Morgunblaðið - 13.09.2003, Qupperneq 38
MINNINGAR
38 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Óskar IngiMagnússon
fæddist í Ásmundar-
nesi, Kaldrananes-
hreppi á Ströndum
12. janúar 1917.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnuninni á
Sauðárkróki 28.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Magnús Andrésson,
bóndi og sjómaður á
Kleifum í Kaldbaks-
vík, Kaldrananes-
hreppi, f. 23. sept-
ember 1874, d. 29.
janúar 1918, og kona hans, Efemía
Bóasdóttir, f. 14. apríl 1875, d. 2.
janúar 1957.
Eftir lát Magnúsar leystist fjöl-
skyldan upp. Óskar var tekinn í
fóstur, þá rúmlega ársgamall, af
föðurbróður sínum, Rósant Andr-
éssyni, verkamanni á Sauðár-
króki, f. 5.2. 1876 á Kleifum, d.
14.6. 1941, og konu hans, Sigur-
laugu Guðmundsdóttur ljósmóður,
f. 30.9. 1866 í Gröf, Laxárdals-
hreppi, Dalasýslu, d. 22.3. 1936.
Ólst hann upp hjá þeim til fullorð-
insára.
Hinn 17. apríl 1943 kvæntist
Óskar eftirlifandi eiginkonu sinni,
Herfríði (Hebbu) Valdimarsdótt-
ur, húsfreyju á Brekku, f. 14.12.
1920 í Vallanesi, Seyluhreppi,
Skagafirði. Foreldrar hennar voru
og unglingaskólann á Sauðár-
króki, lauk mótorvélstjóraprófi
1937 og fiskimannaprófi frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík 1942.
Óskar byrjaði ungur að stunda
sjóinn á mb. Skagfirðingi. Hann
var einnig stýrimaður á togurum
frá Hafnarfirði og sigldi til Bret-
lands á stríðsárunum. Óskar var
við og við stýrimaður á togurum
frá Sauðárkróki 1945–1948. Árið
1949 gerðist Óskar bóndi á
Brekku í Seyluhreppi í Skagafirði
og bjó þar alla tíð síðan, aðallega
með sauðfé. Meðfram búskap rak
Óskar sumardvalarheimili á
Brekku ásamt konu sinni um 30
ára skeið. Óskar stundaði alla tíð
skógrækt á jörð sinni og gróður-
setti í um 50 hektara lands og vex
þar nú myndarlegur skógur.
Óskar var einn af stofnendum
skátafélagsins Eilífsbúa á Sauðár-
króki. Hann var virkur félagi í
ýmsum félögum tengdum land-
búnaði og formaður Sauðfjár-
ræktarfélags Seyluhrepps í 33 ár.
Hann tók virkan þátt í starfsemi
Guðspekifélags Íslands, Sálar-
rannsóknarfélags Íslands, Ung-
mennafélagsins Fram og Leik-
félags Skagfirðinga. Hann var
heiðursfélagi Skógræktarfélags
Skagfirðinga, Sauðfjárræktar-
félags Seyluhrepps og skátafé-
lagsins Eilífsbúa. Óskar var lið-
tækur brids- og skákmaður,
dansmaður góður og stjórnaði
dansi á Sæluviku Skagfirðinga um
langt árabil.
Útför Óskars verður gerð frá
Sauðárkrókskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14. Jarðsett
verður í Víðimýrarkirkjugarði.
Hermundur Valdimar
Guðmundsson, bóndi í
Vallanesi, f. 19.2.
1878, d. 12.2. 1944, og
kona hans, Guðrún
Jóhannsdóttir, f. 9.3.
1898, d. 7.10. 1964.
Hebba og Óskar
eignuðust þrjú börn:
1) Guðrún Valdís,
kjólameistari og mat-
ráðskona, f. 28.10.
1943, gift Hjálmari
Víkingi Hjálmarssyni,
lögfræðingi og sjó-
manni í Reykjavík
(skilin). Dætur þeirra
eru a) Rósa Margrét Hjálmars-
dóttir vörustjórnunarfræðingur, f.
11.3. 1967, eiginmaður Rósu er
Jón Halldór Björnsson flugvirki
og eiga þau Valdísi Ósk og Ingi-
björgu Erlu, f. 1.3. 1993. b) Erla
Hlín Hjálmarsdóttir stjórnsýslu-
fræðingur, f. 26.3. 1972, eiginmað-
ur Erlu er Davíð Bjarnason um-
hverfisfræðingur og eiga þau
Harald Bjarna, f. 24.9. 1999; 2)
Rósa Sigurlaug, f. 6.3. 1946, d.
28.5. 1947, 3) Magnús Ingi, tölv-
unar- og rekstrarhagfræðingur, f.
11.4. 1960, eiginkona hans er
Signý Jóhannesdóttir, kennari og
flugfreyja. Synir þeirra eru a)
Óskar Ingi, f. 17.9. 1986, b) Jó-
hannes Páll, f. 27.1. 1992, og c)
Árni Freyr, f. 29.7. 1997.
Óskar stundaði nám við Barna-
Látinn er í hárri elli góður vinur
minn og móðurbróðir, Óskar
Magnússon, bóndi í Brekku í Skaga-
firði. Ég man fyrst eftir honum þeg-
ar hann kenndi okkur Elsu systur
minni, þá 4–5 ára, að stýra bíl fjöl-
skyldunnar, Austin árgerð
nítjánhundruðþrjátíuogeitthvað.
Það kom sér vel þegar við skömmu
síðar lögðum í hann upp á eigin
spýtur niður heimreiðina heima í
Skála við Kaplaskjólsveg, að kunna
að taka vinstri beygju og stansa á
gæsagirðingunni hjá Steinunni ná-
granna í Víðimýri við óp og köll ætt-
ingjanna.
Óskar, sem þá var við nám í
Stýrimannaskólanum, dvaldi oft hjá
okkur í Skála og mér er einnig
minnisstæður mikill áhugi hans á
vexti og viðgangi trjáa sem þar
voru, áhugi sem fáir ungir menn
höfðu á þeim tíma. Sá áhugi átti eft-
ir að haldast og eflast til æviloka.
Óskar var aðeins eins árs þegar
faðir hans lést frá 11 börnum, sem
við það dreifðust og ólust því ekki
upp saman. Óskar var tekinn í fóst-
ur af föðurbróður sínum og ólst upp
hjá þeirri fjölskyldu á Sauðárkróki
við gott atlæti. Miklir kærleikar
urðu síðar með þeim systkinum
móður minni og honum en hún var
þremur árum eldri. Ég sé hann ljós-
lifandi fyrir mér sveiflast inn úr
dyrunum heima og heilsa móður
minni með kossi á kinnina um leið
og hann segir hátíðlega: „Sæl
systa.“ Hún brosir blíðlega og
klappar honum á kinnina. Það urðu
aðeins sex mánuðir á milli andláts
þeirra.
Óskar þótti á yngri árum glæsi-
legur maður, hávaxinn og bar sig
vel. Hann var hagmæltur og átti það
til að senda bréf í bundnu máli.
Áhugamál átti hann mörg og auk
sauðfjárbúskaparins, sem honum
fórst vel úr hendi þar til endurtekin
riðuveiki batt enda á, reyndi hann
fyrir sér með minkarækt án mikils
fjárhagstjóns. Hann tók þátt í leik-
listarstarfi í Skagafirði um margra
ára skeið, hellti sér út í andleg mál-
efni en það sem mér fannst áhuga-
verðast var að hann var haldinn
töluverðri veiðidellu. Ég tók að
venja komur mínar í Brekku fyrir
um 35 árum og Óskari fannst hann
þurfa að kynna mig fyrir veiðivötn-
um Skagafjarðar. Fórum við víða,
svo sem í vötn út á Skaga, flestar ár
í Skagafirði, en lengst af veiddum
við í Húseyjarkvísl. Aðeins nokkur
ár eru síðan þessu linnti og hafa
börnin okkar Önnu Maríu kynnst
veiðiskapnum með Óskari í Brekku.
