Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 33
STJÓRN Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga, SASS hefur harðlega átalið að ekki skuli staðið við gefin loforð og tryggðir fjármunir á fjár- lögum til viðbyggingar við Heilbrigð- isstofnunina á Selfossi, en hún á m.a. að hýsa starfsemi sem nú fer fram á Ljósheimum á Selfossi. „Það vekur undrun að ráðamenn skuli áfram bjóða sjúklingum og starfsfólki þá aðstöðu sem er á Ljósheimum, en þar hefur starfsemin verið rekin á und- anþágu Heilbrigðiseftirlits Suður- lands undanfarin þrjú ár,“ segir í ályktun sem samþykkt var á fundi SASS í vikunni og afhent þingmönn- um Suðurkjördæmis. Hefur tekið eilífðartíma að koma verkefninu af stað Þorvarður Hjaltason, fram- kvæmdastjóri samtakanna, sagði mál ekki hafa gengið eftir í samræmi við fullyrðingar og loforð ráðamanna. Því hefði staðfastlega verið lýst yfir að framkvæmdir við viðbygginguna ættu að hefjast á þessu ári, en ljóst væri að svo yrði ekki. Hann sagði að um 130 til 40 milljónir væru eyrna- merktar verkefninu á fjárlögum næsta árs og að áætlanir gengu nú út á að framkvæmdum lyki árið 2008. „Menn eru alls ekki sáttir við það,“ sagði Þorvarður. „Það er vitanlega skárra en ekkert að einhverjir fjár- munir eru ætlaðir til verksins á fjár- lögum, en það hefur tekið eilífðar- tíma að koma þessu verkefni af stað og í raun er þetta alveg ófært. Und- irbúningur hefur staðið yfir í mörg ár, en nú þegar að framkvæmdum kemur gerast hlutirnir í þessum hægagangi. Menn eru orðnir hund- leiðir á þessu.“ Áætlanir gerðu ráð fyrir að bygg- ingin yrði tilbúin á árinu 2005, en gert var ráð fyrir að byggingin yrði boðin út í mars fyrr á þessu ári og að framkvæmdir hæfust nú síðastliðið sumar. Þorvarður sagði að nú kæmi í ljós að fjárveiting til verksins á næsta ári væri mjög lítil og ljóst að ekki yrði mikið gert fyrir þá upphæð. Heild- arkostnaður við bygginguna er áætl- aður liðlega einn milljarður króna. Talað um skóflustungur fyrir kosningar Byggingin sem um ræðir á að rísa vestan við núverandi hús Heilbrigð- isstofnunarinnar á Selfossi og er tveggja hæða auk kjallara. Nýbygg- ingin mun leysa af hólmi hjúkrunar- deild sem nú er í Ljósheimum og hefur undanfarin ár búið í óviðun- andi aðstöðu. Gert er ráð fyrir að í nýbyggingunni verði 26 hjúkrunar- pláss, en þar verður einnig ný og endurbætt aðstaða fyrir heilsu- gæslustöðina og í kjallara er ætlunin að koma fyrir aðstöðu fyrir endur- hæfingu. Starfsfólk mun einnig fá betri aðstöðu en það nú hefur. Þorvarður nefndi að starfsemin á Ljósheimum væri ekki bara rekin á á undanþágu heilbrigðiseftirlits, heldur einng brunaeftirlits og vinnu- eftirlits. Ástandið væri gersamlega óviðunandi, „og mjög sérkennilegt að ríkið sem setur bæði lög og reglu- gerðir um allt þetta eftirlit skuli láta sér það sæma að fara ekki eftir eigin reglum. Það er sagt að eftir höfð- inum dansi limirnir. Vonandi á það ekki við í þessum efnum.“ Þorvarður sagði að þingmönnum kjördæmisins hefði verið gerð grein fyrir stöðu mála og hann skildi þá þannig að þeir teldu nauðsynlegt að hraða málinu. „Ég trúi ekki öðru en þeir reyni að þrýsta á að svo verði,“ sagði hann. „Við höfum beðið mjög lengi og það hefur gengið á látlaus- um yfirlýsingum að nú muni eitt- hvað fara að gerast. Menn töldu nánast fullvíst að farið yrði af stað af krafti á þessu ári og fyrir kosningar voru menn farnir að tala um skóflu- stungur.“ Þorvarður sagði að skýring á því að ekkert hefði gerist í málinu væri einfaldlega sú að menn væru að draga lappirnar varðandi fjárveit- ingar. Hann sagði bráðnauðsynlegt að hið fyrsta yrði gerður samningur um framkvæmdir, þær hafnar og verkinu yrði lokið á tveimur árum. Ljúka þyrfti verkinu á tiltölulega skömmum tíma, að sögn Þorvarðar. Rökin fyrir því væru ástand þessara mála í héraði og eins hlyti það að þjóna hagsmunum ríkisins, því dýrt væri að teygja framkvæmdatímann svo lengi. Stjórn SASS átelur tafir á framkvæmdum við sjúkrahúsið Menn eru yfir sig þreyttir á biðinni Ljósheimar: Starfsemin hefur verið rekin á undanþágu heilbrigðiseftirlits undanfarin ár. Einnig hafa brunaeftirlit og vinnueftirlit veitt undanþágur. Heilbrigðisstofnunin á Selfossi: Miðað er við að uppbyggingunni verði lokið árið 2008 og á næsta ári eru 130–140 milljónir eyrnamerktar verkefninu. Heimamenn vilja að verkinu verði flýtt og því lokið á tveimur árum. ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 33 LANDIÐ Stykkishólmur | Framkvæmdir eru hafnar við nýja götu í Stykk- ishólmi. Gatan liggur á milli Lauf- ásvegar og Borgarbrautar, á svæði þar sem refagarðarnir voru hér áð- ur fyrr. Við þessa götu er búið að skipuleggja íbúðahús og verslunar- og þjónustubyggingar. Reiknað er með að þarna rísi fjögur einbýlis- hús, tvö raðhús og tvö verslunar- og þjónustuhús. Búið er að úthluta tveimur lóðum og munu bygginga- framkvæmdir hefjast þegar gatna- gerð verður lokið. Með tilkomu göt- unnar er verið að þétta byggðina, því hún er ekki langt frá miðjum bæ. Verktakafyrirtækið Berglín í Stykkishólmi sér um gatnagerðina og skólplagnir og á verkinu að ljúka 22. desember nk. Ekki er enn búið að gefa nýju götunni nafn. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Upphafið: Sveinn Björnsson byggingafulltrúi aðstoðar Baldur Heiðarsson verktaka við að taka hæðarpunkta við nýju götuna í Stykkishólmi. Framkvæmdir við nýja götu Sauðárkrókur | Þemavika var ný- lega haldin hjá Árskóla á Sauð- árkróki þar sem hefðbundið skóla- starf var brotið upp. Þemað að þessu sinni var: „Heilbrigð sál í hraustum líkama.“ Unnu hópar þá að margvíslegum viðfangsefnum og er það mat starfsmanna skólans og nemenda að mjög vel hafi til tekist að þessu sinni. Meðal annars fjallaði einn hóp- urinn um geðheilsu og tók saman kynningu á helstu geðsjúkdómum, líkön voru gerð af íþróttamann- virkjum í bænum og viðtöl tekin við afreksfólk. Í þemavikunni var einn- ig starfrækt útvarpsstöð. Á morgni síðasta dags vikunnar var farið í árlega friðargöngu Ár- skóla þar sem 600 krakkar gengu fylktu liði upp á Nafirnar og kveiktu þar á jólakrossi. Síðdegis var svo heilmikil dagskrá í íþrótta- húsinu þar sem m.a. var fjallað um Ólympíuleikana, sýndur grískur dans, sungið, leikið og flutt tónlist. Í báðum byggingum Árskóla var opið hús og afrakstur þemavik- unnar sýndur foreldrum og öðrum bæjarbúum. Ljósmynd/Sveinbjörn Ásgrímsson Gerðu sér glaðan dag: Í lok þemavikunnar fjölmenntu nemendur Árskóla í íþróttahúsið þar sem var dansað, sungið og leikið. Hlakka til næsta sumars: Líkan af íþróttavellinum á Sauðárkróki eins og hann verður tilbúinn fyrir næsta Landsmót UMFÍ. Vel heppnuð þemavika í ÁrskólaHveragerði | Einar Bollason, fyrrum körfuboltakappi, var heiðursgestur á sigurleik Hamars gegn KFÍ fyrir nokkru. Einar þáði boð nýstofnaðs stuðningsmann- klúbbs Hamars um að fylgjast með leiknum og setjast niður eftir leik með klúbbmeðlimum. Þar voru einnig leikmenn Hamars mættir til að spjalla við Einar og stuðningsmenn sína. Einar hélt tölu um viðgang körfuboltans og lýsti yfir ánægju með hversu vel hefði tekist til með stofnun stuðningsmannafélagsins. Það hefði t.d. tekið KR hátt í 5 ár að ná þeim fjölda í sinn stuðningsmannaklúbb sem þegar væru stofnfélagar hjá Hamri. Einnig lýsti Einar ánægju sinni með að tiltölulega ný lið kæmu upp í úr- valsdeild eins og Hamar og Þór Þorlákshöfn. Þessi nýju félög gefa aukna breidd í körfuboltalandslagið og gefa eldri félögum meiri samkeppni. Pétur Ingvarsson, þjálfari Hamars, skýrði frá gengi liðsins og hvað væri framundan og kvaðst ánægður með hversu mörg stig væru komin í hlut Hamars það sem af er tímabilinu. Bæði Einar og Pétur svöruðu svo fyrirspurnum klúbbmeðlima í lok fundarins. Garðar Árnason formaður klúbbsins var ánægður með komu Einars Bollasonar til Hveragerðis og kvað slíka heim- sókn vera hvalreka fyrir körfuknattleiksáhugafólk í Hveragerði. Fjöldi stuðn- ingsmanna vekur athygli Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Bakhjarlar: Auðunn Guðjónsson, í stjórn stuðnings- mannaliðsins, Lárus Friðfinnsson, formaður Körfu- knattleiksd. Hamars, Einar Bollason heiðursgestur, Svavar Pálsson og Faheem Nelson, leikmenn Hamars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.