Morgunblaðið - 06.12.2003, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 06.12.2003, Qupperneq 63
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 63 ✝ Jón Eiríkssonfæddist í Steins- holti 7. maí 1913. Hann lést á Ljós- heimum á Selfossi 2. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Eiríkur Loftsson, f. 1884, d. 1968, og Sigþrúður Sveinsdóttir, f. 1885, d. 1977. Systk- ini Jóns eru Sveinn, f. 1914, d. 1998; Sig- ríður, f. 1917, d. 1977, sonur hennar er Þórir en hann ólst upp með móður sinni og frændfólki í Steinsholti; Guð- björg, f. 1919; Loftur, f. 1921, kvæntur Jóhönnu Björgu Sig- urðardóttur en hún lést 1997. Börn þeirra eru sex. Margrét, f. 1925, gift Jóni Ólafssyni í Eystra- Geldingaholti og eru börn þeirra fimm. Öll hafa systkinin alið allan sinn aldur í Steins- holti nema Mar- grét. Jón stundaði nám í barnaskóla sveit- arinnar, Ásaskóla, og 1936-1937 við bændaskólann á Hólum í Hjaltadal. Auk búskapar í Steinsholti tók Jón virkan þátt í félags- og menn- ingarlífi sveitar sinnar. Útför Jóns fer fram frá Skál- holtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður á Stóra-Núpi. Það er fróðlegt að velta því fyr- ir sér hvað það er sem mótar ein- staklinginn og gerir hann að þeirri persónu sem hann er. Stór hluti af þessari mótun er það um- hverfi og það atlæti sem maður fær í uppvextinum. Mestu áhrifa- valdar í þessari mótun okkar systranna, strax á eftir foreldrum okkar, var föðurfólkið. Einn úr þessum hópi frændfólks okkar var Jón (Nonni) sem við kveðjum í dag. Nábýlið við föðurfólkið réð því að samgangur var daglegur öll okkar uppvaxtarár. Við vorum ekki gamlar þegar við fórum að skoppast yfir hlaðið í heimsókn til þeirra og önnur átti það til að dvelja þar svo dögum skipti. Þeg- ar tognaði úr okkur tókum við þátt í störfum búsins og lærðum af verkum þeirra fullorðnu. Nonni var mikill náttúruunn- andi og hafði unun af því að ferðast. Hann hafði líka gott lag á því að ferðast í huganum bæði á staði sem hann hafði heimsótt en líka á þá staði sem hann hafði ekki séð. Hann gat verið vel kunnugur á landsvæðum sem hann hafði ein- ungis lesið um og heyrt sögur frá en aldrei heimsótt. Virðing Nonna fyrir náttúrunni, landinu og sögu þess smitaðist til annarra og það var gaman að segja honum frá eigin ferðalögum. Hann fylgdist vel með ferðum fólksins síns og sóttist eftir að heyra sögur þess þegar það kom til baka. Þá breytti engu hvort við höfðum dvalið í út- löndum, ekið út á land eða riðið til fjalls. Þó leyndi sér ekki að frá- sagnir af landslagi og náttúru Ís- lands höfðuðu sterkast til hans. Nonni vildi alltaf fræða okkur ef við sýndum því áhuga. Hann mundi ótrúlegustu hluti og kunni vel að segja frá þeim. Kötlugosinu 1918, spænsku veikinni sem lagð- ist á hann og alla fjölskylduna, Grænlandsferðinni, fjallferðum og svo ótalmörgu fleiru af stórum og litlum atburðum kunni hann að segja frá af mikilli nákvæmni. Minnið brást honum aldrei og þótt að líkami hans væri að þrotum kominn þá fengu ættingjarnir að heyra hann segja frá atburðum, fara með kvæði og syngja fram á síðasta dag. Andlát Nonna bar ekki brátt að. Um þrjú ár eru síðan hann fór að kenna sér meins og síðan þá hefur hann