Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 59
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.15.
Sýnd kl. 2 og 4. Með ísl. tali
Tilboð 400 kr.
Fullkomið rán.
Svik. Uppgjör.
KVIKMYNDIR.IS
Skemmtilegast
a spennumynd
ársins er
komin..
J I M C A R R E Y
Ef þú gætir verið
Guð í eina viku,
hvað myndir þú gera?
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 12 áraSýnd kl. 6, 8 og 10.15. B.i. 10 ára
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með ísl. tali.
ROGER EBERT
L.A. TIMES
BBCI
Með
íslensku
tali
MEÐ
ÍSLEN
SKU
TALI
Mögnuð spennumynd í anda The Mummy og
X-Men 2 með hinum frábæra Sean Connery sem
fer fyrir hópi klassískra hetja sem reyna að bjarga
heiminum frá örlögum brjálæðings!
Geggjaðar tæknibrellur og læti.
Missið ekki af þessari!
FRUMSÝNINGNýr og betri
Hverfisgötu 551 9000
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 4, 6 og 10.
Fjölskyldumynd ársins!
Sýnd kl. 4, 6 og 8. Ísl. tal.
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára.
Frá leikstjóra Trainspotting kemur hið magn-
aða meistaraverk 28 Days Later.
Missið ekki af þessum frábæra framtíðartrylli.
SV MBL
HK DV
Kvikmyndir.com
Einn sá allra
besti hryllingur
sem sést hefur í
bíó síðustu
misserin."
Þ.Þ. FBL.
Ein besta
mynd ársins
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14.
Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 11. B.i. 12 ára.
Mögnuð spennumynd í anda The Mummy og X-Men 2 með hinum
frábæra Sean Connery sem fer fyrir hópi klassískra hetja sem reyna að
bjarga heiminum frá örlögum brjálæðings! Geggjaðar tæknibrellur og læti.
Missið ekki af þessari!
FRUMSÝNING
ZOMBIE- SKONROKK
FM 90.9
KEPPNIN um
Dragdrottningu Ís-
lands fer fram á
NASA í kvöld en
þetta er í sjöunda
skipti sem keppnin
er haldin.
Í ár verður Holly-
wood-bragur á
keppninni, því
þema kvöldsins er
Óskarsverðlaunaaf-
hendingin. Páll
Óskar verður í hlut-
verki aðalkynnis,
sem Frú Öskjuhlíð,
en hinar og þessar
stjörnur stíga á
svið auk sjálfra
keppendanna.
Keppendur eru
fjórir en þeir voru
valdir úr tíu manna
hópi, segir Georg Erl-
ingsson, einn skipu-
leggjenda. „Við
ákváðum að hafa fáa
keppendur en sterka,“
segir hann, en kepp-
endurnir eru Candy
Cane, Amidala, Starina
og Isobel. „Það verða
þakkarræður og grátur
og allt það sem því
fylgir,“ segir hann en
tónlistin verður einnig í
fyrirrúmi.
Keppnin sjálf hefst
klukkan 23 en uppá-
komur klukkustundu
fyrr og hvetur Georg
fólk til að mæta tím-
anlega. Páll Óskar
leikur síðan fyrir
dansi það sem eftir lif-
ir nætur.
Dragdrottning Íslands valin í kvöld
Hollywood og Óskarinn
Starina er á meðal
keppenda í kvöld.
Dragdrottning Íslands á
NASA í kvöld. Húsið opn-
að kl. 21. Aðgangseyrir
2.000 krónur. Forsala á
Café Cozy til kl. 18.
FRUMSÝNINGARNAR á Erling eru að
bresta á (Erling er frumsýnt í Reykjavík og á
Akureyri) og síðustu æfingunni fyrir sunnan er
lokið. Ég sest í þægilegan sófa í hryssingslegu
bakherbergi Loftkastalans. Mér við hlið er Jón
Gnarr en á móti situr Benedikt Erlingsson,
leikstjóri.
Fjær eru þau Stefán Jónsson, Gísli Pétur
Hinriksson og Hildigunnur Þráinsdóttir. Það
er létt yfir mannskapnum. Og blaðamanni
dettur ekkert sniðugra í hug en að spyrja hvort
þau hafi nú öll séð myndina. Og auðvitað hafa
þau gert það.
Norska myndin Elling, með þeim Sven
Nordin og Per Christian Ellefsen í aðalhlut-
verkum, er frábær kvikmynd. En leikritið sem
hér um ræðir er ekki byggt á þeirri ágætu bíó-
mynd. Það er byggt á leikgerð þeirrar skáld-
sögu sem myndin er byggð á.
„Þetta er annað leikritið sem ég tek þátt í,“
upplýsir Jón Gnarr. „Það var gaman í því
fyrsta. En þetta hér slær öll met. Það er hrein
unun að vinna með honum Benedikt.“
Upphefjast nú miklar umræður um hvað
leikritið sé nú eiginlega um. Benedikt staðhæf-
ir að á ferðinni séu sígildar vísanir, hvað þá fé-
laga varðar, þetta eru Óðinn og Þór á okkar
tímum. Þessu er ekki tekið gagnrýnislaust inn-
an hópsins. Allir sammælast þó um að hér sé á
ferðinni falleg saga um tvo vini; bæði spreng-
hlægileg og ægisorgleg.
„Kannski mætti segja að þetta sé ástarsaga
tveggja fullvaxinna karlmanna,“ segir Bene-
dikt. „Um þá má segja að þeir hafa verið and-
lega handgeltir af mæðrum sínum en í verkinu
sjáum við þá endurheimta manndóm sinn í
krafti kærleikans og með smáhjálp frá fé-
lagsþjónustunni í Reykjavík. Verkið er því óð-
ur til karlmennskunnar og kemur á góðum
tíma sé haft í huga hversu nálæg plánetan
Mars er nú um stundir!“
Aðspurðir hvort þetta sé erfitt verk segja
þeir Stefán og Jón að vissulega sé þetta
keyrsla, enda séu þeir nánast á sviðinu allan
tímann.
„En ekkert svo erfitt fyrir mig,“ skýtur Gísli
þá inn í brosandi. „Ég er meira svona baksviðs.
Annað en þegar ég var að leika Gretti og var að
beljakast á sviðinu í tíma og ótíma.“
Benedikt segir að lokum að leikgerðin af Ell-
ing hafi farið nokkuð víða, um Norðurlöndin og
eitthvað líka til meginlands Evrópu. Það er
Hallgrímur Helgason sem sér um að þýða og
staðfæra leikritið. Að sögn Benedikts hafa æf-
ingar gengið svo gott sem snurðulaust fyrir
sig. Hópurinn sé þéttur, stemningin í loftinu
karlmannleg.
Leikritið Erling frumsýnt á Akureyri og í Reykjavík
Sprenghlægilegt/
grafalvarlegt
Leikritið Erling verður frumsýnt í kvöld í Loftkast-
alanum. Arnar Eggert Thoroddsen leit inn á loka-
æfingu og tók púlsinn á stöðu mála. Morgunblaðið/Ásdís
Það er ýmislegt lagt á þá Karl Bjarna (Jón
Gnarr) og Erling (Stefán Jónsson).
arnart@mbl.is