Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 43 Elsku besti afi minn. Það er svo sárt að kveðja þig. þú varst al- veg einstakur og áttir engan þinn líka. Enda var oft sagt við mig í gegnum árin „Hann afi þinn er nú alveg stórkost- legur“. Það er svo margs að minnast og margs að þakka. Þú gekkst mér algerlega í föður stað og betri pabba var ekki hægt að hugsa sér. Ég fékk sama uppeldið og mamma og systk- inin hennar, hjálpaði líka til í sjopp- unni og matvörubúðinni. Ófáar stundirnar vorum við saman bak við afgreiðsluborðið, og áttum við okkar föstu vaktir saman í sjoppunni á sunnudagsmorgnum. Á þínum versl- unarárum var svo spennandi að fá að fara með þér í allar útréttingarnar þegar ég var lítil stelpa. Skrefin sem þú tókst voru svo stór að ég þurfti að hlaupa og halda fast í hönd þína til að dragast ekki aftur úr. Síðast liðin ár breyttist það er hjartveikin gerði þig úthaldsminni og það var ég sem þurfti að labba hægar og bíða eftir þér. Þó ég byggi í annarri heimsálfu sl. 6 ár, þá var samband okkar alltaf jafn sterkt. Þegar ég kom í heim- sókn eftir langa flugferð beið mín alltaf stórkostlegt hlaðborð sem þú hafðir útbúið og skreytt svo fallega. Við áttum svo góðar stundir sam- an s.l. vor bæði á Íslandi og á Spáni. Það var svo yndislegt að sjá þig leika við Magnús son minn, eina langafa- barnið þitt. Hann varð strax svo mikill afastrákur enda ekki að undra að fyrsta orðið sem hann sagði var afi. Ég þakka Guði fyrir að hafa getað verið við hlið þér og haldið í hönd þína þegar þú kvaddir þennan heim. þú barðist eins og hetja og ég er svo stolt af þér. Nú þarft þú ekki að líða neinar þjáningar lengur og ég veit að við eigum eftir að hittast aftur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku hjartans afi minn, Guð blessi þig og varðveiti alla tíð. Þín afastelpa, Dóra María. Elsku hjartans afi. Dagarnir verða að vikum, vikurn- ar að mánuðum, mánuðirnir verða að árum en alltaf mun vera tómlegt án þín. Við söknum þín óendanlega mikið og finnum eflaust sérstaklega fyrir því á hátíðisdögum svo sem jól- um og páskum því þá vantar afa til að skreyta stofurnar og jólatréð eins og þú einn kannt. Þar sem við sitjum hér systkinin og rifjum upp ýmislegt skemmtilegt sem við gerðum saman kemur margt upp í hugann, margar minningarnar tengjast Spáni. Við munum alltaf eftir því þegar hjartað þitt var frískt og þú hjólaðir með okkur systurnar, ein sat á stönginni og hin á bögglaberanum eða þegar við fórum í Aratungu á Spáni og dönsuðum við þig og allir bíltúrarnir SIGURÐUR R. INGIMUNDARSON ✝ Sigurður RagnarIngimundarson fæddist á Siglufirði 25. maí 1924. Hann andaðist á gjör- gæsludeild Landspít- alans 27. ágúst síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Lang- holtskirkju 4. sept- ember. sem við fórum þar sem þú fórst með okkur á hina ýmsu staði sem þið amma voruð búin að skoða. Við eigum líka marga gullmola úr ferðinni þar sem við keyrðum með þér, ömmu og mömmu frá Luxemburg í Spánar- húsið og sungum og rímuðum saman alla leiðina, við vorum alltaf jafn hissa hvað þú gast rímað endalaust. Við vorum svo heppin þeg- ar við vorum lítil að þá pössuðuð þið amma okkur þegar mamma og pabbi voru að vinna og þá var ýmislegt brallað. Elsku besti afi, við gætum haldið áfram