Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VERÐ á samheitalyfjum hefur
lækkað að undanförnu í Danmörku.
Á vefmiðli danska viðskiptablaðsins
Børsen í gær segir að lækkunin
stafi af mikilli samkeppni milli sam-
heitalyfjaframleiðenda. Þeir keppist
um að komast að í stórum pönt-
unum hinna voldugu lyfsölukeðja í
landinu.
Segir í frétt Børsen að verðið á
samheitalyfjum sé í sumum tilvikum
komið undir kostnaðarverð. Í Dan-
mörku séu 16–17 samheitalyfja-
framleiðendur að bítast um mark-
aðinn, sem velti um 1,3 milljörðum
danskra króna, jafnvirði tæplega 16
milljörðum íslenskra króna. Þessi
velta dugi ekki til lengdar. Er haft
eftir forsvarsmönnum samtaka
samheitalyfjaframleiðenda í Dan-
mörku, IGL, að þótt hægt sé að
gleðjast yfir lækkun á verði lyfja til
skamms tíma þá sé hætta á að verð-
ið muni hækka er fram í sækir.
Hans Henrik Raith, stjórn-
arformaður IGL, sem jafnframt er
framkvæmdastjóri United Nordic
Pharma, UNP, dótturfélags
Pharmaco í Danmörku, segir í sam-
tali við Børsen að ástandið í lyfja-
málunum geti ekki varað til lengd-
ar. Hætta sé á að frumlyfjafram-
leiðendur verði þeir einu sem eftir
muni standa á lyfjamarkaði. Stjórn-
málamennirnir verði því að huga að
breytingum á þeim reglum sem í
gildi séu um lyfsölu.
Verðlagning á lyfjum í Danmörku
er þannig að lyfsölurnar eiga ávallt
að velja ódýrasta lyfið sem í boði er.
Samheitalyf verða alla jafna fyrir
valinu eftir að einkaleyfi á frum-
lyfjum hefur runnið út. Verð-
ákvörðun er tekin á 14 daga fresti
og segir Børsen að þar sem ódýr-
asta lyfið á hverju sviði sé ávallt fyr-
ir valinu sé samkeppnin mjög hörð.
Fleiri stoðir hjá Pharmaco
Björn Aðalsteinsson, svæðisstjóri
markaðsmála fyrir Norður-Evrópu
hjá Parmaco, segir að í Danmörku
ríki mikil samkeppni á lyfjamarkaði
og hafi Pharmaco í gegnum dótt-
urfélag sitt, UNP, mótmælt því
verðlagningarkerfi sem nú þar sé í
gangi. „Við teljum að kerfið geri
einstökum fyrirtækjum kleift að
lækka verð mjög mikið og selja á
verði sem er nálægt kostnaðarverði
lyfsins í þeim tilgangi að tryggja sér
sölu lyfsins í stuttan tíma,“ segir
Björn. „Í Danmörku er fyrirtækjum
einungis leyft að gera verðbreyt-
ingar á tveggja vikna fresti þannig
að viðkomandi fyrirtæki hefur því
tryggt sér sölu a.m.k. í þann tíma
þar sem apótekum er skylt að vísa á
ódýrasta lyfið hverju sinni. IGL hef-
ur áhyggjur af því að þetta geti leitt
til þess að samheitalyfjafyrirtæki
fari af markaðnum þar sem arðsemi
sé ekki fullnægjandi. Þetta myndi
þá hafa í för með sér minni sam-
keppni til lengri tíma litið, sem mun
skila sér í hærra verði til neytenda,
sjúklinga og ríkisins. UNP, dótt-
urfélag Pharmaco í Danmörku, hef-
ur, líkt og önnur lyfjafyrirtæki í
Danmörku, lent í mikilli samkeppni
en félagið hefur þó fleiri stoðir í sín-
um rekstri en mörg önnur fyrirtæki,
m.a. vegna mikils lyfjaúrvals auk
nokkurra lyfja sem UNP hefur eitt
á markaðnum.“
Um ástand þessara mála á Íslandi
segir Björn að staðan sé talsvert
öðruvísi en í Danmörku. Ekki sé
hægt að hækka verð á lyfjum nema í
algjörum undantekningartilfellum.
Lyfjaverð á Íslandi sé reglulega
borið saman við lyfjaverð á hinum
Norðurlöndunum og verðið hér á
landi þurfi að vera nokkurn veginn í
samræmi við það sem þar gerist í
sambærilegum lyfjum.
Ólík staða hér á landi
Bjarni Sigurðsson, lyfjafræðingur
og markaðsstjóri hjá Austurbakka
hf., segir að ekkert sambærilegt sé
að gerast í lyfsölumálum hér á landi
og í Danmörku. Samheitalyf, sem
réttar sé að kalla hermilyf, séu nán-
ast á sama skráða verði og frum-
lyfin.
