Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRÁTT fyrir rigningu ogþoku voru Grænfriðungar ísólskinsskapi árla í gær-morgun, þegar siglt var inn
á Skjálfandaflóann. Húsavík blasti
við í fjarska; sjálf höfuðborg hvala-
skoðunar í Evrópu. Ekki dró úr
ánægjunni þegar þrír glæsilegir
hvalaskoðunarbátur – Náttfari,
Haukur og Bjössi Sör – létu úr höfn
og stefndu til móts við gestina.
Grænfriðungarnir um borð eru frá
tíu þjóðlöndum, fjórtán í hefðbund-
inni áhöfn og tíu sjálfboðaliðar. Og
þeir segjast undrandi á móttökunum
á Íslandi en ákaflega ánægðir, ekki
síst á Ísafirði.
„Þetta er mjög sérstakt; við áttum
alls ekki von á því að fólk yrði jafn-
vingjarnlegt við okkur og raun ber
vitni í fiskimannabæ á borð við Ísa-
fjörð,“ segir Frode Plem sem er tals-
maður samtakanna um borð.
Hann og fleiri hafa orð á því að það
hafi í raun komið þeim þægilega á
óvart að Íslendingar rugluðust ekki á
þeim og Sea Shepheard samtök-
unum, sem sökktu hvalbátunum í
Reykjavíkurhöfn um árið.
Allir sem blaðamaður ræddi við
lögðu líka áherslu á að þau væru ekki
komin til landsins í því skyni að pre-
dika heldur til þess að skiptast á
skoðunum við heimamenn. „Íslend-
ingar yrðu að sjálfsögðu ekki ánægðir
með það ef útlendingar kæmu hingað
og reyndu að segja þeim fyrir verk-
um,“ sagði Plem og bætti við: „Þær
raddir heyrðust að koma okkar til Ís-
lands hefðu öfug áhrif á við það sem
við vonuðumst eftir; að stuðningur við
hvalveiðar ykist, en ég er himinlifandi
með að svo er ekki og vonast til þess
að þvert á móti snúist fleiri en áður
gegn hvalveiðum hverju nafni sem
þær nefnast.“
Hver dagur frábær
Lama er 26 ára stúlka frá Líbanon
sem kynntist Greenpeace í heima-
landinu og hóf þar störf sem sjálf-
boðaliði á skrifstofu. Ekki er langt
síðan hana greip löngun til að komast
á sjó og hún fékk strax pláss á Rain-
bow Warrier. Hefur nú verið um borð
í tæpan hálfan annan mánuð og verð-
ur enn um sinn. „Mér finnst hver dag-
ur frábær; ég veit að ég er að gera
rétt og ég er bjartsýn á að okkur tak-
ist ætlunarverk okkar. Mér hafði ver-
ið sagt að Íslendingar séu þrjóskir og
jafnframt mjög stoltir, ekki síst af
eigin arfi, en ég hef skynjað að þeir
geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir og
vona að fólkið þrýsti á eigin rík-
isstjórn að hvalveiðum verði hætt.“
Hún bætir því svo við að dásamlegt
sé að vera til sjós. „Hvergi er meiri
kyrrð en á sjónum; jafnvel í stormi og
stórsjó!“
Enginn viðmælandi Morgunblaðs-
ins um borð í Rainbow Warrior trúir
þeim fullyrðingum íslenskra stjórn-
valda að hvalveiðarnar nú séu ein-
ungis gerðar í vísindaskyni.
„Ég hef heyrt marga segja að þetta
verði bara 38 dýr; en á næsta ári
gætu orðið 300 skepnur, svo enn fleiri
og tegundirnar einnig. Svo fylgdu
fleiri þjóðir í kjölfarið og allt færi í vit-
leysu. Það verður að stöðva veiðarnar
áður en þær verða að vandamáli,“
sagði Lama við Morgunblaðið.
Góðar móttökur
Erika Augustinsson er sænsk og
starfar sem fjölmiðlafulltrúi Græn-
friðunga með aðsetur á aðalskrifstof-
unni í Amsterdam. Hún var blaða-
maður í tíu ár í Svíþjóð en hóf störf
hjá Greenpeace fyrir tveimur árum.
„Ég vildi gera eitthvað sem skipti
máli á veraldarvísu og það að starfa
fyrir Greenpeace gerir það svo sann-
arlega,“ segir hún.