verið mikið til rúmliggjandi. Hann fékk þó tækifæri til að búa áfram heima allt þar til í ágúst síðastliðnum og ber að þakka það Böggu systur hans, sem annaðist bróður sinn af miklum dugnaði. Það hefur alltaf verið notalegt að koma á heimili systkinanna. Það er eins og stress og amstur dags- ins vindist ofan af manni, því þar hefur alltaf verið tími til að spjalla og njóta þess að vera til. Áfram munum við sækja þangað vitandi það að okkur verður vel fagnað með kaffiilmi, bakkelsi og upp- byggilegu spjalli. Lilja og Sigþrúður Loftsdætur. Steinsholt í Gnúpverjahreppi skipar sérstakan sess í hjarta allra sem þangað hafa komið og dvalið um lengri eða skemmri tíma. Bærinn stendur fallega efst í brekkunni. Af hlaðinu er víðsýnt og ef gengið er upp á Hringinn blasir Hekla við í öllum sínum glæsileika, Hestfjallahnjúkurinn, Tindfjöll, Eyjafjallajökull og svo mætti lengi telja. En það er ekki þetta sem rekið hefur borgarbörn austur fyrir fjall á hverju vori eins örugglega og eðlið rak Steinsholtsféð inn undir Arnarfell forðum. Öllu held- ur hefur það verið löngun til sam- skipta við fólkið sem þar hefur bú- ið. Við bræðurnir nutum þeirra forréttinda að eiga þess kost sem börn og unglingar að dvelja um sumur í Steinsholti, bæði hjá Nonna, Svenna og Böggu og síðar hjá Lofti og Björgu í Austurbæn- um. Sigga, sú fimmta þeirra systkina sem bjó í Steinsholti, lést um það leyti sem þeir tveir eldri okkar hófum þar störf sem kúa- smalar undir styrkri handleiðslu Nonna. Í minningunni eru þessi sumur sveipuð ævintýraljóma eins og gjarnan verður þegar árin líða. Þar yfirgnæfir blístrið hans Svenna suðið í Farmalnum innan af Flesjum og yfirveguð rósemi Nonna í glímutökum við mann- ýgar beljur setur punktinn yfir i- ið. En það er þó daglegt samneyti við fólkið í Steinsholti sem er efst í minningunni. Þar höfum við bræðurnir alla tíð verið þiggjend- ur. Viskubrunnurinn virtist ótæm- andi. Þau systkin voru víðlesin og á heimavelli hvar sem niður var komið. Þeir bræðurnir voru miklir barnakallar, við okkur strákana töluðu þeir eins og fullorðið fólk, málin voru rædd og spurningum um heima og geima svarað af natni og gaumgæfni. Öllu þessu var svo skolað niður með mjólk úr fjósinu og Böggukleinum. Samskipti við slíkt fólk mótar börn og unglinga fyrir lífstíð. Þess höfum við bræðurnir notið í ríkum mæli. Blessuð sé minning Nonna og Svenna í Steinsholti. Jón Bragi, Óttar Már og Gísli Björn Bergmann. Mig langar í fáum orðum að minnast Jóns í Steinsholti eða Nonna eins og hann var kallaður. Hann var foringi í eftirsafni á Gnúpverjaafrétti í mörg ár. Var ég svo lánsöm að komast í þó nokkur eftirsöfn með honum. Hann þekkti afréttinn manna best og vissi öll örnefni og nöfn á öllum fjöllum sem í nálægð voru. Eitt haustið komumst við Nonni upp á Rjúpnafell. Snjór var yfir öllu, bjart og gott veður. Rákumst við á för í snjónum eftir eina kind. Upp á há Felli fundum við lamb- hrút frá Steinari í Hlíð og kom það í minn hlut að reiða hann alla leið austur í Bjarnalækjabotna, því ekkert gekk að reka hann í snjónum. Tók þetta allan daginn hjá okkur og vitnaði Nonni oft í þetta ferðalag hjá okkur og hafði gaman af. Það var venja hjá Nonna þegar hann