Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 61
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 61 ✝ Geirrún Þor-steinsdóttir fæddist á Aðalbóli í Hrafnkelsdal 15. apr- íl 1912. Hún lést 2. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Þorsteinn Jónsson og Soffía Pétursdóttir. Systk- ini Geirrúnar eru Margrét, María, Ingi- björg, Ragnheiður, Elísabet, Guðbjörg, Sigríður og Pétur, sem lifir systur sínar. Geirrún giftist Magnúsi Halldórssyni, f. 11. sept- ember 1912, d. í maí 1998. Börn þeirra eru Magnús, maki Helga Guð- mundsdóttir, Þor- steinn, f. 21. mars 1937, d. 11. janúar 1994, Soffía, maki Þorleifur Dagbjarts- son, Árbjörn, maki Hansína Halldórs- dóttir, Anna Sigríð- ur, maki Stefán Ósk- arsson og Bryndís, maki Hallgrímur Jónsson. Útför Geirrúnar verður gerð frá Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það aldin út er sprungið og ilmar sólu mót, sem fyrr var fagurt sungið af fríðri Jesse rót. Og blómstrið það á þrótt að veita vor og yndi um vetrar miðja nótt. Þú ljúfa liljurósin, sem lífgar helið kalt og kveikir kærleiksljósin og krýnir lífið allt. Ó, Guð og maður, greið oss veg frá öllu illu svo yfirvinnum deyð. (Þýð. Matthías Jochumsson.) Elskuleg amma mín, nú ertu farin heim. Nú veit ég að þér líður vel með þínum. Aldrei hef ég kynnst jákvæðari og hjartahlýrri manneskju en þér, amma mín. Mikið væri heimurinn góður ef allir væru eins og þú. Allar góðu minningarnar um sumrin hjá ykkur afa eru mér ógleymanlegar. Ég get talið ótalmargt upp hér, en þetta á bara að vera smákveðja. Í nótt sendi ég tvo engla til að vaka yfir þér á meðan þú svafst. En þeir komu aftur strax og ég spurði af hverju? Hann sagði við englar vökum ekki yfir öðrum englum … (Höf. ók.) Guð gefi þér góða heimkomu, elsku amma mín. Þitt barnabarn Elín. GEIRRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR „Taktu það með kristilegri ró.“ Það voru síðustu orð Eyjólfs við mig. Við höfðum rætt ættir okkar og dular- gáfur í þeim. En Eyjólfur mun hafa fundið eitthvað á sér og þrítók þessi orð. Og það brást ekki, ég lenti í að- stæðum þar sem ég reiddist og tók það ekki með kristilegri ró. Um margt lýsir þetta þó Eyjólfi vel. Hann fann til með öðrum og brást við með ráðum að skynsemi. Það var honum eiginlegt að fara fram með velvild, en með annars einstöku and- legu sjálfstæði og ró. Festa, með vel- vild, án þess að sýna skapbrigði sín, var styrkur hans. Eyjólfi kynntist ég fyrst sem barn, fyrstu minningarnar eru að fá að fara með upp á Seltjörn til að sækja ís fyr- ir frystihúsið. Ísinn var hogginn í blokkir og settur á vörubíla, ekið það- an í klefa í frystihúsinu í Innri Njarð- vík. Æ síðan var Eyjólfur hluti af til- verunni í Innri Njarðvík. Eyjólfur varð snemma vélamaður, fyrst við snjómokstur á jarðýtu í Eyjafirði, en síðar hjá Íslenskum aðalverktökum víða um land, bæði á vélum og við sprengingar. Þegar hann sagði frá ýmsum atvikum sem komu upp var eins og hann væri að lýsa því sem gerðist í gær. Þeir voru tilgreindir mennirnir sem komu við sögu og hvaðan þeir voru, hverjar aðstæður hefðu verið og hvernig hlutirnir gerð- EYJÓLFUR KRIST- INN SNÆLAUGSSON ✝ Eyjólfur KristinnSnælaugsson fæddist á Árbakka á Litla-Árskógssandi 2. nóvember 1924. Hann lést á St. Jós- efsspítala 30. