Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur vísað frá dómi kröfum eldri borgara á hendur íslenska ríkinu þess efnis að fella úr gildi ákvörðun skattstjórans í Reykjavík um álagn- ingu tekjuskatts og útsvars stefn- anda vegna tekjuársins 2001. Einnig var þess krafist að dómurinn viður- kenndi að við álagningu tekjuskatts og útsvars á greiðslur stefnanda úr Lífeyrissjóðnum Framsýn tekjuárið 2001, bæri ríkinu að skattleggja þann hluta greiðslnanna sem fól í sér vexti, verðbætur og aðra ávöxtun innborgaðs iðgjalds með sömu skattprósentu og aðrar fjármagns- tekjur. Lögmaður stefnanda, Jónas Þór Guðmundsson hdl. segir að úrskurð- ur héraðsdóms verði kærður til Hæstaréttar. Dómurinn taldi að af málatilbún- aði stefnanda yrði ekki ráðið að hann teldi á sér brotið við álagningu tekju- skatts og útsvars að öðru leyti en tæki til vaxta, verðbóta og annarrar ávöxtunar innborgaðs iðgjalds í Líf- eyrissjóðinn Framsýn. Þrátt fyrir það væri gerð sú krafa að ákvörðun skattstjóra um álagn- ingu tekjuskatts yrði felld úr gildi í heild sinni. Taldist þessi kröfugerð of víðtæk og ekki í samræmi við málsástæður í málinu. Var henni því vísað frá. Varðandi síðari kröfulið stefnanda tilgreindi dómurinn að ekki væri að finna neina sundurliðun á því hve stór hluti greiðslnanna væri vegna innborgaðra lífeyrisgreiðslna eða hver væri hluti vaxta, verðbóta eða annarrar ávöxtunar. Í stefnunni væri ekki að finna ótvíræðar töluleg- ar forsendur fyrir kröfunni, þ.e. hvaða hluti teknanna stefnandi teldi vera fjármagnstekjur. Hins vegar vísaði stefnandi til útreiknings Bjarna Þórðarsonar trygginga- stærðfræðings en að beiðni stefn- anda var óskað eftir mati hans á því hvernig ellilífeyrisgreiðslur stefn- anda á árinu 2001 skiptust annars vegar í höfuðstól og hins vegar í verðbætur og vexti. Útreikningur byggður á gefn- um og óvissum forsendum Eins og segði í greinargerð stefnda ríkisins, væri útreikningur Bjarna byggður á ýmsum gefnum og óvissum forsendum og væri háður ýmsum fyrirvörum, enda hefði Framsýn ekki metið vexti og verð- bætur sérstaklega til fjár sem skil- greindan hluta lífeyrisgreiðslna. Að mati dómsins var talið að krafa stefnanda samkvæmt þessum kröfu- lið væri ekki nægilega skýr til þess að dómur yrði lagður á hana. Hefðu þeir hagsmunir sem stefnandi krefð- ist dóms um ekki verið skilgreindir. Fæli krafan því ekki í sér áþreifan- legt eða raunhæft sakarefni sem unnt væri að dæma um heldur frem- ur ímyndað álitaefni. En þar sem kröfur stefnanda væru svo samtvinnaðar bæri, með því að fyrri kröfulið stefnanda væri vísað frá dómi, þegar af þeirri ástæðu að vísa hinum síðari frá dómi. Kristjana Jónsdóttir héraðsdóm- ari kvað upp úrskurðinn. Til varnar stefnda var Einar Karl Hallvarðsson hrl. Kröfur eldri borgara á hendur skattstjóranum taldar of víðtækar og óskýrar Úrskurðurinn verður kærður til Hæstaréttar RÁNIÐ í söluturninum Vídeó-spólunni við Holtsgötu á mið- vikudagskvöld hefur verið upp- lýst hjá lögreglunni eftir handtöku tveggja manna. Sá fyrri, sem er tvítugur, náðist samdægurs en sá seinni, sem er 14 ára, var handtekinn í fyrrakvöld. Báðir hafa viður- kennt ránið, sem endaði með því að þeir handleggsbrutu af- greiðslumann áður en þeir fóru tómhentir í burtu. Annar ræningi ófundinn Í fyrrakvöld um klukkan 23:30 var framið annað rán í verslun við Arnarbakka í Breiðholti, þar sem maður ógn- aði starfsmanni með hnífi og