Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK
50 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Norwegian Dream,
Lutador, Laugarnes
og Höfrungur koma í
dag. Freri og Cidade
De Amarante fara í
dag.
Mannamót
Félag aldraðra, Mos-
fellsbæ. Skrifstofa fé-
lagsins verður lokuð í
sumar, opnuð 2. sept-
ember.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraun-
seli, Flatahrauni 3.
Morgunganga er frá
Hraunseli kl. 10. Rúta
frá Firðinum kl.
19.50.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Opið hús, í
dag laugardag vetr-
ardagskráin kynnt frá
kl. 14-16 í Ásgarði,
Glæsibæ í endur-
bættum húsakynnum.
Nýtt í félagsstarfi.
Skemmtiatriði, harm-
onikkuleikur, söngur
o.fl. S. 588 2111.
Skrifstofa félagsins er
í Faxafeni 12 sími
588 2111.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Föstudag-
inn 19. október kl. 16
opnar Steinlaug Sig-
urðardóttir myndlist-
arsýningu. Einnig
syngur Gerðubergs-
kórinn undir stjón
Kjartans Ólafssonar.
Sund og leikfimiæf-
ingar í Breiðholtslaug,
breyttur tími; mánu-
daga kl. 9.30 og miðvi-
kud kl. 10.30.
FEBK. Púttað á
Listatúni kl. 10.30 á
laugardögum. Mætum
öll og reynum með
okkur.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl.
10 laugardagsmorgna
frá Gjábakka.
Krummakaffi kl. 9.
Gigtarfélagið. Leik-
fimi alla daga vik-
unnar. Létt leikfimi,
bakleikfimi karla,
vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun.
Einn ókeypis prufu-
tími fyrir þá sem
vilja. Uppl. á skrif-
stofu GÍ, s. 530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
GA-Samtök spilafíkla,
fundir spilafíkla.
Höfuðborgarsvæðið:
Þriðjud. kl 18.15 Sel-
tjarnarneskirkja, Val-
húsahæð, Seltjarn-
arnesi. Miðvikud. kl.
18 Digranesvegur 12,
Kópavogi. Fimmtud.
kl. 20.30 Síðumúla 3-5,
göngudeild SÁÁ,
Reykjavík. Föstud. kl.
20 Víðistaðakirkja,
Hafnarfirði. Laugard.
kl.10.30 Kirkja Óháða
safnaðarins
v/Háteigsveg, Reykja-
vík.
Austurland:
Fimmtud. kl.17 Egils-
staðakirkja, Egils-
stöðum. Neyðarsími
GA er opinn allan sól-
arhringinn. Hjálp fyr-
ir spilafíkla. Neyð-
arsími: 698 3888.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl.
20 á Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
OA samtökin. Átrösk-
un / Matarfíkn / Ofát.
Fundir alla daga.
Upplýsingar á
www.oa.is og í síma
878 1178.
Ásatrúarfélagið,
Grandagarði 8. Opið
hús alla laugardaga
frá kl. 14.
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti,
Stangarhyl 2, er op-
inn þriðjud. og
fimmtud. frá kl. 14-17.
Leið 10 og 110 ganga
að Kattholti.
Gullsmárabrids.
Bridsdeild FEBK
Gullsmára spilar í fé-
lagsheimilinu í Gull-
smára 13 mánu- og
fimmtudaga. Skráning
kl. 12.45. Spila-
mennska hefst kl. 13.
Veitingar seldar í
kaffihléi. Allir eldri
bridsarar velkomnir.
Minningarkort
Minningarkort
Landssamtaka hjarta-
sjúklinga fást á eft-
irtöldum stöðum á
Suðurlandi: Skóversl-
un Axel Ó. Lár-
ussonar, Vest-
mannabraut 23,
Vestmannaeyjum, s.
481 1826, Mosfell sf.,
Þrúðvangi 6, Hellu, s.
487 5828, Sólveig
Ólafsdóttir, verslunin
Grund, Flúðum, s. 486
6633, Sjúkrahús Suð-
urlands og Heilsu-
gæslustöð, Árvegi,
Selfossi, s. 482 1300,
verslunin Íris, Aust-
urvegi 4, Selfossi, s.
482 1468, Blómabúðin
hjá Jóhönnu, Una-
bakka 4, 815 Þorláks-
höfn, s. 483 3794.