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Njarðvíkurkirkju 5. desember. ust. Allt í lifandi frá- sögn, oft með skýring- um á tækjabúnaði, aksturslagi manna, hvað þeir hefðu ætlað og var allt eins og verið væri að lýsa atburðum í beinu áhorfi, eins við heyrum íþróttafrétta- menn gera. Það var sérstakt við þessar frá- sagnir, að þær voru lýs- andi en meinbægnilaus- ar, Eyjólfur lét alla halda sinni virðingu. Það var allt annað en nú tíðkast æ meir, að það halli á fólk. Eyjólfur og kona hans, Guðrún Jónasdóttir, hófu búskap í Innri Njarðvík, fyrst í Narfakoti og alltaf síðan á Kirkjubraut 16. Þar ólust börn þeirra upp og voru alltaf hálft í hvoru heima við hjá þeim Eyjólfi og Guðrúnu, þótt þau stofnuðu sín eigin heimili. Einhvern veginn greini ég ekkert á milli eldri tíma og til þess að mín eigin börn urðu heimagangar hjá þeim Eyjólfi og Guðrúnu. Þetta varð samfelld minning eins og gerist um manns nánustu. Vinátta þróaðist áfram með börnum þeirra og barna- börnum, þannig eru Eyjólfur og Guð- rún fastir punktar í lífsminningunni. Þegar ég kveð Eyjólf þakka ég fyrir mig og mína og veit einhvern veginn að hans bíður góð tilvera. Þorsteinn Hákonarson. Það er þannig með sumt fólk, sem maður kynnist á lífsleiðinni, að það skipar frá upphafi sérstakan sess í lífi manns. Þegar ég hitti Eyjólf í fyrsta sinn fyrir rúmum 30 árum fann ég strax að hann yrði einn af þessu fólki. Við Jónas, næstelsti sonur hans, vorum þá að byrja að vera saman og vorum tíðir gestir á heimili Eyjólfs og Gunnu Jónasar, sem tóku mér opn- um örmum og reyndust mér einstak- lega hlý og góð upp frá því. Það var oft líf og fjör á Kirkjubraut 16 í þá tíð. Villi og Ævar, kraftmiklir unglingsstrákar og heimasætan Þór- ey, 7 ára stelpuskott, bjuggu ásamt foreldrum sínum í þessari litlu íbúð. Ævinlega fannst mér furðu sæta, að alltaf var hver hlutur á sínum stað. Áreiðanlega var það fyrst og fremst sérstakri snyrtimennsku þeirra hjóna að þakka því trúlega hafa ungu mennirnir ekki alltaf hengt fötin sín snyrtilega á herðatré á hverjum degi, frekar en aðrir strákar á þeirra aldri. Það ríkti sjaldnast nein lognmolla á Kirkjubrautinni enda varla við því að búast. Gunna mín var ekki þekkt fyrir að henni lægi lágt rómur. Var til þess tekið að hún gat kallað strákana sína heim í mat af hlaðinu á Kirkju- brautinni þótt þeir væru að sinna, vafalaust brýnum erindum, út í Seylu eða annars staðar, sem hefði talist úr kallfæri flestra. Það var alltaf veru- lega hressandi að heimsækja þau hjón. Það var sama hvað á gekk, hvort sem var í gleði eða sorgum. Alltaf hélt Eyjólfur ró sinni og æðruleysi. Alltaf var hann til taks ef eitthvað bjátaði á. Alltaf var hann tilbúinn til að hughreysta, spjalla, þerra tár, að- stoða lítil afabörn, setja plástur á hruflaða putta, sefa og róa. Þótt við Jónas skildum, fyrir nokkrum árum, breyttust samskipti okkar Eyjólfs ekki. Hann tók mér áfram jafn opnum örmum þegar ég kom í heimsókn og sýndi mér sömu hlýjuna og elskulegheitin og fyrr. Það var mér mikils virði. Einstakur ljúflingur er horfinn inn í eilífðina. Hann gengur nú með Gunnu sinni um grænar grundir Drottins. Blessuð sé minning hans. Trúarinnar traust og styrkur tendrar von í döpru hjarta. Eilífðin er ekki myrkur, eilífðin er ljósið bjarta. (Helgi Sæmundsson.) Björg Baldursdóttir. ✝ Jórunn Stefáns-dóttir fæddist í Hraungerði í Grindavík 29. nóv- ember 1936. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 30. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinsína Rut Sigurðardóttir, f. 29.3. 1904, d. 20.5. 