðast hafa fylgt, að „vernda völd og áhrif“ á kostnað arðsemissjónarmiða. Vonandi stendur Björgólfur við stóru orðin. Það er að sjálfsögðu auðvelt fyrir hann að vera með yf- irlýsingar í þessa veru núna þegar hann er að brjótast til valda í Straumi og Eimskip. Litlu hluthaf- arnir í Eimskip styðja án efa þá stefnu Björgólfs að arðsemin verði látin ráða við fjárfestingar og munu fylgjast vel með því sem hann gerir á næstu misserum. MINNINGAR 36 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Svanhvít Magn-úsdóttir fæddist á Brennistöðum í Eiða- þinghá 15. apríl 1925. Hún andaðist á Sjúkrahúsinu á Egils- stöðum 8. september síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjónin Guðbjörg Sigríður Sigbjörnsdóttir frá Ekkjufelli, f. 12.4. 1890, d. 12.11. 1968, og Jón Magnús Þór- arinsson frá Brennis- stöðum, f. 15.12. 1880, d. 9.12. 1954. Systkini Svanhvítar eru: Anna María, f. 6.2. 1912, d. 25.11. 1963; Ingibjörg, f. 8.10. 1914, d. 19.8. 1950; Margrét, f. 13.5. 1918, d. 23.11. 1995; Sigbjörn, f. 21.5. 1919, d. 19.3. 1993; Soffía, f. 2.10. 1920, d. 25.5. 1988; Þórunn, f. 1.4. 1924; Magnhildur, f. 5.9. 1926; og Arnþór Reynir, f. 28.12. 1931. Svanhvít eignaðist einn son, Jón Magn- ús Guðmundsson, f. 15.3. 1957. Synir hans eru Gunnar Funi, f. 17.9. 1983, og Hrafnkell Fann- ar, f. 10.10. 1985. Útför Svanhvítar verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma. Það er sárt að þurfa að kyngja þeirri staðreynd að þú ert ekki lengur hérna á með- al okkar. En mánudaginn 8. sept- ember, þegar klukkan var í kring- um tuttugu mínútur yfir átta, misstum við einstakan engil aftur til himna. Stór biti af hjörtum okk- ar er núna horfinn, en í staðinn fáum við nóg af yndislegum minn- ingum um ömmu blokk, sem var alltaf jafn ánægð að sjá okkur, gefa okkur skjól og elda handa okkur kóngamat í tonnatali. Og að lokum viljum við þakka þér fyrir öll þau ár sem eru bara full af góðum minningum og minna þig á, að betri ömmu hefði enginn getað óskað sér. Sofðu rótt. Hvert lauf sem fölnar á lífsins tré, losnar af grein og fýkur, fellur á jörð og finnur sér hlé, fölnar og lífinu lýkur. En lífsins tré, það laufgast á ný, lífið það kviknar og grær. Og sólin það vermir að vori svo hlý, veitir því yl, vorsins blær. Eins konar lauf, er lífið þitt, laus frá trénu þínu. Þú átt minn hug og hjarta mitt, ert hluti af hjarta mínu. (Eydís Rós.) Þú munt alltaf búa í hjörtum okkar. Funi og Fannar. SVANHVÍT MAGNÚSDÓTTIR ✝ Eggert Thor-berg Guðmunds- son fæddist í Gufu- nesi í Reykjavík 14. febrúar 1923. Hann lést á heimili sínu á Háeyrarvöllum 28 á Eyrarbakka aðfara- nótt 8. september síðastliðins. Foreldr- ar hans voru Guð- mundur Guðjónsson, f. 1. október 1888 í Reykjanesi í Gríms- neshreppi, d. 21. mars 1964, og Helga Eggertsdóttir frá Fremri-Langey á Breiðafirði, f. 9. júlí 1887, d. 20. maí 1982. Guð- mundur og Helga bjuggu á Melum í Melasveit frá 1923, þar ólst Egg- ert upp og bjó sjálfur til 1996 ásamt eftirlifandi konu sinni og syni. Hálfsystkin Eggerts, sam- feðra, voru: 1) Drengur, f. 1911, d. 1911. 2) Bergþór, bóndi Eystra- Súlunesi, f. 1912, d. 1976. 3) Hjálm- ar, kennari í Reykjavík, f. 1915, d. 1995. 4) Guðjón, smiður, f. 1916, d. 1975. 