Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fjárlög samþykkt Fjárlög fyrir árið 2004 voru sam- þykkt á Alþingi í gær með 32 at- kvæðum þingmanna stjórnarflokk- anna. Þingmenn stjórnarandstöð- unnar sögðu fjárlögin bera vitni um svikin kosningaloforð og sátu hjá. Gert er ráð fyrir 6,7 milljarða kr. tekjuafgangi á næsta ári. Vísað úr landi Fimm karlmenn sem voru á leið inn í landið voru teknir í vörslu lög- reglunnar á Keflavíkurflugvelli í gær vegna gruns um að eiga brota- feril að baki eða vera í bifhjóla- samtökunum Vítisenglum. Mönn- unum verður vísað úr landi skv. úrskurði Útlendingastofnunar í gærkvöld. Línuívilnun verði lögfest Sjávarútvegsráðherra leggur í dag fram frumvarp um línuívilnun dagróðrarbáta og breytingar á byggðakvóta. Formaður LÍÚ gagn- rýnir frumvarpið. Mannskætt tilræði Öflug sprengja fyllt málmflísum, sem að sögn rússneskra yfirvalda var bundin við sjálfsmorðssprengju- tilræðismann, tætti í sundur einn vagninn í lest sem var á ferð í Suður- Rússlandi í gærmorgun, skammt frá Tétsníu. Að minnsta kosti 41 maður lét lífið og yfir 100 slösuðust. Gruna yfirvöld tétsneska aðskilnaðarsinna um verknaðinn. Nýr flokkur í Svíþjóð? Talsmenn Borgara gegn EMU, samtökum sænskra íhaldsmanna, sem börðust gegn því að Svíar sam- þykktu aðild að Myntbandalagi Evr- ópusambandsins, tilkynntu í gær að samtökin væru að íhuga stofnun nýs stjórnmálaflokks sem bjóða myndi fram fyrir næstu kosningar til Evr- ópuþingsins sem fram fara í júní. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 58/63 Viðskipti 14 Messur 64/65 Erlent 15/16 Kirkjustarf 66/67 Höfuðborgin 22 Úr Vesturheimi 60 Akureyri 26/27 Staksteinar 82 Suðurnes 28 Myndasögur 80 Árborg 32/33 Bréf 80/81 Landið 33/34 Dagbók 82/83 Listir 35/41 Leikhús 88 Neytendur 42/47 Fólk 88/93 Heilsa 43 Bíó 90/93 Forystugrein 48 Ljósvakamiðlar 94 Viðhorf 52 Veður 95 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað frá Og Vodafone. Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablað frá Þróunarfélagi miðborg- arinnar. LÖGREGLAN á Keflavíkurflug- velli tók fimm karlmenn á leið inn í landið í vörslu sína í gær vegna gruns um að þeir ættu brotaferil að baki eða væru í bifhjólasamtök- unum Vítisenglum. Útlendinga- stofnun úrskurðaði síðan seint í gærkvöld að mönnunum fimm skyldi vísað úr landi. Alls voru sextán manns í norska hópnum og voru tíu menn stöðv- aðir en fimm þeirra var hleypt inn í landið að loknum athugunum lög- reglu. Hinum fimm var haldið eftir þar sem þeir áttu ýmist nýlegan eða langan brotaferil að baki eða viðurkenndu aðild að Vítisenglum. Mennirnir tíu voru að koma frá Ósló þegar lögregla stöðvaði þá á þeim forsendum m.a. að þeir gætu raskað almannareglu og voru þeir yfirheyrðir og skýrslur þeirra sendar Útlendingastofnun til skoð- unar. Þegar leið á kvöldið leiddi nánari skoðun í ljós að óhætt væri að hleypa fimm þeirra inn í landið eins og fyrr gat. Annað gilti hins vegar um hina fimm og var þeim síðan vísað úr landi. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Útlendinga- stofnunar, sagði í gærkvöld að ver- ið væri að skoða mál mannanna og hvort grípa skyldi til frávísunar á grundvelli þess að almannahætta stafaði af því að hleypa þeim inn í landið. Frávísun er alvarlegra úr- ræði en brottvísun þar sem gripið er til hins síðarnefnda ef fólk hef- ur ekki gilt vegabréf. Frávísun er úrræði sem stjórnvöld grípa til vegna hættu sem stafar af viðkom- andi. Sakaskrá könnuð í Noregi Við aðgerðina í Leifsstöð í gær var byggt á samstarfi norrænna lögregluliða og þá voru tveir menn úr alþjóðadeild ríkislögreglustjóra kallaðir á vettvang. Sakaskrá mannnanna í Noregi var könnuð en fyrir lá í gær að nokkrir úr hópnum ættu brotaferil að baki. Við komuna voru sumir mannanna áberandi drukknir eða í annarlegu ástandi og reyndu að hindra fréttaljósmyndara við störf sín á staðnum. Erlendir félagar í Vít- isenglum hafa nokkrum sinnum reynt að koma hingað til lands á undanförnum