Erika segir sorglegt ef Íslendingar
hafi haft ranga mynd af Grænfrið-
ungum. „En einmitt þess vegna er
mikilvægt að koma í heimsókn og
sýna sig; leyfa öllum að sjá að við er-
um bara venjulegt fólk. Við erum
ekki hryðjuverkamenn.“
Hún segir þau hafa heyrt að hér
mætti fólk þeim líklega vopnað hafna-
boltakylfum, en þvert á móti hafi fólk
verið afskaplega elskulegt. „Móttök-
urnar hafa sannarlega komið á óvart.
Fólk hefur óskað okkar velfarnaðar
og hvatt okkur til dáða. Vitaskuld
fáum við Íslendinga ekki til þess að
skipta um skoðun á einni viku eða
tveimur en byrjunin lofar vissulega
góðu.“
Erika segist telja hvalveiðar nú
rangt skref. „Þær eru að vísu gömul
hefð, en ýmsar gamlar hefðir eru
löngu úreltar. Mér finnst þessari
ákvörðun megi líkja við það ef kosn-
ingaréttur yrði tekinn af konum á
nýjan leik!“
Derek Nicholls er skipstjóri á
Rainbow Warrior. Fæddur í Wales
en hefur búið á Nýja-Sjálandi í 32 ár.
„Ég hef verið allt mitt líf á sjó; byrj-
aði í breska hernum, stundaði síðan
veiðar og var bæði á vöruflutn-
ingaskipum og ferjum, en fór að
starfa fyrir Greenpeace 1989.“
Þegar hann er spurður hvers
vegna svarar Nicholls á þann veg að
hann hafi verið einn af mörgum sem
kynntist samtökunum þegar Rain-
bow Warrior hinum fyrri var sökkt í
höfninni í Auckland í heimalandi hans
1985. Fram að því hafi fáir þekkt
samtökin en aldrei hafi jafnmargir
gengið í þau og eftir atburðinn. Hann
hafi í raun snúist upp í andhverfu sínu
og verið besti áróður sem hugsast
gat. Að vísu hafi það skyggt á að einn
maður lést.
Nicholls er jafnan þrjá mánuði á
sjó og næstu þrjá í fríi og senn líður
að því að hann haldi heim í vorið á
Nýja-Sjálandi, þar sem eiginkonan
bíður.
Hann hefur hrifist af Íslandi.
„Landið er ótrúlegt. Ekki síst Ak-
ureyri; þar er frábært að ganga um.
Loftið er svo tært og sjórinn svo
hreinn. Staðurinn minnti mig satt að
segja á ótrúlega margan hátt á Nýja-
Sjáland.“
Hollendingurinn Hans Monker eru
tölvu- og rafeindasérfræðingur um
borð. Hann hefur starfað fyrir sam-
tökin í þrettán ár með hléum og seg-
ist afar ánægður með að geta lagt sitt
af mörkum til þess að bæta heiminn.
Hann starfar á aðalskrifstofunni í
Amsterdam en segist svo lúsheppinn
að mann í þetta starf hafi vantað í
ferðina til Íslands og hann komist
með.
Hans kann starfinu afar vel, segir
það reyndar mun verr launað en önn-
ur störf sem hann gæti sinnt en sér sé
alveg sama. „Ég trúi því að við getum
breytt heiminum til hins betra og það
skiptir meira máli.“ Af fjárhags-
ástæðum tekur hann sér frí frá
Greenpeace annað veifið og vinnur
störf sem gefa meira af sér fjárhags-
lega.
„Í gamla daga skiptu hvalveiðar Ís-
lendinga eflaust máli fjárhagslega en
það er liðin tíð og það er einfaldlega
mín skoðun að mannskepnan eigi
ekki að taka úr náttúrunni nema það
sem hún nauðsynlega þarf. Það er allt
of algengt að fólk sé tilbúið að eyði-
leggja náttúruna í gróðaskyni; marg-
ir kæra sig kollótta um náttúruna nái
þeir að skara eld að eigin köku.“
Þegar stigið var á land á Húsavík
var hætt að rigna og sólin hafði brot-
ist fram úr skýjunum.
Móttökur Íslend-
inga hafa komið
þægilega á óvart
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Unnið að því að setja upp borða á hlið Rainbow Warrior, þar stendur: Veljið ferðamennsku – ekki hvalveiðar;
skömmu áður en komið var til Húsavíkur í gærmorgun. Stúlkan í miðjunni er hin 26 ára Lama frá Líbanon.
Derek Nicholls, skipstjóri Rainbow Warrior, í gula regnjakkanum, kominn
úr brúnni og út á dekk í rigningunni í gærmorgun.