5) Guðrún, rak saumastofu, Gyða f. 21. desember 1982, Hafrún Ósk, f. 28. október 1992, og Hlynur Geir, f. 28. október 1992. 3) Guð- rún Björk, f. 12. september 1956, húsmóðir í Reykjavík. Var gift Guðmundi Jónssyni en hann fórst með Sandey. Börn þeirra eru Egg- ert Thorberg, f. 20. júlí 1976, Jón Ágúst, f. 27. mars 1979, og Inga Björk, f. 8. janúar 1982. Núverandi eiginmaður Guðrúnar er Páll Ólafsson, barn þeirra er Katrín Þuríður, f. 10. september 1989. 4) Guðmundur Guðjón, f. 25. október 1957, búsettur á Akranesi. 5) Egg- ert Gísli, f. 19. febrúar 1965, bú- settur á Eyrarbakka. Eggert kom að Melum frá Gufu- nesi aðeins nokkurra mánaða gamall. Þar ólst hann upp ásamt hálfbræðrum sínum. Þegar hann var um tvítugt fór hann í Íþrótta- skólann í Haukadal. Hann vann við bústörfin sín uppvaxtarár og gerð- ist bóndi. Fyrst bjó hann með föður sínum og bróður á Melum, en síðan einn þar til Eggert Gísli, sonur hans, byrjaði að búa með honum. Árið 1996 fluttu Eggert og Erla til Hveragerðis og voru þar þang- að til í maí 1997 er þau keyptu sér hús að Háeyrarvöllum 28 á Eyr- arbakka. Útför Eggerts fer fram frá Eyr- arbakkakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. f. 1918, d. 1999. 6) Er- lingur, vélvirki og bóndi, f. 1919, d. 1985. 7) Haukur, vörubíl- stjóri og sjómaður, f. 1920, d. 1983. Eggert kvæntist 23. október 1954 Erlu Óskarsdóttur frá Reykjavík, f. 15. júní 1931. Foreldrar henn- ar voru Tómas Óskar Árnason frá Jörfa í Haukadal, f. 23. nóv- ember 1905, d. 28. júní 1974, og Elínborg Lilja Ólafsdóttir frá Laxárbakka í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, f. 6. júní 1910, d. 22. janúar 1959. Börn Eggerts og Erlu eru: 1) Helga, f. 7. apríl 1954, verkakona á Akranesi. Börn henn- ar og Vilhjálms Gunnars Gunnars- sonar eru Guðlaug Erla, f. 6. ágúst 1977, Gunnar Agnar, f. 4. janúar 1979, og Haukur Árni, f. 9. mars 1981. 2) María, f. 23. maí 1955, hús- móðir í Mosfellsbæ, gift Agnari Guðmundssyni. Börn þeirra eru Jón Óskar, f. 21. desember 1982, Það var oftar en ekki þegar ég var barn að afi hringdi heim og spurði hvort þarna væru nokkuð krakkar sem vildu komast í sveitina. Jú, jú, þannig var það nú oftast og það var allt sett á fullt að pakka niður fötum því stuttu seinna renndi afi í bæinn og sótti barnabörnin. Það voru því ófáar helgarnar á veturna og vikurn- ar á sumrin sem ég eyddi í sveitinni hjá afa og ömmu. Fyrsta verkið mitt á morgnana var að fara með kaffibolla upp til afa þar sem hann sat á rúmstokknum og liðkaði sig til fyrir daginn. Þessi stund, þegar ég rétti honum bollann og hann bauð góðan dag, hressum rómi og með bros á vör, gaf tóninn fyrir daginn, og áður en varði var allt komið á fullt. Ég fylgdi honum og ömmu í fjósið kvölds og morgna, svo var ýmislegt sem þurfti að gera þess á milli og fylgdi ég afa við flest verk, enda vantaði hann hjálparhönd öðru hverju og svo fannst honum gott að hafa einhvern til að spjalla við. Afi var líka þannig að það var gaman að hjálpa honum, hann hrósaði manni óspart og mér fannst ég oft hafa stækkað um marga sentimetra eftir að hafa verið nokkra daga í sveitinni. Það sem mér þótti líka gaman að honum afa. Hann kallaði mig Stínu eða Jósefínu eftir hentisemi, bræður mína kallaði