Hebba og Óskar hófu búskap í
Brekku árið 1950 og Óskar byrjaði
fljótlega að planta trjám, fyrst í
kringum bæinn og síðan í reit sem
er neðan þjóðvegarins þar sem hann
liggur upp á brekkuna. Það þótti
kannski ekki alltaf til fyrirmyndar
þegar við þeystum um sveitir í veiði-
mennskunni, oft um hábjargræðis-
tímann og allt flatt á túnum.
Það mun hafa verið eitthvert
sumarið á áttunda áratugnum að
Óskar gekk með mér um skóginn,
með elstu trén 25 ára gömul. Skóg-
urinn var að taka mjög vel við sér
og ég gat ekki orða bundist. Ég lýsti
því yfir við þau hjón að stráin sem
slegin væru úr túnum Brekku yrðu
ekki þeirra minnisvarði heldur þessi
stórkostlegi skógur. Þau hjón létu
ekki staðar numið þarna heldur
margefldist trjáræktin með eigin
uppeldi plantna í gróðurhúsum. Má
segja að mestallt landið ofan
Brekku sé orðið skógi vaxið, jafnvel
þar sem jarðvegur var rýr og róta-
slitinn, en Óskar hafði fundið út að
þar dafnaði lerki ágætlega. Þetta
mun vera með stærstu einkaskógum
á Íslandi og hefur Hebbu og Óskari
verið margvíslegur sómi sýndur af
samtökum skógræktarfólks.
Óskar frændi var ekki heilsu-
hraustur, síðustu árin reyndust hon-
um erfið og hann lést fimmtudaginn
28. ágúst saddur lífdaga. Ég og fjöl-
skylda mín þökkum samfylgdina og
vottum Hebbu, Valdísi, Magnúsi og
öllu þeirra fólki innilega samúð. Það
er sjónarsviptir að mönnum eins og
Óskari Magnússyni.
Bernhard Petersen.
Óskar móðurbróðir minn er lát-
inn. Honum á ég margt að þakka.
Þegar ég var lítil stelpa í Reykja-
vík á miðri síðastliðinni öld vildi ég
komast í sveit og þá var hringt í
Óskar og Hebbu í Vallanesi þar sem
þau bjuggu fjölskyldubúi. Hlýr lófi
frænda, faðmlag Hebbu og vin-
gjarnlegt heimilisfólkið var ekki
lengi að ná úr mér heimþránni sem
ég var haldin í fyrstu og naut ég
þess í nokkur sumur að fá að dvelja
hjá þeim. Þótt ég hafi aldrei þakkað
þeim þeirra þátt í þroskaferli mín-
um hef ég þakkað það ómeðvitað
með gleði í hjarta yfir minningum
um sumrin í sveitinni hjá fjölskyld-
unni í Vallanesi og síðar Brekku.
Óskar kom alloft til Reykjavíkur
og var þá eins og stormsveipur, í út-
réttingum út og suður. Kaupa bíl
eða traktor, fara til hnykkjarans eða
hitta lækni og tíminn var skipulagð-
ur frá morgni til kvölds og svo var
hann þotinn norður. Hann gaf sér
þó alltaf tíma til þess að spjalla við
fjölskylduna og okkur systkinunum
þótti afskaplega vænt um hann.
Hann talaði við okkur eins og full-
orðið fólk og við fundum að við vor-
um honum hjartfólgin. Óskar var í
senn hress og ljúfur maður. Hann
hreyfði sig hratt, oft með handapati,
var glettinn og fleygði fram vísum
eins og hendi væri veifað. Það fylgdi
honum ferskur blær og fjölskyldu-
tenging sem var okkur kær.
Óskar og móðir mín voru miklir
vinir þó að þau hafi ekki kynnst fyrr
en þau voru komin til fullorðinsára.
