Morgunblaðið - 13.09.2003, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 13.09.2003, Qupperneq 23
ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 23 ROLLS Royce árgerð 1923 kom frá Norðurlandi yfir Kjöl í byrjun vikunnar. Ökumaðurinn var bandarískur, Rick Brown frá New Hampshire, á ferð ásamt dóttur sinni, Kate. „Við erum í tveggja vikna ferð sem er hluti af stærra ferðalagi um heiminn, fórum frá Oxford í Englandi til Aberdeen, tókum ferju til Hjaltlandseyja, þaðan til Færeyja þar sem við ókum um eyjarnar eins og á Hjaltlands- eyjum. Við komum til Íslands fimmtudaginn 4. september og keyrðum yfir hálendið eftir að hafa ferðast frá Seyðisfirði um Norðurland til Akureyrar,“ segir Rick Brown en hann kom við á Selfossi. Þar hitti hann Sverri Andr- ésson, fyrrverandi bílasala og eiganda Fornbílasafnsins, og bað hann að geyma fyrir sig bílinn. Sverrir tók þeim feðginum opn- um örmum og dyr safnsins stóðu þeim opnar. Bíllinn verður geymdur þar í vetur en næsta sumar hyggst Rick koma aftur og ætlar þá til Grænlands og keyra þar á grænlenskum vegum eins og mögulegt er. „Mér líkar vel að ferðast og hitta fólk og það er ekkert betra en að vera á svona bíl,“ segir Rick, aðspurður um tilgang ferð- arinnar. Þarf mikla þjónustu „Auðvitað þarf svona bíll mikla þjónustu, það þarf til dæmis að setja olíu á alla liði, svo þarf að hreinsa blöndunginn og skipta um olíu. Mig langar að aka þess- um bíl í fleiri löndum en nokkur hefur gert á sama bílnum,“ segir Rick sem hefur komið til fjörutíu landa á bílnum og kveðst hafa ek- ið vegalengd sem svarar því að fara þrisvar umhverfis hnöttinn. Á hverjum degi hefur hann ekið 120–360 kílómetra og lengsta dagleiðin er 600 kílómetrar. „Þetta er bíll sem ég þekki og get gert við. Ég hef alltaf getað gert við ef bilar og fengið menn til að smíða hluti sem þarf að laga, eins og til dæmis þegar ég varð stopp í El Salvador þá fann ég verkstæði, frumstætt að vísu, en þeir gátu smíðað hlutinn sem ég þurfti,“ segir Rick Brown og er hinn ánægðasti með ferðalag- ið. Ekkert betra en að vera á svona bíl Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Rick Brown, Sverrir Andrésson og Kate Brown með Rollsinn við Forn- bílasafnið á Selfossi sem hýsa mun bílinn. Ný ævintýri bíða næsta sumars.                                                                       !   "     !" # $%& Selfoss Geymir Rolls Royce árgerð 1923 á Selfossi í vetur fyrir Grænlandsferð næsta sumar SAMNINGUR um gerð endur- menntunaráætlana fyrir sveitar- félögin í uppsveitum Árnessýslu var undirritaður í Aratungu miðviku- daginn 3. september. Það voru fulltrúar Atvinnuþróunarsjóðs Suð- urlands og Skólaskrifstofu Suður- lands ásamt fulltrúum frá Blá- skógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamanna- hreppi og Skeiða- og Gnúpverja- hreppi sem undirrituðu samninginn. Starfsmenn Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands og Skólaskrifstofu Suð- urlands munu sjá um að leiðbeina forstöðumönnum stofnana við greiningarvinnu og gerð endur- menntunaráætlana fyrir árin 2004– 2006. Atvinnuþróunarsjóður Suður- lands og Skólaskrifstofa Suðurlands taka að sér kennslu í gerð símennt- unaráætlana fyrir starfsfólk ofan- greindra sveitarfélaga. Leiðbein- endur verða Kristín Hreinsdóttir og Sigurður Bjarnason. Kynning á gildi starfsþróunar og endurmennt- unar og kynning á greiningarað- ferðinni „Markviss“ fer fram í Fé- lagsheimilinu Borg í Grímsnesi 16. september kl. 13:00. Miðað er við að greiningarvinna fari fram í október nk. og vinnu verði lokið 15. nóv- ember nk. Markviss (Markviss uppbygging starfsmanna) er greiningaraðferð sem var þróuð sem samvinnuverk- efni danskra iðnfyrirtækja og laun- þegasamtaka iðnaðarins og er starf- rækt af skrifstofu SUM (Strategisk Udvikling af Medarbejdere) í Dan- mörku. Markviss er aðferð þar sem leit- ast er við að vinna kerfisbundið að starfsmannaþróun í fyrirtækjum og stofnunum. Með Markviss er tekist á við verkefni sem fela í sér að skipuleggja fræðslu, þjálfun og ann- að sem tengist uppbyggingu starfs- manna fyrirtækis eða stofnunar í víðustu merkingu. Þessu skipulagi er síðan fylgt eftir á stefnufastan hátt og árangur af verkefninu mældur og metinn eftir því sem tök eru á. Markviss gefur stjórnendum og starfsmönnum kost á að meta sjálfir þekkingar- og færniþörf fyr- irtækisins og skipuleggja uppbygg- ingu sérhvers starfsmanns í sam- ræmi við það mat. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fulltrúar uppsveitanna, Atvinnuþróunarsjóðs og Skólaskrifstofu Suður- lands að lokinni undirskrift samningsins um endurmenntun. Markviss endur- menntun í upp- sveitum Árnessýslu Árnessýsla                             !    !  " #  $ % &# ' $!  !   ()* $   +     !   $ % & ' $!   ,  - #   !  $ $        , ,   $!   ,  "  #     ! $  ! ! !  ! + ! #  #  $!  !. +       .  !   ! $  !  -- ! +  / !  +   01%203% % $  " % 045((3 ,  !    $!   ,  -      , !  !  +   6/% , 6//%    % 7740))7  ! "  8 $ $  % $    + ,  - 50% ! ! ! 0))7 ! !-  ,  !    , ! % 9   !  $ -  $ %. : -. ;! + , $!+ -  $ % <<<% %      /! ! 5.( %  $!  5 %  ! +   , !  ! ! ! $   =).(1* ! !-- ! $  + #    ! 7.7 %  $!  5 %  ! + #  , 0(.)>* ! !-- ! ! "% 6! ,   ! +    #   53 $ $    $  ! +   + + ,   %.     ! 0%770%70(%(0) % ! (5.=(*  !  $  " + "% : $   $  ! ! #  $!  !  $  + " +  !?  % @    ! "  +   , #  ! $    $! -     , ! ! $ $  $    !  $  + +     !   $ %    !  " #  $ % ,   !  -  $ %. 3% $ : -. 533 ;! +  % 5>A)). 53% ,  ! 0))7%  $ $  !  !  , ! ! , !   $ !- - $ %.   . : -. ;! +  ! !  ! ! $   % 5>A)). 53% ,  ! 0))7% # !  !   . ! --- ! $!  .  % 0% % 01% % $  "%     !  $ ! !  ,  !. -  !   $ $  ! $  ! !   % :,  !    ---   ! # . ! -  !  ! "     ,- $  $ $    , !  !  ! , .  % 7% % 01% % $  " #" $  ! !-    , ! $!  !   -   % , !-.  #  ! - $   !!   " $ %  ! + ! #  "  !- $  , $  " ,- $ $  -.  % 03% % $  "      -  $ %.  % 33)3))2737). : - 0. 533 ;!  <<<% %
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.