hann báða Jónas. Hann var með glettnislegt blik í augunum þegar hann gantaðist í okkur og það var alltaf stutt í brosið. Afi var barn- góður og krakkar sóttu að honum, hann brýndi alltaf fyrir okkur krökk- unum að fara vel með dýr og var hann þar góð fyrirmynd. Skepnurn- ar á bænum þekktu röddina hans langar leiðir og meira að segja kött- urinn vildi hvergi annars staðar vera en hjá honum. Afi var líka góðhjart- aður, gestrisinn og hallmælti aldrei nokkrum manni. Eitt af því skemmtilegasta sem ég vissi var þegar afi greip göngustaf- inn sinn, hann Gamla, og arkaði upp í flóa. Kannski til að skoða nýtt folald eða tína veiðibjölluegg. Ég fékk allt- af að koma með en oft varð ég að hlaupa við fót því hann var stórstíg- ur, hann afi. Á leiðinni kenndi hann mér að þekkja fuglana eða sagði mér einhverjar skemmtilegar sögur. Þetta eru stundir sem ég gleymi ekki og hugsa alltaf til þegar ég heyri í farfuglunum á vorin. Afi hélt áfram að taka vel á móti mér þegar hann flutti á Eyrarbakka og það verður skrýtið að hringja til ömmu og það er enginn afi sem spyr hvenær ég ætli að koma í heimsókn. Elsku afi minn, ég kveð þig núna. Þú varst sannur meistari. Við pöss- um hana ömmu fyrir þig. Hvíl í friði. Þín dótturdóttir, Guðlaug Erla. Það eru ófáar minningarnar sem ég hef hugsað um síðustu daga um þig, Eggert afi minn, og stundirnar okkar saman. Seinni part flestallra föstudaga beið ég einfaldlega eftir að komast í sveitina og hundurinn minn hún Skotta fann þetta allt á sér og gat ekki beðið. Ég var ekki mjög gamall þegar ég fór að venja komur mínar til þín, Gísla frænda og Erlu ömmu að Melum. Það var alltaf nóg að hafa fyrir stafni þar og á morgn- ana vaknaði ég við að þú gekkst nið- ur stigann, stakkst hausnum inn í herbergið og kallaðir ýmist Pétur! eða Jónas! Ég fékk einhvern tímann þá skýringu hjá þér að þetta hefðu verið góðir vinnumenn á Melum mörgum árum áður. Fljótlega var svo farið til útihúsa að sinna skepn- unum sem voru fjölmargar. Aldrei hef ég séð dýr jafnhænd að einum manni, tíkin Stína, gölturinn Sæ- mundur, hryssan hún Mygla, kött- urinn Magnús, hesturinn Heima- brúnn voru allt þínir bestu vinir. Og kindin Móra sem elti þig hvert sem var. Það var oftast margt um manninn á Melum og mikið var um gestakom- ur, þá varst þú alltaf í essinu þínu og drakkst kaffi með þeim inni í eldhúsi, hlustaðir á frásagnir og sagðir frétt- ir. Eitt af aðaláhugamálum þínum var að fara til sjávar og fór ég ósjald- an til veiða með þér og Gísla. Þó að ég hafi oft verið fölur í framan og hálfur út fyrir borðstokkinn glottuð þið Gísli bara út í annað og sögðuð mér að harka þetta af mér. Samt gat ég ekki hugsað mér að sleppa þess- um veiðiferðum sem enduðu reyndar oft með því að við rerum í land þar sem mótorinn bilaði. Þegar þið flutt- uð frá Melum fækkaði heimsóknun- um okkar en alltaf þótti mér gott að koma til ykkar á Eyrarbakka og ég fann að þér leið vel þar. Amma verð- ur ekki ein þar sem við munum heim- sækja hana reglulega. Núna þegar þú ert farinn frá þess- um heimi á ég aðeins hlýjar og ánægjulegar minningar um þig, minningar sem ég mun aldrei gleyma. Gunnar Agnar Vilhjálmsson. EGGERT THORBERG GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.