Á síðari árum þegar fór að hægjast
um hjá bóndanum í Brekku áttu þau
oft löng símtöl sem hún hafði mikla
ánægju af. Þau voru sálufélagar
fannst mér og þrátt fyrir að mömmu
hafi stundum þótt áhugi Óskars á
spíritisma helst til mikill hafði hún
gaman af að hlusta á hann segja frá.
En það gekk alveg fram af henni
þegar hann sagðist hafa hitt pabba
minn, sem þá var látinn, á miðils-
fundi. Hún efaðist eitthvað um það
en Óskar sagði að við skilaboðin
„eigum við að taka slag“ hefði hann
áttað sig strax á því hver vildi hafa
samband að handan. Þeir mágar
voru miklir mátar, meðan báðir
lifðu, og eflaust hefur upphafið að
því að „taka slag“ verið þegar Óskar
var ungur maður, búsettur í
Reykjavík og heimagangur á heimili
foreldra minna.
Óskar var aldrei heilsuhraustur
og er aðdáunarvert að hann skyldi
geta stundað búskap og áorkað því
sem hann gerði. Þegar þau hjónin
reistu sér bú í Brekku var byrjað á
því að gróðursetja tré og skógrækt-
in átti hug hans allan eftir það.
Skógurinn í Brekku er minnisvarði
um dug hans og ég er stolt yfir að
hafa fengið að gróðursetja litlar
hríslur með honum fyrir rúmri
hálfri öld. Þetta eru nú orðin há tré
sem teygja sig upp til himins og
horfa hnuggin á eftir Óskari frænda
mínum eins og við sem þekktum
hann.
Guð blessi minningu Óskars Inga
Magnússonar og styrki ástvini hans,
Hebbu, Valdísi, Magnús og fjöl-
skyldur þeirra.
Elsa Petersen.
Ég kveð þig, Óskar bóndi í
Brekku. Þú kallaðir alla frændur og
snillinga og lést þá finna til sín. Fyr-
ir þér voru allir jafnir og allir höfðu
eitthvað fram að færa. Þú gladdist
með öðrum sem gekk vel, sérstak-
lega þeim sem fetuðu ótroðnar slóð-
ir. Þú varst brautryðjandi, hófst
skógrækt þegar öðrum þótti það
glapræði og illa farið með tíma og
beitiland. Þú fórst ekki alltaf hefð-
bundnar leiðir og varst óhræddur
við að prófa nýja hluti, sóttir þér
kínverskar lækningar þegar fæstir
höfðu heyrt um þær og byggðir
stórt gróðurhús til að rækta trjá-
plöntur á þeim aldri sem flestir setj-
ast í helgan stein.
Þú varst sjálfstæður maður í þínu
ríki, engum háður. Þú fórst á anda-
fundi með vinum þínum, þessa
heims og annars, og sást meira en
aðrir. Þú vissir að afastrákarnir þín-
ir yrðu þrír, strax og ég gekk með
þann fyrsta.
Ég dáðist að lífsspeki þinni. Þú
kenndir okkur að eyða ekki orku í
að sýta liðna hluti, en nota hana til
að breyta því sem við getum breytt.
Þú sagðir við börnin þín: „Þótt við
foreldrarnir höfum gert sitthvað
fyrir ykkur skuldið þið okkur ekki
neitt, þið skuldið börnunum ykkar
það.“
Þú varst snillingur, frændi.
Ég kveð þig með kvöldsöng skáta
því að skátinn lifði í þér alla tíð.
Sofnar drótt, nálgast nótt,
sveipast kvöldroða himinn og sær.
Allt er hljótt, hvíldu rótt.
Guð er nær.
Signý.
Við vetrarkomu var kominn tími
til að taka fé á hús. Þegar afi hóf
upp raust sína og kallaði kindurnar
inn litu þær gömlu upp og tóku
strax strauið heim í hús, enda búnar
að bíða eftir kallinu. Þær sem yngri
voru fylgdu á eftir. Eftir nokkurn
tíma liðu raðir af kindum ofan úr
landi til að fá skjól og fyrstu gjöf
vetrarins.
