Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 15 AÐ minnsta kosti 40 manns létu lífið og yfir 150 særðust í sprengjutilræði í rússneskri farþegalest nálægt Tétsn- íu í gær, tveimur dögum fyrir þing- kosningar í Rússlandi. Rússneskir ráðamenn kenndu tétsenskum að- skilnaðarsinnum um hryðjuverkið og yfirvöld sögðu að þrjár konur og karl- maður hefðu verið að verki. Tvær kvennanna stukku út úr lest- inni skömmu fyrir sprenginguna og þriðja konan, sem stjórnaði árásinni, særðist alvarlega og er í lífshættu, að sögn rússnesku öryggislögreglunnar. Líkamsleifar karlmannsins fundust í flaki lestarinnar og á fótum hans voru enn handsprengjur sem hann hafði fest á sig. Ennfremur fundust leifar af poka sem talið var að hefði verið fullur af sprengiefni og sprengjubrot- um til að valda sem mestu manntjóni. Grunur leikur á að samverkamenn fjórmenninganna hafi fylgst með lest- inni úr bílum nálægt staðnum þar sem sprengingin varð, um hálfan km frá lestarstöð í borginni Jessentúkí. Einn vagna lestarinnar rifnaði í tvennt í sprengingunni og nokkrir farþeganna feyktust út úr lestinni. Aðrir festust undir hrúgu af braki. Sérfræðingar sprengdu nokkrar ósprungnar handsprengjur sem fundust í lestarflakinu. „Jörðin mun brenna undir fótum þeirra“ Júrí Tsjajka, dómsmálaráðherra Rússlands, sagði að flest benti til þess að tétsenskir aðskilnaðarsinnar hefðu verið að verki. Fleiri stjórnmálamenn í Moskvu tóku í sama streng. „Aðskilnaðarsinnarnir vilja minna á sig fyrir þingkosningarnar og sýna að við höfum ekki enn sigrað þá,“ sagði Alexander Gúrov, formaður varnarmálanefndar dúmunnar, neðri deildar þingsins. „Við finnum þá sem frömdu þetta hryðjuverk,“ sagði Borís Gryzlov, innanríkisráðherra Rússlands og leiðtogi Sameinaðs Rússlands, stærsta flokks stuðningsmanna Vlad- ímírs Pútíns forseta. „Jörðin mun brenna undir fótum þeirra. Þessar skepnur verða hvergi óhultar.“ Pútín forseti fordæmdi tilræðið og sagði að enginn vafi léki á því að markmiðið hefði verið að trufla þing- kosningarnar í Rússlandi á sunnu- dag. „Þessir glæpamenn munu ekki fá neinu framgengt. Rússlandi stafar enn mikil hætta af alþjóðlegri hryðju- verkastarfsemi sem ógnar mörgum löndum heims. Þetta er grimmur, lævís og hættulegur óvinur.“ Óttast fleiri hryðjuverk um helgina Stjórn Aslans Maskhadovs, forseta Tétsníu, neitaði því að hún væri við- riðin hryðjuverkið. „Við áréttum að stjórn Tétsníu hefur alþjóðlegar mannúðarreglur að leiðarljósi. Við fordæmum þess vegna öll ofbeldis- verk sem beinast að óbreyttum borg- urum hvar sem þau eru framin,“ sagði í yfirlýsingu frá tétsensku stjórninni. Leiðtogar margra ríkja heims for- dæmdu hryðjuverkið og vottuðu Rússum samúð sína. Rússneskir saksóknarar héldu því fram fyrr á árinu að tétsenski stríðs- herrann Shamíl Basajev hefði þjálfað á fjórða tug kvenna til sjálfsmorðs- árása í Rússlandi. Yfirvöld hafa hert öryggisviðbúnaðinn í Tétsníu þar sem óttast er að aðskilnaðarsinnar fremji fleiri hryðjuverk um helgina í því skyni að trufla kosningarnar. Margir námsmenn