Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 51
70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 13. september, er sjötugur Gísli Halldór Jónasson, skip- stjóri, Áshamri 3f, Vest- mannaeyjum. Gísli og eig- inkona hans, Viktoría Karlsdóttir, taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu, Herjólfsbæ í Vest- mannaeyjum, í kvöld kl. 19.30. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2003 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert einbeitt/ur og ákveð- in/n og nærð því yfirleitt settu marki. Það er tíma- bært að þú sleppir tökunum á því gamla og takir þér eitt- hvað nýtt fyrir hendur. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Haltu áfram að koma skipu- lagi á hlutina bæði á heim- ilinu og í vinnunni. Bíddu þó með öll innkaup til morguns. Naut (20. apríl - 20. maí)  Dagurinn í dag hentar sér- lega vel til skapandi starfa. Njóttu andartaksins og leyfðu þér að sinna þeim störfum sem veita þér mesta gleði. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Forðastu mikilvæg innkaup til heimilisins í dag. Þótt dagurinn henti ekki til inn- kaupa hentar hann þó vel til heimboða. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Forðastu að taka mik- ilvægar ákvarðanir í dag og kauptu ekkert nema mat- vöru. Allt annað sem þú kaupir mun valda þér von- brigðum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér er umhugað um fjár- málin og því er þetta ekki góður dagur til innkaupa. Ekki kaupa annað en mat- vöru. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Njóttu samvista við aðra í dag. Láttu það eftir þér að „eyða“ tímanum í spjall yfir kaffibolla. Þetta er bara þannig dagur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Dagurinn hentar vel til hug- leiðslu og ferða út í náttúr- una. Gerðu engar áætlanir í dag. Njóttu þess að slaka á. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Dagurinn hentar sér- staklega vel við samræðna við vini og kunningja. Njóttu þess að vera í sambandi við annað fólk en forðastu mik- ilvægar ákvarðanir og skuld- bindingar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú getur safnað að þér upp- lýsingum í dag en taktu þó engar mikilvægar ákvarð- anir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Dagurinn hentar vel til við- ræðna um svo til hvað sem er. Þú ættir þó að forðast að taka mikilvægar ákvarðanir og að skuldbinda þig eða gefa loforð. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Rannsóknarvinna getur skil- að góðum árangri í dag. Dagurinn hentar einnig vel til daðurs. Gríptu þau tæki- færi sem gefast. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Samræður við vini og ætt- ingja geta orðið óvenju gef- andi í dag. Þú ert góður hlustandi og því gæti ein- hver opnað hjarta sitt fyrir þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MAÐURINN OG FLYÐRAN Forgefins hafði fiskimann færinu keipað lengi dags, þolgæði stöðugt hafði hann, þó heppnaðist ekki veiðin strax. (Merk, að biðlundar mest er þörf mönnum, sem stunda fiskirí, skólameistara og skyttu störf skiljast ei heldur undan því.) Jón Þorláksson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA ÍTALIR unnu fyrstu lot- una gegn Dönum á HM ung- menna 58-29 í IMPum. Önn- ur lotan fór rólega af stað og hvert spilið af öðru féll í bút. En það hlaut að draga til tíð- inda: Spil 24. Vestur gefur; eng- inn á hættu. Norður ♠ 74 ♥ 5 ♦ K632 ♣987643 Vestur Austur ♠ ÁD96 ♠ KG1083 ♥ 9842 ♥ DG76 ♦ DG8 ♦ 754 ♣K10 ♣G Suður ♠ 52 ♥ ÁK103 ♦ Á109 ♣ÁD52 Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður Lo Presti Henriksen Mazzadi Marquar- dsen 1 grand Pass 2 hjörtu * Pass 3 lauf * Pass 3 hjörtu * Pass 3 spaðar Pass Pass Dobl Pass 4 lauf Pass Pass Pass Lo Presti opnar á veiku grandi og Mazzadi yfirfærir í spaða. Andreas Marquar- dsen á bestu spilin við borð- ið, en kemst ekki auðveld- lega inn í sagnir. Hann bíður einn hring og síðan annan þegar Lo Presti tekur hraut- lega undir spaðann með þremur laufum (sem sýnir tvíspil í laufi og fjórlit í spaða). Þriggja hjarta sögn Mazzadi er enduryfirfærsla í spaðann og það er loks þegar þrír spaðar koma til suðurs sem hann getur doblað til út- tekar. Við því sagði Boje Henriksen fjögur lauf og þar við sat. Austur kom út með hjarta- drottningu. Sagnhafi henti spaða í háhjarta og gaf síðan þrjá slagi: á laufkóng, einn á spaða og einn á tígul: 130 í NS. Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður BHoumöllerS. di Bello J. Houmöll- er F. di Bello 1 grand Pass 2 lauf Dobl 2 hjörtu 5 lauf Pass Pass Pass Aftur er opnað á veiku grandi, en nú spyr austur um háliti með tveimur laufum. Furio di Bello doblar til að sýna lauf og góð spil og það dugar bróður hans Stelio til að stökkva í fimm lauf! Hörku sögn, en Stelio rétt- lætti grimmdina með vönd- uðu úrspili. Hann fékk líka út hjarta- drottningu og henti strax spaða í háhjarta. Síðan trompaði hann hjarta og gaf slag á spaða. Vörnin spilaði aftur spaða, sem Stelio trompði, spilaði laufi á ás og stakk fjórða hjartað. Nú hafði hann einangrað hálitina og spilaði sér út á trompi. Vestur lenti inni á laufkóng og varð að opna tígulinn fyrir sagnhafa. Stelio gaf því eng- an tígulslag og vann sitt spil: 400 til Ítala og 7 IMPar. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson BRÚÐKAUP. Gefin voru sam- an 14. júní sl. í Víðistaðakirkju af sr. Guðmundi Karli Brynjars- syni þau Elva Björk Sveins- dóttir og Lýður B. Skarphéðins- son. Heimili þeirra er á Laug- arvatni. Mynd, ljósmyndastofa Hafnarf. 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 13. september, er sjötug Gunn- hildur Magnúsdóttir, Ás- braut 7, Kópavogi. Eig- inmaður hennar er Gunnar Geirmundsson. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, sunnudag- inn 14. september, er fimm- tugur Steinar Bragi Norð- fjörð, Kirkjubraut 24, Innri-Njarðvík. Af því til- efni býður hann ættingjum og vinum að samgleðjast með sér á skemmtistaðnum Vitanum í Sandgerði í dag, laugardaginn 13. sept- ember, milli kl. 19 og 22. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup og fleira lesend- um sínum að kostnaðar- lausu. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, á net- fangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1 103 Reykjavík 1. e4 c5 2. Rf3 a6 3. c3 e6 4. d4 cxd4 5. cxd4 d6 6. Rc3 Rf6 7. Bd3 Be7 8. De2 Rc6 9. e5 dxe5 10. dxe5 Rd5 11. Bd2 Rdb4 12. Be4 Rd4 13. Rxd4 Dxd4 14. f4 Da7 15. Hc1 Bd7 16. a3 Rc6 17. Be3 Rd4 18. Df2 Bc5 19. Rd1 Ba4 Staðan kom upp á Skákþingi Íslands, landsliðsflokki, sem lauk fyrir skömmu í Hafnarborg í Hafn- arfirði. Gamla brýn- ið Ingvar Ásmunds- son (2.321) hafði hvítt gegn Davíð Kjartanssyni (2.320). 20. Hxc5! SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Dxc5 21. Bxd4 Dc4 22. Rc3 0–0–0 23. Bb6 Hd1+ 24. Rxd1 Dxe4+ 25. De3 Dxg2 26. Hg1 Dxh2 27. Dg3 Dh5 28. Rc3 Bc6 29. Dxg7 He8 30. Dg3 Df5 31. Kd2 h5 32. Kc1 Kb8 33. Hd1 Hc8 34. Hd8 Hxd8 35. Bxd8 h4 36. Bxh4 og svartur gafst upp. Grennri BOGENSE TAFLAN Örugg hjálp í baráttunni við aukakílóin Hugljómun sjálfsþekkingar (Enlightenment intensive) í Bláfjöllum 18.-21. september Hver ert þú? Markmiðið er að þátttakandinn fái beina milliliðalausa reynslu af sannleikanum um það hver við erum. Aðferðin sem notuð er sameinar aldagamla hugleiðslutæni og bein tjáskipti milli tveggja ein- staklinga í umhverfi, þar sem ytra áreiti er haldið í algjöru lágmarki. Lokadagur til að ganga frá skráningu er mánudagurinn 15. september. www.highsierra.org Leiðbeinandi: Guðfinna St. Svavarsdóttir, símar 562 0037 og 869 9293. Sálgreiningarleg hópmeðferð Þau sem vilja koma taka þátt í að leyfa öllum að dafna, þroskast og komast að. Fullur trúnaður ríkir. Innritun í síma 551 3943 eða yrsa@ismennt.is. Verð kr. 4000 á mánuði. í Kjörgarði, Laugavegi 59, 4. hæð Hópar mánudaga kl. 12 - 13:30 eða fimmtudaga kl. 17:30 - 19 Séra Yrsa Þórðardóttir Skipagata - Akureyri Um er að ræða 400 fm húseign í miðbæ Akureyrar. Eignin sem er 4ra hæða skiptist þannig: 100 fm verslunarhúsn. á götuhæð, 108 fm íbúðar/skrifst. á 2. hæð, 97 fm íbúð- ar/skrifst. á 3. hæð og 89 fm íbúðar/skrifst. á 4. hæð. Hér er um að ræða húseign í góðu ástandi sem býður upp á mikla möguleika. Frábært verslunarhúsnæði með möguleika á stækkun. Íbúðirnar eru láns- hæfar við Íbúðalánasjóð. Aðkeyrsla frá bak- lóð og næg bílastæði handan götunnar. Allar nánari upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir í síma 861 8511.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.