tókst að stela lítilræði af pen- ingum. Hann hvarf út í nóttina og er ófundinn. Ránið í Vídeó- spólunni upplýst JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Atli Árnason, stjórnarformaður Lækna- vaktarinnar, hafa undirritað nýjan fjögurra ára samning um þjónustu fyrirtækisins. Í samningnum felst að Læknavaktin tekur að sér rekst- ur vaktþjónustu heimilislækna utan dagvinnutíma allt árið um kring fyrir þjónustusvæði heilsugæslu- umdæma Reykjavíkur og heilsu- gæsluumdæmin í Kópavogi, Sel- tjarnarnesi, Garðabæ og Hafnarfirði. Í fréttatilkynningu heilbrigð- isráðuneytisins kemur fram að ár- leg útgjöld vegna samningsins séu um 260 milljónir króna og gert sé ráð fyrir að sértekjur nemi tæpum 50 milljónum króna þannig að ár- legt nettóframlag heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins sé um 210 milljónir króna. Kostnaðurinn miðast við 44.000 móttökur og 7.000 vitjanir á ári. Framlagið mið- ast við að Læknavaktin beri fulla fjárhagslega ábyrgð á rekstrinum og ríkissjóður beri ekki ábyrgð á öðru en því sem getið er um í samn- ingnum. Í tilkynningunni segir að almenn móttaka lækna felist m.a. í að veita skjólstæðingum viðtöl og skoða, greina og meðhöndla heilsufars- vanda, sinna tafarlaust bráða- tilvikum og vísa þeim sem þess þurfa á sjúkrahús eða á bráða- móttöku sjúkrahúss. Læknavaktin sinnir ráðgjöf í gegnum síma frá kl. 24.00 til kl. 08.00 vegna heilsu- gæslustöðva utan höfuðborg- arsvæðisins þar sem aðeins einn læknir er í héraði í neyðarnúm- erinu 112. „Á liðnum fimm árum hafa um 240 þúsund sjúklingar á öllum aldri heimsótt lækna á Læknavaktinni við Smáratorg og fengið úrlausn mála sinna. Læknar stöðvarinnar hafa á síðastliðnum fimm árum farið í um 40 þúsund vitjanir til sjúklinga í heimahús fyr- ir utan umfangsmikla faglega síma- ráðgjöf Læknavaktarinnar sem hjúkrunarfræðingar hafa nær ein- göngu sinnt.“ Nýr samningur við Læknavaktina Morgunblaðið/Jim Smart Jón Kristjánsson og Atli Árnason, stjórnarformaður Læknavaktarinnar, handsala samninginn. SIGURBJÖRN Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að læknar hafi almennar siðareglur og sérsniðnar siðareglur varðandi sam- skipti sín við lyfjafyrirtæki og að Læknafélag Íslands fylgist vel með því að þessar reglur séu í heiðri hafð- ar. Hann telur ummæli Hjálmars Árnasonar, þingmanns Framsóknar- flokksins, í raun öfugmæli því það hljóti að vera keppikefli lækna að draga úr lyfjakostnaði til að auka möguleika sína á stærri bita af heil- brigðisþjónustukökunni. Hjálmar Árnason gagnrýndi í ræðu sinni á Alþingi að til væru læknar sem efndu til útgjalda í lyfja- málum og sagði að lyfjafyrirtæki settu háar upphæðir í kynningu á nýjum lyfjum fyrir læknum og enn- fremur að læknar þæðu dýrar veislur og utanlandsferðir á kostnað lyfja- fyrirtækja. „Ég tel að þetta fyrir- komulag sé sið- ferðilega rangt,“ sagði Hjálmar. Sigurbjörn segir hins vegar að læknar hafi ákveðnar reglur í þessu sambandi og að fylgst sé vel með því að þessar reglur séu virtar. „Þá vísa ég til siða- reglna Félags íslenskra heimilis- lækna frá 1987, siðareglur sam- þykktar af stjórn Læknafélags Íslands fyrir um áratug og gildandi samning við Samtök verslunarinnar um sama efni. Stjórn Læknafélags Íslands fylgist með því að þessar reglur séu í heiðri hafðar, læknar fylgjast með læknum og lyfjafyrir- tækin hvert með öðru. Þannig er mikið aðhald. Sé læknum boðin fræðsla innanlands