Að sögn Bjarna eru lög í Dan-
mörku þannig að heildsalar mega
ekki gefa lyfsölum afslætti nema
sem nemur hagræðingu í dreifing-
arkostnaði. Hins vegar segir hann
að hér á landi séu engin slík ákvæði í
lögum. Þannig megi segja að það sé
hagstæðara fyrir apótekin hér á
landi að verð á lyfjum sé skráð sem
hæst. Þá verði hlutur Trygg-
ingastofnunar hár, en hugsanlegur
afsláttur fari frekar til apótekanna.
Þetta ýti undir keðjumyndun í lyf-
sölunni.
Mikil samkeppni á
samheitalyfjamark-
aði í Danmörku
Morgunblaðið/Jim Smart
Verð á samheitalyfjum í Danmörku
er í sumum tilvikum komið undir
kostnaðarverð.
FRAMTÍÐ stærsta lágfargjalda-
flugfélags Evrópu, Ryanair, er nú
ógnað. Síðar í þessum mánuði
neyðist félagið til að hætta flugi
milli London og Strassborgar
vegna úrskurðar héraðsdóms í Al-
sace-héraði í Frakklandi um að
flugfélagið nyti ólögmætra niður-
greiðslna á flugvallargjöldum sem
skekkti samkeppnisstöðu annarra
flugfélaga. Ryanair glímir við sama
vanda bæði í Árósum í Danmörku
og Brussel í Belgíu, þar sem aðal-
flugvöllur félagsins á meginlandinu
er staðsettur.
Charleroi-flugvöllurinn í Brussel
er í 80% eigu yfirvalda í Wallona-
héraði. Samkeppnisstofnun Evr-
ópusambandsins kannar nú hvort
þær niðurgreiðslur sem Ryanair
nýtur þar séu einnig ólögmætar.
Verði niðurstaða samkeppnisyfir-
valda í Brussel á svipuðum nótum
lendir félagið í miklum vanda því
Charleroi-flugvöllur er miðstöð
Ryanair á meginlandi Evrópu og sá
flugvöllur sem félagið notar næst
mest á eftir Stansted-flugvelli í
London. Niðurstöðu í málinu er að
vænta á næstu mánuðum. Ástæða
þess að niðurgreiðslurnar eru tald-
ar óeðlilegar er einkum sú að þær
eru á kostnað skattgreiðenda á
svæðinu þar sem völlurinn er að
mestu í eigu héraðsins. Samkvæmt
frétt Reuters stendur til að einka-
væða Charleroi-flugvöll að hluta á
næstunni en því er þó neitað að
ákvörðunin tengist máli Ryanair.
Aftur til fortíðar
Forstjóri Ryanair, hinn litríki
Michael O’Leary, skrifaði í við-
horfsdálk í Wall Street Europe að í
Charleroi lenti Ryanair í sinni Wat-
erloo-orrustu. „Andstæðingar sam-
keppni ... vilja snúa Evrópu til
vondu gömlu daganna þegar flug-
fargjöld voru há og aðeins ríkt fólk
hafði efni á að fljúga. Það er ekki
framtíðin – það eru myrku ald-
irnar,“ voru orð O’Leary í dálk-
inum.
Flugiðnaðurinn fylgist vel með
málum Ryanair þessa dagana enda
eru þau talin gefa fordæmi fyrir
aðra flugvelli um hvað er leyfilegt
að bjóða í afslætti og fríðindi til að
lokka flugfélög á vellina. Dómurinn
sem féll í Alsace-héraði er þegar
farinn að draga dilk á eftir sér fyr-
ir Ryanair. Auk málsins í Belgíu
hafa dönsk yfirvöld þegar krafist
þess af Tistrup-flugvelli fyrir utan
Árósa að hann hætti að veita
Ryanair meiri afslátt af flugvall-
argjöldum en öðrum flugfélögum.
Ryanair greiðir um 35 danskar
krónur, um 420 krónur íslenskar, á
farþega á meðan önnur flugfélög
greiða tvöfalt meira.
Telur O’Leary að Evrópusam-
bandið verði að gera flugvöllum í
eigu sveitarfélaga kleift að keppa
við þá sem eru í einkaeigu um „að
vinna til sín þá aukningu sem verð-
ur í flugumferð, ferðaþjónustu og
starfafjölda sem fylgir Ryanair og
öðrum lággjaldaflugfélögum“.
Hann bendir á að í Strassborg hafi
skapast 200 ný störf vegna flugs
Ryanair þaðan og til London.
Lægri kostnaður fyrir hvern?
