Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 20
        ! "# $ %&"'()  "$  *++ ,!*- Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is Áhyggjur vegna Loðskinns | Stjórn stéttarfélagsins Öldunnar lýsir áhyggjum af sölu fyrirtækisins Loðskinns á Sauð- árkróki til aðila utan hér- aðs. Í ályktun sem sam- þykkt á stjórnarfundi Öldunnar – stéttarfélags í Skagafirði 3. desember sl. segir: „Stjórn Öldunnar – stéttarfélags lýsir yfir áhyggjum sínum af fyrirhugaðri sölu Loð- skinns til aðila utan héraðs. Um 40–50 störf eru í fyrirtækinu og því ljóst að um mikla hagsmuni er að ræða. Það væri mikið áfall fyrir byggðarlagið ef þessi störf hyrfu og leggur Aldan – stétt- arfélag mikla áherslu á að þau haldist í heimabyggð og að eignarhaldið á fyrirtæk- inu sé í höndum heimamanna.“ Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Pósthúsið í Kaupfélagið | Íslandspóstur hefur samið við Kaupfélag Steingrímsfjarð- ar um rekstur pósthússins á Drangsnesi og hefur starfsemi pósthússins verið flutt í verslun kaupfélagsins á staðnum. Ragnhild- ur Elíasdóttir, sem verið hefur afgreiðslu- stjóri Íslandspósts á Drangsnesi í mörg ár, hefur verið ráðin útibússtjóri KSH á Drangsnesi og mun sjá um póstafgreiðsluna þar. Pósthúsið hefur sama afgreiðslutíma og verslunin og kemur það mörgum vel að þurfa bara á einn stað að sinna sínum erind- um. Alltaf er þó eftirsjá þegar gamlar og grónar stofnanir eru sameinaðar öðrum og sérstaklega í fámenninu þar sem miklu munar um hvern vinnustað sem er lokað. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Ragnhildur Elíasdóttir afgreiðir póst í verslun KSH á Drangsnesi. Viðar Hreinssonbókmenntafræð-ingur flytur fyr- irlestur við Háskólann á Akureyri, á vegum kenn- aradeildar, um skáldið Stephan G. Stephansson og menntunina og ber heitið Hugurinn hleypur í skorðum. Fyrirlesturinn verður á mánudaginn, 8. desem- ber, í húsnæði háskólans að Þingvallastræti, í stofu 24 og hefst hann kl. 20. Í erindinu verður rætt um sjálfsmenntun Steph- ans G. og hugmyndir um menntun og þekkingu sem birtast í verkum hans, bæði í ljósi uppeld- is hans við íslenska bók- menningu og þeirrar lífs- speki sem hann mótaði sér á fullorðinsárum. Viðar Hreinsson er höfundur ævisögu Steph- ans G. en síðari hluti þess ritverks koma út á dögunum. Stephan G. Núna er sauðfé almennt komið á hús og farið aðgefa því hey, enda styttist í fengitíma og sumsstaðar er hann hafinn. Bændur sem láta lömb í sumarslátrun láta yfirleitt ærnar bera fyrr heldur en þeir sem slátra á venjulegum sláturtíma. Ærnar þurfa mikið og gott hey á fengitíma til þess að verða tví- lembdar næsta vor. Í fjárhúsinu í Fagradal voru ærnar Bitta og Gloría að háma í sig hey og létu ekki trufla sig þó að hvolpurinn Fókus væri aðeins að stríða þeim. Tuggðu sitt hey í ró- legheitum þrátt fyrir kerskni hundins. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fjör í fjárhúsunum Kristján Eiríkssonfrétti af því aðfleiri þjóðir syngja um jólasveina. Frá Austur-Þýskalandi: Jólasveinar ganga um grund glaðbeittir í fasi. Móðir þeirra fer á fund með félögum í Stasí. Bandarískt: Jólasveinar ganga um gil með gríðarlegu stússi. Móðir þeirra tekur til tundur handa Bússi. Úr landinu helga: Jólasveinar fara á flakk um frið er engin þar von. Móðir þeirra með sitt pakk er mætt í boð hjá Sharon. Úr þúsund ára ríki Maós formanns: Jólasveinar sötra teð og syngja lof um Maó. Móður þeirra mildar geð hin mikla nánd við taó. Úr Landinu milli fljótanna: Jólasveinar æða út eyðisand með Hússein. Móðir þeirra mædd af sút má þar drekka sjúss ein. Af jólasveinum pebl@mbl.is Hvammstangi | Safn- aðarheimili er risið við Hvammstangakirkju og var sýnt almenningi á aðventu- kvöldi nýlega. Húsið er 270 ferm., stendur samhliða kirkj- unni, þar er kjallari fyrir geymslur og hita/loftkerfi og loft yfir hluta rýmis. Tengihús við kirkju er glerhýsi, og er það hluti salar sem kemur þvert á innanverða kirkjuna og nýtist fyrir kirkjugesti. Í húsinu verður einnig skrif- stofa fyrir safnaðarstarf, eld- hús, vinnurými, inngangur, fatageymsla og snyrtingar. Í risi mætti gera litla baðstofu. Að sögn Guðmundar Hauks, formanns sóknarnefndar, er kostnaður í dag um 30 millj- ónir. Verksamningur var við Tvo smiði ehf. um þennan áfanga; að gera húsið fullbúið að utan, með grófjafnaðri lóð og hita- og loftræstikerfi fyrir kirkjuhúsið og nýbygginguna. Rýmið inni er tilbúið fyrir málningu og tréverk. 12 milljónir komu úr op- inberum sjóðum, en stór hluti fjármögnunar hefur komið með gjöfum og frjálsum fram- lögum. Enn vantar þó 12 til 15 milljónir til að ljúka bygging- unni með tilheyrandi búnaði. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Safnaðarheimilið risið Hvammstangi Reykjanesbær | Kentucky Fried Chicken hefur sótt um lóð fyrir veitingahús á gatna- mótum Flugvallarvegar og Njarðarbrautar í Njarðvík. Um- hverfis- og skipu- lagsnefnd Reykja- nesbæjar hefur tekið vel í erindi fyrirtækisins. Árni Sigfússon bæjarstjóri segir að forsvarsmenn KFC-kjúklingastaðanna hafi nokkrum sinn- um rætt áhuga sinn á að byggja veitingastað í Reykjanesbæ. Nú hafi þeir lagt fram grunnteikningar og sótt formlega um lóð á áhugaverðum stað sem þeim hafi verið bent á. „Við fögnum því að þeir séu að koma hing- að og skiljum vel áhuga þeirra á því. Hér eru mikil tækifæri,“ segir Árni. Umrædd lóð er skammt frá verslunarhúsi Samkaupa. Lóðin er laus en Árni segir að unnið sé að deiliskipulagi svæðisins og við þá vinnu sé litið til þjónustustarfsemi. Kentucky Fried Chicken rekur nú kjúk- lingabitastaði í Reykjavík, Kópavogi, Hafn- arfirði, Mosfellsbæ og á Selfossi. KFC sækir um lóð fyrir veitingastað Akureyri | Alls nýttu 6.640 farþegar sér beint flug Grænlandsflugs milli Akureyrar og Kaupmannahafnar, að sögn Magnúsar Þórs Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Fyrsta ferðin var í lok apríl og sú síðasta nú í byrj- un desember en flogið var tvisvar í viku á milli áfangastaðanna á þessu tímabili. Um 80% af farmiðasölunni fór fram hjá tveimur ferðaskrifstofum á Akureyri, sem bendir til þess að ekki hafi verið um öflugt markaðsstarf að ræða annars staðar, að sögn Magnúsar Þórs. Grænlandsflug er hætt beina fluginu en Magnús Þór sagði áhuga fyrir því að ræða við önnur félög um að koma í staðinn. Þær þreifingar væru þó aðeins á frumstigi og fullmikil bjartsýni að ætla að framhald verði fljótlega, enda væru erfiðir mánuðir fram undan. 80% miða seld á Akureyri 6.640 í beina fluginu ♦ ♦ ♦   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.