enda- laust að telja upp minningar, en við ætlum að geyma þær í hugum okkar og hjörtum og aldrei gleyma öllu því sem við áttum saman. Þegar við lok- um augunum, sjáum við þig elsku afi okkar og þar ætlum við að varðveita mynd þína ætíð. Vísan sem þú bjóst til og söngst fyrir Alex þegar hann var lítill finnst okkur lýsa vel þeirri ást og umhyggju sem þú sýndir okk- ur alla tíð. Nú er afi gamli á vakt með Alex litla Inga hjörtu þeirra slá í takt og báðir fara að syngja. En þótt hjörtun okkar slái ekki í takt lengur elsku afi, þá vitum við að þú ert á vaktinni og passar okkur um ókomin ár. Megi góður Guð passa þig, elsku besti afi í öllum heimi. Þín barnabörn Díana, Sandra og Alex Ingi. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur með blómunum. Er rökkvar ráðið stjörnumál. Gengið saman hönd í hönd, hæglát farið niður á strönd. Fundið stað, sameinað beggja sál. Horfið er nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur gríma völd. Í æsku léttu ís og myrkur jólin; nú einn ég sit um vetrarkvöld. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Hvítt mikið hár og skegg, tær, blá augu, tignarlegt kónganef, svo bjartur yfirlitum álfakóngurinn í Álfheimunum. Þannig minnumst við systurnar elsku afa. Hann var mikill listamaður og naut þess að hafa fallega hluti í kringum sig enda var hann glæsi- menni og smekkmaður í alla staði. Hann var mikill fagurkeri og giltu sömu lögmál hjá honum í matargerð sem og öðru, allt var svo lystugt og fallega skreytt. Á jólum og hátíðum lék afi á als oddi, því þá var tilefni til skreytinga. Veisluborðin hjá afa og ömmu voru hlaðin góðgæti sem allt var svo fag- urlega skreytt að maður tímdi varla að gæða sér á þessum listaverkum sem afi hafði töfrað fram. Heimili afa og ömmu var gætt ævintýra- ljóma á slíkum hátíðardögum. Enn þann dag í dag upplifum við syst- urnar jólin eins og við gerðum sem litlar stúlkur, allt skrautið sem mætti okkur í holinu er upp stigann var komið svo maður tali nú ekki um inni í stofu, alltaf varð maður jafn hugfanginn, barn jafnt sem fullorð- inn. En alltaf var þó jafngott að koma í heimsókn í Álfheima hvort sem það var venjulegur mánudagur eða aðfangadagur. Við systurnar áttum oft skemmtilegt spjall við afa inni í holi í sófanum við sjónvarpið, og þá var glatt á hjalla og mikið hlegið, því afi var mikill húmoristi og alltaf fljótur að finna spaugilegu hliðarnar á hlutunum. Elsku afi, skarðið sem höggvið hefur nú verið er stórt, sárt og söknuður mikill. En þig höfum við að okkar leiðarljósi og vegvísi, rétt eins og er við dvöldumst í ófá skiptin með þér úti á Spáni þeg- ar þú tókst stefnuna, gekkst fremst- ur í flokki og leiddir okkur veginn, klæddur einni af þínum fallegu mynstruðu skyrtum, sólbrúnn með „tréhattinn“ þinn fræga. Elsku hjartans afi, megi Guðs englar taka á móti þér með þeim glæsileik og út- geislun líkt og þú tókst ávallt á móti þínum gestum. Elsku amma og fjölskylda, minn- ingarnar um afa munu lifa í hjörtum okkar allra um ókomin ár. Guð blessi ykkur. Þínar Sesselja, Lilja og Edda. Elsku besti afi, takk fyrir allar gleðistundirnar sem við áttum með þér. Takk fyrir að kenna okkur allar skemmtilegu vísurnar sem við sung- um saman. Takk fyrir rímnaleikina, þeir voru svo skemmtilegir. Takk fyrir alla brandarana. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur og kenndir okk- ur. Takk fyrir að passa okkur og takk fyrir að hugga okkur þegar við áttum bágt. Takk fyrir að vera besti afi í heimi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Sigurður og Snædís. Við fráfall Sigurðar Ingimundar- sonar viljum við þakka honum ára- tugavináttu, höfðingsskap og hjálp- semi. Enginn var fljótari en hann að bjóða fram aðstoð sína ef hann hélt að einhver þyrfti á að halda og var sú hjálp veitt tafarlaust og eins og sjálf- sögð væri. Sigurður var framkvæmdasamur og mjög listrænn maður og kom það fram í öllum hans verkum. Gilti einu hvað hann lagði hönd á; allt var framkvæmt af einskærri smekkvísi, hagleik og ósérhlífni. Heimsóknir til þeirra hjóna, Dóru og Sigurðar, voru alltaf eins og stór- veislur, öllum tekið af ljúfmennsku og mikilli gestrisni, sem þau voru bæði samtaka í – og á heimilinu ríkti glaðværð, sem laðaði að fjölda gesta. Sigurðar verður sárt saknað af eiginkonu og glæsilegum hópi af- komenda, svo og öllum vinum þeirra hjóna. Blessuð veri minning Sigurðar Ingimundarsonar. Margrét og Þorsteinn. Okkur langar að minnast Sigurð- ar, sem var pabbi bestu vinkonu okkar systra og einnig vinnuveit- andi, þegar við vorum á táningsaldri. Siggi, eins og hann var ævinlega kallaður, var enginn venjulegur maður, tæplega mennskur hvað at- hafnasemi varðaði. Allt hans fas ein- kenndist af fágun og glæsileika, að ógleymdum frábærum húmor, en hann átti mjög gott með að sjá spaugilegar hliðar á lífinu og tilver- unni. Hann gantaðist mikið við okk- ur krakkana og fylgdist vel með því sem við vorum að bauka. Kynslóða- bil þekkti hann ekki og enginn var skemmtilegri. Alltaf gat maður gengið að því sem vísu að fá sumarvinnu í sjopp- unni og aukavinnu með skólanum sem var staðsett í verslunarmiðstöð- inni í Álfheimum, sem hann byggði upp af mikilli atorku. Ófáar ferðirn- ar labbaði hann með okkur niður Brákarsundið og alla leið heim eftir kvöldvaktirnar í Álfheimasjoppunni. Okkur fannst það náttúrlega hrein- asta vitleysa, þurftum enga fylgd, en svona var Siggi, stóð við sitt. Hann vildi skila vel af sér. Örlæti var ríkur þáttur í fari hans. Ósjaldan vorum við leystar út með gjöfum, hvort heldur til okkar eða foreldra okkar. Við systur eigum þessum öðlingi mikið að þakka, góð- vild hans og hlýju frá fyrstu tíð. Á heimili hans og Dóru fannst okkur við alltaf sérlega velkomnar, hvort sem var að nóttu eða degi. Þessi samhentu, glæsilegu hjón, voru miklir fagur- og sælkerar. Á heim- ilinu var hann allt í öllu og eru ófáar veislurnar sem hann töfraði fram, enda listakokkur, aldrei neitt til sparað og hrein list á að horfa. Það eru vissulega margar minn- ingar sem koma upp í hugann á þessari stundu, sem ekki verða þó tí- undaðar hér. Við sjáum Sigga fyrir okkur undir stýri á glæsilegum am- erískum eðalvagni með Elvis Pres- ley í tækinu. Sjálfur glæsilegur til fara, heimsborgaralegur og virðu- legur. Þar sem við erum báðar fjar- staddar og getum ekki fylgt Sigga síðasta spölinn, viljum við, með þess- um fátæklegu orðum, þakka fyrir okkur og kveðja þennan heiðurs- mann. Blessuð sé minning Sigurðar. Við sendum allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Berglind og Hrafnhildur. Vinur minn, Sigurður, er