Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 13 Ótrúleg reynslusaga „Gleymið að þið áttuð dóttur,“ skrifaði Sandra Gregory heim til foreldra sinna í Bretlandi þegar hún átti yfir höfði sér dauða- dóm í Tælandi. Hún hafði átt tveggja ára draumalíf í hinu framandi landi þegar veikindi, atvinnuleysi og óvænt stjórnarbylting knúðu á um heimferð. Þegar féð var uppurið vildi hún ekki biðja aðra um farareyri en þá fékk hún tilboð – að flytja heróín úr landi. Eins og lauf í vindi þáði hún boðið. Þessi einu mistök leiddu til dauðadóms sem breytt var í 25 ára fangelsi í hinu hrollvekjandi Lard Yao – „Hilton Bangkok“. Þar var hún á fimmta ár en var þá afhent breska refsivaldinu og vistuð meðal harðsvíruðustu morðingja Bretlands. En foreldrarnir neituðu að gleyma að hafa átt dóttur. Barátta þeirra og fjölmiðlaumfjöllun leiddu til þess að Sandra gengur nú laus. Sími 554 7700 Penninn/Eymundsson 12. - 18. nóvember9. sætiMbl. Almennt efni 3. desember1. sæti Sandra Gregory er komin til landsins og mun árita bók sína í dag kl. 14:00 í Hagkaup, Kringlunni. Einnig mun Óttar Sveinsson árita bók sína, Útkall - Árás á Goðafoss. Sandra og Óttar árita! VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgar- stjórn, segir að enn sígi á ógæfu- hliðina í fjármálum Reykjavíkur- borgar þrátt fyrir að skatttekjur borgarinnar hafi hækkað gríðar- lega mikið síðustu árin. Þá segir Vilhjálmur að lítið sé gert til að draga úr útgjöldum borgarinnar, þvert á móti hafi kostnaður við stjórn borgarinnar hækkað að raungildi um nærri 100% á milli ár- anna 1995 og 2003. Að sögn Vilhjálms hafa skatt- tekjur borgarinnar hækkað úr 18,5 milljörðum króna árið 1997 í 26,8 milljarða króna árið 2002, miðað við verðlag í árslok 2002. Skatt- tekjur hafi verið 173.000 krónur á íbúa árið 1997 en hafi verið 238.000 krónur á hvern íbúa árið 2002. „Ég nefni þetta af því að á ár- unum 1991 til 1993 lækkuðu skatt- tekjur á íbúa að raungildi um 15– 20% , auk mikils atvinnuleysis sem við settum mikla fjármuni í,“ Þá gagnrýnir Vilhjálmur það sem hann kallar „fjáraustur“ úr sjóðum Orkuveitunnar í borgarsjóð, þ.e.a.s. að borgarstjórn hafi varið 14 millj- örðum króna frá Orkuveitunni í borgarsjóð umfram þau verðmæti sem sjálfstæðismenn hafi tekið úr Orkuveitunni á jafnlöngum tíma. „Þrátt fyrir þessa miklu fjár- muni, þessar miklu auknu skatt- tekjur og fjáraustur úr sjóðum Orkuveitunnar til að fegra stöðu borgarsjóðs, þá hefur sigið á ógæfuhliðina í fjármálum borgar- innar. Það er alls staðar útgjalda- þensla og þrátt fyrir yfirlýsingar fyrir ári um að skuldir myndu lækka, þá eru skuldir borgarinnar á milli ár- anna 2002 og 2003 að hækka verulega. Þær hafa hækkað um 2 milljarða og því er spáð að þær muni hækka um 1,2 millj- arða milli áranna 2003 og 2004. Við sjálfstæðismenn höldum því fram að fjármálastjórnin sé ekki í lagi. Það er mikil útgjaldaaukning og það er ósköp lítið í raun gert til að sporna gegn þessari þenslu allri. Það er ekkert farið í uppstokkun á starfsemi borgarinnar og kannað hvar megi hugsanlega hagræða og spara að neinu ráði. Þetta er ekki í lagi og það má lítið út af bera til að ekki fari illa,“ segir Vilhjálmur. Aðspurður hvar megi gera betur í fjármálastjórn borgarinnar segir Vilhjálmur að t.d. megi nefna óþarfa stofnun borgarinnar sem heitir Aflvaki. „Þarna er eitt atriði sem má nefna. Við höfum verið þeirrar skoðunar að við höfum ekk- ert við slíka stofnun að gera sem kostar um 30 milljónir á ári að reka. Þessi stofnun er að vinna þvert á miðborgarráð, við erum með fram- kvæmdastjórn mið- borgar og skipulags- og byggingasvið og þetta rekst hvert á annars horn.