voru í lestinni Sprengingin varð í næstfremsta vagni lestarinnar klukkan átta í gær- morgun að staðartíma (kl. fimm að ís- lenskum). Þak og veggir vagnsins hrundu en aðrir vagnar lestarinnar voru óskemmdir. Yfir 150 farþegar lestarinnar voru fluttir á sjúkrahús og tugir þeirra voru í gjörgæslu. Um þrjátíu urðu fyrir minni háttar meiðslum. Lestin var á leiðinni frá borginni Míneralnje Vodí til Jessentúkí í Stavropol-héraði. Í lestinni voru margir námsmenn á leið í mennta- og háskóla. Sex manns létu lífið og 32 særðust, flestir þeirra námsmenn, í tveimur sprengingum í farþegalest á sömu leið í september. Engin hreyfing lýsti tilræðinu á hendur sér. Stavropol-hérað er norðvestan við Tétsníu þar sem skæruliðar úr röðum aðskilnaðarsinna hafa barist gegn rússneskum hermönnum frá því að seinna stríð Rússa og Tétsena hófst í október 1999. Yfir 150 manns létu lífið í hrinu sprengjutilræða í Rússlandi fyrir forsetakosningar sem rússnesk stjórnvöld stóðu fyrir í Tétsníu 5. október. Tétsenskum aðskilnaðarsinnum kennt um sprengjutilræði í sunnanverðu Rússlandi Tugir manna biðu bana í hryðjuverki Yfirvöld segja að þrjár konur og karlmaður hafi verið að verki Reuters Björgunarmenn að störfum í flaki lestarvagns eftir sprengjutilræði í Rússlandi, nálægt Tétsníu, í gærmorgun.                   ! " # $% &'($ ( $     )*  &$                  ! "##$% &   Moskvu. AFP, AP. FÆREYSKA landstjórnin er fallin og Anfinn Kallsberg, lögmaður Fær- eyja, þ. e. forsætisráðherra landsins, afhenti í gærmorgun forseta Lög- þingsins bréf þar sem hann boðar til kosninga 20. janúar nk. Jafnframt sagði Kallsberg af sér sem lögmaður en Þjóðveldisflokkurinn lýsti í fyrra- dag yfir vantrausti á Kallsberg. Taldi flokkurinn að Kallsberg hefði skrökv- að að þjóðinni og misnotað stöðu sína sem lögmaður. Landstjórnin mun starfa fram að kosningum en án þátt- töku Þjóðveldisflokksins. Leiðtogi Þjóðveldisflokksins, Høgni Hoydal, sem gegndi embætti aðstoðarlögmanns og dómsmálaráð- herra, skrifaði Kallsberg bréf á fimmtudag þar sem segir að Fólka- flokkurinn hafi ekki orðið við kröfu þjóðveldismanna um að annaðhvort hreinsaði Kallsberg sig af ásökunum um fjármálamisferli, sem fram koma í nýrri bók, Skjót journalistin (Skjót- ið blaðamanninn), eða bæði færeysku þjóðina afsökunar. Skapandi bókhald Í bókinni er sagt að Kallsberg, sem er menntaður endurskoðandi, hafi fyrir 20 árum flutt fé með ólöglegum hætti milli fyrirtækja. Hann annaðist þá bókhaldið fyrir sjávarútvegsfyrir- tækið Frostvirki í Norðurdepli á norðanverðum Færeyjum. Flutti hann 912.000 krónur, um 10 milljónir ísl. kr., frá fyrirtækinu yfir í tvö út- gerðarfyrirtæki sem hann átti sjálf- ur. Þetta komst upp en samningar náðust milli Kallsbergs og Frostvirk- is um að hann flytti féð aftur til Frostvirkis án þess að til málaferla kæmi. Hefur Kallsberg sagt sér til varnar að hann hafi því ekkert hagn- ast á peningaflutningnum og málið sé úr sögunni. En það komst aftur í hámæli vorið 2002 þegar ný samsteypustjórn var í burðarliðnum. Tórbjørn