Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 31 Í TVEGGJA málsgreina viðtali í sunnudagsblaði Mbl. velti ég því fyr- ir mér hvernig á því gæti staðið að svo margir íslenskir leikritahöfundar – eða 20 – væru með verk á fjölunum í vetur og átti við því engin viðhlítandi svör. Þótti það merkilegt hversu margir kysu að skrifa fyrir leikhús sem hefði átt jafn lítið erindi við samfélagið og íslenskt leikhús og leikhúsfólk hefur átt undanfarin tíu ár. Ég svaraði ekki sem utangarðs- maður eða sem einn af „hinum“ því sjálf var ég mestan hluta þess tíma leiklistarstjóri RÚV og starfaði jafn- framt sem leikstjóri. Ég hef því fylgst með og stundum tekið þátt í þeim tilraunum sem gerðar hafa ver- ið til efla íslenska leikritun á þessum tíu árum. Ábyrgð mín á stöðu ís- lensks leikhúss sú sama og allra ann- arra leikhúsmanna. Og hugsun mín spannst utan um þá von að öflugur hópur væri kominn fram á sjón- arsviðið sem þrátt fyrir allsráðandi markaðssjónarmið sæi í leikhúsinu listform þar sem hann gæti átt sam- tal við þjóðina og breytti um leið ásýnd leikhússins. Auk þess gladdist ég yfir því að aldrei hefðu verið jafn mörg íslensk verk á sviðum Þjóðleik- hússins eftir áralanga gagnrýni á vanrækslu þess í þeim efnum. Og spurði að lokum hvar allar konurnar væru sem skrifa leikrit. Nú skilst mér að ég hafi ekki átt að hugsa einsog ég gerði. Heldur hefði ég átt að hugsa einsog Stefán Baldursson. Ég hefði átt að hugsa um hverjum það væri að þakka að nú skrifuðu tuttugu leikritaskáld verk fyrir íslensk svið. Ég hefði átt að hugsa með þakklæti til Stefáns Bald- urssonar. Jafnvel þó ég hefði verið í þakk- arstuði, hefði mér ekki dottið Stefán fyrst í hug. Þá hefði ég hugsað til Leikskáldafélags Ísland sem hefur verið óþreytandi að reyna að fá öll leikhúsin, þ. á m. Útvarpsleikhúsið, til samstarfs um stuðning við ís- lenska leikritagerð. Leikskáldin komu árið 1995 á samstarfi við Borg- arleikhúsið undir forystu Hlínar Agnarsdóttur um það að gera ýmsar tilraunir í íslenskri leikritun sem Þjóðleikhúsið nokkrum árum síðar endurtók. Mér hefði einnig verið hugsað til Borgarleikhússins sem fyrst leikhúsa setti upp stóra drama- túrgadeild (sem nú er búið að slátra af fjárhagsástæðum) sem er und- irstaða þess að leikhús geti ræktað sambandið við leikritahöfunda. Og mér hefði verið hugsað til Hafn- arfjarðarleikhússins sem hefur nær eingöngu haft íslensk verk á verk- efnaskrá sinni. Mér hefði verið hugs- að til ýmissa sjálfstæðra leikhópa og hugrekkis þeirra. Og mér hefði verið hugsað til Hávars Sigurjónssonar, Jóns Viðars Jónssonar og Magnúsar Þórs Þorbergssonar og margra fleiri sem á undanförnum árum hafa reynt að beina sjónum okkar að gildi ís- lenskrar leikritunar. Og svo hefði ég kannski farið að hugsa til Stefáns, sem mér hefur oft- ast virst vera skrefi á eftir þeim framsæknu. Dæmi: Allan þennan áratug og lengur hefur krafan um tilraunasvið verið ofarlega á baugi innan leikhússins. Það er fyrst í fyrra sem Stefáni dettur í hug að setja slíkt á laggirnar. Og hvers vegna? Vegna þess að hið fátæka Borgarleikhús var búið að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Sama gildir því miður um stuðning hans við íslenska leikritun. Ég vil þó núna þakka einhverjum eitthvað. Semsé leiðarahöfundi Mbl. á sunnudag fyrir að benda á þá karlasýn sem birtist í vali Stefáns Baldurssonar á leikritahöfundum og leikstjórum og hve brengluð sú mynd er sem birtist þar af samfélag- inu og heiminum. Svar hans við þeirri gagnrýni er sú „að ein og ein kona sé að skjóta upp kollinum“ í íslenskri leikritun, nefnir tvö kvenleikskáld, og „það er nú oft þannig í listum að ekki er beinlínis hægt að fara eftir kynja- kvóta“. Hér talar svo sannarlega sá sem telur sig hafa efni á að tala niður til fólks og notar til þess alltútfletj- andi orðalag embættismannsins. Eru Ásdís Thoroddsen, Björk Jak- obsdóttir, Brynja Benediktsdóttir, Beyglurnar, Elísabet Jökulsdóttir, Hlín Agnarsdóttir, Gerður Kristný, Guðrún Ásmundsdóttir, Ingibjörg Hjartardóttir, Kristín Ómarsdóttir, Kristlaug Sigurðardóttir, Linda Vil- hjálmsdóttir, Steinunn Jóhann- esdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Súsanna Svavarsdóttir, Þórunn Sig- urðardóttir og Kristín og Iðunn Steinsdætur og svo framvegis „ein og ein kona“? Gæti það verið ákveðin afstaða til kvenna sem þrengir sýn þjóðleikhússtjóra á þennan hátt? Og hvað listræna kvótaúthlutun varðar þá er það merkilegt að í nútíma- samfélagi skuli karlar hafa einok- unaraðstöðu á þeim listakvóta sem Stefán Baldursson útdeilir. Dettur honum virkilega ekki í hug að það sé