“ Einnig segist Vil- hjálmur telja það óþarfa að halda úti fjölskyldu- og þróun- arsviði þegar borgin sé að reka miðlægar stofnanir til að þjóna fjölskyldumálum, hvort sem það er Fræðslumiðstöðin, fé- lagsþjónustan eða íþrótta- og tómstunda- ráð. „Þá þurfum við ekkert að vera með heilt svið inni í ráðhúsi sem kostar tugi milljóna til að stýra þessum stofnunum.“ Stjórnarkostnaður hefur hækkað um nærri 100% Vilhjálmur gagnrýnir einnig mikinn kostnað við stjórn borg- arinnar og segist hafa látið kanna mjög ítarlega hvernig kostnaður vegna stjórnar borgarinnar hafi þróast á undanförnum árum. „Þá kemur í ljós, þegar búið er að draga frá kostnað vegna innheimtu útsvars og fasteignaskatta, að kostnaðurinn við stjórn borgarinn- ar hefur hækkað um tæp 100% miðað við meðalverðlag ársins 2003, eða úr 326 milljónum króna árið 1995 í 631 milljón króna árið 2003. Þessi hækkun er ekki í neinu samræmi við hækkanir annarra rekstrarútgjalda borgarinnar, þannig að þetta segir sína sögu. Þá eru ekki komin öll kurl til grafar, því það er einnig búið að dreifa ýmsum kostnaði sem ætti að færa undir stjórn borgarinnar og færa hann eitthvað annað,“ segir Vil- hjálmur. Hann segir þessar tölur allar öruggar og yfirfarnar sem ekki sé hægt að hrekja. Jafnframt segir Vilhjálmur að þrátt fyrir fyrri yf- irlýsingar meirihlutans hafi skuldir borgarinnar aukist úr 15,6 millj- örðum í 21,2 milljarða, miðað við verðlag ársins 2003. „Skuldirnar á þessum tíma hafa hækkað um 6 milljarða. Það þarf í raun ekki að segja neitt meira, hlutirnir eru ein- faldlega ekki í lagi. Ég tel að ástæðan fyrir þessari þróun sé ómarkvissir stjórnarhættir hjá R- listanum, það er hringlandaháttur í stjórnsýslunni og það getur haft áhrif á það hvernig mál þróast. Fjármálastjórn þeirra er afar óvar- kár, óraunsæ og ekki tekist á við vandann,“ segir Vilhjálmur. Oddviti sjálfstæðismanna gagnrýnir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Sígur enn á ógæfuhliðina í fjármálum borgarinnar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson NÍU starfsmönnum ferðaskrif- stofunnar Terra Nova-Sól hef- ur verið sagt upp en Andri Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Heimsferða, keypti meirihluta í fyrirtækinu á mánudag. Andri segir 36 manns hafa starfað hjá fyrirtækinu fyrir uppsagnirnar, og því séu starfsmenn 27 í dag. Um ástæð- ur uppsagnanna segir hann að starfsfólkið hafi einfaldlega verið of margt vegna breytinga í rekstrinum. „Við munum nota sömu að- ferðir og við höfum notað hjá Heimsferðum þar sem við höf- um haft mjög háa framleiðni og sölu á hvern starfsmann. Það er grundvallaratriði til að svona rekstur geti verið arðbær,“ segir Andri. Hann segir ekki tímabært að ræða frekari upp- sagnir að svo stöddu og ætlar að nota næstu vikur til að koma sér inn í reksturinn og sjá til. „Þar er mikið af góðum við- skiptavinum og mikið af góðu starfsfólki og við teljum að það sé ákaflega spennandi tækifæri að takast á við.“ Andri segir það á hreinu að fyrirtækin verði ekki sameinuð. Reksturinn sé ólíkur, og verið að vinna á mismunandi for- sendum. Fyrirtækin selji mis- munandi vörur og sinni mis- munandi markhópum. Bókunarkerfi og ýmis önnur ferli verða samþætt, auk þess sem sparnaður muni fylgja sameiginlegum innkaupum. Níu sagt upp hjá Terra Nova-Sól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.