1977, og Stefán Júl- íus Jónsson, f. 1.7. 1887, d. 3.11. 1953. Systkini Jórunnar voru Gísli Líndal, f. 13.12. 1927, d. 9.3. 1993, Þór- anna, f. 1.2. 1929, d. 15.7. 1999, Þorvaldur, f. 6.7. 1930, d. 8.9. 1980, Bjarni Guðmann, f. 16.2. 1933, d. 5.7. 1980, og Hulda, f. 16.10. 1944. Hálfbróðir Jórunnar, sammæðra, er Óli Svend Styff, f. 11.9. 1946, og hálfsystkini Jór- unnar, samfeðra, voru Björgvin Sigurður, f. 26.1. 1915, d. 23.9. 1967, og Kristín, f. 13.7. 1916, d. 16.5. 2001. Hinn 31. desember 1959 giftist Jórunn eftirlifandi eiginmanni sínum Ólafi Jóhannessyni, f. 18.1. 1931. Synir þeirra eru: 1)Arnar, f. 11.6. 1961, kona hans er Bjarný Sigmarsdótt- ir, f. 12.8. 1967, og er sonur þeirra Kjartan Orri, f. 26.2. 1996. Eldri sonur Arnars er Arnar Þór, f. 10.3. 1983. 2) Ómar, f. 3.10. 1970. Fyrir átti Jórunn Jón Ægi Pétursson, f. 26.12. 1954, kona hans er Björg Helga Atladóttir, f. 11.8. 1956. Börn Jóns Ægis og Bjargar eru Atli Sveinn, f. 17.1. 1978, Ólafur Örn, f. 29.10. 1981, Ægir Már, f. 3.1. 1988, og Lilja Rut, f. 7.1. 1991. Jórunn vann ýmis störf, m.a. í verslun, í póstburði og í fisk- vinnslu. Ólafur og Jórunn hófu búskap í Reykjavík en fluttu til Grindavíkur 1967. Fljótlega eftir komuna til Grindavíkur byggðu þau sér hús að Borgarhrauni 19 og hafa búið þar síðan. Útför Jórunnar verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku amma. Mér datt ekki í hug þegar ég keyrði þig til læknis í haust að þú myndir greinast með þennan illvíga sjúkdóm. Það eru liðnir rétt tveir mánuðir síðan. Þú ætlaðir ekki að láta þetta buga þig og ætlaðir þér að sigrast á þessum sjúkdómi. Því miður varðstu undir í baráttunni. Ég man alltaf eftir því að í öllum sum- arfríum og jólafríum þegar ég kom í heimsókn til pabba, þá var ég alltaf mikið hjá þér og afa. Það var alltaf gaman að koma til ykkar. Þegar ég var yngri kom ég oft og horfði á skrípó og lék mér með dótið sem var til hjá ykkur. Þegar ég varð eldri kom ég bara til að spjalla um daginn og veginn. Alltaf tími til að hlusta á mann og til að taka eitthvað til með kaffinu. Það verður skrýtið að fara suður um jólin og hitta þig ekki. Ég vil þakka þér fyrir allar stund- irnar með þér og vildi að ég hefði getað kvatt þig áður en þú fórst. Þinn Arnar Þór. Elsku amma. Ég sakna þín svo mikið. Það eru bara tveir mánuðir síðan þú greindist með krabbamein. Þegar þú fórst á spítalann reyndi ég að vera duglegur að heimsækja þig. Þú varst góð amma, leyfðir mér stundum að gista hjá ykkur afa. Þú bakaðir líka svo góðar kökur og eld- aðir góðan mat. Þegar ég heimsótti ykkur afa bauð ég sjálfum mér oftar en ekki í mat hjá ykkur og það var alltaf svo sjálfsagt. Í sumar þegar ég fór með mömmu og pabba til Maj- orka passaðir þú hann Bósa páfa- gauk fyrir mig. Þér fannst Bósi svo skemmtilegur, þú varst oft að tala við hann og þið afi voruð líka búin að kenna honum ýmislegt þegar ég kom heim úr sumarfríinu. Núna veit ég að þú ert uppi í himninum hjá Guði. Kjartan Orri. Árið 1971 byrjuðum við hjónin að byggja húsið okkar að Borgarhrauni 20 í Grindavík. Um sama leyti voru hjónin Ólafur Jóhannsson og Jórunn Stefánsdóttir, eða Óli og Jóa eins og þau voru betur þekkt, að reisa húsið sitt beint á móti eða Borgarhraun 19. Strax myndaðist með okkur vinátta sem leiddi til þess að Jóa fór að vinna fyrir okkur og var hún fyrsti starfs- maðurinn sem ég réð í vinnu og voru það nokkur tímamót í mínu lífi að vera allt í einu orðinn