eitthvað athugavert við það? Að lokum: Eftir að þetta snögg- soðna viðtal birtist við mig í Mbl. fékk ég samdægurs tölvupóst frá Stefáni Baldurssyni. Sá póstur ilm- aði ekki beinlínis af þeirri hógværð og snyrtimennsku sem þjóðleik- hússtjóri jafnan snýr að umbjóð- endum sínum. Síðan hef ég komist að því að Stefán hefur ástundað þess háttar vinnubrögð gegnum árin, telji hann að honum sé ekki sýndur næg- ur sómi. Ég vil benda honum á að einræðisherrar og þjónar þeirra nota yfirleitt símann til að hræða þá sem þeir telja undirsáta, því að slík- um samtölum eru engin vitni og eng- inn getur sannað að samtalið hafi átt sér stað. Best væri þó að hann tæki þátt í opinberri málefnalegri um- ræðu um stöðu leikritunar og ís- lensks leikhúss. Tölvupóstur eða málefnaleg umræða Eftir Maríu Kristjánsdóttur Höfundur er leikhúsfræðingur og leikstjóri. LANDSVIRKJUN frestaði um daginn Norðlingaölduveitu og það lá við að ég hugsaði hlýlega til stofnunarinnar í fyrsta sinn sem hefur farið með yf- irgangi í mörgum tilfellum. Haft var eftir Friðriki Soph- ussyni að þeir gætu út af fyrir sig knúið málið í gegn en hefðu hugsað sér að gera það ekki. Og allt verður vit- laust, þar á meðal á Akranesi, en þar þykir byggð stefnt í voða ef menn geta ekki fengið sitt stór- iðjuver. Ég minni enn og aftur á orð Guðmundar Páls Ólafssonar, sem er einn okkar fremsti náttúrufræð- ingur, að íslensk náttúra er of við- kvæm fyrir stóriðju. Bramboltið á öræfum og verksmiðjurnar ganga of nærri náttúrunni. Við sem búum hér verðum einfaldlega að finna upp á einhverju sem passar betur. Eða á ég kannski að fara að skrifa sóðalegar klámbókmenntir ef eng- inn vill kaupa bækurnar mínar? Það er athyglisvert hvernig Sveinn Kristinsson, forseti bæj- arstjórnar á Akranesi, kynnir sitt mál í Fréttablaðinu sl. miðvikudag. Þar gerir hann hreppsnefnd- armennina fjóra sem eru á móti Norðlingaölduveitu að fjórhöfða þurs sem ætli sér hvorki meira né minna en að stefna framtíð Akra- ness í voða. Það væri hægt að kalla þetta ómálefnalega umræðu en það er líka hægt að kalla þetta væl. Sjálfur ætlar Sveinn við þriðja mann austur að freista þess að höggva hausana af þursinum. Getur ekki verið að þessir hreppsnefnd- armenn séu líka fulltrúar fólks í sveitinni? Og kannski hefur það fólk ekki önnur rök í málinu en að þykja vænt um landið, vera sprottið upp úr því, þekkja það, vera hluti af því og öllum þeim þjóðsögum og ævintýrum sem tengjast því öldum saman? Og af hverju ætlar Sveinn að höggva þennan fjórhöfða þurs í ein- hverju bulli sem hann kallar vin- samlega umræðu. Er það vegna þess að hann er búinn að höggva á eigin rætur? Það vill nefnilega svo til að Sveinn Kristinsson er eigandi að mestu himnaríkisparadís á Ís- landi; Dröngum í Árneshreppi. Þar ríkir eilífðin ein, æðarfuglinn úar og selurinn stingur upp kollinum, það er eins og náttúran sé í leiðslu og maður verður fyrir þeirri yf- irskilvitlegu reynslu að vera hluti af heild og líða vel. Og nú ætlar Sveinn semsagt austur að heimta af fólki þeirra himnaríkisparadís til að geta byggt eitt stóriðjuhelvíti. Ég man eftir því fyrir mörgum árum þegar ég dvaldi fyrir norðan að sel- veiðarnar hrundu vegna þess að Birgitta Bardot fór í broddi fylk- ingar gegn þeim. Drangamenn fóru nú samt ekki á hausinn, það tók tíma fyrir þá að finna jafnvægið á nýjan leik og hluti af því var að gera endalaust grín að Birgittu. Og hvað hefðu Drangamenn gert ef Birgitta Bardot hefði komið norður á Strandir á sínum tíma að stoppa selveiðar. Ég er smeyk um að þeir hefðu tekið hana í bólinu. Svo ég held að Sveinn verði að halda fastar um eitthvað annað en sverðið þegar hann fer austur í Þjórsárverin. Það heitir einfaldlega mann- dómur að finna hvað í manni býr en vera ekki með hendurnar ofan í hvers manns koppi sem vill ekkert annað en að skvetta hlandinu í tún- fótinn manns. Og ég minni á orð Halldórs Hall- dórssonar, bæjarstjóra á Ísafirði, sem lýsti því yfir að þeir fyrir vest- an afsegðu stóriðjuna. Og hvað ætla menn að gera í staðinn? var spurt eins og aldrei hefði verið lifað í þessu landi nema í stóriðjuverum. Jú, svaraði Halldór, við ætlum að finna út úr því. Eftir fáein ár munu Akranes og Reykjavík ná saman. Á þá að vera stóriðjutorg í Hvalfirð- inum? Það þykir góður og gegn siður norður á Ströndum að uppnefna fólk. Það má ekki í Morgunblaðinu en ég spyr þig enn einu sinni Sveinn: Hverra manna ert þú? Hvort viltu vera kenndur við Birg- ittu Bardot eða Kristin á Dröngum? Sveinn, hverra manna ert þú? Eftir Elísabetu Jökulsdóttur Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.