Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 62
MINNINGAR 62 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Pétur Páll Ís-aksson fæddist í Reykjavík 1. maí 1932. Hann lést á hjúkrunarheimilinu í Víðinesi 21. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ísak Einarsson, f. 1887, d. 1932, og Jó- hanna Guðný Guð- laugsdóttir, f. 1893, d. 1967. Systir Pét- urs var Guðfinna, f. 1930, d. 1932, og hálfsystkini hans sammæðra eru Guð- laug V. Bjarnadóttir, f. 1918, d. 1952, og Kristín Hansdóttir, f. 1922. Pétur kvæntist Ásu Pálsdótt- ur, f. 19. janúar 1935. Sonur þeirra er Róbert Viðar, f. 6. nóvember 1954, kvæntur Kol- brúnu Björnsdóttur, f. 18. apríl 1959. Börn þeirra eru Thelma Birna, f. 6. september 1978, sambýlismaður Pét- ur Jóhannesson, dóttir þeirra er Andrea Ýr, f. 2001, Sunna Ella, f. 25. október 1982, og Viðar, f. 5. júní 1991. Sonur Ró- berts og Halldóru Bragadóttur er Bragi, f. 26. ágúst 1973. Pétur stundaði ýmis störf, var meðal annars ráðs- maður á Hvammi á Landi í Landsveit, en starfaði lengst sem sjómaður. Síðustu þrjátíu og fimm ár ævi sinnar bjó hann á hjúkrunar- heimilum, fyrst á Arnarholti þar sem hann bjó þar til snemma á þessu ári er hann flutti á Víð- ines og þar lést hann. Útför Péturs Páls var gerð frá Fossvogskapellu 28. nóvem- ber, í kyrrþey. Ég var í vinnunni föstudaginn 21. nóvember þegar ég frétti að hann Pétur afi minn væri dáinn. Ég þekkti afa minn mjög lítið, en það sem lífsganga hans hefur kennt mér er það að okkar fyrsta skylda í lífinu er sú að varðveita og bera virðingu fyrir þeim gáfum og hæfileikum sem okkur voru gefin í vöggugjöf, þ.e.a.s. við þurfum að varðveita okkur sjálf og það heil- brigða líf sem okkur var gefið, því ekki einu sinni það er sjálfgefið. Mín fyrsta minnig af afa mínum er þegar ég sá hann standa álengd- ar á gangi á heimili sínu. Jafnvel þá sem barn varð ég undrandi yfir því hvað mér fannst hann vera fallegur maður. Þessi undrun mín var þó al- veg skiljanleg því góðlátlegra bros er erfitt að finna, og það sama er hægt að segja um augnaráðið því hjartahlýjan skein svo ákaflega mikil úr því. Það er mjög skrítið að skrifa minningargrein um mann sem hef- ur í raun dáið tvisvar, fyrst að hluta til og nú alveg, því í rauninni lifði hann tvískiptu lífi. Ég þekkti hann aldrei sem manninn sem hann hafði að geyma sem ungur maður, en það gerðu reyndar ekki svo margir. Á þeim tíma var hann afi minn eins og Hollywoodstjarna, sjarmerandi, vel til hafður, snyrtilegur og með eins konar Clark Gable-yfirvara- skegg. Ég nefni þetta bara því ég veit hversu sjaldgæft það var á þessum árum að íslenskir karl- menn yfirleitt hugsuðu um slíka hluti. Ef til vill lærði hann þetta af bandarísku hermönnunum því fáir aðrir voru eins og herramenn til fara. En örlög afa míns voru sorgleg, því mestalla ævi sína var hann sjúklingur. Fyrst af sjúkdómi sem svo ótalmargir þjást af, sem svo leiddi til þess að hann varð sjúk- lingur fyrir lífstíð. Það er svo ótrú- legt hvað eitt einasta augnablik á mannsævinni getur markað örlög manns til æviloka. Dauðinn er þegar við hugsum til þess, hið endanlega takmark með tilvist okkar. Ég hef á síðustu árum myndað svo náið samband við þennan besta og tryggasta vin mannkyns að ásýnd hans hræðir mig ekki lengur, heldur aftur á móti sefar hún mig. Ég þakka Guði mínum fyrir að veita mér tækifæri til þess að læra að dauðinn er sá lykill sem opnar hurðina að okkar sönnu hamingju. (Höf. ók.) Ég veit það að hann afi minn þurfti hvorki að kvíða né hræðast dauðann, því núna loksins er hann orðinn heill á ný. Hvíl í friði elsku afi minn Thelma. PÉTUR PÁLL ÍSAKSSON ✝ Guðrún Ásgeirs-dóttir fæddist á Fagranesi í Sauða- nessókn á Langanesi 19. mars 1927. Hún andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 25. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ásgeir Torfason og Svanhvít Halldórs- dóttir. Hún giftist 2. jan- úar 1951 eftirlifandi eiginmanni sínum, Árna Árnasyni, f. 5. febrúar 1922. Þau eiga þrjú börn, þau eru: 1) Heiðrún Unnur, f. 21. maí 1950, maki Jóhann Helgi Jónsson, f. 30. apríl 1945. Börn þeirra: Guðrún María, f. 2. júní 1980, Dýrleif Þórunn, f. 15 ágúst 1981, Hermann Helgi, f. 20. desember 1983 og Kristín Sigurveig, f. 16. nóvember 1990. Börn af fyrra hjóna- bandi Heiðrúnar eru Jóhann Árnþór, f. 14. apríl 1967, Torfi Ársæll, f. 8. júní 1974 og Árni Heiðar, f. 7. apríl 1976. 2) Svanhvít Ársól, f. 7. nóvem- ber 1951, d. 20. september 1957. 3) Hafsteinn Ómar, f. 24. maí 1957, d. 4. ágúst 1981. Guðrún og Árni hófu búskap á Veðramóti á Langa- nesströnd og bjuggu þar til árs- ins 1974 er þau fluttu til Reykja- víkur. Árið 1984 fluttu þau síðan til Akureyrar og hafa búið þar síðan. Útför Guðrúnar fer fram frá Skeggjastöðum á Langanes- strönd í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Guðrún. Við vorum lánsöm fjölskyldan, í Reynilundi 7, þegar við fengum þig til að koma heim til okkar og gæta dætra okkar fyrir um níu árum síð- an. Í þínum höndum voru þær öruggar og leið vel. Þú kenndir þeim margt og sagðir þeim margar skemmtilegar sögur, sem höfðu já- kvæð áhrif á þroska þeirra og per- sónuleika. Þú gafst þeim mikið og varst fastur punktur í tilverunni og lífi okkar sem aldrei brást. Ósér- hlífni þín var mikil og þótt þú fyndir til þá tókst þú því með æðruleysi og jafnaðargeði. Á hverju sem gekk þá horfðir þú jákvætt fram á veginn og gafst ekki upp við að takast á við þau ólíku verkefni sem lífið lagði á þig á lífsleiðinni. Lund þín var létt og hafði það smitandi áhrif á þá sem þig umgengust. Þú vildir helst hafa yngra fólkið umhverfis þig og það laðaðist að þér. Öll þín orka fór í það að gefa öðrum og það sem þú áttir til, bæði af andlegum og veraldleg- um gæðum nutu aðrir. Guðrún mín, þú varst hreinskiptin í öllum samskiptum og ef þér mislík- aði eitthvað, léstu mig vita af því með þeim hætti sem þér einni var lagið. Sérlega var þér umhugað um að ég færi mjúkum höndum um Jón, sem var í miklu uppáhaldi hjá þér eins og við öll. Oft varst þú í því hlutverki að siða mig til, sem oft var þörf á og stundum nauðsyn, en stundum snérust hlutverkin við og ég þurfti að vera í hlutverki læri- föður. Þegar þú lást banaleguna og gast þig hvergi hreyft þá varstu sjálfum þér lík, þegar Jón kom lifn- aðir þú við og reyndir að lyfta upp höndunum til að faðma hann að þér. Guðrún las fyrir þig sögur og kvæði sem hún samdi og við sáum að þú varst að hlusta. Þú hafðir gaman af sögum og samdir oft stökur til stelpnanna á afmælisdögum þeirra. Það gaf okkur öllum mikið að fá að kynnast þér á lífsleiðinni og erum við þakklát fyrir það. Guðríður Friðriksdóttir. Kæra Guðrún mín, hér ætla ég að skrifa niður nokkrar sögur frá því að þú varst að passa okkur. Einu sinni var ég að leika mér með lítinn jólaborða, rauðan og gljáandi. Auð- ur Anna systir mín varð öfundsjúk og vildi líka fá að hafa borðann. Þá fórum við aðeins að rífast um borð- ann, þá sagðir þú: ,,Sá vægir er vitið hefur meira.“ Við vissum ekkert hvað það þýddi og spurðum þig hvað það þýddi. Þú sagðir þá að það þýddi að sá sem léti undan hefði meira vit. Þá slepptum við báðar borðanum eins og hann væri brennandi heitur kolamoli. Þá fórum við enn og aftur að ríf- ast en nú um hver þyrfti að hafa borðann. Rifrildinu lauk með því að ég sagði: ,,Ég tek þá borðann og hef meira vit.“ Manstu eftir því þegar þú komst til Edinborgar, þér fannst húsin vera svo skítug og illa máluð, þannig voru bara húsin í Edinborg. Mér fannst þú dugleg að koma til okkar og við nutum þess að hafa þig hjá okkur. Manstu þegar þú fórst með okkur út í Hrísey og Frissi frændi var með? Það var í fyrsta skiptið sem ég fór í Hrísey og ég mun aldrei gleyma þessari ferð. Guðrún Margrét Jónsdóttir. GUÐRÚN ÁSGEIRSDÓTTIR Bróðir minn, GUÐMUNDUR JÓNSSON fyrrverandi sjómaður, Laufengi 23, andaðist á líknardeild Landspítala Landakoti fimmtudaginn 4. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Böðvar Jónsson. Systir okkar, mágkona og frænka, ÞORBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, Seljahlíð, áður Freyjugötu 1, lést fimmtudaginn 4. desember. Magnús S. Magnússon, Kristín Þ. Gunnsteinsdóttir, Ársæll Magnússon, Guðrún Óskarsdóttir, Ingveldur H. Húbertsdóttir og frændfólk. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA HILDUR ÍSAKSDÓTTIR, Mýrargötu 18, Neskaupstað, sem lést þriðjudaginn 2. desember sl., verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju mánudaginn 8. desember kl. 14.00. Sigurjón Valdimarsson, Unnur Jónsdóttir, Ísak Valdimarsson, Jóhanna Axelsdóttir, Hjörvar Valdimarsson, Sesselja Lúðvíksdóttir, Helgi Valdimarsson, Guðríður Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÞÓRUNN MARTA TÓMASDÓTTIR frá Bakkastöðum í Fljótshlíð, Snælandi 8, lést á heimili sínu föstudaginn 5. desember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtu- daginn 18. desember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Grétar Haraldsson, Solveig Theodórsdóttir, Ingileif Svandís Haraldsdóttir, Howard Smith, Sigurður Haraldsson. Elskulegur bróðir okkar og frændi, STEINN G. HÓLM fyrrverandi kaupmaður í Ólafsfirði, andaðist á Hlíð þriðjudaginn 25. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og góða umönnun í Hlíð og Kjarnalundi. Ólöf Jóhannesdóttir, Sigrún Jóhannesdóttir, Sveinn Jóhannesson og frændfólk. Móðir mín, ÁSDÍS M. ÞÓRÐARDÓTTIR frá Hesti í Hestfirði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 9. desember kl. 10.30. Guðni Björgólfsson. LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.