Minningarkort
Landssamtaka hjarta-
sjúklinga fást á eft-
irtöldum stöðum á
Reykjanesi. Bókabúð
Grindavíkur, Vík-
urbraut 62, Grindavík,
s. 426 8787, Penninn -
Bókabúð Keflavíkur,
Sólvallagötu 2, Kefla-
vík, s. 421 1102, Ís-
landspóstur hf., Hafn-
argötu 89, Keflavík, s.
421 5000, Íslands-
póstur hf., c/o Krist-
jana Vilhjálmsdóttir,
Garðbraut 69, Garði,
s. 422 7000, Dagmar
Árnadóttir, Skiphóli,
Skagabraut 64, Garði,
s. 422 7059.
Í dag er laugardagur 13. sept-
ember, 256. dagur ársins 2003.
Orð dagsins: Gakk þú inn í bergið
og fel þig í jörðu fyrir ógnum
Drottins og ljóma hátignar hans.
(Jes. 2,3-10.)
Þórunn Sveinbjarn-ardóttir alþing-
ismaður skrifar pistil á
heimasíðu sína um ráð-
herrafund Heims-
viðskiptastofnunarinnar í
Cancún. Þar vitnar hún
m.a. í grein hér í blaðinu
eftir James Wolfensohn,
forstjóra Alþjóðabank-
ans, en þar sagði hann
m.a. að góð niðurstaða
Doha-lotunnar gæti fært
þróunarlöndum aukinn
hagvöxt og einstakt tæki-
færi til að lyfta tugmillj-
ónum manna upp úr sár-
ustu fátækt.
Því miður bendir fátt tilþess að ríkustu þjóðir
heims, s.s. Bandaríkin,
ESB-ríkin og Japan, séu
reiðubúnar til þess að
lækka innflutningstolla
eða niðurgreiðslur til
landbúnaðarins að því
marki sem koma myndi
þróunarlöndunum til
góða,“ skrifar Þórunn.
„Krafan um lækkun
tolla og ríkisstuðning við
landbúnað í iðnríkjunum,
auk afnáms útflutnings-
bóta á landbúnaðar-
afurðir, er efst á blaði
þróunarlandanna í Doha-
lotunni, enda um grund-
vallarhagsmuni þeirra að
ræða. Möguleikar þess-
ara landa til þess að ná
árangri í baráttunni fyrir
betri lífskjörum standa
og falla með því að staða
þróunarríkjanna í heims-
viðskiptunum versni ekki
enn frekar í heims-
viðskiptunum, heldur
batni. Í ljósi þess að regl-
urnar og höftin hafi hing-
að til verið ákveðin af rík-
ustu löndum heims (og
aðeins með tilliti til hags-
muna þeirra) verða kröf-
ur þróunarlandanna að
teljast eðlilegar. Það er til
lítils að tala um frjálsa
verslun og aukinn hag-
vöxt ef reglurnar sem
WTO leggur til grund-
vallar taka bara tillit til
hagsmuna þeirra stóru og
sterku á sviði heims-
viðskiptanna. Sanngirni,
aðlögun og markaðs-
aðgangur eru lykilkröfur
fátækari landanna í við-
skiptum með landbún-
aðarafurðir og Doha-
lotan gefur fyrirheit um
skref fram á við. Fyr-
irheit sem standa þarf
við.
Verndarstefna ríkuþjóðanna, og Ísland
telst til þeirra, verður að
víkja fyrir hagsmunum
sem kalla má hnattræna,
þ.e.a.s. hagsmunum
þeirra tæplega þriggja
milljarða manna sem
skrimta á tveimur doll-
urum eða minna á dag
(rúmlega 150 krónum).
Hagsmunir Norðursins
og Suðursins fara saman
þegar baráttan gegn ör-
birgð og misskiptingu er
annars vegar. Það þýðir
einfaldlega að iðnríkin
verða að taka sig á svo
um munar. Fyrsta skrefið
er að minnka nið-
urgreiðslur til landbún-
aðar og afnema útflutn-
ingsstyrki eða -bætur.
Það eru áhrifaríkustu að-
gerðir sem hægt er að
grípa til í baráttunni
gegn fátækt og fyrir rétt-
látari skiptingu tekna í
heiminum. Á þetta mun
reyna í Cancún.“
STAKSTEINAR
Ábyrgð ríku landanna
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI festi kaup á forlátareiðhjóli á dögunum. Grip-
urinn er hin mesta völundarsmíð
og Víkverji ætlar aldeilis að þeysa
um götur borgarinnar í vetur.
