Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 46
FERÐALÖG 46 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ gisting í Kaupmannahöfn frá DKK 90,- www.gisting.dk sími: 0045 32552044 Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgr. gjöld á flugvöllum). Aðrir litlir og stórir bílar 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið - Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU Munið að slökkva á kertunum               Forðist að koma kerti fyrir nálægt opnum glugga þar sem vindur getur sveiflað gluggatjöldum í kertalogann Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Útsölustaðir Apótek og lyfjaverslanir Töskur Ekta leður Verð frá kr. 2.800 FYRIR nokkrum árum keypti Atli Ágústsson sér Trek-fjallahjól og byrjaði að hjóla stuttar ferðir um Reykjavík. Hann minnist þess hve stoltur hann var eftir að hafa hjólað alla leið úr Vesturbænum upp í Breiðholt. Þá grunaði hann ekki að sex árum síðar, 58 ára gamall, ætti hann eftir að hjóla 1100 km á rúm- lega tveimur vikum. Það gerði hann í sumar þegar hann fór í skipulagða pakkaferð með danska fyrirtækinu BikeDenmark sem sérhæfir sig í hjólreiðaferðum fyrir útlendinga. Flestir viðskipta- vinirnir eru frá Ítalíu, Þýskalandi og Bretlandi en í þessari ferð voru fyrstu tveir Íslendingarnir sem not- uðu þjónustu fyrirtækisins. „Við völdum okkur sjö daga ferð sem nefnist „Royal North Sealand“. Þetta er ákaflega þægileg og skemmtileg ferð og eru hjólaðir frá 35 upp í 60 til 70 km á dag. Gist er á góðum hótelum og allur aðbúnaður og matur til fyrirmyndar. Hjólin sem við fengum voru þægileg 7 gíra hjól. Allt var vel skipulagt og þurft- um við ekkert að hugsa um far- angur. Hann var tekinn að morgni og komið með hann á næsta hótel áður en við vorum komin þangað.“ Komið er við á mörgum athygl- isverðum og sögufrægum stöðum í ferðinni um Norð- ur-Sjáland. Meðal annars er hjólað eftir Strandvejen þar sem efnafólk býr og komið við í Rungstedlund, sem er fæðingarbær Karenar Blix- en. Þá er hægt að taka á sig krók og koma við á bað- ströndinni í Hornbæk og skoða hallargarðinn við Fredensborghöll, sumar- dvalarstað Margrétar Þór- hildar Danadrottningar. Atli segir að þessar skipu- lögðu ferðir séu alls ekki erf- iðar og henti nánast hverjum sem er. Auðvitað þarf fólk að vera í sæmilegu formi. Hann segist hafa verið vel á sig kominn enda fór hann að hjóla verulegar vegalengdir árið 2002 þegar hann byrj- aði að fara í kvöldferðirnar hjá Íslenska fjallahjóla- klúbbnum en þær eru frá 20 til 35 km langar. „En þessi byrjun varð til þess að ég fór að lengja ferðirnar og kaupa mér föt sem hentuðu betur í hjóla- ferðir. Smám saman fór þrekið að aukast og hjólaferðirnar urðu hluti af nýjum lífsstíl hjá mér. Eftir að ég pantaði mér ferðina í sumar fór ég að hjóla 30 til 80 km á dag. Ég hjól- aði einu sinni frá Þingvöllum til Reykjavíkur. Það gekk ágætlega fyrir utan hjólastígaleysi. Bílstjórar taka yfirleitt ekkert tillit til hjól- reiðamanna hér á landi og það mátti oft ekki miklu muna að ég þeyttist út í móa þegar stórir bílar óku framhjá. Á hjóli með farangurskerru á eigin vegum Þessu er öðruvísi farið í Dan- mörku því þar er þéttriðið net hjóla- stíga auk þess sem auðvelt er að hjóla eftir sveitavegum og mikið til- lit tekið til hjólreiðafólks. Fyrir ferð- irnar fá allir mjög góðar leiðbein- ingar, bæði bók og gott kort. Þá eru allar leiðir vel merktar með skiltum. Allt skipulag stóðst og má eiginlega  DANMÖRK| Hjólaði ellefu hundruð kílómetra á tveimur vikum Varð hluti af nýjum lífsstíl Atli Ágústsson: Leggur af stað frá Skælskør.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.