Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 27 SÝNINGAR verða opnaðar í öll- um sölum Hafnarborgar í dag kl. 15. Í aðalsal er sýningin Lifandi form. Þar gefur að líta verk Jyttu Lohmann og Bernd Loh- mann af náttúruformum. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „TAO er samruni forms og áferð- ar, sífelld hreyfing og umbreyt- ing sem myndar gárur og öldótt form. Þessi myndbygging er alls staðar nálæg – í vatninu, skýj- unum, trjáberkinum, hraun- rennslinu eða steinunum. Þessi form og leitina að kjarna þess- arar endalausu hreyfingar leitast Jytta Lohmann við að sýna í verkum sínum. Aftur á móti ljósmyndar Bernd Lohmann náttúruformin og tekur afmarkaða hluta þeirra úr sínu upprunalega samhengi án þess að breyta þeim. Hann myndgerir til- finningar sínar og túlkun á sí- breytileika þessara forma í ljós- myndaröðum sínum.“ Í Sverrissal sýnir Kristbergur Pétursson málverk. Hann er menntaður við Myndlista- og handíðaskólann og Rijksakademie van Beeldende Kunsten í Amst- erdam. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í sam- sýningum bæði hér heima og er- lendis. Í Apóteki sýnir Ingiríður Óð- insdóttir textílverk. „Ingiríður hefur unnið að mynsturgerð með útfærslu í tau- þrykki, en mynstur er sífelld end- urtekning á sömu einingunni. Hún heldur nú áfram með end- urtekninguna, en á annan hátt. Hún ýmist sker út mynstrið í flókann og/eða saumar út. Út- saumurinn er þó eins konar felu- mynd því hann sést ekki úr fjar- lægð þar sem hann er í sama lit, þ.e. tón í tón. Verkin túlka þann- ig baráttuna við litinn, formið og endurtekninguna,“ segir í kynn- ingu. Ingiríður hefur haldið einka- sýningar og tekið þátt í fjölmörg- um samsýningum. Teikningar barna Í kaffistofu Hafnarborgar er sýning sem haldin er í tilefni af því að vinabæjarsamstarf Hafn- arfjarðar og Cuxhaven hefur staðið í fimmtán ár. Þar eru sýndar teikningar barna í Hafn- arfirði og hugmyndir þeirra um vinabæjarsamstarf Hafnarfjarðar og Cuxhaven. Hafnarborg er opin frá kl. 11– 17 alla daga, nema þriðjudaga. Sýningarnar standa til 6. októ- ber. Náttúruform í Hafnarborg Ein mynda Lohmanns á sýningunni sem verður opnuð í Hafnarborg í dag. MÁLARI og myndhöggvari opna samsýningu í Húsi málaranna, Eið- istorgi, kl. 14 í dag laugardag. Lista- mennirnir eru þeir Jóhann G. Jó- hannsson og Bubbi, Guðbjörn Gunnarsson, myndhöggvari. Jóhann sýnir nýjar olíumyndir sem allar eru unnar á þessu ári. Einnig sýnir hann 40 vatnslitamynd- ir sem spanna tímabilið 1996–2002. Inntak myndanna eru hughrif ís- lenskrar náttúru sem hefur verið viðfangsefni hans undanfarin ár. Um þessar mundir á Jóhann 40 ára af- mæli sem tónlistarmaður. Ferðalag nefnist sýning Bubba en árið 2002 fór hann til Japans og tók þar þátt í samsýningu í menningar- borginni Kyoto. Inntak sýningarinn- ar Ferðalag er upplifun Bubba á þessu ferðalagi með áherslu á þjóð- leg einkenni og skyldeika Íslands og Japan. 