atvinnurek- andi og vera farinn að bera ábyrgð á öðru fólki. Jóa var stórvaxin og skapföst og lá ekki á skoðunum sínum á því sem ég aðhafðist og stundum gat það sviðið en alltaf var hún sanngjörn. Og ef eitthvað bjátaði á þá var þessi stóra kona líka með stórt hjarta. Frá því að Jóa byrjaði að vinna fyrir mig hefur sennilega eitthvað á fjóra tug kvenna unnið fyrir okkur en hún á metið því hún var hjá okkur á áttunda ár og veit ég ekki hvort það segir meira um hana eða mig en fyrir þennan tíma vil ég þakka. Einn- ig vil ég þakka fyrir hann Halla minn sem átti vísan stað við eldhúsborðið hjá henni Jóu sinni. Óli, Jón, Arnar, Ómar og fjöl- skyldur, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Bangsi á móti, Björn Haraldsson. JÓRUNN STEFÁNSDÓTTIR Vinur minn Sigurjón hefur kvatt þetta jarðlíf eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Ég minnist Sigurjóns frá því við sátum saman í barnaskóla hér í Bolungarvík. Hann átti þá heima á Uppsölum í Seyðisfirði en dvaldi hér á meðan á skóla stóð. Okk- ur kom strax vel saman og var svo æ síðan. Við áttum eftir að eiga samleið við leik og störf um langa ævi. Sig- urjón fluttist hingað ásamt fjölskyldu sinni árið 1948 og átti fjölskyldan heima í Vigurbúð, en það hús hafði áður gegnt hlutverki verbúðar eins og flest húsin sem stóðu fyrir neðan Hafnargötu. Líkt og aðrir drengir byrjaði Sigurjón snemma að vinna til að geta létt undir með sinni stóru fjölskyldu. Það var um vorið 1949 sem Sigurjón réðst á m/b Richard frá Ísafirði en það skip var þá að fara til saltfiskveiða við Grænland. Sigurjón starfaði sem sjómaður í nokkur ár á ýmsum bátum hér. Síðan vann hann við múrverk allt þar til hann varð að hætta störfum vegna veikinda. Sig- urjón var sérlega duglegur og hand- fljótur við vinnu. Á Sjómannadaginn 1956 keppti hann í beitningu en beitt- ar voru tvær lóðir, 100 krókar hvor lóð eða samtals 200 krókar. Sigurjón beitti lóðirnar tvær á tímanum 8 mín. 34,7 sek. og ári síðar beitti hann 200 krókana á 8 mín. 17,4 sek og mun það hafa verið Íslandsmet. En til þess að halda beitningartímanum þurftu þessar tvær lóðir, 100 krókar hvor, að vera greiðar þegar þær voru lagð- ar. Sigurjón var félagslyndur og tók virkan þátt í öllu félagsstarfi hér, svo sem í Verkalýðs- og Sjómannafélag- inu, Slysavarnadeildinni Hjálp, Ung- SIGURJÓN SVEINBJÖRNSSON ✝ Sigurjón Svein-björnsson fædd- ist á Uppsölum á Seyðisfirði 28. sept- ember 1931. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 17. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ísafjarðarkirkju 22. nóvember. mennafélagi Bolungar- víkur, Lions- klúbbnum, og þeim karlakórum er hér störfuðu og hin síðari ár í karlakórnum Erni frá stofnun hans. Þá var hann ritari Sjómanna- dags Bolungarvíkur um fimmtíu ár og eru hon- um færðar sérstakar þakkir fyrir þau störf. Sigurjón fylgdist vel með öllum íþróttum enda vel liðtækur í þeim á sínum yngri ár- um. Skákin var þó alltaf í mestum metum hjá honum og hafa synir hans erft þann áhuga. Sigurjón hafði ánægju af að fara á dansleiki, enda góður dansherra. Við hjónin vorum trogfélagar þeirra hjóna, Kristínar og Sigurjóns, á þorrablót- um í fimmtíu ár og er því margra góðra stunda að minnast. Að leiðar- lokum vil ég þakka samfylgdina. Far þú í friði. Ég vil færa Kristínu og fjöl- skyldu innilegustu samúðarkveðjur okkar hjóna. Geir Guðmundsson. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.