misserum. Í febrúar á síðasta ári stöðvaði lögregla danska félaga í samtökum Vítis- engla á Keflavíkurflugvelli og var þeim síðan meinað að fara inn í landið. Þá var sex norskum bif- hjólamönnum í bifhjólasamtökun- um Savage MC, sem tengjast Vít- isenglum, meinuð landganga á Seyðisfirði í júlí í fyrra þegar þeir komu þangað með ferjunni Nor- rænu. Fimm norskum Vítis- englum vísað úr landi Ekki var öllum flugfarþegum vel við myndatökur í Leifsstöð í gær, eins og þessi mynd ber með sér, og reyndi einn úr hópnum að hindra starf fréttaljósmyndara. Lögreglan kom í veg fyrir að honum tækist ætlunarverkið. EKKI verður hjá því komist að grípa til umfangsmikilla sparnaðar- aðgerða á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi (LSH) vegna mikillar fjárþarfar sjúkrahússins á næsta ári sem er umfram fjárframlög til starfseminnar á fjárlögum næsta árs, sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Magnús Pétursson, forstjóri LSH, segir alveg ljóst að rifa þurfi seglin, hugsanlega þurfi að leggja niður einhverja þjónustu, draga úr starfsemi á öðrum sviðum og for- gangsraða verkefnum. Magnús vill ekki segja til um hvort grípa þurfi til fjöldauppsagna en segir margar leiðir koma til skoðunar, hvort sem um er að ræða uppsagnir, að ekki verið ráðið í stöður sem losna, dreg- ið verði úr yfirvinnu eða að loka þurfi vöktum. ,,Allt er þetta til skoðunar. Það munu allir verða varir við þetta,“ segir Magnús. Óhjákvæmilegt að taka ákvarðanir fyrir áramót ,,Niðurstaða fjárlaga fyrir næsta ár mun hafa veruleg áhrif á starf- semi spítalans,“ segir Magnús. „Mér sýnist að það muni allir, sjúk- lingar, starfsmenn, stjórnmála- menn og aðrir, finna fyrir þeim að- gerðum sem við þurfum að skoða ef semja á starfsemina að þeim fjár- veitingum sem ákveðnar eru í fjár- lagafrumvarpinu,“ segir hann. Stjórnarnefnd LSH mun fjalla um málið á stjórnarnefndarfundi næstkomandi miðvikudag. Eins og fram hefur komið þarf sjúkrahúsið á annan milljarð kr. til að endar nái saman í útgjöldum á næsta ári til viðbótar við framlög í fjárlögum. Að mati stjórnenda spítalans er óhjákvæmilegt að taka ákvarðanir fyrir áramót um aðgerðir til að semja starfsemi spítalans að fyr- irmælum fjárlaga. Forstjóri LSH segir óhjákvæmilegt að grípa til umfangsmikils sparnaðar Allir munu finna fyrir aðgerðunum STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra stefnir að því að leggja fram eftir helgina frumvarp um siglingavernd, en það gerir ráð fyr- ir að Ísland taki á sig samþykktir Alþjóðasiglingamálastofnunar- innar um öryggi mannslífa á hafinu og kóða um siglingavernd og vernd hafnaraðstöðu sem undirrituð voru í London í desember 2002. Frumvarpið gerir ráð fyrir að samgönguráðherra fái heimild til að staðfesta svokallaða kóða án þess að þeir verði þýddir yfir á ís- lensku. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgöngu- ráðuneytinu, sagði aðspurð að regl- ur sem fela í sér réttindi og skyldur sjófarenda yrðu að sjálfsögðu þýdd- ar yfir á íslensku. Reglunum fylgdu svokallaðir kóðar til uppfyllingar, en þar væri um að ræða nokkur þúsund blaðsíður og það væri ljóst að það kostaði nokkra tugi milljóna að þýða þessa kóða yfir á íslensku. Það væri afar fámennur hópur sem kæmi til með að þurfa að kynna sér þessa kóða, en þeir vörðuðu ein- göngu kaupskip. Það hefði því ver- ið niðurstaða stjórnvalda að pen- ingum skattborgaranna væri betur varið með því að nota þá í annað frekar en að fara að þýða þetta. Kóðar um siglingavernd ekki þýddir á íslensku Kostnaður við þýðingu tugir milljóna SÍÐARI frumskýrsla Samkeppnis- stofnunar um meint ólöglegt samráð olíufélaganna þriggja, Skeljungs, Olíufélagsins Esso og OLÍS, var send félögunum í gær. Að sögn Guðmundar Sigurðsson- ar, yfirmanns samkeppnismála hjá Samkeppnisstofnun, njóta olíufélög- in þrjú andmælaréttar áður en end- anleg skýrsla verður gefin út. Síðari frum- skýrslan send olíufélögunum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.