10 ár eru liðin frá því að Bubbi út- skrifaðist frá Nottingham Trent University í Englandi með BA gráðu í myndlist. Hann hefur haldið átta einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin er sölusýning. Hún er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18 og stendur til 28. september. Olíuverk og höggmynd- ir á sam- sýningu TVEIR ungir Garðbæingar koma fram á tónleikum í Kirkjuhvoli í Garðabæ kl. 17 í dag. Það eru þau Margrét Sigurðardóttir sópransöng- kona og Sigurgeir Agnarsson selló- leikari. Þau Margrét og Sigurgeir koma fram hvort fyrir sig en flytja einnig saman nokkur íslensk þjóðlög í útsetningu Margrétar. Peter Máté leikur með þeim á píanó. Margrét Sigurðardóttir flytur m.a. lagaflokkinn Hermit Songs (Einbúalögin) eftir bandaríska tón- skáldið Samuel Barber. Einbúalögin eru flokkur tíu laga við írskan munkakveðskap sem talinn er frá á 8. til 13. öld. Einnig flytur Margrét lög eftir Francis Poulenc. Sigurgeir Agnarsson flytur tví- þætta sellósónötu eftir Györgi Lig- eti. Sigurgeir flytur einnig sónötu í c- dúr eftir Boccherini. Þar fær hann sellóleikarann Hrafnkell Orra Egils- son til liðs við sig. Menningar- og safnanefnd Garða- bæjar skipuleggur tónleikana. Margrét Sigurðardóttir, Sigurgeir Agnarsson og Peter Máté. Ungir Garðbæing- ar á heimavelli www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 09 . 2 00 3 Reiðhjólahjálmar Mikið úrval af reiðhjóla- hjálmum, barna og fullorðins, einföld stilling. CE merktir og íslenskur leiðarvísir. Verð frá kr. 1.980 Barnastólar 10-40% afsláttur Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð. Vandið valið og verslið í sérverslun. 5 % staðgreiðsluafsláttur Upplýsingar um raðgreiðslur veittar í versluninni Rocket 24” og 26” 21. gíra fjallahjól með dempara, Shimano gírar, V-bremsur og álgjarðir. 24” Tilboð stgr. kr. 18.905 26” Tilboð stgr. kr. 19.855 Frábær fjallahjól frá Scott, Margar gerðir, alls konar útfærslur. Afsláttur 10-35% Pro Track 26” 21 gíra fjallahjól á mjög góðu verði, Shimano gírar, V-bremsur og álgjarðir. Tilboð stgr. kr.14.155 Verð áður kr. 24.900 OXIDE 26” Tveggja dempara hjól á frábæru verði. 21. gíra Shimano með Grip-Shift. Tilboð stgr. aðeins kr. 20.947 Verð áður kr. 31.500 QUAKE 26” Vandað demparahjól, með ál stelli og diskabremsum. 24. gíra Shimano Alivio. Frábært tilboð stgr. 37.905 Verð áður kr. 49.900 Windermere Ekta dömuhjól 28” dekk, 3 gírar með fótbremsu. Ál stell breiður dömu hnakkur með dempara. Stillanlegt stýri. Tilboð stgr. kr. 24.581 Verð áður kr. 34.500 INGA Jónsdóttir verður með leið- sögn um sýningu sína RYK í Lista- safni ASÍ í dag og á morgun kl. 14. Einnig verður leiðsögn kl. 14 næsta laugardag og sunnudag, sem jafnframt er síðasta sýningarhelgi. Leiðsögn um sýningu GAMANLEIKURINN Öfugu megin uppí eftir Derek Benfield í þýðingu Árna Ibsen verður aftur tekinn til sýningar á stóra sviði Borgarleikhússins og verður fyrsta sýningin í kvöld kl. 20. Leikritið segir frá Friðþjófi, sem tekur að sér að gæta sveita- hótels systur sinnar á meðan hún bregður sér í frí. En það á ekki fyrir honum að liggja að eiga náð- uga daga þar, því svo undarlega vill til að tvö pör hafa ákveðið, hvort í sínu lagi, að gera sér glað- an dag og enn glaðari nótt á þessu sama hóteli. Leikendur eru Eggert Þorleifs- son, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir og Ellert A. Ingimundarson. Leikstjóri er María Sigurðardóttir. Öfugu megin uppí aftur á fjalirnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.