Snjór, él og skafrenningur fá ekki
að stöðva för Víkverja, enda keypti
hann sér fjallahjól. Þótt Víkverji sé
hæstánægður með hjólið þá er
hnakkurinn ekki sem best úr garði
gerður. Hann er nefnilega hann-
aður með það fyrir augum að á
hann setjist karlkyns hjólreiða-
maður, en ekki kvenkyns. Sér-
stakir kvenhnakkar fylgja raunar
kvenhjólum en þau þykja Víkverja
ekki eins töff. Víkverji gengur
sjaldan í pilsi og hjólar þaðan af
síður í slíkum fatnaði og hefur ekk-
ert við það að gera að eiga hjól með
hallandi stöng eins og kvenhjólin
eru. Að auki var einfaldlega ekki
til kvenhjól í stærðarflokki Vík-
verja og varð hann því að kaupa
karlmiðað fjallahjól með tiltölulega
óþægilegum hnakki. Til að eignast
þægilegri hnakk sem hentar kven-
legum sitjanda betur þarf Víkverji
að gjöra svo vel að reiða fram
nokkur þúsund krónur til viðbótar
við þær sem hann greiddi fyrir
hjólið.
Í ANNARRI reiðhjólaverslun semVíkverji heimsótti í leit sinni að
ákjósanlegum farskjóta innti hann
afgreiðslumanninn eftir því hvers
vegna kaupandi gæti ekki valið sér
hnakk á það hjól sem honum þykir
henta, án þess að greiða aukalega
fyrir það, að því gefnu að ekki sé um
að ræða einhvers konar sérútbúinn
ofurhnakk. Hvers vegna gat Vík-
verji ekki keypt hjól með beinni
stöng og breiðum kvenhnakki án
þess að borga aukalega? Svar af-
greiðslumannsins var á þá leið að
svona „kellingahnakkar“ væru nú
ekkert sérstakir. Bara aðeins
breiðari og kannski örlítið þægilegri
fyrir konur … en þær ættu nú alveg
að geta vanist hinum hnökkunum.
Þó sagðist hann hafa til sölu hnakka
sem væru sérstaklega hannaðir fyr-
ir konur en taldi þá frekar vera
sölubrellu hjá framleiðendum frek-
ar en að þeir væru eitthvað ákjós-
anlegri kostur fyrir konur.
x x x
ÞAÐ MÁ vel vera að það sé ein-hvers konar sölubrella hjá
framleiðendum hjólahnakka að
setja á markað sérstaka kven-
hnakka þegar allir eiga að geta van-
ist hinum. En Víkverji spyr hvers
vegna í ósköpunum það er talið vera
„normið“ að vera karlkyns hjól-
reiðamaður. Ætli hjólasmiðir telji
það að vera kona og vilja hnakk sem
fellur betur að öllu mýkri og við-
kvæmari afturenda vera sérvisku?
Með því að selja kvenhnakkana sem
aukahluti, eða eingöngu með kven-
hjólum, eru hjólreiðaverslanir að
sýna stuðning sinn við þess konar
hugsunarhátt. Að sjálfsögðu á neyt-
andinn að fá að ákveða það sjálfur
hvort hann leggur það á sig að venj-
ast vondum hnakki með tilheyrandi
marblettum … eða fær hnakk við
hæfi með því hjóli sem hann velur.
Morgunblaðið/Þorkell
Hnakkar á reiðhjól eru misbreiðir
eftir því hver situr á þeim.
Hver króna
skiptir máli
VEGNA fréttar á bls. 4 í
Morgunblaðinu sl. miðviku-
dag þar sem fjallað er um
mun á örorkubótum og at-
vinnuleysisbótum, finnst
mér ekki koma nægilega
vel fram í fréttinni hvað
fólk er að fá í hendurnar
eftir staðgreiðslu.
Að frádeginni stað-
greiðslu atvinnuleysisbóta
(77.449) er fólk að fá u.þ.b.
68 þús. kr. en að frádreg-
inni staðgreiðslu örorku-
bóta (í mínu tilfelli 94.615)
fær maður 81.747. Það er
þessi tala sem skiptir máli
en ekki hverjar bæturnar
eru fyrir staðgreiðslu. Þeg-
ar maður er orðinn svona
tekjulágur skiptir hver
króna miklu máli. Í ár er ég
búin að borga 121 þús. í
staðgreiðslu skatta.