Ryanair hefur á tiltölulega stutt-
um tíma byggt upp öflugt veldi á
flugleiðum í Evrópu. Viðskiptalík-
anið sem Ryanair vinnur eftir er
fengið að láni frá South West-flug-
félaginu í Bandaríkjunum. Áhersla
er lögð á lágan kostnað en með-
altalskostnaður á hvern floginn far-
þega hjá Ryanair er um 42 doll-
arar, eða innan við 3.500 íslenskar
krónur. Aðferðirnar við að halda
kostnaði niðri virðast þó ekki ein-
ungis fólgnar í því að selja mat og
drykk um borð og snúa vélum við á
styttri tíma en önnur flugfélög
gera. Ryanair lendir ekki á „vin-
sælum“ flugvöllum heldur hefur
þann háttinn á að notast við flug-
velli sem eru staðsettir í bæjum
eða borgum fyrir utan þær borgir
sem flogið er til. Sem dæmi má
nefna að þegar flogið er með
Ryanair til Mílanó á Ítalíu er í raun
flogið til Bergamó sem er borg á
stærð við Reykjavík í tæprar
klukkustundar fjarlægð frá Mílanó.
Ryanair býr oft til umferð um
annars umferðarlitla velli og þann-
ig skapast störf í kringum ferða-
mennina sem fara um flugvöllinn
og bæjaryfirvöld taka því jafnan
vel að fá félagið í viðskipti við flug-
völlinn sinn. Önnur flugfélög eru
hins vegar ekki eins hrifin. Málið í
Strassborg sýnir þetta, því þar
vildi Air France koma inn á sömu
flugleið og fljúga frá London til
Strassborg líkt og Ryanair en
hraktist burtu vegna ójafnrar sam-
keppnisstöðu. Flugvallaryfirvöld
voru ekki tilbúin að gefa Air
France jafnmikinn afslátt af flug-
vallargjöldum og Ryanair hafði
samið um. Með því að fá gjöldin
greidd niður tekst Ryanair í raun
að flytja hluta af kostnaði sínum yf-
ir til skattgreiðenda. Hin hliðin á
málinu er svo hvort það er ekki
sveitarfélögunum í óhag að verða
af öllum viðskiptunum, þrátt fyrir
að þau þurfi að greiða fyrir að fá
þau.
Framtíð Ryanair ógnað
Hafa áhuga á að fljúga til Keflavíkur en vilja tilslakanir umfram önnur félög
AÐ sögn Hösk-
uldar Ásgeirs-
sonar fram-
kvæmdastjóra
Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar
hf. hefur Ryanair
sýnt því áhuga
síðustu 2–3 árin
að hefja flug til
Keflavíkur. „Þeir
hafa komið til Ís-
lands og hafa lýst áhuga á að bæta
Keflavíkurflugvelli inn í leiðakerfi
sitt gegn því að gjöld við þá verði
lækkuð. Við höfum sagt á móti að
við getum ekki mismunað aðilum á
gjöldum fyrir þjónustu og þar
stendur hnífurinn í kúnni. Þeir hafa
ekki sætt sig við það og það er
væntanlega ástæðan fyrir því að
þeir eru ekki byrjaðir að fljúga
hingað til lands. Það er ljóst að það
verður að vera jafnræði milli aðila.
Við munum ekki gera samning við
Ryanair eins og þann sem þeir
gerðu til dæmis við Charleroi-
flugvöll í Suður Belgíu,“ segir
Höskuldur.
Gjöld og skattar á Keflavík-
urflugvelli eru ýmiss konar en að
sögn Höskuldar vegur flugvall-
arskattur þyngst, um 40–45% heild-
arkostnaðar. Skatturinn, sem
greiddur er á hvern farþega, er
innheimtur af Flugmálastjórn Ís-
lands og nýttur til uppbyggingar á
flugvöllum vítt og breitt um landið í
samræmi við flugmálaáætlun. Auk
flugvallarskatta þurfa flugfélög að
greiða lendingargjöld sem flug-
málastjórn á vellinum innheimtir,
öryggisgjald til sýslumanns og
flugmálastjórnar og aðstöðu- og
innritunargjald sem rennur til
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Flugvallarskatturinn vegur þyngst
„Flugstöðin er með lítið brot af
þeirri gjaldtöku og skattlagningu
sem flugfélög þurfa að greiða,“
segir Höskuldur. Sé tekið dæmi af
Boeing 737-flugvél með 180 far-
þega innanborðs, en slíkar flug-
vélar skipa flota Ryanair, er heild-
arkostnaður við að lenda slíkri þotu
og afgreiða á Keflavíkurflugvelli
um 6.000 Bandaríkjadalir, sem
nemur um 480 þúsund íslenskum
krónum alls eða 2.670 krónum á
hvern farþega. Þá eru meðtalin
þjónustugjöld í tengslum við það að
koma farþegum til og frá borði og
meðhöndlun farangurs. Af þessum
kostnaði nemur flugvallarskattur
um 216 þúsund krónum eða um
45%, að sögn Höskuldar. „Við höf-
um verið að berjast fyrir því að
þessi skattlagning verði lækkuð og
þá skiptir ekki máli um hvaða flug-
félag er að ræða. Við teljum það
mikilvægt að lækka skattinn vegna
þess hve þungt þessi skattlagning
vegur af heildarkostnaði við að
koma til Keflavíkurflugvallar. Í
raun er þetta aukaskattur á ferða-
þjónustuna í landinu og hefur verið
okkur þrándur í götu við að laða
fleiri flugvélar hingað inn,“ segir
Höskuldur Ásgeirsson.