var búin að skipa í leitir og áður en við skildum að gefa koní- ak úr pelanum sínum góða og allt- af var kóngabrjóstsykurinn á sín- um stað. Mikið var sungið á kvöldin í kofunum og lærði ég margan text- ann af honum. Sævar að sölum, Þú álfu vorrar, Fanna skautar, að ógleymdri Sús- önnu, og öllum viskí-sjússunum í vísunni. Það var orðin hefð fyrir því að fara niður í gamla kofann í Gljúfurleit og syngja, því ekki mátti vanvirða þann kofa þó kom- ið væri nýtt hús. Hann settist á miðjan bálkinn og fann tóninn, eins og honum einum var lagið. Í morgunmat fékk Nonni sér alltaf skyr, þetta „gamla góða“, innpakkaða, kekkjaða og stundum súra skyr og fór stundum hrollur um mann þegar hann var að hræra það hálffrosið og þetta borðaði hann með bestu lyst og sagði svo, að hann þyrfti ekki meira þann daginn. Aðstandendum færi ég samúð- arkveðjur. Hvíl í friði. Í Bjarnalækjabotnum er býsna gott að vera, þó að rigni þá finnst mér það svo lítið gera. Upp hann styttir eitt er víst, allt í geislum baðar. Enginn fær með orðum lýst yndi þessa staðar. Hreppafjöllin fagurblá fannir hvítar skreyta. Viljirðu fegri veröld sjá víða máttu leita. Sigrún Bjarnadóttir, Fossnesi. JÓN EIRÍKSSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Hjartans þakkir færum við öllum þeim fjölmörgu, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR G. GUÐNADÓTTUR bókbindara, Fífuhvammi 33, Kópavogi, áður til heimilis á Sogavegi 26. Sigrún Gunnlaugsdóttir, Karl J. Herbertsson, Jón H. Gunnlaugsson, Bryndís Gunnarsdóttir, Óskar Gunnlaugsson, Anna Axelsdóttir, Hjalti Gunnlaugsson, Kolbrún Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORLÁKUR RUNÓLFSSON, Langagerði 50, Reykjavík, sem lést laugardaginn 29. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 8. desember kl. 13.30. Magnea Ólöf Finnbogadóttir, Runólfur Þorláksson, Anna Grímsdóttir, Sigríður Þorláksdóttir, Guðjón M. Jónsson, Finnbogi Þorláksson, Ingibjörg Sigursteinsdóttir, Agnar Þorláksson, Kristín Rut Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, REYNIS VILHELMSSONAR, Skarðshlíð 11c, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar og H deildar FSA. Guð blessi ykkur öll. Eysteinn Vilhelm Reynisson, Jórunn Marinósdóttir, Páll Birkir Reynisson, Kristín Jóhannsdóttir, barnabörn og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför elskulegs föður okkar og tengda- föður, HALLDÓRS KR. STEFÁNSSONAR, Ystabæ 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar á Landspítalanum Hringbraut. Elín Hulda Halldórsdóttir, Þorsteinn Pétur Guðjónsson, Stefán Halldórsson, Farida Sif Obaid. Elskulegur sonur minn, faðir, afi, bróðir og mágur, AUÐUN EYÞÓRSSON, Þórólfsgötu 9, Borgarnesi, sem lést á Grensásdeild Landspítalans mánu- daginn 1. desember, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju þriðjudaginn 9. desember kl. 14.00. Vigdís Auðunsdóttir, Eydís Auðunsdóttir, Jonn M. Ontiveros, Sigurður S. Gear, Sigrún Björk, Ýris Irma, Auðun Ingi, Hjördís Rósa, Kristján Eyþórsson, María R. Eyþórsdóttir, Guðmundur Eyþórsson, Ingibjörg Vigfúsdóttir, Ingibjörg Eyþórsdóttir, Gísli S. Þórðarson, Þorsteinn Eyþórsson, Anna Þórðardóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.