Jacobsen, umdeildur þingmaður úr Þjóðveldis- flokknum, sagði þá meðal annars að fortíð Kallsbergs sýndi að hann þekkti stundum ekki muninn á eigum sínum og eigum annarra. Fullyrti Ja- cobsen að Kallsberg gæti hvergi ann- ars staðar í heiminum orðið forsætis- ráðherra. Hótaði Kallsberg þá að leysa strax upp stjórnina ef Jacobsen tæki um- mælin ekki aftur. Þingmaðurinn lét undan á síðustu stundu en nýjar upp- lýsingar í áðurnefndri bók urðu til þess að Þjóðveldismenn settu Kalls- berg nú úrslitakosti.  að Kallsberg hreinsaði nafn sitt af þessum ásökunum.  að hann bæði þjóðina afsökunar á því að hafa misnotað lögmanns- embættið til að hóta Jacobsen og samsteypustjórninni.  að hann segði af sér embætti lög- manns og léti annan taka við. Kallsberg brást við bréfinu með því að rjúfa þing og leysa landsstjórn- armenn Þjóðveldisflokksins frá emb- ættum sínum. Ráðherrarnir burt- reknu eru fjórir, auk Hoydals þau Karsten Hansen, Páll á Reynatúgvu og Annita á Fríðriksmørk. Mun Kallsberg sjálfur gegna embættum þeirra fram að kosningum. Að færeysku landsstjórninni hafa staðið fjórir flokkar, Fólkaflokkur- inn, Þjóðveldisflokkurinn og tveir smáflokkar, Miðflokkurinn og Sjálf- stýriflokkurinn með einn ráðherra hvor. Tveir síðastnefndu flokkarnir hafa lýst yfir trausti á Kallsberg en stjórnin hefur ekki lengur meirihluta á þingi. Fullveldishugmyndir úr sögunni? Félagsfræðingurinn Jógvan Mørk- øre hefur rannsakað mikið færeyskt samfélag og stjórnmál. Hann segir að nú séu hugmyndirnar um fullveldi Færeyja endanlega búnar að fá náð- arhöggið. „Almenningur í landinu er búinn að missa trú á færeyskt fullveldi og samsteypustjórn flokka sjálfstæðis- sinna,“ segir hann. Skoðanakannanir hafa að undan- förnu gefið til kynna að Sam- bandsflokkurinn, sem vill halda í tengslin við Danmörku, muni vinna á. Gangi spárnar eftir mun flokkurinn geta myndað stjórn eftir kosningar með jafnaðarmönnum. Syndir fortíðarinnar felldu stjórn Kallsbergs Færeyingar ganga til kosninga 20. janúar Þórshöfn. Morgunblaðið. ÍSRAELSKA leyniþjónustan misreiknaði sig illilega er hún hélt því fram, að mikil hætta stafaði af Saddam Hussein og gereyðingarvopnum hans. Kemur þetta fram í skýrslu, sem Ísraelsdeild bresku her- fræðistofnunarinnar Center for Strategic Studies hefur gefið út. Í skýrslunni segir, að Ísrael- ar hafi haft náið samstarf við leyniþjónustur í Bandaríkjun- um og Bretlandi og enginn vafi sé á, að sú „falska“ mynd, sem þeir hafi dregið upp, hafi haft veruleg áhrif á framvinduna. Þótt hálft ár sé liðið frá lokum innrásarinnar í Írak hafa engin gereyðingarvopn fundist. Sagði frá þessu á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær. Sagt er, að háttsettir stjórn- málamenn í Ísrael óttist nú, að þetta mál og skýrslan muni draga úr trúverðugleika ísr- aelsku leyniþjónustunnar. „Hér eftir munu upplýsingar frá okkur, til dæmis varðandi Íran, ekki verða teknar alvar- lega,“ sagði þingmaðurinn Yossi Sarid. Íraks- myndin var „fölsk“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.