Jafnræði verður að
vera milli flugfélaga
Höskuldur
Ásgeirsson
STJÓRNENDUR hjá Debenhams-
verslunarkeðjunni í Bretlandi hafa
mælt með 1,66 milljarða punda, um
210 milljarða íslenskra króna, yf-
irtökutilboði í félagið. Það er fjár-
festingarfyrirtækið Baroness Retail
sem hefur lagt tilboðið fram. Frá
þessu var greint á vefmiðli Financial
Times. Að Baroness Retail standa
fjárfestingarfyrirtækin CVC Capital
og Texas Pacific Group, sem hvort
fyrir sig á tæplega 42% hlut í fyr-
irtækinu, og fjárfestingarbankinn
Merrill Lynch, sem á rúm 16%.
Tilboð Baroness Retail hljóðar
upp á 455 pens á hvern hlut og er 30
pensum hærra á hlut en tilboð frá
hópi fjárfesta sem fjárfestingarfyr-
irtækið Permira Advisers lagði fram
í maí sl. Stjórnendur Debenhams
mæltu með því tilboði í júlí en
greindu þá jafnframt frá því að
verslunarkeðjan héldi opnum mögu-
leikanum á hærra tilboði og var þá
jafnframt greint frá því að viðræður
stæðu yfir milli stjórnenda Deben-
hams og CVC og Texas Pacific.
Segir í frétt FT að fjárfestar hafi
gert ráð fyrir því að hærra yfirtöku-
tilboð myndi berast í Debenhams en
tilboð Permira, sem hljóðaði upp á
425 pens á hvern hlut. Gengi hluta-
bréfa félagsins hafi undanfarnar
vikur og mánuði verið yfir því. Þá
segir að sumir greinendur á mark-
aði telji að tilboð Baroness Retail sé
í lægri kantinum.
Á veffréttamiðlinum Bloomberg í
gær segir að Permira sé að skoða
stöðu sína. Haft er eftir Rupert
Trotter, sem er fjármálasérfræðing-
ur hjá Isis Asset Management, sem
á 2,5% hlut í Debenhams, að hann
trúi ekki að Permira muni einfald-
lega gefast upp. Fyrirtækið hljóti að
endurmeta stöðuna.
Debenhams-fyrirtækið var stofn-
að árið 1778 og segir Bloomberg að
eignir fyrirtækisins séu metnar á
um 442 milljónir punda, jafnvirði um
56 milljarða íslenskra króna. Fyrsta
verslun Debenhams var opnuð árið
1905 og var fyrirtækið skráð í Kaup-
höllinni í Lundúnum árið 1928.
Lokaverð hlutabréfa Debenhams
í Kauphöllinni í Lundúnum í fyrra-
dag var 435 pens á hluta. Gengið
hækkaði um rúm 5% í kjölfar frétta
af yfirtökutilboði Baroness Retail og
var komið í 459 pens á hlut fyrir há-
degi í gær. Lokaverðið í gær var
458,5 pens.
Baugur-Ísland rekur Deben-
hams-verslun í Smáralind og í
Stokkhólmi en Baugur hefur sér-
leyfi fyrir Debenhams á Norður-
löndunum.
Nýtt yfir-
tökutilboð
í Deben-
hams
HINN 25. september nk. verður
haldin á Íslandi norræn ráð-
stefna um innleiðingu rafrænn-
ar stjórnsýslu hjá sveitarfélög-
um. Idega Software hf. stendur
að þessari ráðstefnu ásamt sam-
starfsaðilum í Svíþjóð, Agura
IT, Oracle, WMdata og Bearing
Point. Til ráðstefnunnar koma
stjórnendur sænskra og
norskra sveitarfélaga. Þar mun
Nacka Kommun í Svíþjóð kynna
aðferðafræði sem beitt var við
innleiðingu Nacka24. Nacka24
er byggt á íslenska hugbúnaðin-
um idegaWeb eGOV sem er ný
kynslóð vefhugbúnaðar fyrir
rafræna stjórnsýslu. Á ráðstefn-
unni munu stjórnendur Nacka
Kommun greina frá reynslu
sinni á því sviði.
Ráðstefna
um raf-
ræna
stjórnsýslu