Vildi koma þessu á fram-
færi því mér finnst umræð-
an um örorkubætur oft nei-
kvæð.
Öryrki.
Heimskulegt athæfi
ÉG vil lýsa yfir hneykslun
minni á hegðun umsjónar-
manna Popp Tíví. Er ég
sammála þeim sem einnig
ofbauð þetta heimskulega
athæfi og finnst mér lág-
mark að þeir útskýri fyrir
okkur hvað vakti fyrir
þeim. Fyrir þá sem ekki
vita, þá fóru þessir „al-
mennilegu“ menn einkar
illa með kött án nokkurrar
sýnilegrar ástæðu (ef þetta
er húmor, þá eru þeir
hlægilega ófyndnir).
Ég bið þessar elskulegu
mannvitsbrekkur hér með
að fræða mig og aðra um
afdrif kattarins. Svona lag-
að er með öllu óviðeigandi
og, að mínu mati og ann-
arra, fyrir neðan öll siðferð-
ismörk.
270885.
Íslendingar sóðar?
ÉG vil koma því á framfæri
að mér blöskrar alveg
hvernig fólk hendir frá sér
fernum, umbúðum og öðru
rusli. Sérstaklega er þetta
áberandi fyrir utan stór-
markaðina þar sem stund-
um þarf að vaða í gegnum
ruslið. Mér finnst stórlega
vanta ruslatunnur fyrir ut-
an stórmarkaðina. Ég er
oft í Bandaríkjunum og þar
sér maður ekkert rusl fyrir
utan stórmarkaðina.
Eins tekur maður eftir
að fólk hendir alls kyns
rusli út úr bílum á ferð.
Ég vona að fólk hér á
landi fari nú að taka sig
saman í andlitinu. Þegar
maður ferðast mikið sér
maður hvað Íslendingar
eru miklir sóðar og Reykja-
vík skítug borg.
Borgarbúi.
Fyrirspurn
ÉG vil koma fyrirspurn á
framfæri til landbúnaðar-
ráðherra: Hvaða áhrif hef-
ur markaðssetning á hval-
kjöti á landbúnaðinn?
Einar Vilhjálmsson.
Hreint sakavottorð?
ÞURFA menn ekki að hafa
hreint sakarvottorð til að
vera gjaldgengir til Alþing-
is? Að hafa ekki verið
dæmdir fyrir umferðar-
lagabrot eða fjárglæfra?
Þetta eiga að heita menn í
ábyrgðarstöðum. Finnst að
það ætti að gera kröfur um
það.
Sigrún Magnúsdóttir.
Dýrahald
Kettlingur fæst gefins
GULLFALLEGUR hálfur
persneskur kettlingur fæst
gefins á gott heimili. Hann
er kassavanur. Hann er
með sjaldgæft útlit á feld.
Upplýsingar í síma
699 7862.
Læða og kettlingur
fást gefins
LÆÐA u.þ.b. 1 árs og 5
mánaða kettlingur fást gef-
ins. Upplýsingar í símum
564 3311 og 894 3311.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
LÁRÉTT
1 stilltur, 8 námsgreinin,
9 féllu, 10 kyrra,
11 braka, 13 bunustokkur,
15 fljótt, 18 frýsa,
21 vond, 22 sárið,
23 óbeit, 24 ræpu.
LÓÐRÉTT
2 bleytukrap, 3 skjóða,
4 bál, 5 kvendýrið,
6 iðkum, 7 hníf, 12 bók,
14 hress, 15 höfuð,
16 mannsnafn, 17 steins,
18 fáni, 19 báran,
20 snjólausa.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 hlýra, 4 fætur, 7 raust, 8 eyðum, 9 ark, 11 traf,
13 emja, 14 angur, 15 þjór, 17 roks, 20 hræ, 22 rómur,
23 tómum, 24 afræð, 25 rimma.
Lóðrétt: 1 horft, 2 ýsuna, 3 akta, 4 frek, 5 tíðum,
6 rymja, 10 rígur, 12 far, 13 err, 15 þerra, 16 ólmur,
18 ormur, 19 semja, 20 hríð, 21 ætur.
Krossgáta 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16