látinn. Hann varð að játa sig sigraðan eftir hetjulega baráttu. Í fjölda ára hafði Sigurður átt við alvarlegan hjartasjúkdóm að stríða, en batt miklar vonir við þá aðgerð, sem hann fór í. Örlögin höguðu því þó svo að hún varð honum ofraun. Kynni og vinátta okkar Sigurðar ná allar götur aftur til þess er við vorum smápollar á Siglufirði og hafa haldist óslitið alla tíð síðan. Báðir fluttum við til Reykjavíkur og fórum að stunda nám. Þessi fyrstu ár okkar í borginni voru mjög viðburðarík, við eignuðumst fjölda kunningja og vor- um duglegir að framkvæma þau uppátæki, sem okkur duttu í hug. Á þessum árum virtist allt vera svo sjálfsagt og auðvelt. Um þetta leyti gerðist margt í ævi Sigurðar, eftir stuttan stans í hárskurðarnámi réðst hann til vinnu og náms í bók- bandi hjá Ísafoldarprentsmiðju, sem hann lauk á tilskildum tíma. En eitt- hvað var hann ekki sáttur við hlut- skipti sitt. Verzlunarrekstur, sem ég hélt hann hefði engan áhuga á, blundaði í honum og hann hófst handa. Smátt í byrjun með kjötbúð við Laugarnesveg en flutti sig fljót- lega í stærra húsnæði við Grensás- veg. Þegar hér er komið sögu hafði hann kynnst eftirlifandi konu sinni, Dóru Ingólfsdóttur, sem var honum stoð og stytta í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Hjónaband þeirra var mér og látinni konu minni, Hjördísi, til mikillar ánægju, enda þær góðar vinkonur, en segja má að við höfum borið nokkra ábyrgð á kynnum þeirra. Vinátta okkar allra hélst óslitin og fylgd- umst við Hjördís náið með fram- vindu mála, fjölskyldan stækkaði og enn var farið í stórframkvæmdir þegar þau hjónin réðust í byggingu verzlunarhússins í Álfheimum 4. Á efri hæð þess húss reistu þau sér stórglæsilega íbúð þar sem vinir og kunningjar voru aufúsugestir. Öll- um sem til þekkja munu vera minn- isstæðar þær rausnarlegu móttökur sem ávallt voru fyir hendi að ógleymdum stórveislunum sem efnt var til við hátíðleg tækifæri. En framkvæmdaþörf Sigurðar var ekki á enda. Hann hafði einhverja hug- mynd um að sólin skini skært á Spáni svo hann lét verða af því að byggja sér þar glæsilegt einbýlishús þar sem fjölskyldan hefur dvalist langtímum saman síðustu árin. Í samtali sem ég átti við hann nokkr- um dögum áður en hann fór í hjarta- aðgerðina sagði hann mér að hann væri að byggja bílskúr og sundlaug við húsið auk breytinga innanhúss. Vil ég hér nota tækifærið og þakka fyrir frábærar stundir sem við hjón- in áttum með þeim í þessari paradís þeirra. Þetta stutta brot af minningum mínum af samskiptum og vináttu við þau hjón er aðeins lítil upprifjun á öllum þeim fjölmörgu þáttum sem leiddu til ómetanlegra vináttubanda, sem ég verð ævarandi þakklátur fyr- ir að hafa fengið að njóta. Elsku Dóra mín, megi Guð gefa þér og börnunum ykkar: Lilju, Önnu, Ernu, Inga og Berglindi, ásamt fjölskyldum þeirra styrk á þessum erfiðu tímum. Vilhjálmur Ólafsson. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför hjartkærrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BIRGITTU GUÐMUNDSDÓTTUR, Kleppsvegi 30. Guðmundur E. Sigvaldason, Halldóra Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORSTEINS BERGMANNS, Vesturgötu 35, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn og afabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.