eða utan, sem ekki tengist auglýsingum fyrir tiltek- in lyf, er erfitt að mæla gegn því af málefnalegum ástæðum,“ segir Sig- urbjörn. Veldur trúnaðarbresti með framsetningu sinni Hann segir ummæli Hjálmars vera öfugmæli að því leyti að það ætti að vera læknum keppikefli að halda lyfjakostnaðinum niðri, þannig að möguleikar þeirra ykjust til að ná sér í stærri bita af heilbrigðisþjónustu- kökunni. „Ég held að val lækna á lyfjum miðist fyrst og fremst við hagsmuni skjólstæðinga þeirra, en ekki hvort í boði sé dýrlegur fagnaður á vegum lyfjafyrirtækja. Með framsetningu sinni er Hjálmar að valda trúnaðar- bresti milli almennings og lækna og á milli sín sem vörslumanns almanna- hagsmuna og lækna. Annars held ég að ummæli af þessu tagi verði einnig að skoða í ljósi viðfangsefna dagsins og umræðunn- ar um ríkisfjármálin. Það er rauna- legt að hlusta á hvernig bakland heil- brigðisráðherrans virðist hafa gefist upp á að fjármagna þá heilbrigðis- þjónustu sem hann á að sjá þjóðinni fyrir og drepur málum á dreif með því að láta skammirnar dynja á heil- brigðisstéttum og yfirstjórn Land- spítala – háskólasjúkrahúss. Annars er þetta ekki í fyrsta skipti sem þessi þingmaður fer meiðandi og ómál- efnalegum ummælum um lækna í skjóli þinghelginnar og maður getur kannski ekki búist við öðru úr þeim ranni,“ segir Sigurbjörn. Formaður Læknafélags Íslands vegna ummæla Hjálmars Árnasonar Keppikefli lækna að halda lyfjakostnaðinum niðri Sigurbjörn Sveinsson UMSÓKNARFRESTUR um tvö embætti héraðsdómara rann út 1. desember sl. Annars vegar er um að ræða embætti héraðsdómara, sem eiga mun fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur, en hins vegar embætti héraðsdómara, sem fyrst um sinn mun ekki eiga fast sæti við tiltekinn héraðsdómstól. Fyrsta starfsstöð síðarnefnda dómarans verður Hér- aðsdómur Reykjavíkur en auk starfa þar verða honum einnig falin verk- efni meðal annars við Héraðsdóm Suðurlands og Héraðsdóm Vestur- lands. Skipað verður í embættin frá og með 1. febrúar 2004. Umsækjendur eru: Arnfríður Ein- arsdóttir, skrifstofustjóri við Hér- aðsdóm Reykjavíkur, Ásgeir Magn- ússon hæstaréttarlögmaður, Brynjólfur Kjartansson hæstarétt- arlögmaður, Friðjón Örn Friðjóns- son hæstaréttarlögmaður, Indriði Þorkelsson héraðsdómslögmaður, Sigrún Guðmundsdóttir hæstarétt- arlögmaður, Símon Sigvaldason, skrifstofustjóri Hæstaréttar Ís- lands, og Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Átta umsækj- endur um embætti hér- aðsdómara FRAM kemur í nýrri könnun á vegum Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands að mikill meirihluti svarenda, eða rúm sjötíu prósent, telur að banna eigi kaup á kynlífsþjónustu. Marktækur munur er milli kynja. 79% kvenna eru sam- mála því að banna eigi kynlífs- kaup en um 60% karla. Könnuninni, sem unnin var í samstarfi við Gallup, var ætlað að mæla breytingar á viðhorf- um almennings til kynjajafn- réttis og er hún sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Einnig taldi drjúgur meiri- hluti svarenda, eða 65%, að vændi væri ekki frjálst val þeirra sem það stunda og enn var marktækur munur á við- horfum kynjanna. 74% kvenna og 53% karla voru þessarar skoðunar. Um 80% svarenda voru ósammála því að það eigi að vera löglegt að stunda vændi sér til framfærslu og tæp 60% vildu bann við einkadansi. Meirihluti vill banna vændiskaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.