Minningarslitrur tengjast hverri
árstíð þar sem sveitastörfin voru
numin undir dyggri leiðsögn afa
sem hafði ákveðnar skoðanir á
vinnulagi og framkvæmd. Búskap-
urinn var fjölbreyttur og var afi
hugmyndaríkur á því sviði. Fyrir ut-
an fjárræktina kynntumst við
kúabúskap, hrossarækt, hænsna-
rækt, refarækt, kanínurækt og jafn-
vel ánamaðkarækt, að trjáræktinni
ótalinni, sem var hans hjartans mál.
Margt kenndi afi okkur fleira en
vinnulag og stundum sátum við á
útidyratröppunum í vetrarnátt-
myrkrinu í sveitinni og afi kenndi
okkur að þekkja stjörnur himin-
hvolfsins. Þá var hann einnig ötull
að kenna lag við veiði, skátahnúta
og skák, svo ekki sé minnst á mar-
súkka á eldhúsgólfinu í Brekku.
Vorið hleypti ætíð nýju lífi í menn
og málleysingja og sauðburðurinn
var annasamasti tími ársins. Afi
kallaði inn kindurnar fyrir gjöf og
við systurnar gengum upp túnin
ásamt mömmu til að koma nýborn-
um lömbum og stoltum mæðrum
þeirra heim í hús.
Við nutum þeirra forréttinda að
fá félagsskap fjölda drengja sem
komu í sveit yfir sumartímann, en
afi og amma voru í gegnum tíðina
með 300 börn í sveit. Fyrirkomulag-
ið var fastmótað, sem m.a. fól í sér
hausþvott og sund á laugardögum
og reiðtúr á sunnudögum. Afmæli
voru mikilsverðir atburðir og þeir
sem voru svo heppnir að eiga af-
mæli yfir sumartímann fengu veislu
og afi hélt ræðu afmælisbarninu til
heiðurs sem endaði með fjórföldu
húrrahrópi. Síðsumars keyrði afi
heyvagninn með síðasta heyið og
alla krakkana til hlöðu.
Haustið var markað af réttum og
sláturtíð. Féð kom af fjalli og við
drógum í dilka þar sem afi var
fremstur í flokki með sixpensarann.
Þannig liðu árstíðirnar hver af ann-
arri og afi mótaði ætíð rammann um
tilveru barnæskunnar, glettinn, at-
hafnasamur og stórhuga.
Við komum inn í líf afa er hann
var rúmlega fimmtugur og við flutt-
um í sveitina með skagfirska fjalla-
hringnum. Upp frá því ól hann okk-
ur systurnar upp sem værum við
hans eigin og þökkum við forsjón-
inni fyrir að hafa fengið að eyða
uppvextinum undir verndarvæng
hans. Síðar haustaði hjá afa sjálfum
þegar heilsuleysi fór að hrjá hann
en andinn var alltaf samur við sig og
skopskynið hélt ætíð velli. Þótt afi
sé fallinn frá lifir hann enn í sínum
mörgu verkum, skóginum í Brekku
og í hjarta okkar sem með honum
gengum.
Elsku afi, megi guð og góðir and-
ar fylgja þér um nýja skóga og
veiðilendur.
Rósa og Erla.
Í dag er til moldar borinn góður
vinur og frændi, Óskar Magnússon í
Brekku, Skagafirði.
Kynni mín og Óskars hófust fljót-
lega eftir að ég tók við skólastjórn á
Hólum í Hjaltadal. Ég minnist hans
á fundum í Skógræktarfélaginu, þar
lét hann mjög til sín taka, var ákafa-
maður um hugðarefni sín og lét
skoðanir sínar í ljós tæpitungulaust.