Rainbow Warrior, flaggskip Geenpeace,
kom til Húsavíkur í gærmorgun. Skapti
Hallgrímsson var um borð á leiðinni frá Ak-
ureyri og ræddi málin við Grænfriðungana.
skapti@mbl.is
LARSEN Group, félag í eigu Sindra
Sindrasonar, Eiríks Sigurðssonar og
Sighvatar Bjarnasonar, hefur fest
kaup á danska matvæla- og sjávaraf-
urðafyrirtækinu Larsen en það rekur
m.a. dótturfélagið Fresco Seafood.
Sighvatur Bjarnason verður fram-
kvæmdastjóri Larsen.
Fyrirtækið er eitt það stærsta
sinnar tegundar á Norðurlöndum og
rekur vinnslustöðvar á fimm stöðum í
Danmörku og Þýskalandi, þar sem
starfa milli 300 og 400 manns. Sölunet
þess nær til 15 landa Evrópu og
Norður-Ameríku. Þýskaland er
helsta viðskiptaland fyrirtækisins.
Ársvelta Larsen og dótturfélaga þess
er á áttunda milljarð íslenskra króna.
Helstu vörur fyrirtækjanna eru
lax, rækjur, skelfiskur, kavíar, mak-
ríll og síld. Vörurnar eru seldar fersk-
ar, reyktar, niðursoðnar og niðurlagð-
ar. Fyrirtækið selur vörur sínar undir
eigin vörumerkjum til stærstu versl-
anakeðja í Evrópu, auk þess sem það
framleiðir undir vörumerkjum versl-
anakeðjanna.
„Við sjáum mikil tækifæri í þessu
félagi og möguleika á miklum vexti.
Reynsla okkar þriggja af alþjóðavið-
skiptum, sjávarútvegi og smásölu á að
geta nýst í framþróun fyrirtækisins.
Þá er ljóst að tengsl félagsins við Ís-
land og íslenskan sjávarútveg eykur
möguleika fyrirtæksins á að vaxa og
dafna í nánustu framtíð,“ er haft eftir
þeim félögum í fréttatilkynningu.
Engar hugmyndir
um starfsemi á Íslandi
Sindri Sindrason sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær hugsanlegt að
Larsen myndi í framtíðinni auka
vinnslu á íslensku hráefni. Hann sagði
aftur á móti að ekki væru uppi neinar
hugmyndir um starfsemi félagsins á
Íslandi. „Við sjáum tækifæri til vaxtar
á flestum þeim vörutegundum sem fé-
lagið framleiðir. Það eru tollar á út-
flutningi á til dæmis laxi og síld inn í
Evrópusambandið frá Íslandi, þannig
að fyrir okkur er spennandi að geta
unnið þessar vörur í Danmörku.
Markaðirnir eru stórir og við teljum
okkur geta unnið á í þeim efnum,“
sagði Sindri.
Kaupa danskt
matvælafyrirtæki
FORSVARSMENN Útgerðar-
félags Akureyringa segja ekki unnt
að reka frystihúsið Dvergastein á
Seyðisfirði að óbreyttu. Þetta kom
fram á fundi þeirra með bæjarráði
Seyðisfjarðar.
Gunnar Larsen, framkvæmda-
stjóri ÚA, segir fyrirtækið vilja losa
sig út úr rekstrinum og sé verið að
skoða möguleika á að selja frysti-
húsið eða leigja það og þá helst til
heimamanna. Gangi það ekki eftir
sé nauðugur einn kostur að segja
starfsmönnum upp vinnu og loka
húsinu.
Kvótinn sem fylgir frystihúsinu
var fluttur af Gullveri og yfir á tog-
ara Skagstrendings og hefur ÚA
sagt upp löndunarsamningi við
Gullberg hf., útgerðaraðila Gull-
versins. Mun skipið þó áfram setja
sinn afla til frystihússins líkt og það
hefur gert síðustu þrjátíu árin, á
meðan það er starfrækt.
Gullverið hefur 2.000 tonna
þorskígildiskvóta, en 400 tonna
þorskígildiskvóti í eigu frystihúss-
ins sem skipið veiddi, hefur nú ver-
ið færður yfir á Arnar HU.
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar mun
nú skoða hvort og þá með hvaða
hætti megi tryggja áframhaldandi
rekstur frystihússins, en þar vinna
að jafnaði um 45 manns og því ljóst
að lokun þess hefði umtalsverð
áhrif í bæjarfélaginu.
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar vill bjarga rekstri Dvergasteins
Lokun eina frysti-
hússins er yfirvofandi
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson