Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 58
MINNINGAR 58 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ María SigríðurÞorsteinsdóttir fæddist í Reykjahlíð, Skútustaðahreppi í Suður-Þingeyjar- sýslu 29. október 1920. Hún lést á öldrunardeild Sjúkrahúss Húsavík- ur 30. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þor- steinn Jónsson frá Grænavatni, Skútu- staðahreppi, bóndi í Reykjahlíð, f. 19. júní 1875, d. 20. nóv- ember 1958, og kona hans Guð- rún Friðrika Einardóttir frá Svartárkoti í Bárðdælahreppi, húsfreyja, f. 9. maí 1876, d. 24. mars 1964. Systkini Maríu voru: a) Jónasína Þuríður, f. 5. nóv- ember 1903, d. 6. september 1958; b) Jón Pétur, bóndi í Reykjahlíð III, f. 29. október 1907, d. 15. janúar 1996; c) Einar Illugi, f., 10. júní 1909, d., 24. febrúar 1911: d) Einar, bóndi í Reykjahlíð, f. 30. september 1912, d. 14. október 1941. María stundaði nám við Húsmæðra- skólann á Laugum. Hún var félagi í Ungmennafélaginu Mývetningi. Hún var einnig í Kven- félagi Mývatnssveit- ar og í stjórn þess til margra ára. Á 75 ára afmæli Maríu var hún gerð að heiðursfélaga í Kvenfélagi Mývatns- sveitar. Þá sat hún í Almanna- varnanefnd Skútustaðahrepps. María var meðhjálpari í Reykja- hlíðarkirkju í nokkur ár. Hún var húsfreyja í Reykjahlíð III og hélt þar bú með bróður sínum Jóni Pétri. Ásamt húsmóðurstörfum var María uppeldismóðir margra barna. Útför Maríu verður gerð frá Reykjahlíðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. María frænka, eða Maja eins og hún var oftast kölluð, var einstök kona. Nú er hún farin blessunin. Hún skilur eftir sig ótal margar góð- ar minningar. Það er ekki ofsögum sagt, að Maja hafði eina fallegustu sál sem ég hef hitt á lífsleiðinni. Hún hafði einstaka lund, var félagslynd, skapgóð og þolinmóð og það var allt- af stutt í hláturinn. Hún kunni að njóta hverrar stundar með vinum og vandamönnum. Maja var með ein- dæmum hjálpsöm og greiðvikin og vildi öllum gott gera. Það er altalað hvernig hún annaðist systur sína Jónasínu í veikindum hennar til margra ára. Þá hélt hún myndarlegt og sérstaklega snyrtilegt heimili, fyrst með foreldrum sínum og síðar með bróður sínum, Jóni Pétri, öll sín fullorðinsár. María var glæsileg kona, með sitt fallega hár og glampa í augum. Hún hafði áhuga á fallegum fötum og fylgdist vel með tískunni. Ég á margar góðar minningar um hana Maju mína. Mér er það enn í fersku minni er ég sem smástrákur var fullur tilhlökkunar þegar við Jón Pétur, bróðir minn, áttum að fara í „sveit“ til Maju og Jóns Péturs í Reykjahlíð, en þau systkini og faðir okkar, Jón Andrésson, eru systkina- börn. Pabbi fór með okkur til rak- arans. Beðið var um snoðklippingu sem duga átti fram á haust. Farið var vandlega yfir allt sem taka átti með, þar á meðal voru keyptir gúmmískór, helst með hvítri rönd. Mamma passaði uppá að allt væri sem best. Það voru mikil forréttindi að fá ,,viðbótaruppeldi“ hjá þeim systkinum á hverju sumri öll árin. Sjálfsagt var ekki alltaf auðvelt fyrir þau að hafa hemil á þessum strákum að sunnan. Ég man samt að Maja var alltaf svo glöð að fá okkur norður, veisluborð tók á móti okkur, þar á meðal var heimabakað rúgbrauð og/ eða flatbrauð með reyktum Mý- vatnssilungi. Hvað var hægt að hugsa sér betra? Fastur liður var að byrja á því að fara út í fjós með Maju og fá spen- volga mjólk. Þá fyrst var maður kominn í sveitina. Ég var svo lán- samur að fá að upplifa það að búa fyrstu árin í ,,gamla bænum“ þar sem fjöldi manns bjó. Í vesturenda bjuggu Þorsteinn og Guðrún, for- eldrar Maju og Jóns Péturs, en í austurenda Kristjana ásamt sonum sínum, Valgeiri og Óskari. Í raun var bærinn líkari hóteli en sveitabæ, svo mikil var umferðin af fólki. Það var sérstök upplifun fyrir lítinn strák að sunnan að standa í hlaðinu við ,,gamla bæinn“, hlusta á fólk spjalla saman og herma hvert eftir öðru. Stundum mátti sjá þar litla leik- þætti. Þessar uppákomur gleymast aldrei. Enn er margt um manninn í og við ,,gamla bæinn“ því í dag er rekið þar glæsilegt veitingahús. Ég hef ásamt fjölskyldu minni heimsótt Maju og Jón Pétur nær hvert sumar síðan ég var lítill dreng- ur. Þeirra heimili hefur verið mitt annað heimili. Stundirnar með þeim hafa verið okkur mjög dýrmætar. Við höfum ferðast um fallegu sveit- ina þeirra, heimsótt vini og kunn- ingja og átt ógleymanlegar stundir með þeim systkinum. Það verður tómlegt í Reykjahlíð III án Maju minnar og Jóns Péturs. Móðir mín, Vilborg Ólafsdóttir, og Maja voru miklar vinkonur. Hún, faðir minn, fjölskylda mín og ég kveðjum Maju og þökkum henni fyrir allt. Blessuð sé minning hennar. Ólafur H. Jónsson. Allt þetta unga og græna sem elskaði birtu og sól, hlæjandi klæðir nú haustið í sinn heita gullbúna kjól Og golan í garðinum hjalar og gælir við fölnandi strá er syngja í rökkrinu sorgaróð um sumarangan og þrár En ljúft er að minnast hve létt voru spor og löngunin áfeng og hlý, sem streymdi um æðar er vakti þig vor, og vorið mun koma á ný. (Jónas Friðrik Guðnason.) Já, ljúft er að minnast hve létt voru spor – mér koma í hug þessar ljóðlínur, elsku María frænka, þegar ég minnist þín. Lítil stúlka hleypur um túnið og tínir blóm og hlustar á fuglasönginn. Þú varst ein af stórum hópi barna sem ólst upp hér í Reykjahlíð. Þetta hafa verið skemmtileg ár því allar fjölskyldurn- ar bjuggu í sama húsi. En allir þurftu að vinna og um leið og hægt var að nota börnin til snúninga voru þau látin reka kýrnar, hreinsa af túninu og hjálpa til við heyskapinn. Þá voru engar vélar til að létta fólki lífið. Þú varst stoð og stytta fjölskyldu þinnar og fórst ekki varhluta af erf- iðleikum lífsins. En þrátt fyrir það varstu alltaf svo létt í skapi og oft mátti sjá bregða fyrir glettni í svipn- um. Eftir að þið Jón Pétur byggðuð nýtt hús vestur á hesthúshól þá tókstu að þér börn í sumardvöl og varst þeim eins og besta móðir. Heimili ykkar systkina stóð öllum opið og ég kom þar ásamt öðrum for- eldrum með fermingarbörnin mín og fékk að klæða þau í kyrtilinn í stof- unni þinni. Ekkert var sjálfsagðara af ykkar hálfu en veita þessa aðstoð, enda var Jón bróðir þinn bæði hringjari og meðhjálpari um árabil. Einnig fékk kirkjukórinn að hita kaffisopa í eldhúsinu hjá þér þegar við vorum að æfa fyrir messur og að- ventu. Síðan tókst þú sjálf við starfi meðhjálpara og gerðir hreint í kirkj- unni. Þetta ber að þakka og allt sem þú lagðir fram til þessa litla sam- félags með dugnaði þínum og atorku. Þótt þú hafir hvorki eignast eigin- mann né börn varstu mikil húsmóðir í stórri fjölskyldu og réttir öllum hjálparhönd sem eftir því leituðu. Í síðasta skipti sem ég kom til þín á sjúkrahúsið varstu róleg og brostir til mín þegar ég fór að tala við þig. Þetta bros mun ég geyma eins og all- ar góðar minningar um þig. Ég vil þakka þér fyrir samfylgdina og fyrir allt sem þú varst mér og fjölskyldu minni. Svo undarlegt haustið, sem ögrandi glóð að ilmandi gróðrinum ber en er þá að kveða þér angurvært ljóð um allt það sem hverfur og fer. (J. F. G.) Blessuð sé minning þín. Sólveig Illugadóttir. María Sigríður Þorsteinsdóttir er látin. Maja var fædd í Reykjahlíð og átti heima þar alla tíð. Í Reykjahlíð bjuggu þá þrír bræður og ein systir undir sama þaki í nýlegu steinhúsi, hver fjölskylda í sinni íbúð en margt sameiginlegt. Í hverri fjölskyldu voru mörg börn og Maja ólst því upp í mjög stórum barnahópi og lærði snemma að taka tillit til annarra. Það einkenndi hana alla tíð þessi tillits- semi og viljinn til að gera gott úr öllu. Maja naut þeirrar menntunar sem farskóli þeirra tíma gat veitt. Fyrir atbeina föðursystur sinnar, Guð- finnu Jónsdóttur, fór hún til náms í Húsmæðraskólann á Laugum. Maja var ekki langdvölum að heiman, hún aðstoðaði foreldra sína við búskap og heimilisstörf og tók síðar við búinu ásamt Jóni Pétri bróður sínum. Maja hjúkraði og annaðist sjúka systur sína til margra ára og síðan móður sína sem hún hafði hjá sér til dán- ardægurs. Föður sínum var hún einnig stoð og stytta. Þessi alúð og fórnfýsi var slík að eftir var tekið, fór ekki einu sinni fram hjá ungum dreng sem þá dvaldi að sumarlagi í Reykjahlíð. Maja eignaðist ekki sjálf börn, engu að síður lagði hún sitt af mörk- um í barnauppeldi. Hjá þeim Maju og Jóni Pétri voru jafnan börn og unglingar til sumardvalar, oft fleiri en eitt í einu og sum allt árið. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera sem barn og unglingur í Reykjahlíð, á hverju sumri í áratug, hjá móðursystkinum mínum sem nú eru látin. Ég varð fljótt áskynja um þá vináttu og frændsemi sem ríkti milli heimilanna og hennar naut ég í ríkum mæli þau sumur sem í hönd fóru. Þannig var að í Reykjahlíð höfðu bændur samvinnu um margt og nytj- uðu hlunnindi saman eftir föstu skipulagi. Við fórum því með Maju og Jóni Pétri í varp á hverju ári, ann- að árið á Vesturlandið og hitt í eyj- arnar. Eitt árið heyjuðum við í Geit- ey, slógum með orfi og ljá eins og gert hafði verið fyrir tíma ræktunar og vélvæðingar. Í heyskap var Maja betri en enginn, vélakosturinn var ekki mikill og hún gekk til allra verka úti sem inni, yfir henni var ein- hver röggsemi sem þekkja mátti úr talsverðri fjarlægð og ekki leyndi sér hver þar fór. Myndarleg húsmóðir var hún Maja einnig og enginn bak- aði eins gott flatbrauð og hún. Eftir að fastri sumardvöl minni í Reykjahlíð lauk og heimsóknir þang- að urðu styttri varð það að fastri venju að heimsækja þau systkinin Maju og Jón Pétur. Fyrir þær stund- ir og aðrar sem nú eru hluti af okkar minningasjóði erum við afskaplega þakklát, við fjölskyldan kveðjum hana klökkum huga. Guð blessi minningu Maju frænku minnar. Sigurður Jónas Þorbergsson. Elsku Maja. Það hrannast upp minningar um þig en það er erfitt að skrifa allt. Það var alltaf farið til Maju og Jóns þegar maður kom í sveitina sína. Ég man að sem barn gisti ég oft hjá Maju þegar Jón fór í göngur. Og það var alltaf hugsað um mig eins og ég væri barnið þeirra. Þegar maður bað Jón að hampa sér, sagði hann alltaf já og þegar maður bað Maju að spila við sig þá var sama svarið þar. Ég kveð þig, elsku frænka, með bæninni: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðar kraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Matthildur H. Valgeirsdóttir. Það var á fyrsta sunnudagi í að- ventu sem hún María vinkona mín fékk hvíldina. Fyrsta sunnudegi í að- ventu sem boðar fögnuð yfir því að Jesú er að koma. Táknrænt vegna þess að þannig var það alltaf í kring- um Maju, glaðværð og fögnuður. Hún bjó alla sína tíð í Mývatns- sveit nánar tiltekið í Reykjahlíð þar til hún flutti á Dvalarheimili aldraðra á Húsavík árið 2000. Ég kynntist Maju fyrst fyrir tæp- um þrjátíu árum þegar hún starfaði í Hótel Reynihlíð við Mývatn. Alltaf svo iðin, góðlátleg og hljóðlát en samt þetta fallega bros og kátina. Seinna áttum við eftir að verða mikl- ar vinkonur. Seinni árin kom ég oft heim til hennar og hún til mín. Eftir langan vinnudag eða mikinn gestagang var eins og að koma í vin að koma í eld- húsið hennar. Allt var á sínum stað MARÍA ÞORSTEINSDÓTTIR ✝ Ragnar Mar-teinsson fæddist í Hallstúni í Holtum 19. desember 1913. Hann lést á Hjúkr- unar- og dvalar- heimilinu Lundi 28. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Marteinn Ein- arsson bóndi, f. 3. september 1872, ættaður úr Holtum og Guðríður Einars- dóttur, f. 26. októ- ber 1869, ættuð úr V-Skaftafellssýslu. Systkini Ragnars voru Sigurður, f. 1899, Sigríður, f. 1901 og Guð- jón, f. 1903. Þau eru öll látin. Ragnar kvæntist 3. maí 1941 Þórdísi Þorsteinsdóttur, f. 20. ágúst 1903, d. 18. júlí 1944, dótt- þrjú börn og Þórunn Svava, f. 7. nóvember 1970, hún á eina dótt- ur. Ragnar ólst upp í Hallstúni og Litlu-Tungu í Holtum. Hann missti ungur föður sinn og fór í vinnumennsku að Meiri-Tungu þegar móðir hans og systir flutt- ust til Reykjavíkur, en bræður hans voru farnir áður. Fór hann síðan til Reykjavíkur og vann þar við ýmis störf, þar til hann fór á sjóinn með Guðjóni bróður sínum og voru þeir saman á togaranur Skúla fógeta þegar hann fórst en komust báðir af, og var Ragnar síðasti eftirlifandi skipsverjinn. Árið 1941 kvænist hann konu sinni og fara þau að búa í Meiri- Tungu og bjuggu þar allan sinn búskap, samhliða búskapnum stundaði hann ýmis störf, svo sem smíðar, vegavinnu og slát- urhúsvinnu á haustin, einnig var hann forðagæslumaður í sveit- inni í mörg ár. Útför Ragnars fer fram frá Ár- bæjarkirkju í Holtum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ur hjónanna Þor- steins Jónssonar bónda í Meiri-Tungu og konu hans Þór- unnar Þórðardóttur ljósmóður, frá Hala. Börn Ragnars og Þórdísar eru: 1) Guð- mar, f. 21. júlí 1941, kvæntur Jóhönnu Jónsdóttur, f. 21. júní 1944, börn þeirra eru Kristjón Þórir, f. 2. september 1964, hann á tvö börn, Jón- as Benoný, f. 18. maí 1968, hann á þrjú börn, og Þórdís Ragna, f. 19. des- ember 1971, hún á þrjár dætur. 2) Þórunn, f. 17. júlí 1945, gift Sæmundi Jónssyni, f. 25. október 1948 dætur þeirra eru Sigríður Þórdís, f. 12. janúar 1968, hún á Á laugardaginn hringdi hún Þór- unn frænka mín og sagði mér, að Raggi frændi, eins og ég kallaði hann oftast, hefði dáið 28. nóvember. Hér er átt við sómamannin Ragn- ar Marteinsson, bónda í Meiri- Tungu í Holtum. Ragnar var fæddur 19. desember 1913 og var yngstur fjögurra systkina, þeirra Sigríðar, Sigurðar og Guðjóns, sem öll eru lát- in. Foreldrar þeirra voru Guðríður Einarsdóttir og Marteinn Einars- son. Þau bjuggu í Hallstúni og í Litlu-Tungu og var Marteinn fjall- kóngur á Landmannaafrétti í 40 ár. Hann þótti glaðvær og skemmtileg- ur maður og sagði móðir mín mér að Ragnar hefði mjög líkst honum. Ragnar ólst upp í foreldrahúsum við hefðbundin sveitastörf. Á þessum árum þótti sjálfsagt að ungir menn færu á vertíð og svo var einnig með þá bræður. Þannig voru þeir Ragnar og Guðjón samskipa á togaranum Skúla fógeta hinn 10. apríl 1933, en þann dag strandaði skipið skammt frá Grindavík og fórust með því 13 menn. Voru þeir Ragnar og Guðjón meðal þeirra sem komust af. Eins og nærri má geta setja atburðir af þessu tagi mark sitt á þá, sem í þeim lenda. Nú eru þeir 24, sem björg- uðust, allir látnir, Ragnar þeirra síð- astur. Annars er þessum atburði gerð skil í Héraðsriti Rangæinga, Goðasteini, sem kemur út nú í des- ember. Þar kom að, að Ragnar festi ráð sitt og gekk að eiga sómakonuna Þórdísi Þorsteinsdóttur. Bjuggu þau allan sinn búskap í Meiri- Tungu. Þau eignuðust tvö börn þau Guð- mar og Þórunni, sem bæði eru bú- sett í Rangárvallasýslu. Mér er í bernsku minni, þegar ég fór með for- eldrum mínum í fyrsta sinn austur að Meiri-Tungu. Foreldrar mínin bjuggu í Reykjavík og reyndar öll systkinin, nema Ragnar. Siggi frændi átti bíl. Slíkt var fátítt í þá daga og jafnaðist ökuferð í slíku undratæki kannski á við flugferð með einkaþotu í dag. Þá var líka langt austur að Meiri-Tungu og sein- farið. Ég man, að rætt var um hvort við ættum að gista. Austur fórum við. Ragnar vísaði okkur til stofu og þar ríkti glaðværð, þegar þeir bræð- ur rifjuðu upp gamla daga. Reyndar ríkti alltaf glaðværð kringum Ragn- ar. Það var gott að hlæja með hon- um. Dísa tók á móti okkur í eldhús- inu með kaffi og smurðu brauði. Þetta smurða brauð hennar Dísu skipar sérstakan sess í minningunni. Betra smurt brauð hef ég ekki feng- ið og það þó ég hafi búið í nokkur ár í „smørbrødslandinu“ Danmörku. Seinna, þegar ég var 14-15 ára og var í sveit í Sumarliðabæ skammt frá Meiri-Tungu gerði ég mér ferð þangað á sunnudögum, þegar ekki var verið í heyskap. Svona eftir á að hyggja, held ég, að ég hafi farið þess- ar ferðir ekki síður til að komast í brauðið, en til að rækta frændsem- ina. Það var alltaf gott að heimsækja Dísu og Ragnar. Eitt sinn átti ég þess kost að fara með Ragnari inn í Veiðivötn. Þetta mun hafa verið 1974 og þótti mikið ferðalag í þá daga. Við ætluðum að vera í nokkra daga og vorum því með nesti. Ég borgar- barnið var með nokkrar kókflöskur, súkkulaðikes, grillmat og þess hátt- ar. Ragnar gisti í veiðihúsinu, sem bændur eiga þarna inn frá. Svo var það líklega annað kvöldið, að ég kom í veiðihúsið til Ragnars. Hann segir: RAGNAR MARTEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.