Það vissu allir hvar þeir höfðu Ósk-
ar í Brekku. Hann var mikill áhuga-
maður um skógrækt og var einna
fyrstur bænda til að leggja umtals-
vert landsvæði af jörð sinni undir
skóg. Hann lagði brekkurnar og ás-
inn fyrir ofan bæinn undir skóg.
Þetta land var lágt undan sólu og
þótti berangurslegt og því ekki lík-
legt til skógræktar. En Óskar ásamt
eiginkonu sinni og fjölskyldu í
Brekku lét engar hrakspár á sig fá.
Nú er í ásnum fyrir ofan Brekku
kominn myndarlegur skógur sem
mun bera vitni um háleitar hugsjón-
ir og ódrepandi dugnað.
Óskar var kvikur í fasi, glettinn
og með prakkarasvip, hann gat ver-
ið stríðinn og fljótur til svars. Við
sem kynntumst honum fundum að í
brjósti hans sló heitt og stórt hjarta.
Hann var ætíð málsvari lítilmagn-
ans, barngóður og mikill fjölskyldu-
maður.
Ógleymanleg er okkur hjónum
ferðin með Óskari á aðalfund Skóg-
ræktarfélags Íslands á Ísafirði fyrir
nokkrum árum. Leiðin var drjúg-
löng og Óskar sagði frá barnæsku
sinni og uppvexti. Við Óskar erum
báðir af ætt Páls Jónssonar í Kald-
bak á Ströndum. Faðir hans var sjó-
maður og bóndi á Kleifum í Kaldr-
ananeshreppi, en Óskar er fæddur á
Ásmundarnesi. Faðir hans féll frá
þegar Óskar var um ársgamall og
ólst hann upp hjá föðurbróður sín-
um Rósant og konu hans Sigurlaugu
á Sauðárkróki. Á heimleiðinni frá
Ísafirði bilaði bíllinn minn í botni
Hestfjarðar og urðum við að gista á
Ísafirði. Þá kynnti Óskar mig fyrir
skyldfólki okkar þar og var glatt á
hjalla en Óskar var hrókur alls
fagnaðar í góðra vina hópi. Glettinn
og spaugsamur og oft þægilega
stríðinn. Við töluðum oft um það síð-
ar hversu lánlegt það var að bíllinn
skyldi bila og við fá þessu góðu
stund á Ísafirði.
Óskar er einn þeirra sem með
dugnaði sínum, elju og hugviti
ruddu brautina fyrir framförum
þjóðarinnar á tuttugustu öld. Óskar
trúði á landið, gögn þess og gæði.
Hann vissi að hlúa þarf að nýgræð-
ingnum, planta nýjum sprotum þar
sem eyða hafði myndast. Við rækt-
un lands og lýðs þarf ákveðni, hug-
sjón en jafnframt natni og hlýju.
Skógurinn fyrir ofan bæinn hans í
Brekku mun minna okkur og
ókomnar kynslóðir á hugsjónir og
verk Óskars og fjölskyldu hans í
Brekku.
Við hjónin þökkum hlýjar minn-
ingar um góðan vin sem miðlaði
okkur ríkulega af hugsjónum sínum
og baráttuþreki.
Ingibjörg Kolka og
Jón Bjarnason.
Mín fyrstu kynni af Óskari Magn-
ússyni frá Brekku voru þegar hann
ásamt konu sinni gisti hjá okkur
hjónum á Hesti í Borgarfirði; þau
voru þá í bændaferð. Þessi heim-
sókn er mér ennþá minnisstæð, 35
árum síðar. Óskar hafði allt annað
fas og persónuleika en ég hafði áður
kynnst hjá bændum, var frjáls-
mannlegur, talaði skýrt mál, var af-
dráttarlaus í skoðunum á öllu og átti
auðvelt með að koma orðum að því í
ræðustól sem og annars staðar og
lagði jafnan vel til allra mála sem til
framfara horfðu fyrir sveitina.
Brekka er alllandmikil jörð og vel
ÓSKAR
INGI MAGNÚSSON